Morgunblaðið - 18.01.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.01.1958, Blaðsíða 3
Laugardagur 18. ;jan. 1958 MORCUTS RL 4 ÐIÐ 3 SBjufundunnn í fyrrakvöld: Kommúnistar lánuðu sjálfum sér þrjá STAK8TEINAR fimmtu af félagssjóðnum! i \ íundinum gáfust kommúnistar upp v/ð að verja gerðir sinar i félaginu t FYRRAKVÖLD var haldinn félagsfundur í Iðju. Þi'átt fyrir mjög' óhagstætt veður var fund- urinn fjölsóttur. Fundareínið var að stjórn félagsins gerði grein fyrir skýrslu, sem löggiltir endur skoðendur höfðu gert um reikn- inga Iðju fyrir árið 1956, en sú rannsókn var ákveöin á aðal- fundi. Þessir reikningar voru l>eir einustu, sem fyrir lágu, þeg ar kommúnistar skildu við fé- lagið eftir ósigurinn í fyrra. Öll önnur skjöl félagsins voru horfin út í buskann. Iðjufundurinn hófst með því að Guðjón S. Sigurðsson, formaður félagsins, rakti skýrslu endur- skoðendanna, kom þar margt í ljós og verður skýrt hér frá því í nokkrum atriðum. Fndursemja varð allt Endurskoðendurnir skýra frá því að slíkur ruglingur hafi verið á skjölum félagsins á þessu eina ári, að nú hafi orðið að endur- semja gcrsamlega reikninga fé- lagsins fyrir árið frá rótum. Er Ijóst að hér var um mjög óná- kvæmt reikningshald að ræða en ekki var öðru til að tjalda, eins og áður er sagt, því kommúnistar skildu ekki annað eftir. % af félagssjóðnutn lánaðir kommúnistum Reikningar bera með sér, að allar eignir Iðju um áramótin 1956—1957 námu kr. 329,320,97. Af þessari upphæð eru kr. 80,670,95 í fræðslu- og vinnu- deilusjóði, sem ekki tilheyrir fé- lagssjóði, og alls ekki má nota í rekstri félagsins. Af því fé, sem þá er eftir, eða um 256 þúsund krónur, hefur stjórnin talið sæm- hár, eða um 10 þúsund krónur, en aðalleigubílstjórinn, sem borgað var í þessu sambandi, var sonur Halldórs Péturssonar. Var hér ið að sér risnu fyrir Alþýðusam- bandið vegna rússfieskra gesta, samanber fylgiskjal nr. 26, sem birt er á öðrum stað í blaðinu. Þá var um stórfeld kaup að ræða á happdrættismiðum Þjóð- viljans, sem fundust meðal reikn inganna og er sýnilegt að þar var ustu gæðingum sínum, kr. 148.100 eða sem næst % af öllum sjóðn- um. Nokkuð hefur verið skýrt frá vinnubrögðunum við þessa lána- starfsemi og fráganginum, og var birt hér í Morgunblaöinu í gær- dag mynd af tveimur kvittunum og sýna þær nokkuð, hvernig þessari lánastarfsemi var varið. 100 félagsskírteini horfin Við endurskoðunina hefur kom ið fram, að ekkert hefur komið inn fyrir 100 félagsskírteini. End urskoðandinn hefur það eftir Halldóri Péturssyni að um „hreina vangá“ sé að ræða. Svo virðist sem 100 skíxteini hafi „gufað upp“ í skrifstofu félags- ins og má vera að þar sé fundin skýringin á því, hvers vegna and stæðingum kommúnista gekk stundum mjög svo erfiðlega að fá skírteini fyrir kosningar í félag- inu og þá ekki sízt fyrir hinar síðustu. Hins vegar er talið að kommunistar hafi sent vildar- mönnum sínum félagsskírteini, enda þótt ekki væru þau greiddA Af hverjum var keypt? Skuldabréf fyrir 35 þúsund krónur hafa verið keypt við nafnverði af millilið. Hér er sýnilega um mjög.