Morgunblaðið - 06.02.1958, Page 1

Morgunblaðið - 06.02.1958, Page 1
/ 45 árgangur. 31. tbl. — Fimmtudagur 6. febrúar 1958 Prentsmiðja Morg’inblaðsin* Hammarskjöld vill oð Öryggisráðið undirhúi nýja sfórveldaráBsfefnu Eisenhower felur bréf Bulganins fánýt í GÆR rak hver yfirlýsingin aðra úti í heimi varðandi hugsanlegan viðræðufund æðstu manna stórveldanna um lausn heimsvandamálanna. Merkust þessara yfirlýsinga var tillaga Dags Hammarskjölds, þar sem hann stingur upp á því, að utanríkisráðherrar stórveldanna komi saman á lokaðan fund í Öryggisráði S. Þ., þar sem þeim muni gefast næði til að undirbúa umræðuefni fyrir hina æðstu inenii stórveldanna. Eisenhower lýsti því yfir á fundi blaðamanna að Bandaríkjastjórn teldi tilgangslaust með öllu að hefja fund æðstu manna, ef dagskrá hans væri ekkert undirbúin. Hann hafn- aði einnig að hefja viðræður við Rússa um atómvopnalaust svæði í Evrópu, nema áður væri búið að semja við NATO-ríkin um það. Erlander, forsætisráðherra Svía, svaraði í dag bréfum Bulganins. Hann er hlynntur alþjóðlegri ráðstefnu um heimsvandamálin en telur að hún ætti að fara fram í söluiu Sameinuðu þjóðanna og að það ætti að takmarka hana við ákveðin mál, sem líkur eru á samkomulagi um. Nasser — Forseti sambandslýð- veldis Araba. Bræla tefur síldveiði Norðmanna ÁLASUNDI, 5. febr. — Lítil síld- veiði var í dag vegna brælu á miðunum út af Mæri. Herpinóta- bátar gátu ekki athafnað sig vegna veðurs. í dag komu á land í Noregi 55 þús. hektólítrar, sem þykir lítið. Er það mest afli reknetjabáta. í kvöld er veður batnandi svo herpinótaflotinn lagði úr höfn. » Hammarskjöld ATHENS, Ohio, 5. febrúar — Hammarskjöld, framkvæmdastj. S. Þ., flutti í dag ræðu á fjöi- mennum fundi stúdenta við ríkis- háskólann í Ohio. Iiann stakk upp á því, að efnt yrði til sérstaks fundar í Öryggisráði S. 1»., þar sem utanríkisráðherrar stórveld- anna mættu og ynnu að því að undirbúa ráðstefnu æðstu manna stórveldanna um lausn alþjóðlegra deilumáia. Hammarskjöld minnti á það, að síðari hluta árs 1956 hefði náðst mikilvægur árangur á lok- uðum fundi í Öryggisráðinu, þar sem utanríkisráðherrar stórveld- anna sátu. Fundur sá fjallaði um Suez-málið og náðist þar sam komulag og grundvallarreglur, sem fylgja skyldi við lausn þess. Þarna sýndi það sig, að Ör- yggisráðið var megnugt ann- ars en að útvarpa stjórnmála- deilum út um víða veröld. Það stuðiaði og mjög að árangri, að fundir þess voru þá lokað- ir, svo að deiluaðiljar notuðu tækifærið síður til áróðurs. í ræðu sinni yfir bandarísku stúdentunum skoraði Hammar- skjöld á menn að veita því at- hygli, að innan vébanda Sam- einuðu þjóðanna væri frábær aðstaða til að ná samkomulagi í alþjóðadeilum. Það er hægt að gera fleira á fundum Sameinuðu þjóðanna en að halda langar æsinga og áróðursræður. Þar geta háttsettir fulltrúar allra ríkja heims mætzt á lokuðum fundum og rætt deilumálin í fullri einlægni. Erlander AMMAN 5. febrúar — Hussein Jórdaníu-konungur hefur nú sætzt við brezka hershöfðingjann Sir John Glubb, sem hann rak frá yfirstjórn Arabaherdeildar- innar 1955. Glubb viðurkennir nú að brottreksturinn hafi þá verið nauðsynlegur til að tryggja að- stöðu Husseins. Nú hefur Glubb verið boðið til Amman. STOKKHOLMUR, 5. febr. (NTB) —- Sænska ríkisstjórnin lýsti sig í dag reiðubúna að taka þátt í alþjóðaráðstefnu, forsætisráð- herra og