Morgunblaðið - 06.02.1958, Side 14

Morgunblaðið - 06.02.1958, Side 14
14 MORGVMtLAÐIÐ Fimmtudagur 6. febrúar 195íi — Iðnrekendui’ Framh. af bls. 3 ina inn á við og þreifa fyrir sér um störfin út á við. Félagsmönn- um fjölgaði árlega, og starfsget- an fór vaxandi. A stríðsárunum var af ýmsum ástæðum erfitt um vik með mikið félagsstarf, en eftir lok heims- styraldarinnar hóf félagið mjög öfluga starfsemi, sem hefur á margan hátt borið gifturíkan ár- angur, m. a. í því að kynna þjóð- inni íslenzkan verksmiðjuiðnað, og hlut hans í þjóðarbúskapnum. Viðfangsefnin hafa á þessum ár- um verið mörg og margþætt. Ekki er rúm til þess hér að rekja sögu Félags ísl. iðnrekenda, en félagsstjórnin hefur í undir- búningi útgáfu afmælisrits, þar sem saga þess verður rakin ýtar- lega. Aðeins skal látið nægja að drepa á fá verkefni, sem félagið hefur fengizt við, en óhætt mun að segja að F. í. I. hafi átt aðild og forgöngu um flest þau mál, er varða hagsmuni verksmiðjuiðn- aðarins í landinu. Frá stofnun félagsins og ávallt síðan hefur Félag íslenzkra iðn- rekenda látið tollamálin sig miklu varða. Enda hefur tolla- löggjöfin grundvallandi áhrif á sköpun og þróun verksmiðjuiðn- aðarins. Tollalög þau, er sett hafa verið hér á landi, hafa fyrst og fremst haft það markmið að afla rikissjóði tekna. Voru þau lengi á flestum sviðum iðnaðinum óhag stæð, og óþægur ljár í þúfu. í flestum tilfellum voru hráefni jafn hátt tolluð og fullgerðar iðn- aðarvörur, og stundum var tollur hænri á hráefnum, en tilbúnum vörum sömu tegundar. Lagfæring á þessu efni þokaðist áfram eftir því sem árin liðu en stærsta sporið í þá átt að bæta tollakjör iðnaðarins var stigið ár ið 1954 fyrir atbeina F. f. I., en það ár var tollskráin öll endur- skoðuð með tilliti til iðnaðarins. Iðnsýningar og önnur kynning á íslenzkum iðnaði hefur frá önd- verðu verið eitt af aðaláhuga- málum F. í. I. Mest átak i þessu efni gerði F. í. I. árið 1952 í sam- vinnu við önnur félagssamtök með Iðnsýningunni miklu, sem gerbreytti áliti þjóðarinnar á möguleikum iðnaðarins hér á landi. Það hefur því um langt árabil verið dagskrármál iðnrekenda og iðnaðarmanna að hér í bæ yrði sköpuð varanleg aðstaða til iðn- sýninga, en eins og kunnugt er er ekkert húsnæði til í bænum. sem hýst getur stórar vörusýningar. Að lokinni iðnsýningunni 1952 hófst F. í. I. handa um undirbún- ing málsins, og á sl. sumri var stofnaður félagsskapur, Samtök atvinnuveganna til þess að hrinda máli þessu í framkvæmd. Hafa þessi samtök nú gert samning við Reykjavíkurbæ um byggingu stór hýsis m. a. til sýningahalds á mótum Suðurlandsbrautar og fyrirhugaðs Þvottalaugavegar. en jafnframt skuldbindur bærinn sig til þess að láta í samvinnu við Samtök atvinnuveganna skipu- leggja framtíðar sýningarsvæði á þessum stað og verður þeim gef- inn kostur á því að reisa þar sýningarskála. Iðnrekendur binda miklar vonir við þessar fram- kvæmdir, enda verður ekki um það deilt, hve mikilvægt það er fyrir atvinnuvegina að hafa mögu leika á því að kynna framleiðslu- vörur