Morgunblaðið - 06.02.1958, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 06.02.1958, Qupperneq 15
Fimmtudagur 6. febrúar 195S MORGVNBLAÐIÐ 15 Borgfirðinga- kvikmynd AÐ undanförnu hefur Borgfirð- ingafélagið í Reykjavík látið vinna við töku á kvikmynd, er lýsi landsháttum og lífi fólksins í hinu víða Borgarfjarðar-héraði. Verður frumsýning slíkrar kvik- myndar á fundi félagsins í Iðnó á föstudaginn. Það er Guðni Þórðarson, sem hefur tekið þessa kvikmynd. Er hún tekin hingað og þangað ýmist suður á Akranesi eða uppi á Mýrum. Hún lýsir m. a. búnað- arháttum að fornu og nýju, bæj- um og fólki. Kvikmyndin er ekki fullgerð í sjálfu sér, því að hald- ið verður áfram að taka kvik- myndaþætti sem bætzt geta inn í hana. í því formi sem hún er nú tekur sýning hennar nokkuð á aðra klukkustund. Frummyndin að þessari kvik- — Tvö glötuð ár Framh. af bls. 6 sons feykt út í veður og vind. Dr. Killian var gerður að sér- stökum ráðunaut Eisenhowers í eldflaugamálum og nú fengu Wernher von Braun og samstarfs menn hans tækifæri til þess að nota Júpiter-eldflaugina. Það tók þá 3 mánuði að búa eldflaugina undir fyrsta geimskotið, sem þeir hefðu annars getað framkvæmt fyrir tveimur árum síðan. Mikið er nú rætt um eldflaug- ar og geimferðir. Margar spár eru uppi um það, hvað verði í þessum efnum. Vísindamenn um allan heim keppast við að skýra frá, hvaða möguleikar séu fólgn- ir í geimferðunum og útmála fyrir almenningi, hve mikla blessun þessi tækni geti haft í för með sér, ef hún fái að þróast í friði. Á annan bóginn er því líka lýst með skuggalegum drátt- um, hvað verða mundi, ef þessar eldflaugar yrðu útbúnar með kjarnorkuvopnum og sendar til þess að dreifa dauða og eyðilegg- ingu yfir allt sem lifir á jörðinni. Allur almúgi hlustar á þessar spár og þessar frásagnir og vonar það eitt að stjórnmálamenn heimsins hafi það vit og þá fyrir- hyggju, sem til þess þarf að koma í veg fyrir að eldflaugunum verði beitt til manndrápa og eyði leggingar. Það þurfti mikil efni. og mikið hugvit til þess að byggja eldflaugarnar og koma Spútnink unum og Könnuðinum á loft. En vafalaust þarf enn meira vit og fyrirhyggju til að koma í veg fyrir að þessari tækniþróun verði að lokum beitt gegn manninum sjálfum og koma því til vegar að hún verði notuð til þess að auðga og fegra lífið á jörðinni. Kristján Guðlaugssor hæsturcttarlöginuður. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. Austurstræti 1, — Símj 13400 Gís/f Einarsson héradsd'mislögtnajur. Málfluinhigsskrifstofa. Iiaugavegi 20B. — Sími 19631. Hurðarnaínspjöld Bréíalokur Skiltagerðin. Skólavörðustig 8. RAGNAK JÓNSSON hæstarcttariogmaður. Laugaveg, 8. — Sími 17752. l.