æðstu leiðtoga margra ríkja, þó að því tilskildu, að stórveldin hefðu náð samkomu- lagi um hverjir tækju þátt í ráð- stefnunni og hvert skyldi vera viðfangsefni hennar. Kemur þetta fram í bréfi Tage Erlanders for- sætisráðherra Svia til Búlganins, sem birt var í dag. Erlander segir í bréfi sínu, að ef einhver árangur eigi að nást á slíkri ráðstefnu, þá virð ist það ekki raunhæft, að taka öll deilumál upp á henni. Hitt væri miklu vænlegra að ákvarða og takmarka dagskiá ráðstefnunnar. Sænska stjórn- in telur og æskilegast að þessi ráðstefna færi fram á veg- um S. Þ. Erlander telur, að slík ráð- stefna eigi rétt á sér ef von sé um lausn einhverra deilumála og þannig yrði hægt að draga úr kalda stríðinu og spennunni í al- þjóðamálum. Hann telur að ráðstefnan ætti sérstaklega að taka til meðferð- ar tillögu um að stöðva um sinn allar tilraunir með kjarnorku- og vetnissprengjur, um atómvopna- laust svæði í Mið-Evrópu og um vígbúnaðareftirlit úr lofti. Þá telur hann að slík ráðstefna ætti að taka til meðferðar ákvæði um að geimskeyti verði aðeins notuð í friðsamlegum tilgangi. Erlander kveðst vona, að með slíkri alþjóðaráðstefnu mætti leysa deilumálin úr þeirri sjálf- heldu sem þau eru nú komin í. Kveður hann Svía áhyggjufulla vegna þeirrar tortryggni sem ein- kennir samskipti stórveldanna. Því eru Svíar fúsir til að gera allt, sem í þeirra valdi stendur til að hættunni verði bægt frá. Eisenhower WASHINGTON, 5. febr. (Reuter) Eisenhower forseti sagði á fundi með fréttamönnum í dag, að hann sæi ekki neitt í bréfum Búlgan- ins, sem yki líkiurnar fyrir að fundur æðstu manna stórveld- anna yrði árangursríkur. Þar sé heldur ekkert að finna sem stefni að auknum skilningi eða samkomulagi milli Austurs og Vesturs. Forsetinn taldi, að einkanlega hefði síðasta bréf Bulganins beinlínis verið skaðlegt, því að samkvæmt því virtust strandað- ar tilraunir til að koma á nýj- um samkomulagsumræðum milli Austurs og Vesturs. Eisenhower liafnaði með öllu tillögu Búlganins um að Rúss- land og Bandarikin gerðu út um það sín á milli hvort bann væri sett við eldflaugastöðvum og atómvopnum á stóru svæði í Mið- Evrópu. Um slíkt geta Banda- ríkin ekki samið, heldur verða hin einstöku NATO-ríki, sem málið snertir, að taka tillöguna til meðferðar. Þá kvaðst Eisenhower hafa falið vísindaráðunauti sínum dr. Killian að rannsaka, hvaða þýð- ingu geimferðir hefðu m. a. í hernaðar- og varnarmálum. Hai n játaði að bandarískir vísinda- menn ræddu í fullri alvöru um ferðir til tunglsins. Ekki væri þó enn hægt að spá hvenær fyrstu menn legðu upp í slíkan leiðang- ur. Nosser verðœr forseti ný;a Arabaríkislns Stjórnarskráruppkast lagt fram um samemmguna KAIRÓ og Damaskus, 5. febr í dag samþykktu þjóðþing Egyptalands og Sýrlands ein róma að tilnefna Nasser, for seta Egyptalands, sem forseta efni hins nýja sameinaða Arabaríkis. Það var sjálf'ir Shukri el Kouwatly, forseti Sýrlands, sem bar tillöguua fram í sýrlenzka þinginu. Nasser forseti lagði stjórnar- skráruppkast Arabaríkisins í dag fram fyrir egypzka þingið. Upp- kastið er í 17 greinum. I þeim er gert ráð fyrir að samningar, sem Egyptaland eða Sýrland hafa gert við önnur ríki haldizt óbreyttir í samræmi við alþjóða- lög. Einn forseti og eitt þjóðþing I tillögunum er gert ráð fyrir að hið sameinaða Arabaríki hafi sameiginlegan forseta og eitt þjóðþing. Forsetinn