Morgunblaðið - 06.02.1958, Side 16

Morgunblaðið - 06.02.1958, Side 16
VEÐRIÐ Norðaustan kaldi og léttskýjað 31. tbl. — Fimmtudagur 6. febrúar 1958 Felumynd afbrotanna. — Sjá bls. 9. Aðkallandi að snúa sér að virkjun auðlindanna - segja iðnrekendor á 25 ára af mæli FÍI ÞAÐ ER NÚ í fyllsta máta tímabært fyrir íslendinga að snúa sér að hagnýtingu þeirra auðlinda sem í landinu eru, jarðhita og fali- vötnum, sem orðið gætu undirstaða iðnaðar sem gæti tryggt ís- lendingum sambærileg lífskjör við háþróaðar iðnaðarþjóðir, því að iðnaður er undirstaða þess að maðurinn geti veitt sér ýmislegt umfram brýnustu nauðsynjar. A Ólafsfirði unnu Sjálfstæðismenn mikinn sigur í bæjarstjórnarkosningunum. Hér er mynd af hinum nýkjörnu Sjálfstæðismönnum í bæjarstjórn þar. I fremri röð eru aðalfulltrúar f. v.: Ás- grímur Hartmannsson, Jakob Agústsson, Þorvaidur Þorsteinsson og Sigvaldi Þorleifsson. Vara- fulltrúar standa að baki f. v.: Magnús Gamalíelsson, Sigurður Guðmundsson, Guðm. Þór Bene- diktsson og Jónmundur Stefánsson, sem kemur í stað Gunnars Björnssonar, sem er fjarverandi. Friðunarráðslafanirnar fyrir 5 árum hafa bjargað ýsu- og skarkolasfofnum við landið Samlal við Jén Vinsson fiskifræðing HER við land var um ofveiði að ræða á ýsu og eins skarkola og fullvíst má telja að þær ráðstafanir sem íslendingar gerðu er þeir ickuðu uppeldisstöðvum þessara tegunda fyrir allri togveiði hafj bjargað þessum fiskstofnum. Það sem hér hefur verið sagt er í dag skoðun stjórnar Félags íslenzkra iðnrekenda, sem stend- ur nú á merkum tímamótum, því að í dag eru liðin 25 ár frá því að þessi landssamtök voru stofn- uð. Boðaði stjórn F. í. I. blaðamenn á sinn fund í gær, þar sem rifjuð var lauslega upp saga félagsins, störf þess að iðnaðarmálum ís- lendinga á þessum aldarfjórðungi Sveinn Valfells, formaður Fél. ísl. iðnrekenda hafði einkum orð fyrir stjórnarmönnum. Benti hann m.a. á að þrátt fyrir ýmsa erfiðleika á uppbyggingu iðnað- ar hér á landi, m.a. vegna óraun- særra skattalaga, væri staðreynd- in sú, að stöðugt meiri fjöldi landsmanna ætti nú afkomu sína undir iðnaði og benti hann á að hér í höfuðstaðnum væru um 40% bæjarbúa starfandi í ýmsum iðnaði. Hann kvaðst vilja full- yrða að reynslan hefði nú leitt í AKRANESI, 3. febr. — Nýr bæj- argjaldkeri, Sigurður Haral'is- son frá Fáskrúðsfirði, er tekinn til starfa í bæjarstjórnarskrifstof unni, en fráfarandi bæjargjald- keri hyggst Ijúka námi í endur- skoðun og er farinn til Reykja- víkur. — Oddur. í DAG klukkan 5 síðdegis kemur hin nýkjörna bæjarstjórn Reykja víkur saman í fyrsta sinn. Bæjar- stjórnarfundurinn verður haldinn í nýjum fundarsal í húsi bæjarins að Skúlatúni 2. Á fundinum fer fram kosning borgarstjóra Reykjavíkur, bæjar ráðs og ýmissa nefnda. Undanfarið hefur verið unnið að því að fullgera fundarsal þenn an, sem er hið mesta listasmíði og hinn smekklegasti í alla staði. Hefur húsameistari hæjarins, Einar Sveinsson, séð um frágang á salnum. Eru þar góð sæti fyrir bæjarfulltrúa, þægilegir áhorf- Reykvíkingnr hlaut 2ÖÖ þús.kr. f gær var dregið í 2. flokki Vöru- happdrættis SÍBS. Dregið var um 250 vinninga, að fjárhæð samtals 500 þús. kr. Hæsti vinningurinn, 200 þús kr., kom á miða nr. 48281 og var hann seldur í Reykjavík, í umboði Austurstræti 9. Aðrir hæstu vinningarnir kornu á eftirtalin númer. 