Morgunblaðið - 30.01.1958, Side 8
8
MORCT’W PT 4 Ðlb
Fimmtudagur 30. jan. 1958
WðiuiiMaMfr
Utg.: H.l. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðaintstjorar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arm Ola, sími 33045
Auglýsingar: Arnj Garðar Kristmsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjaid ki. 30.00 á mánuði innaniands.
I lausasölu kr. 1.50 eintakið.
VANTRAUST A VINSTRI STEFNU
I-^FTIR að talningu á Skaga-
j strönd var lokið, treystu
formenn stjórnarflokk-
anna sér ekki lengur til að skjót-
ast undan því loforði, að segja
í útvarpinu álit sitt á kosninga-
úrslitunum. Með fyrirslætti
Hannibals um, að hann gæti ekk-
ert sagt fyrr, höfðu stjórn-
arherrarnir aflað sér nokkurs
frests til hugsunar um, hvernig
þeir ættu að skýra hinn hraklega
ósigur sinn.
Skýringarnar voru svo vand-
ræðalegar, þegar þær komu, að
auðsjáanlega hafði hinum háu
herrum ekki veitt af fresti, þótt
lengri hefði verið. M.a. sagði
Hannibal:
„Það er í rauninni þung og
réttmæt reiðialda fólksms yfir
sundrung vinstri manna í Reykja
vík, sem færir Sjálfstæðismönn-
um í höfuðborginni sigurinn heim
í þetta sinn“.
★
Þessi fulyrðing er svo fjarri
sanni sem fremst má vera.
X fyrsta lagi er hið eftirtekt-
arverðasta við úrslit kosning-
anna nú, að sigur Sjálfstæðis-
manna er ekki takmarkaður við
neinn einn ákveðinn stað, hvcrki
Reykjavík né annan, heldur nær
um allt landið. Straumur kjós-
endanna liggur að þessu sinni
óumdeilanlega til Sjálfstæðis-
flokksins. Undantekningarnar á
einstökum stöðum staðfesta ein-
ungis meginregluna.
I öðru lagi er það slík öfugmæli,
að sigur Sjálfstæðismanna sé að
þakka sundrungu vinstri manna,
að það er einmitt andúð þúsunda
nafnlaúsra kjósenda á vinstri
samvinnunni svokölluðu, sem
gerir sigur Sjálfstæðismanna
jafn glæsilegan og raun ber vitni.
Vantrúin á svokallaðri vinstri
samvinnu birtist strax í fylgis-
tapi Alþýðuflokks og Framsókn-
ar í kosningunum 1956. Þá töp-
uðu þessir flokkar Hræðslu-
bandalagsins 10% af fylgi sínu.
Enginn efi er á, að 1956 kusu
margir fyrri kjósendur þessara
flokka Sjálfstæðisflokkinn ein-
mitt til þess að lýsa mótstöðu
sinni við fyrirhugaða samstjórn
þeirra. Þá lofuðu forystumenn
flokkanna þó og lýstu hátíðlega
yfir í útvarpi og á mannfundum
hvarvetna um landið, að sam-
stórn með kommúnistum kæmi
ekki til greina. Þau heit voru
svikin og úrslitin nú eru m. a.
svar við þeim svikum.
★
Tölurnar nú sýna svo ljóst, að
ekki verður um deilt, að þúsund-
ir kjósenda, sem áður kusu Al-
þýðuflokk, Alþýðubandalag og
Þjóðvörn víðs vegar um landið
hafa nú brugðið fylgi sínu við
þessa flokka og gengið í lið með
Sjálfstæðismönnum fyrst og
fremst til að mótmæla núverandi
stjórnarsamvinnu. Það er ekki
nánara vinstra samstarf sem
kjósendur nú heimta, heldur taf-
arlaus slit þeirrar óheilla sam-
bræðslu, sem nú ræður ríkjum.
Frá Alþingiskosningunum hafa
stjórnarflokkarnir tapað 11,47%
af fylgi sinu en Sjálfstæðismenn
bætt við sig 13,84% í þeim kaup-
stöðum, sem eru sérstök kjör-
dæmi til Alþingis, og saman-
burði verður því komið við.
Það er að vísu rétt, að fylgis-
tap Alþýðuflokksins er útbreidd-
ast. Fyrri kjósendur hans hafa
auðsjáanlega verið staðráðnir í
að gefa forystumönnunum þá að-
vörun, sem þeir kæmust ekki hjá
að taka eftir. Töluvert er þó
til í þvi, sem segir í Alþýðublað-
inu í gær, að fylgistap flokks-
ins varð strax við kosningarnar
1956. Ástæðan fyrir því tapi var
sú, að verulegur hluti flokks-
manna. var Hræðslubandalaginu
andvígur frá upphafi.