er samtímis þjóðhöfðingi og forseti ráðu- neytisins. Hann útnefnir sjálfur meðráðherra, sem verða ábyrgir gagnvart honum. Ríkið hefur sameiginlegan her og einn þjóðfána. Allir borgarar eru jafn réttháir. Fyrsta þjóðþing Araba ríkisins verður myndað þannig að helmingur fulltrúanna verð- ur skipaður af þjóðþingum beggja landa. Hinn helming. inn mun forsetinn skipa. Auk hinnar sameiginlegu ríkis- stjórnar Arabaríkisins mun for- setinn skipa framkvæmdaráð í hvoru landi Egyptalandi og Sýr- landi. Samkvæmt tillögunum eiga forsetakosningar að fara fram í báðum ríkjunum þann 21. febr. Þá fer einnig fram þjóðaratkvæða greiðsla um sameiningu land- anna. Hafnbann á Súmatra DJAKARTA, 5. febrúar. — Her- skip úr flota Indónesíu hafa lagt hafnbann á Riouw-eyjarnar, sem eru skammt suður af Singapore. Tilgangurinn er að stöðva beina vöruflutninga og viðskipti milli Sumatra og Singapore, en þar sem flotinn hefur ekki bolmagn til að halda uppi hafnbanni á alla Sumatra eyju, hefur hann nú tek ið það ráð að setja eins konar hafnbann á Singapore. Er það ætlun herskipanna að stöðva öll skip sem stefna þangað frá Sum- atra. f nótt var t. d. stöðvað rétt við Singapore, brezkt skip Moon Breeze, sem skráð er í Singapore. Vanguard-flugskeytið sveigði af réttri leið og varð að eyða því UtanríkismáloneSnd Dono ræðir svarbréi tii Búlgnnins KAUPMANNAHÖFN, 5. febr. (NTB) — H. C. Hansen, for- sætisráðherra Dana, mun svara bréfum Bulganins á mánu- daginn kemur. Uppkast að svari forsætisráðherrans var í kvöld lagt fyrir utanríkismálancind danska þingsins, en utanríkisráðuneytið mun ganga frá endanlegu orðalagi svar- bréfsins. Þá er eftir að þýða bréfið á russnesku og mun sendiherra Dana í Moskvu loks afhenda Bulganin bréfið. Önnutr gervihnattar-tilraun bandaríska flotans mistekst Canaveral-höfða í Flórída, 5. febr. (Reuter) UM KLUKKAN 7 í morgun eftir íslenzkum tíma Iét bandariski flotinn skjóta upp þriggja þrepa eldflaug af gerðinni Vanguard. Atti hún að bera- gervitungl upp í háloftin. í fyrstu virtist tilraunin ætla að ganga ágætlega, en þegar skeytið hafði hækkað sig í lofti i eina mínútu, urðu vísindamcnnirnir þess varir, að það sveigði ut af réttri stefnu. Þeir voru því tilneyddir að styðja á rafmagnshnapp, sem sundraði skeytinu, áður en það færi lengra. rauna flotans, dr. John Hagen, lýsti því yfir í dag, að flotinn mundi skjóta nýrri Vanguard- eldflaug upp með gervihnött eins fljótt og hægt væri. Ekki vildi hann svara því ákveðið, hvort óhapp þetta tefði fyrir því að gervitungl með öllum nauðsyn- Ætla að reyna oftar Vísindamenn bandaríska flot- ans eru mjög niðurdregnir og sárir yfir þessum mistökum, ekki sizt þar sem keppinautum þeirra í landhernum heppnaðist nýlega að skjóta gervitungli á loft með Júpíter-eldflaug. Yfirmaður til- legum mælitækjum yrði sent upp í háloftin. Dr. Hagen sagði, að megin- áherzla yrði lögð á að fá upp- lýst hvað bilaði í flugskeytinu. Eftir öll u að dæma virtist hér hafa verið um tæknilegan galla að ræða. Allar aðstæður til að skjóta flugskeytinu voru mjög hagstæðar. Vindhraðinn í 7 km hæð var undir 35 sekúndumetr- um. Öngþveiti í tilraunastöðinni Sjónarvouar í nágrenni (Jana- veral-höfða greina frá því að eldflaugin hafi stigið hratt og örugglega Allt í einu sáu þeir að hún hallaði sér á hliðina, Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.