Morgunblaðið - 06.02.1958, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 06.02.1958, Qupperneq 3
Fimmtudagur 6. febrúar 1958 MORCUNBLAÐIÐ 3 Prír forvígismanna að stofnun Fél. íslenzkra iðnrekenda þeir H. J. Hólmjárn, nú bóndi að Vatnsleysu í Viðvíkurhreppi i Skagafirði, Sigurjón heitinn á Álafossi og Eggert Kristjánsson stórkaupmaður. Félag íslenzkra iðnrekenda minnist í dag 25 ára afmælis í D A G eru liðin 25 ár frá stofnun Félags íslenzkra iðn- rekenda. Á þessu afmæli er margs að minnast fyrir þá iðnrekendur, sem riðu á vað- ið með stofnun þessara sam- taka, því að slík hefur þró- unin orðið í íslenzkum iðn- aði, þrátt fyrir margvíslega erfiðleika fyrr og síðar á þessu aldarfjórðungs tíma- bili. Svo hefur iðnaðurinn hazlað sér völl hér í Reykja- vík, að talið er að 40% bæjar- búa byggi nú lífsafkomu sína á hvers konar iðnaði. Á blaðamannafundi í gær hélt formaður Félags ísl. iðn- rekenda, Sveinn Valfelis, ræðu, þar sem hann stiklaði á stóru, er hann minntist þessa merkisafmælis samtaka iðnrekenda. — Komst hann m. a. svo að orði: Að frumkvæði Sigurjóns Pét- urssonar á Álafossi var boðað til undirbúningsfundar að stofnun félagsins 27. janúar 1933. Verk- smiðjueigenu-i' í Reykjavík og nágrenni, sem til náðist voru boð- aðir á fundinn. Fulltrúar fyrir sjö verksmiðjur mættu á fundinum. Voru allir fundarmenn einhuga um nauðsyn á stofnun félags- skapar iðnrekenda. Hinn 6. febrúar ái'ið 1933, var síðan stofnfundurinn, haldinn, voru stofnendur félagsins full- trúar frá 13 verksmiðjum í Reykjavík og nágrenni. Hlutu sæti í fyrstu stjórn félagsins þeir sömu og skipuðu undirbúnings- nefndina,Sigurjón Pétursson, Egg ert Kristjánsson og H. J. Hólm- járn, en varastjórnendur voru kjörnir Tómas Tómasson og Ragn ar Jónsson. Tilgangur félagsins þá og síðar „er að efla og vernda íslenzkan verksmiðjuiðnað og vera mál- svari hans í hvívetna". Það var bjartsýni og stórhugur sem réði stofnun Félags íslenzkra iðnrekenda. Þess þurfti líka með, því fyrir 25 árum voru ekki marg ir íslendingar, sem trúðu því að íslenzkur versmiðjuiðnaður ætti mikla og vaxandi framtið fyrir sér. Hinir voru fleiri, er töldu þann visi að verksmiðjuiðnaði, sem var þá að skjóta rótum, vera byrði á hinum aðalatvinnuvegun- um. Fyrstu árin eftir stofnun fé- lagsins var fyrst og fremst unnið að því að styrkja félagsstarfsem- Framh. á bls. 14 Stjórnarmenn Félags ísl. iðnrekenda, talið frá vinstri: Sigurjón Guðmundsson, Gunnar J. Friðriksson, Gunnar Jónasson, Axel Kristjánsson, Sveinn Valfells, Guðmundur Ágústsson og Árni Jónsson. . iiíijálmur — 100 stig verðum árangri erlendis þrátt fyrir slæmar æfingaaðstæður. 