Morgunblaðið - 08.02.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.02.1958, Blaðsíða 16
VEÐRIÐ Norðaustan stinningskaldi og léttskýjað. unbltt 33. tbl. — Laugardagur 8. febrúar 1958. Dagbók Önnu Frank Sjá leikdóm á bls. 14. Yöruskiptajöfnuðurinn 1957 óhagsfæður um 375 millj. kr. Bæði útflutningur og innflutningur hafa dregizt saman HAGSTOFAN liefur nú birt Séð inn í nýja bæjarstjórnarsalinn í Skúlatúni 2 Enginn kommúnisti í hreppsnefnd Ólafsvíkur bráöabirgðatölur um viðskipt- in við útlönd á síðastliðnu ári. Kemur þar í ljós sú óvenju- lega þróun, að viðskiptin hafa dregizt verulega saman, bæði útflutningur og innflutningur og var vöruskiptajöfnuðurinn óliagstæður um 375 milíjónir króna á hinu liðna ári. Útflutningurinn á sl. ári nam samtals 986,6 milljónum króna, en hafði verið árið áður 1.031,0 milljónir króna. Hefur útflutn- ingurinn samkvæmt þessu orðið um 45 milljónum króna minni en árið áður. Þá ber þess að gæta að útflutningsbirgðir í landinu um síðustu áramót voru miklum mun minni en um fyrri áramót. Innflutningurinn nam 1362 milljónum króna en var árið áður 1468 milljónir króna. Hefur inn- flutningurinn því dregizt saman um 106 milljónir króna, enda er það vitað að birgðir erlendra vara í landinu voru miklu minni um áramótin nú en um fyrri ára- mót. Þá kemur það fram í bráða- birgðaskýrslu hagstofunnar, að á árinu 1957 voru flutt inn skip fyrir 41 milljón króna, en árið áður 1956, höfðu verið flutt inn skip fyrir 86 milljónir kr. Sam- kvæmt því hefur innflutningur skipa dregizt saman um helming. Hins vegar voru á sl. ári fluttar Á‘li Sandgerðisbáta fer vaxandi SANDGERÐI, 7. febrúar — Þessa dagana fer afli Sandgerðis báta vaxandi. í fyrradag hafði m.b. Guðbjörg 11,5 lestir af slægð um fiski, Víðir hafði 8 lestir, og flestir bátanna öfluðu frá fjór- um og upp í sjö lestir. f gær afl- aði m. b. GuSbjörg 14 lestir, Steinunn gamla 10 lestir, Víðir og Muninn 7.5 lestir. Afli annarra báta var yfirleitt 6—7 lestir. Nú er hér norðanrok, en samkvæmt veðurspánni á að lægja, og bátarnir róa því vænt anlega allir í kvöld. — Axel. inn flugvélar fyrir 36,9 millj. kr. Vöruskiptajöfnuðurinn . árið 1957 var óhagstæður um 375 milljónir króna, en hafði árið áð- ur verið óhagstæður um 437 milljónir króna. Af því, sem kér að framan segir, sést, að sá samanburður gefur ranga mynd af hinu raun- verulega ástandi viðskiptamál- anna nú. í þessum tölum er einn- ig sleppt hinum „ósýnilegu" greiðslum, sem einnig hafa veru- lega þýðingu. Próf \ið Háskólann EFTIRTALDIR stúdentar luku prófi við Háskóla íslands í jan. sl.: Embættispróf í guðfræði: Krist ján Búason. Embættispróf í læknisfræði: Björn L. Jónsson, Einar Lövdahl, Emil Als, Geir Þorsteinsson, Hrafn Tulinius, Kristján Jónas- son, Nikulás Þ. Sigfússon, Sigur- steinn Guðmundsson, Stefán Bogason. Embættispróf í lögfræði: Jón Þorláksson, Kandídatspróf í viðsRiptafræð- um: Sigurður G. Sigurðsson. Meistarapróf í íslenzkum fræð- um: Sveinn Skorri Höskuldsson. B.—A. próf: Haraldur A. Ein- arsson, Jóhanna Jóhannsdóttir, Sonja Diego. Próf í íslenzku fyrir erlenda stúdenta: Paula Vermeyden. MEÐ allra hörðustu vetrarveðr- um, sem koma hér um sunnan- vert landið, var í gærdag í upp- sveitum Árnessýslu. Brunagadd- ur var, norðan stormur og mjög mikill skafrenningur. Var víða orðin mikil ófærð og voru mjólkurbílar, sem fara í Biskups tungur og í Laugardalinn ekki komnir á áfangastað seinnihluta dags í gær. Svo hart var veðrið í Hreppunum, að bændur sums staðar fóru ekki með mjólkina í í