Við kosningarnar 1956 unnu
kommúnistar hins vegar nokkuð
á vegna Alþýðubandalagsgær-
unnar, sem þeir breiddu yfir sig.
Nú dugar sú gæra ekki lengur.
Atlcvæðamissir þeirra í þeim kjör
j dæmum, þar sem hægt er að
koma samanburði við nálgast
hrun eða svo mundi þykja flest-
um öðrum, er misstu í einu
fimmta hvern fylgismann sinn.
Það er fyrst og fremst forystu-
mönnum Alþýðuflokks og Fram-
sóknar að kenna, að kommúnista-
flokknum skuli nú ekki að öllu
hafa verið eytt eða dregið úr
áhrifum hans niður í það, sem
er í nálægum löndum.
★
Hermann Jónasson hlakkaði
yfir því í útvarpinu, að fyrir
Framsóknarflokkinn væru kosn-
ingaúrslitin hagstæð í heild.
Þessa yfirlýsingu prentar Tíminn
svo fagnandi með stórum stöf-
um, á forsíðu í gær. Hér er Fram-
sóknarmönnum rétt lýst.
Vitað er, að allmargir Fram-
sóknarmenn víðs vegar um land
hafa nú kosið Sjálfstæðisflokk-
inn í mótmælaskyni við ríkis-
stjórnina. Flokkurinn hefur að
vísu fengið það atkvæðatap bætt
upp og meira en það. En hann
hefur ekki unnið atkvæðin af
Sjálfstæðismönnum heldur af
samstarfsflokkunum, einkanlega
þó Alþýðuflokknum. Það eru
þessi úrslit, sem Hermann Jónas-
son með gleðihreim segir, að séu
Framsóknarflokknum hagstæð.
Til frekari áherzlu bætti Her-
mann því við, að stjórnarliðar
þyrftu „að finna leiðir til að
þoka okkur saman til nánara
samstarfs". Ósvífnina kórónar
svo Tíminn í gær, með því að
bjóða að gleypa Alþýðuflokkinn
með húð og hári og jafnframt
upp á „samfylkingu“ í ómeng-
uðum kommúnista-stíl.
Þetta er gert eftir að opið
stendur fyrir öllum landslýð,
hvernig kjósendum Alþýðu-
flokksins raunverulega líkar sam
starfið við Framsókn og komm-
únista. Og eftir að Framsóknar-
menn hafa sýnt heilindi sín í
garð Alþýðuflokksins með því
að ganga í bandalag við komm-
únista á móti þeim í kosningum
innan verkalýðssamtakanna.
Alþýðuflokksmenn láta að vísu
bjóða sér margt, en þó verður
yfirlýsing Emils Jónssonar um,
að ekki væri ástæðá' til að ætla
að kosningarnar hefðu áhrif
nema í bæjar- og sveitarstjórn-
unum, ekki skilin á annan veg,
en þann, að nú þyki jafnvel for-
ráðamönnunum í þeim hóp of
langt gengið í samfylkingartil-
boðunum.
Úr þessu mun reynslan skera.
En óhagganlegt er það, sem for-
maður Þjóðvarnar viðurkenndi
berum orðum, að úrslit kosning-
anna er ótvíræð vantraustsyfir-
lýsing á vinstri stefnuna.
Tveir söngvarar heyja einvígi í fullri
alvöru á sviði óperunnar í Róm
í ANNAÐ SINN á skömmum
tíma hefir orðið hneyksli í söng-
leikahúsinu í Rómaborg. Ennþá
tala menn um, er María Callas
stöðvaði sýningu þar skömmu
eftir áramótin, og nú hafa tveir
söngvarar dregið sverð úr slíðr-
um og barizt í fullri alvöru á
sviðinu, meðan verið var að
sýna „Don Carlos“ eftir Verdi.
Sá munur var þó á, að síðara at-
vikið gerðist á síðustu æfingunni
á óperunni, sem sýna átti síðastl.
fimmtudagskvöld, en María Call-
as stöðvaði frumsýninguna.
í „Don Carlos“ fer búlgarski
söngvarinn Boris Christoff með
hlutverk Filippusar konungs á
Spáni, og tenórsöngvarinn
Franco Corelli er í hlutverki kon-
ungssonarins, Don Carlos.
★ ★
Konungurinn hafði einmitt
neitað að verða við bón Don
Carlos, sem reikar inn á mitt
sviðið til að svara föður sínum.
Skyndilega skiptast þeir á eftir-
farandi orðum, sem hvergi voru
sjáanleg í handritinu:
Konungurinn: Hörfaðu aftur á
bak, svínið þitt. Þú átt að standa
til hliðar.