50 þús. kr. nr. 36106, umboð Austurstræti 9, 10 þús. kr. nr. 2283, 13094, 21877, 23303, 26510, 30280, 59746. “ 5 þús. kr. nr. 3912, 6626, 11782, 22409, 25010, 44616, 47606, 47711, 48328, 56839 og 62803 ljós að íslenzkt iðnverkafólk væri fyllilega samkeppnishæft við er- lenda starfsfélaga sína um afköst og vinnubrögð. í umræðunum benti Gunnar J. Friðriksson, varaformaður F.Í.I. á atriði sem sjaldan hefur verið bent á opinberlega. Iðnaður sá sem rekinn er hér í landinu í dag er aðeins liður í þróun til full- komnari iðnaðar, sem verður mögulegur við fullnýtingu auð- linda þeirra sem felast í orkulind um landsins. Mönnum hættir við, sagði Gunnar, að einblína á land- búnað og sjávarútveg, sem aðal- atvinnuvegi þjóðarinnar um alla framtíð. 4| Með því að veita iðnaðinum í landinu fulla viðurkenningu sem einum af höfuðatvinnuvegum þjóðarinnar og nauðsynlegum lið til stórstígra framfara og bættra lífskjara væri vissulega heilla- drjúgt spor stigið. Virkjun auð- linda landsins, sem eru okkar kol og olía er aðkallandi fyrir þjóðina og sérstaklega þegar hill- ir undir nýtingu atóm- og vetnis- orkunnar, sem ef til vill kann að verða ódýrari orka, en orka fall- vatnanna og væri þá vissulega illa komið fyrir þjóðinni, ef okk- ur hefur ekki auðnazt að virkja fossa okkar og hveri fyrir þann tíma, sagði Gunnar J. Friðriksson. endapallar og vel búnar frétta- mannastúkur. Bæjarstjórnarfundir hafa und- anfarið verið haldnir í „kaup- þingssalnum“ svonefnda, en þar hefur verið heldur þröngt um bæjarfulltrúana. FRIÐJÓN ÞÓRÐARSON, alþing- ismaður, sýslumaður Dalamanna, er nýlega kominn heim úr ferða- lagi um Bandaríkin á vegurn utan ríkisráðuneytis Bandaríkjanna, sem hann tók þátt í, í hópi þing- manna frá Norður-Atlantshafs- ríkjunum. Flutti Friðjón fróðlegt og skörulegt erindi um þessa för sína í fréttaauka útvarpsins í gærkveldi. Friðjón skýrði frá því, að ferð- azt hefði verið um endilöng Bandaríkin suður til Texas og vestur á Kyrrahafsströnd. Einnig var farið yfir landamærin til Mexíkó. Tveir leiðsögumenn voru með í förinni. Fulltrúahópurinn naut hvarvetna mikillar gestrisni og vinsemdar og góðrar fyrir- greiðslu. Ýmsir merkir staðir voru heimsóttir og skoðaðir, svo Eitthvað á þessa leið fórust Jóni Jónssyni, fiskifræðingi, orð, er Mbl. ræddi við hann um þá skoðun margra sjómanna og út- gerðarmanna, að veiðarnar hér við land væru nú komnar á það stig að telja mætti að um of- veiði væri að ræða. Eftir þeim gögnum og þegar öll sú vitneskja er lögð fram sem fiskifræðingar búa yfir um þorskinn, þá er ekki hægt að segja með fullri vissu, að um of- veiði á þorski sé að ræða, sagði Jón. Ætti okkur að gefast tækifæri til þess að ræða það mál síðar, en úr því farið er að ræða um ofveiði, þá skulum við ræða um ýsu- og skarkolaveiðarnar her sem borgir, landbúnaðarhéruð, vísindastofnanir og fleira. Skýrði Friðjón frá komu fulltrúanna á ýmsa staði og rómaði mjög mót- tökur allar. Friðjón Þórðarson komst svo að orði í erindi sínu: — Engan hitti ég stríðsæsinga- mann í Bandaríkjunum, en marga sem tjáðu mér, að þeir vildu leggja á sig það, að vinna langan vinnudag og greiða háa skatta til þess að geta lifað frjálsu og at- hafnasömu lífi. Og að lokum sagði Friðjón: En eitt af því allra skemmtilegasta við þessa ferð var það, að þrátt fyrir mikinn hraða og stranga áætlun gafst mér kostur á að hitta nokkra landa, einkum á Vesturströndinni. Það er alltaf gaman að hitta íslendinga sem muna ísland. við land. — Á báðum þessum fiskstofnum var um greinilega of