FRÉTT, sem kom í Alþýðu- blaðinu í gær er svo til orða tekið, að algert samstarf sé milli Sjálfstæðismanna og kommún- ista í Ólafsvík. í hreppsnefnd- inni í Ólafsvík er alls enginn kommúnisti svo um slíkt sam- starf getur ekki verið að ræða. Að öðru leyti fóru kosningarnar sem hér segir: Sjálfstæðismenn buðu fram hreinan flokkslista og voru kosn- veg fyrir mjólkurbílana, en það gerist ekki oft. 1 gærmorgun tepptist mjólkur- bílalestin til Reykjavíkur á Hell- isheiði. Komst lestin ekki af stað aftur fyrr en um klukkan 11 árd. Það var mikil skafhrið í fyrri- nótt og í gærmorgun á Hellis- heiði, en vegurinn varð ófær á aðeins einum stað. Upp á Kjalarnes var ófært um tíma í gær. Þar varð áætlunar- vagn að halda kyrru fyrir vegna veðurofsa í Kollafjarðarkleifum. í gærkvöldi var aftur farið að skafa uppi á Hellisheiði, og var óttazt að vegurinn kynni aftur að teppazt í nótt. ir af honum tveir menn, Hinrik Konráðsson, sem síðan var kosinn oddviti, og Gunnar Hjartarson. Sameiginlegur listi Alþýðuflokks og Framsóknar kom að tveimur mönnum. Loks var boðinn fram listi sjómanna og verkamanna og skipuðu hann menn úr öllum flokkum. Efsti maður þessa lista, Tryggvi Jónsson formaður á m.b. Jökli, hlaut kosningu og hefir verið kosningasamvinna milli hans og Sjálfstæðismanna í hreppsnefndinni. Sýslunefndar- maður var kosinn Guðbrandur Vigfússon, fyrrverandi oddviti, sem er Sjálfstæðismaður, og eru því bæði oddviti og sýslunefndar maður úr þeim flokki. erið hafnað. 150 þúsund á mánuði Þannig hagar þessum málum. Skipstjórinn dæmd- ur í 74 þús. kr. sekf. í DAG var skipstjórinn á fær- eyska togaranum Tindhólmi dæmdur í 74 þús. kr. sekt af bæjai'fógeta Vestmannaeyja. — Skipstjórinn heitir Hjelmar Gos dal. Nokkur afli skipsins var gerður upptækur svo og velðar færi. Er þetta fyrsti færeyski tog- armn, sem tekinn er í landhelgi hér við land sl. 15 ár. Eins og þegar hefir verið skýrt frá, tók varðskipið Þór togarann í vest- anverðri Meðallandsbugt, þar sem hann var að veiðum tæplega eina sjómílu fyrir innan land- helgislínu. — Bj. Guðm. Endurskoðun vinnu- iöggjafarinnar Á FUNDI efri deildar Alþingis í gær var rætt um stjórnarfrum- varp um uppsagnarfrest verka- fólks og kaup til sjúkra starfs- manna (sbr Mbl. 29. des. sl.) Fé- lagsmálaráðherra fylgdi frum- varpinu úr hlaði, en í því er m. a. svo fyrir mælt, að uppsagnar- frestur skuli vera einn mánuður, ef um er að ræða verkamann eða konu, sem unnið hefur hjá sama atvinnurekanda í 1 ár eða lengur. Jón Kjartansson tók til máls í umræðunum og benti á, að tíma- bært væri orðið að taka aðal- vinnulöggjöfina, þ.e. lögin um stéttarfélög og vinnudeilur frá 1938 til endurskoðunar. Félags- málaráðherra sagðist vera sömu skoðunar og kvað bæði Alþýðu- sambandið og Vinnuveitendasam bandið hafa unnið að slíkri end- urskoðun í mörg ár. Hefðu um- ræður farið fram milli þeirra um málið, en skoðanir væru mjög skiptar um efni þeirra breytinga, sem gera ætti. magni af ýsu og flatfiski, sem „kvótinn" heimilar. Ásgrímur Hartmunnson endur- kjörinn bæjurstjórí Ólufsfjurður Vetrarharka á SuBurlandi Brezkir fiskknupmenn vilju sluka ú innilutningshömlum En það fékkst ekki, þrátt fyrir alvarlegan fiskskort FISKKAUPMENN í Bretlandi hafa óskað eftir því við brezk yfir- völd, að slakað verði nokkuð á hömlunum á innflutningi íslenzks f:sks, vegna fiskskortsins sem nú er í Bretlandi. Skýrir brezka Dlaðið Fishing News frá þessu, en við frásögn blaðsins má nú eftir nýjustu fréttum bæta því, að tilmælum fiskkaupmannanna hefur