1 fyrra var Vilhjálmur efstui með 110 stig, Agústa næst mtð 78, Hilmar 75, Vaibjörn 59, Ey- steinn 55, Svavar 45, Ríkharður 30, Einar Halldórsson 19, Karl Jóhannsson 17, Hallgrímur Jóns- son 12. í atkvæðagreiðslunni nú fékk 21 maður atxvæði. Ef áfram er haldið lítur listinn þannig út: ‘11. Einar Sigurðsson ÍBH 15 12. Hafsteinn Sveinsson Self. 9 13. Ragnar Jónsson ÍBH 8 Þórður Þórðarson IA 8 15. Eyjólfur Jónsson Þrótti 7 16. Kristleifur Guðbjörnss. KR 4 17. Hörður Felixson KR 3 18. Birgir Björnsson FH 2 Rut Guðmundsdóttir Á 2 20. Gunnar Huseby KR 1 21. Pétur Rögnvaldsson KR 1 Af þessum 21 sem atkvæði hlutu eru 8 frjálsíþróttamenn, 9 úr knattleikum, ýmist knatt- spyi-nu eða handknattleik eða báðum, 3 sundmenn og 1 skíða- maður. Samtök íþróttafréttamanna eiu sem áður segir tveggja ára. Til þeirra var stofnað með hliðsjón af sams konar klúbbum á Noro- urlöndum og starfa samtökin á sama hátt og þau og hafa sam- starf við þau. Samtökin eiga nú í pöntun glæsilegan verðlaunagrip sem fylgir titlinum „Bezti íþróttamað ur ársins". VILHJÁLMUR EINARSSON var kjörinn „íþróttamaður Órsins 1957“ aí þeim mönnum sem skril’a um íþróttir í day- blöð og íþróttablöð. Er það annað árið í röð sem Vilhjálmur er kjörinn til að bera þennan titil. Nafn Vilhjálms var á list- um allra þeirra er rétt höfðu til atkvæðagreiðslunnar, en það voru 10 menn í samtökum íþróttafréttamanna, sem stofnuð voru fyrir 2 árum. Þetta er í annað sinn sem efnt er til slíkrar atkvæðagreiðslu, Var nú sama form á henni og hið fyrsta ár. Spurt var að því hverjir væru 10 beztu íþrótia- menn ársins og sá sem tilgreind- ur var efstur á listanum hlaut 11 stig, næstefsti 9, þriðji 8, fjórði 7 o. s. frv. Þar sem kjos- endur voru 10 var mesti stiga- fjöldi sem mögulegur er 110 stig. tJrslit atkvæðagreiðslunnar urðu þessi. 1. Vilhjálmur Einarsson ÍR 100 2. Hilmar Þorbjörnsson Á 82 3. Guðmundur Gíslason KR 67 4. Valbjörn Þorláksson ÍR 48 5. Svavar Markússon KR 47 6. Agústa Þorsteinsdóttir A 42 7. Halldór Halldórsson Val 40 8. Eysteinn Þórðarson ÍR 33 9. Albert Guðmundsson IBH 22 10. Ríkharður Jónsson IA 19 Þannig lítur valið út og ma segja að engum muni á ovart koma. Vilhjálmur Einarsson er vel að vegsemdinni kominn. Hann hefur a árinu unnið möig glæsileg afrek og sigra og skip- að sér á bekk meðal fremstu manna í heimi i sinni aðalgrem, þrístökkinu, og þar svo framar- lega að engum öðrum íslendingi hefur tekizt að komast framar Vilhjálmur var efstur á lista 7 manna. Hilmar Þorbjörnsson kemar næst Vilhjálmi og má segja að þeir séu í „sérflokki". Með hinu glæsilega meti sínu, 10,3 sek. á 100 m skipaði Hilmar sér á bekk með fremstu spretthlaupurum sem Norðurlönd hafa eignazt. Guðmundur Gíslason er í þriðja sæti nokkuð óvænt, en á það að þakka yfirburðum sínum og fjölhæfni í sundinu. Valbjörn og Svavar eru góði. fulltrúar frjálsíþrótta og hafa unnið afrek sem stærri þjóðir en hin íslenzka væru stoltar af. Halldór Halldórsson er efstur knattspyrnumanna og auk hans Hiliiii.tr eru úr þeirri g... num Albert og riki lai u ... . _ rdlVÁá- íþróttirnar fai-a ævniicÉa nall- oka í slíkum skoðanaköimunum. Það er ekkert einsdæmi hér á landi. Inn á milli þeirra kemur Eysteinn Þórðarson, okkar bezti skíðamaður, sem náð hefur undra Vilhjálmur Einursson kjörinn „íþróttamnður úrsins“ 1957 21, karlar og konor, iengn atkvæSi í vuli íþrótta- frétiaritara ó „10 beztn” íþróttanönnnm