veiði að ræða. Þegar athugaðar eru veiðar ýs- unnar hér við land, voru þær þeg ar komnar á stig ofveiði fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Skýrslur brezkra togara um veiðar hér við land sanna þetta bezt. Ýsuafl; þeirra var 12 vættir á dag árið 1911. Þegar fyrri heimsstyrjöldm skellur á 1914 er þetta magn komið niður í aðeins 5 vættu á dag. Á styrjaldarárunum náði ýsu- stofninn sér furðu skjótt. Skýrsl- ur brezkra togara sýna að árið 1919 var ýsuaflinn kominn uop í 21 vætt á dag. Á árunum 1922 til 1937 fellur ýsuaflinn úr þv-í að vera 243 vættir á 100 togtíma niður í 71 vætt. Það sem var ljósast einkeni.i þess að um ofveiði væri að ræða var það að sterkir árgangar máttu sín einskis, alltaf fór ýsu- aflinn minnkandi jafnt og þeti. Aftur komst hlé ó meðan síðari heimsstyrjöld geisaði. Brezkir togarar hefja hér aít- ur ýsuveiðar í stórum stil 1946 Fltigsamgöngur við Vestfirði Á FUNDI sameinaðs Alþingis í gær var rætt um tillögu um að gerð skuli rannsókn á því, hvern ig flugsamgöngum við Vestfirði verði bezt og hagkvæmast fyrir komið. Allsherjarnefnd hafði mælt með samþykkt tillögunnar, og skýrði Eiríkur Þorsteinsson á- litsgerð nefndarinnar, en hann var sjálfur flutningsmaður henn- ar ásamt Sigurvin Einarssyni. Tillagan var að lokum afgreidd i tmu hljóði sem ályktun frá Al- þmgi. og ýsuaflinn er þá 358 vættir á 100 togtíma, ea það sækir strax í sama horfið. Árið 1953 er afi- inn kominn niður í 169 vættir. Þá stigu íslendingar sem kunn- ugt er mikjð spor, er hin nýja friðunarlína var dregin. Nú er það vitað að síðan hefur ýsustofninn smátt og smátt verið að rétta við á nýjan leik. Benda síðustu niðurstöður Fiskideild- arinnar til þess að hreinlega oé búið að bjarga ýsustofninum her við land. Sömu sögu er að segja um skarkolaveiðar, en þó sýna þær enn betur í hvert óefni var kom- ið fyrir friðunarráðstafanirnar og svo eftir á. Bretar sóttu þessar veiðar mjög fast hér við land á árunum 1922—37. Enn miðum við fisk- magnið við 100 togtíma togar- anna og kemur í ljós, að á þess ■ um 15 árum minnkar aflinn ur 56 vættum niður í 18 vættir. í seinni heimsstyrjöldinni rétti skarkolastofninn verulega við og þegar Bretar byrja hér veiðar aftur árið 1947 er aflamagnið 84 vættir á 100 togtímum. En brátt hallar á ógæfuhliðina á nýian leik. Eftir sex ára veiði er aflinn kominn niður í 26 vættir hjá hm- um brezku togurum, en 1953 urðu skjót viðbrigði sem rekja má til friðunarráðstafananna. Ar ið eftir er skarkolaveiði Breta hér við land komin upp í 34 vætt ir, næsta ár 58 og árið 1956 er skarkolaaflinn kominn upp í ol vætt. Það er mikill munur á ekki lengri tíma en þrem árum. Fiskirannsóknir okkar hér í Faxaflóa hafa líka staðfest þessa miklu aukningu á skarkolastofn- inum. Árið 1953 fengust 100 skar- kolar á togtíma, en 1956 er tala þeirra komin upp í 400. Um það er engum blöðum að fletta, sagði Jón Jónsson, fiski- fræðingur, að lokum, að með sí- fellt stórtækari veiðitækni, má fullvíst telja að svo væri nú á þessa fiskstofna gengið, að um ýsuveiðar væri tæplega að ræða, í nokkuð svipuðu hlutfalli sem nú er, hefðu Islendingar ekki stigið það spor til verndar fisxi- stofninum sem gert var fyrir rum um 5 árum. Fyrsti fundur hinnor nýkjörnu bæjurstjörnur R.víkur í dug Fundurinn verður haldinn í nýjum fundarsal oð Skúlatúni 2. Friðjón Þórðarson kominn heim úr för um Bandaríkin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.