ögfræðistörf. — Eignaumsýsla. Þorvalöur Arl Arason, tidl. LÖGMANNSSKRIFSTOPA SkólavörSustic 38 t/o Pdll Jóh~Jujrlcttsson h.l. - Pósth 621 SirruiT H4I6 og lfi/7 ~ Simnrlm f»» mynd verður geymd í byggða- safni Borgarfjarðar og verður hún aðeins notuð til að gera sýningareintök eftir. Borgfirð- ingafélagið hefur styrkt byggða- safn Borgarfjarðar með ýmsu móti. T. d. hefur félagið kostað söfnun örnefna í báðum sýslun- um, Borgarfjarðar- og Mýrasýslu. Byggðasafni hefur ekki enn verið komið upp, þó ýmsir gripir séu geymdir í barnaskólanum að Varmalandi og á Hvanneyri. Er það áhugamál Borgfirðingafélags ins, að slíku safni verði komið upp hið fyrsta. — Stúdenta ráöstefna Framh. af bls. 9 Að ráðstefnunni lokinni er gert ráð íyrir að hinir erlendu þátt- takendur dveljist hérlendis í nokkra daga og skoði það, sem markverðast þykir í höfuðstaðn- um svo og nágrenni hans eftir því sem færð leyfir. Erlendu þátttakendurnir eru væntanlegir til landsins með flug vél Loftleiða í kvöld (fimmtu- dag). Unglinga vantar til blaðburðar við Lindargötu Laugav. III. Fjólugötu Tunguveg Sími 2-24-80 Hestamannafélagið FÁKUR Skemmtifundur á morgyn, föstudag, 7. febrúar kl. 8,00 í Skátaheimilinu. \ Skemmtiatriði: Félagsvist, — kvikmynd frá fjórð- ungsmótinu á Egilsstöðum sl. sumar. D a n s . Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti. ATH. Aðalfundur félagsins verður haldinn í Tjarn- arcafé fimmtudaginn 20. þ. m. Reikningar liggja frammi á skrifstofu félagsins alla mánudaga og kl. 5—7 e. h. næstu daga fyrir fundinn. Hestamannafélagið FÁKUB. N ý k o m i ð nælongluggntjaldaefni Gardínubúbin LAUGAVEG 28. Góður 20—25 rúmlesta vélbátur óskast til kaups. Allar nánari upplýsingar gefur Landssamband ísl. útvegsmanna, Tryggvagötu 8, Reykjavík. Bílsfjóri Fyrirtæki, sem hefur mikla útkeyrslu óskar að ráða duglegan reglusaman bílstjóra. Umsóknir með uppl. um fyrri störf sendist Mbl. fyrir 8. febrúar merkt: „Bílstjóri -—8540“. íbúð óskast Efnuð eldri hjón, tvö í heimili, vantar íbúð í rólegu húsi á hitaveitusvæði 2—3 herbergi og eldhús nú þegar eða fyrir 14. maí. Kjallari kemur ekki til greina. Tilboðum sé skilað á afgreiðslu blaðsins merkt: „Rólegt —8548“. ÚTSALA Nýjar vörur á útsöluverði Kápur frá kr. 300.00 Ódýrar poplinkápur komnar aftur. Kvenpeysur frá kr. 65.00 Kjólar frá kr. 275.00 Sokkabuxur frá kr. 50.00 Kápu- og dömubúðin , 15 Laugavegi 15 Lokað vegna jarðarfarar föstudag 7. þ. m. Verzlun Haraldar Kristinssonar, Mánagötu 18. Faðir okkar BENJAMIN JÓNSSON vélsmiður, Iézt í Landakotsspítala 4. þ. m. Fyrir hönd bræðranna, Sigurður Benjamínsson. Kveðjuathöfn um eiginmann minn SIGURÐ PÉTUBSSON vitabyggingarverkstjóra frá Sauðárkróki, fer fram í Dóm- kirkjunni föstud. 7. febr. kl. 5 e.h. Kveðjuathöfninni verður útvarpað. Jarðsett verður á Sauðárkróki. Margrét Björnsdóttir. Innilegar þakkir færum við öllum, sem vottuðu okkur samúð við fráfall og jarðarför GUÐLAUGAR VIGFtí SDÓTTUR frá Hjallanesi Börn og tengdabörn. Við þökkum innilega samúð og hluttekningu við andlát ÞÓRU ANDERSEN Franz A. Andersen, Ebba L. Andersen, Kristinn Einarsson, Hans G. Andersen, Ásta Andersen. Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur hluttekningu og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar ELISABETAR JÓNSDÓTTUR frá Dysjum Guðjón Hallgrímsson, Hallgrímur Guðjónsson, Jón Guðjónsson, Seselía Jósafatsdóttir, Sesselía Guðinundsdóttir Hannes Guðmundsson, Matthías Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.