órsins CTAflLSTIINAR Kommúnistar hræddir Kommúnistar sjá nú fram á að samtök mótstööumanna þeirra innan samtaka verkalýðs og launþega muni vinna Alþýðu- sambandið úr höndum þeirra. Þess vegna fara þeir nú ham- förum gegn þessum samtökum og fær nú Alþýðuflokkurinn margt ljótt orð í eyra fyrir að hlýða ekki samfylkingarskipun Framsóknar og kommúnista. Þjóðviljinn segir í forustugrein í gær að Alþýðuflokkurinn haldi ferðinni áfram „niður hjarn verkalýðssvikanna“. Kennir Þjóð viljinn „ólánsmönnum Ákaklík- unnar“ urn þetta og bendir það til að kommúnistar telji sig enu eiga allgóða bandamenn í Alþýðu flokknum, utan þeirrar „klíku“. Þjóðviljinn segir m. a.: „Það virðist eiga að verða endalok Alþýðuflokksins að ríía niður allt sitt fyrra starf á vett- vangi verkalýðsmála og bera að lokum beinin í banvænum faðm- lögum íhaldsins. Haldi svo áfram sem horfir eiga þeir alþýðumenn og konur, sem ætluðu Alþýðuflokknum ann að og betra hlutskipti engan ann-, an kost en að forða sér frá þeirri nýju smán, sem ólánsmenn Áka- klíkunnar eru nú að leiða yfir síðustu leifar Alþýðuflokksins." Svar Albýðublaðsins Álþýðublaðið segir svo hins vegar í forustugrein Sinni í gær að kommúnistum farist ekki að tala um sameiningu og samvinnu, því eftir seinustu Alþýðusam- bandskosningar hafi kommúnist ar neitar öllu samstarfi við aðra. Þegar kommúnistar þóttust sitja þar nógu örugglega í söði- inum, kærðu þeir sig ekki um neina „sameiningu“ cg ráku alia Alþýðuflokksmenn úr trúnaðar- stöðum. En nú þegar koinmún- istar sjá sitt óvænna hrópa þeir á „einingu.“ í lok greinarinnar segir Al- þýðublaðið: „Þjóðviljanum er hollt aff minnast þess, að eining verka- lýðsins tekst ekki með orðum. Þar þurfa verkin til að koma. Og í verki hafa kommúnistar beitt sér fyrir sundrungu en ekki einingu í samtökum íslenzkrar alþýðu. Síðasta og skýrasta sönn- un þess eru átburðirnir á síðasta Alþýðusambandsþingi. Þá var gefinn kostur þess, að hjaðninga- vígin hættu. Kommúnistar og fylgifiskar þeirra komu í veg fyrir sættir og grið af því að veir vildu flokkseinokun sína í Alþýðusambandi íslands, þó að hægt væri að telja atkvæðin, sem úrslitum réðu, á fingrum sér. Slíkir svikarar við íslcnzka al- þýðu ættu elcki að tala eða skrifa um einingu, þegar ótti vondrar samvizku sverfur að þeim. Verk- in dæma þá. Og íslenzk alþýða mun sannarlega sigra kommún- ista til að geta sameinast í raun og veru“. Þjóðviljinn hamast nú við að skamma Alþýðuflokkinn dag eftir dag og má heita að „íhaldið ‘ sé gleymt í dálkum biaðsins. Al- þýðublaðið svarar svo aftur full- um liálsi og þannig ganga kiögu- málin á víx>. ólatún 2 I d; <’ „ar fyrsti bæjarstjór: arfont n haldinn í hinu nýj hús.i; aæjarstjórnarinnar Skó: 2. Eins og menn mun var i. deilt á Sjálfstæðis menn að byggja þarna hús næði fyrir ýmsar stofnanir bæj arins og bæjarstjórnina sjálfs Eftir kosningarnar eru þessar á deiiur þagnaðar, enda munu all ir viðurkenna að hér hefur got verk verið unnið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.