sínar með veglegum vöru- sýningum, Ekki sízt er þetta mikil vægt fyrir hinn unga íslenzka iðnað, sem á tilveru sína undir því komna, að landsmenn skilji að „holt er heima hvað“, en einn- ig er æskilegt að geta haldið sýningar hér heima til þess að kynna erlendum kaupendum framleiðsluvörur okkar. Eitt þýðingarmesta málið, sem F. í. I. hefur barizt fytir var stofnun Iðnaðarbanka íslands hf. sem stofnaður var af félaginu og Landssambandi iðnaðarmanna. Bankinn hefur nú starfað í 5 ár og hefur reynzt þess megnugur að leysa mikinn vanda fyrir iðnað inn, enda hafa iðnrekendur og iðnaðarmenn skipað sér um bank ann og eflt hann eftir mætti. Er bankastofnunin mikilverðasti ár- angur af ágætu samstarfi Lands- sambands iðnaðarmannaog Félags ísl. iðnrekenda til hagsbóta fyrir iðnaðinn. Af þeim málum, sem í dag eru efst á baugi hjá F. í. I. má nefna lagfæringu á skattalöggjöfinni, þannig að mögulegt verði hér á landi að stofna og starfrækja stór fyrirtæki á sviði iðnaðar, m. a. með erlendu fjármagni, en það má heita útilokað. Þá leggur fé- lagið áherzlu á aukin rannsóknar störf í þágu iðnaðarins hér á landi og skipulegar athuganir á möguleikum á uppbyggingu stór- iðnaðar með útflutning fyrir aug- um. Einnig að slíkar rannsóknir verði gerðar í samráði við ein- staklinga og félög, sem áhuga kynnu að hafa á því að hefjast handa um framkvæmdir á við- komandi sviðum. Hinn kunni brautryðjandi í ís- Vigdís sýnir dragt (Myndirnar tók Þórarinn) lenzkum iðnaði, Sigurjón Péturs- son á Alafossi var formaður F.íll. fyrstu 12 árin. Síðan var Kristján Jóh. Kristjánsson formaður um 11 ára skeið, sem var mikili at- hafnatími í sögu félagsins. Er Kristján Jóhann lét af for- mennsku í félaginu var hann kjörinn fyrsti heiðursfélagi þess í viðurkenningarskyni fyrir ágæta forystu í félaginu og marg- háttuð störf að velferðarmálum íslenzks iðnaðar. Núverandi formaður félagsins er Sveinn B. Valfells en aðrir í stjórn eru Gunnar J. Friðriksson varaform., Sigurjón Guðmunds- son, Axel Kristjánsson, Gunnar Jónasson, Guðmundur Ágústsson og Árni Jónsson. Félag ísl. iðnrekenda minnist afmælis síns annað kvöld með samsæti að Hótel Borg. Stokkseyri Frá Stokkseyri eru nokkrir b.átar byrjaðir að róa. Hafa þeir aflað sæmilega. Þeir leggja aflann upp í frystihúsið á Stokkseyri. Bæði á Eyrarbakka og Stokks- eyri hafa gæftir verið ágætar síðustu daga og Tarimalítið. Tízkosýníng í UM ÞESSAR mundir eru haldnar miklar tízkusýningar í háborg tízkunnar París. Er nú verið að taka fram vor- og sumartízkuna, sem jafnan er beðið eftir með mikilli eftir- væntingu. Við hér á fslandi reynum alltaf að fylgjast með á hvaða sviði sem er og si. mánudagskvöld var mér boðið að horfa á tízkusýningu hér í Austurbæj arbíói. Það var að vísu ekki sýning, sem kom fram með nýjar „línur“ eða vor- og sumarklæönað ein- göngu. Sýningin líkist meir þeim sem við höfum áður séð. Sýning þessi fylgdi með á rokk- hljómleikum danska „Tommy Steel“ James Rassmussen. Fyrir sýningunni stóð ungfrú Vigdís Kjóll Aðalsteinsdóttir, sem