Don Carlos: Eigi mun ég gera
svo!
Konungurinn: Þú stelur „sýn-
ingunni" frá mér.
Don Carlos: Þetta er ekki þin
„sýning“, og þú ert lélegur leik-
ari. Konungurinn (æpir): Þú
móðgar mig- Hörfaðu aftur á bak
eða þú skalt gjalda ósvífni
þinnar . . .
Einhverjum hlut er skotið upp
á sviðið. Það er tónsproti hljóm-
upp óp. Blóð, raunverulegt blóð
streymir úr sári á handarbaki
konungsins.
Konungurinn (hleypur út af
sviðinu): Lækni, náið fljótt í
lækni! Ég er særður!
(Tjaldið fellur).
Konungurinn:
—. llörfaðu aft-
ur á bak, svm-
ið þitt. Þú átt
að standa til
lilið'ar ..
sveitarstjórans.
Hljómsveitarstjórinn (dapur-
legri röddu): Mama mia! Hvers
vegna á slíkt að henda mig? —
(Hann hefir vafalaust verið að
hugsa um Callas).
Söngvararnir líta hvorki til
hægri né vinstri. Þeir draga
sverð sín úr slíðrum — raunveru
leg sverð — og hefja einvígið.
Kórinn hrópar og reynir að að-
skilja þá. Og nú rekur Don Carlos
★ ★
Hefði söngleiknum lokið á rétt-
an hátt, hefði konungurinn sent
Don Carlos í fangelsi og látið
dæma hann til dauða.
Boris Christoff varð að láta sér
nægja að snúa sér næsta morgun
til lögfræðings síns og fela hon-
um málið.
Bretar reyna að fá Fuchs
fil að vera um kyrrt
Klaus Fuchs fyrtist, er hann var
sviptur brezkum ríkisborgara-
rétti.
Að 18 mánuðum liðnum hefur
njósnarinn Klaus Fuchs afplánað
fangelsisdóm sinn í Englandi, og
Englendingar eru þegar farnir að
hafa áhyggjur af því, hvert kjarn
orkufræðingurinn muni halda, er
hann verður látinn laus.
Reynt hefir verið að telja hann
á að dveljast áfram í Englandi,
og hefir honum verið boðin góð
staða í brezka kjarnorkuiðnaðin-
um eða við háskóla. Verður hon-
um þá heimilt að taka sér upp
annað nafn. Sannleikurinn er sá,
að kjarnorkustöðin í Harwell hef-
ir lengi notað útreikninga (m. a.
um Sputnik),sem Fuchs hefirgert
í fangelsinu. Hefir hann einnig
fengizt við að fræða fangana, svo
að þeir geti tekið að sér ýmiss
konar störf, þegar þeir eru látnir
iausir.
Þegar Fuchs var dæmdur, varð
Bretum sú skyssa á að svipta
hann jafnframt brezkum borgara
rétti, og því er Fuchs nú í dag
þýzkur ríkisborgari. Faðir hans
hefir verið guðfræðidósent við
háskólann í Leipzig, og nú óttast
Bretar, að Fuchs haldi til Austur-
Þýzkalands. Fuchs þóttist illa leik
inn, er brezki ríkisborgararétt-
urinn var tekinn af honum, þar
sem hann lofaði þegar eftir hand
tökuna að skýra frá öllum stað-
reyndum.
Vestur-Þjóðverja vilja gjarna
fá Fuchs, en Bretar vilja helzt
ekki sjá af honum, jafnvel þó
að hann fari til Vestur-Þýzka-
lands, en engar lagaheimildir eru
ti! fyrir því, að hindra þýzkan
ríkisborgara í að yfirgefa Eng-
land, er hann hefir afplánað refs-
ingu sína.
Ef til vill er ein leið til: Að
sýna Fuchs fram á, að honum
stafi hætta af því að fara til
Þýzkalands, þar sem framburður
hans hafi haft úrslitaáhrif i máli
Rosenberg hjónanna og annarra
atómnjósnara, sem dæmdir hafa
verið í Bandaríkjunum. Ef til vill
nægir þetta ásamt loforði um
góða stöðu til að halda Fuchs —-
og leyndarmálum hans í Eng-
landi.
Það kvað vera siður í Englandi á jólunum að hengja mistil-
tein upp í loftið. Standi maður og kona undir mistilteininum,
mega þau kyssast. Hér hittast Cary Grant og Ingrid Bergman
undir mistilteini. Astæða er til að geta þess, að hér er aðeins
um að ræða atriði í nýrri kvikinynd.