óhagstæð kaup að ræða, en fyrrverandi formað- ur neitaði algerlega þrátt fyrir harðar áskoranir að upplýsa, hver þessi seljandi væri. Þarna var sýnilega eitthvað ólireint á ferðinni, því ekkert mátti vitn- ast um, frá hverjum þessi skulda bréf væru komin. Bifreiðakostnaður og veizluhöld Samkvæmt fylgiskjali nr. 29, hefur hundruðum króna verið eytt úr sjóðum Iðju til kaupa á happdraéttismiðum Þjóðviljans. Væntanlega hefur sú deild Kommúnistaflokksins, sem þessa miða seldi, skilað 100%. Margt þessu líkt kom fram í - reikningunum. Nefna má að bif- andi að lána sjálfri sér og nán- 'reiðakostnaður var á árinu mjög um langtum hærri upphæð til bifreiðaaksturs að ræða en félags stjórnin hafði heimilað. Þá kom m. a. fram að Iðja virtist hafa að nokkru leyti tek- um hreina styrktarstarfsemi við blað kommúnista að ræða. Var allt á eina bókina lært um þetta hjá fyrri stjórn félagisins. Eftir 2 mánuoi S.Í.S. hefur núlega sent út nýtt tölublað af nokkurra vikna og jafnvel mánaða samsafni af rógs- dálkum Tímans um Reykjavíkur- bæ, málefni lians og einstaka a. Þar er slaglað upp aftur það, sem Tíminn var búinn að láta frá sér fara, og er þetta því eins konar heildarútgáfa af þeim óskapnaði. Fyrir tveimur mánuð- um birli Tíminn eina af sínura venjulegu rógsgreinum út af því, að þá fyrir nokkru liafði bæjarráð falið borgarritara og borgarlög- manni að liafa með höndum samn- ingaumleitanir við H. Benedikts- son h.f. varðandi sölu á vöru- geymslum við Lóugötu. Þannig stendur á að þessar vörugeymslur standa í götustæði Hjarðarliaga og leggur bæjarverkfræðingur á það mikla áhcrzlu að skemmurnar verði fjarlægðar, en þarna er að skapast mikil umferðargata. Hér er ekki um neitt óvenjulegt mál að ræða, heldur er það títt að bær- inn leiti eftir eignum, sem standa í vegi fyrir liinu nýja skipulagi og eiga tæknimenn bæjarins hér upp- tökin, eins og oftast í þessum sam- böndum. En þetta gerir svo Tím- inn að sérstöku rógsmáli. í því sambandi er ekki úr vegi að benda á það, að bæjarfulllrúi SÍS og Tíraans, Þórður Björnsson, sam- þykkti í fyrsta lagi það skipulag, sem liggur til grundvallar því, að húsin þurfa að fara burt. í öðru lagi samþykkti Þ. B. í bæjarráði, að farið yrði fram á það við eig- endur liúsanna að þeir seldu bæn- um þau og í þriðja lagi samþykkti svo sami maður þetta mál í sjálfri bæjarstjórninni. Hér komu engar athugasemdir fram. Þetta var talið sjálfsagt atriði í sambandi við götulagninguna í Vesturbænum og skipulag nýja liverfisins þar. Svo er þelta gert að rógsmáli fyrir tveiinur mánuðum í Tíman- um og það svo aftur tuggið upp í Tímaútgáfunni á dögunum. Þetta er aðeins eitt dæmi um það, hvern- ig þeir Þórður Björnsson og örlyg- ur Hálfdánarson starfa að útgáfu þessara þokkalegu Tímadálka. Harðar vítur Góður leiðarrvísir Efsfu menn D - listans r Keflavík Marteinn Jón