um þessar mundir er orðin eitt frægasta og snjallasta „módelið", sem við höfum eignazt. Fyrirtækin sem sýndu voru kjólaverzlunin Bezt, sem sýndi einn skíðagalla, og dag- og kvöld- kjóla. Nokkrir af ullarkjólunum vöktu mikla og verðskuldaða at- hygli, m.a. skærgrænn, erma- laus kjóll með poka í pilsinu. Þá vakti mikla athygli rauðxöflótt ullarpils (úr íslenzku efni) og svört jersey-hettublússa. Segja VITIÐ ÞER að ekkert ex betra til að þvo ur ull, silki og nælon en Þér getið verið öruggar með beztu ullarpeysuna yðar, ef þér þvoið hana úr ÞVOL, því ÞVOL inniheldur nýtt efni, sem jafnframt því að þvo vel, er algjörlega skaðlaust ullartaui, nælon og silki. "fir vel me8 hendup... ÞVOL Þ V O L hefir einnig þann eiginleika að skýra liti í ullartaui, þvo jafnt í heitu sem köldu vatni, og er mjög létt í skolun. — ÞVOL er því ákjós- anlegt til þvotta á barnataui. Þ V O L er ótrúlega drjugt. Austurbæjarbíói má að heildarsvipur kjólasýning- arinnar hafi verið góður þótt nokkrir taftkjólar væru með, sem ekki voru fallegir. Kápuverzlun Andrésar Andrés- sonar sýndi kápur og voru flest- ar þeirra sérlega fallegar. Sér- staklega var falleg mosagræn dragt skreytt skinni með sam- svarandi 7/8 síddar kápu utan yfir. Hattarnir voru smekklegir en látlausir frá Hattabúð Reykjavik- ur. Þá sýndu tvö börn nokkra barnaklæðnaði frá verzluninni Eros og Anderson & Laut. Sýningarstúlkurnar voru 4. Ungfrú Vigdís Aðalsteinsdóttir, sem tókst mjög vel upp, ungfrú Guðrún K. Magnúsdóttir, sem virðist þekkja þessa starfsgrein mjög vel og var gaman að sjá hve hún sýndi skemmtilega. Guð- rún Einarsdóttir var heldur stirð í hreyfingum en falleg stúlka og loks sýndi Kristbjörg Þorvarðar- dóttir með heldur litlum tilþrif- um. Kynnir var Bragi Jónsson. Undirleik annaðist Aage Lorange með ágætum og hárgreiðslu Hár- greiðslustofan Greiðan. — Hraði sýningarinnar var alveg prýðileg- ur, — en aðstæður eru ekki góð- ar til tízkusýningar í Austurbæj- arbíói. Þótt alltaf sé gaman að sjá tízkusýningu, þá finnst manni ó- neitanlega dálítið undarlegt að hún er höfð með rokk hljómlist, þar sem gera má ráð fyrir að á- heyrendur séu að mestu leyti „rokk-óðir unglingar". Svo var þó ekki á mánudagskvöldið, furðu margt af fullorðnu fólki var á hljómleikunum, þótt unglingarn- ir vreru í meirihluta. — A. Bj. Þorlákshafnar- bátar veiða mest ýsu SELFOSSI, 5. febrúar. — Róðrar hófust fyrir nokkru frá Þorláks- höfn. Verða sennilega gerðir það- an út um átta bátar í vetur og verða það allt heimabátar. Gæftir hafa verið sæmilegar undanfarið og ágætar síðustu daga. Afli hef- ur verið frekar tregur, allt ýsa sem veiðist, en ágætur fiskur. Aflinn er sendur hingað að Sel- fossi og til Reykjavíkur, því ekk- ert frystihús er í Þorlákshöfn. Frá Eyrarbakka er einn bátur byrjaður róðra, en þaðan verða fleiri bátar gerðir út í vetur. Afli hjá þessum báti hefur verið all- góður, eða um þrjár lestir í róðri. Hann leggur upp í frystihúsið á Eyrarbakka. — Guðmundur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.