ÓLAFSFIRÐI, 7. feb. — Fyrsti fundur hinnar nýkjörnu bæjar- stjórnar Ólafsfjarðar var haldinn í gær. Elzti maður bæjarstjórnar- innar, Sigursteinn Magnússon, setti fundinn. Forseti bæjarstjórn ar var kjörinn Þorvaldur Þorst- einsson, bókari, með 4 atkvæðum, og varaforseti Ásgrímur Hart- mannsson. Eftir forsetakjör tók forseti við fundarstjórn. Bæjarstjóri var kjörinn Ás- grímur Hartmannsson með 4 at- kvæðum gegn atkvæðum hinna svonefndu vinstri manna. í fjárhagsnefnd, sem sam- þykkt var, að yrði síðar bæjarráð, voru kosnir: Sigvaldi Þorleifs- son, Jakob Ágústsson óg Sigur- steinn Magnússon. í hafnarnefnd: Sigvaldi Þorleifsson, Guðmundur Þorsteinsson og Grimur Bjarna- son. í hitaveitunefnd: Jón Frí- mannsson, Magnús Gamalíelsson og Sigurður Guðjónsson. I niður- jöfnunarnefnd: Sigvaldi Þorleifs- son, Jónmundur Stefánsson, Hart mann Pálsson og Stefán Ólafsson. í fræðsluráð: Jóhann J. Kristjáns son, Rögnvaldur Möller, Sigurð- ur Baldvinsson, Magnús Magnús- son og Hreinn Bernharðsson. f stjórn sparisjóðsins: Þorsteinn Þorsteinsson, Jóhann J. Kristjáns son, Sigurður Baldvinsson, Gott- lieb Halldórsson og Sigursteinn Magnússon. Á fundinum voru rædd hafnar- mál, atvinnumál og húsnæðismál, og lögðu Sjálfstæðismenn fram í þeim málum tillögur, er sam- þykktar voru með samhljóða at- kvæðum. Það vakti eftirtekt á fundinum, þegar kjósa átti í nefnd varðandi atvinnumál. en bæjarstjórnin átti að kjósa 2 menn í þá nefnd, að vinstri menn gátu ekki komið sér saman um tilnefningu á manni frá sér, og var þeim gefinn frestur til að leita frekara samkomulags varð- andi þetta atriði. — J. Á. Þorgeir Gesfsson héraðs- læknir í Hvoishéraði FORSETI fslands hefur að til- lögu heilbrigðismálaráðherra, Hannibals Valdimarssonar, veitt Þorgeiri Gestssyni héraðslæknis- embættið í Hvolshéraði frá 1. júlí 1958 að telja. (Frá ríkisráðsritara). VarBarkaffi í ValhÖli í d&g kl. 3-5 s.d. að þegar löndunarbanninu var aflétt voru settar ákveðnar reglur um það, hve miklu fiskmagni íslenzkir togarar mættu landa í Englandi og á hvaða tíma. Regl- urnar eru þannig í aðalatriðum, að á hverjum ársfjorðungi mega íslenzkir togarar landa í Drezkum höfnum ísfiski fyrir 450 þúsund sterlingspund. Aflinn skal skipt- ast þannig, að 60% á að vera þorskur og 40% ýsa. Það er ætlunin, að 450 þúsund sterlingspunda „kvótinn“ fyrir nvern ársfjórðung skiptist jafnt niður á 3 mánuði, eða 150 þús. sterlingspund á hverjum mánuði. Nú gerðist það kringum 20. jan- úar, að íslenzku togararnir voru búnir að landa öllu því magni af þorski, sem þeir máttu í þeim rnánuði og 6.900 sterlingspundum betur. Hins vegar vantaði um 40 þúsund sterlingspund upp á það að þeir væru búnir að landa því Leyfi til að bæta úr fiskskorti Þar sem þannig stóð nú á í Bretlandi, að mikill skortur var á þorski, en hins vegar nóg af ýsu og flátfiski, stungu brezkir fiskkaupmenn upp á því, að ís- lendingar mættu fylla ýsukvóta sinn með þorski. Ef það hefði verið leyft, þá hefði mjög rætzt úr þorskskortinum á markaðnum. Nokkrir íslenzkir togarar voru tilbúnir til að sigla til Bretlands með þorskfarma ef leyfi hefði fengizt. Þegar þessi heimild fékkst eklti, var farin sú leið, að æskja þess að íslenzku togararnirfengju að flytja nokkuð af fiskkvóta sínum fyrir marz yfir á janúar og febrúar, en það mun hafa fanð á sömu leið, að heimild mun ekki hafa fengizt til þess. Halda brezkir útgerðarmenn fast við, að hvergi verði auknar eða auð- veldaðar reglurnar um íslenzkar fisksölur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.