Árnason hafnargjaldkeri Alfreð Gíslason bæjarfógeti Guðmundur Guðmundsson sparisjóðsstjóri Tómas Tómasson lögfræðingur Falur Guðmundsson útgerðarmaður Eftir að formaður hafði gert skýrsluna heyrinkunna, urðu umræður um hana. í fyrstu reyndi Björn Bjarnason fyrr\ær- andi formaður, að halda uppi vörn fyrir athæfi sitt og stjórn- arinnar en gafst fljótlega upp. Á fundinum var fyrrverandi stjórn harðlega vítt fyrir framferði sitt og samþykkt tiilaga um að fjár- reiður félagsins skyldu eftirleiðis vera háðar eftirliti löggilts endur skoðanda, til að fyrirbyggja slíkt misferli með fé félagsins í fram- tíðinni. Björn Bjarnason bar fram breytingartillögu, sem miðaði að því að milda orðalag þessarar til- lögu stjórnarinnar en breytingar tillaga Björns var kolfelld og hlaut aðeins örfá atkvæði. Til- laga stjórnarinnar var samþykkt með samhljóða atkvæðum. Að lokum urðu svo nokkrar umræður um félagsmál almennt. Beittu kommúnistar sér þar alls ekkert og var sýnilegt að þeir voru orðnir. fullkomlega uppgefn ir. Höfðu þeir fengið nóg af þeirri veiku tilraun, sem þeir gerðu, til þess að verja hina óforsvaranlegu meðferð á fjárreiöum félagsins. Bærðu þeir ekki á sér eftir það og fór fundurinn að öllu leyti vel og skipulega fram. Framfærsluvísi- talan KAUPLAGSNEFND hefur reikn Tíminn Ieggur nú allt kapp á ac eigna Eystcini Jónssyni Sogs- virkjunina nýju, sem verið er að vinna að. Segir blaðið í gær, að þessi virkjun geti verið „góður Ieiðarvísir“ við kjörborðið. Þetta er alveg laukrctt hjá blaðinu. Sogsvirkjunin er nijög góður lcið- arvísir um það, liverjir stefna fram á við i bæjarmálunum, og hverjir það eru, sem standa kyrrir. Það er rétt að minna á upphaf Sógs- virkjunarinnar. Vorið 1931 rauf ríkisstjórn Framsóknarflokksins Alþingi og voru ástæðurnar aðal- lega tvær, samkvæmt frásögn Tínt- ans þanu 22. apríl það ár. Þá komst blaðið þannig að orði, að „Andstæðingar Framsóknarflokks- ins“ liefðu niyndað „samsæri“ gegn honum. Samkvæmt frásögn Tímans þennan dag, kom þetta samsæri einkum fram i tvennu: „Að fjölga ætti þingmönnum Reykjavíkur“ og „að ríkissjóður skyldi verða látin taka á sig 7 milljón kr. ábyrgð fyrir Reykja- vík til Sogsvirkjunarinnar“. Þann- ig tók þá Tímaliðið fyrstu tillögu Sjálfstæðisflokksins um virkjun Sogsins. Nú er áframhald Sogsvirkjunar- innar eignað Eysleini Jónssyni og það á að vera góður leiðarvísir fyrir bæjarbúa! Ef Sjálfstæðis- menu hefðu ekki brotið ísinn og rutl Sogsvirkjuninni braut, . þá væri öðruvísi umhorfs en nú er í Reykjavík Þá stóð Tíniinn og allt hans lið á móti, en nú rcynir það að mata krókinn á þessu máli, ! eins og svo margir margir aðrir. að út vísitölu framfærslukostn-1 Reykvikingar þckkja allt þetta aðar í Reykjavík hinn 1. janúar' SÍS-lið og hug þess í garð liæjar- S.I., og reyndist hún vera 191 stig. 1 ins og þeir láta ekki blekkjast af (Frá Viðskiptamálaráðuneytinu) svo einföldum fagurgala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.