Morgunblaðið - 08.02.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.02.1958, Blaðsíða 9
Laugardagur 8. febrúar 1958 MORCT'NnLAÐlÐ 9 Sr. Jón Auhuns, dómprófasfur: Hefir Guð hyggf hússð? 1 Mbl. 6. febr. beindi Velvak andi til mín þeirri ósk frá frú Sigriöi Eiríks, að ég léti birta predikun þá, er ég flutti í dóm- kirkjunni 26. f. m. Mér var áður kunnugt, að frúim, var ekki ánxgð með pre- dikun þessa, jafnvel svo óá- nægð, að hún væri i vafa um, hvort hún gæti verið lengur í þjóðkirkju Islands. Ég hef aldrei júizt við því, að alli/r væru jafnánægðir með allt, sem ég segði. Og ég held að mig hafi aldrei langað til þess. En á hitt get ég ekki fallizt, að í predikun þessari hafi sú póli- tík verið flutt, að menn þurfi hennar vegna að vora ósáttir við þjóðkirkjuna. Þess vegna tek ég fúslega þvi tilboði Mbl. að birta predikunina. TJm kosningar þær, sem þann dag vorzt háðar, lcemst ég svo að orði % predikuninni, að menn dæmi við kjörborðið eins og samvizka og sannfæring býður. Hvern á maður fremur að að spyrja ráða við kjörborðið en þær? Fyrir hitt get ég engu fremur fundið mig í sök, að ég hélt því fram, að í lýðræðis- landi sé það skylda þegnanna að neyta kosningarréttar. Yrð- um vér svipt þeim rétti, gæli svo farið, að oss þætti gjaldið fyrir vanræksluna dýrt. Jón Auðuns. Á ÞESSUM sunnudegi, þegar fólk í borg og bæ, í þorpum og sveitum hópast að kjörborðunum og innir af hendi þá sjálfsögðu skyldu, sem öllum ber að rækja, vel ég mér að texta orð hebreska spekingsins forna: „Ef Guð byggir ekki húsið, crfiíVii smiðirnir til ónýtis. Ef Drottinn verndar eigi borgina, vakir vörðurinn til ónýtis". í dag hugsa menn um húsið, Um bæinn sinn, borgina, og vilja gjöra skyldu sína sem ábyrgir menn. En á þá þessi gamli boð- skapur nokkurt erindi til vor? Flytur hann annað en marklaust hjal frá löngu liðnum öldum? Eða er hér á ferðum svo mikið alvörumál, að annað sé ekki meira? Vandamál kynslóðar vorrar eru risavaxnari en fyrr. Þau verða á vegi vorum hvar sem vér för- um. Ef vér lítum um öxl yfir hálfa öld til aldamótakynslóðar- innar og berum saman hennar heim og heiminn í dag, sjáum vér mikinn mun. Óneitanlega hefur mörgu þokað til réttrar áttar síðan, en sum ægilegustu vandamál vorrar kynslóðar voru þá ekki til. Menn voru bjart- sýnir þá. Vísindin voru óðfluga að vekja mönnum nýjar, bjartar vonir. Þjóðfélagsmálunum var að þoka áfram til meira réttlætis, meiri jafnaðar í lífskjörum. Engri öld hefir verið heilsað með heit- ari vonum en 20. öldinni, og f jöldi manns var þá sannfærður um, að styrjöldum væri að verða lokið á jörðu. Öldin er rúmlega hálfnuð, og vonbrigðin hafa orðið ægileg. Vandamálin sýnast risavaxnari nú en nokkuru sinni fyrr. Samt reisum vér vonahallir á rústum reynslu og tára. Samt trúum vér á bjartari framtíð og erum jafnvel að vænta þess, að margar af vónum aldamótakyn- slóðarinnar verði orðnar að veruleika áður en öldin kveður. Menn byggja, en reisir Guð það hús? Ábyrga, göfuga menn dreymir þunga drauma, og eng- inn getur neitað, að mikið er hugsað, stórum átökum er verið að lyfta, og að svo raunsæjum augum horfast margir í augu við hætturnar, vandamálin, að sjald- an hafa hugsandi menn um heim allan reynt að vaka á verðinum eins og nú. En verndar Drottinn borgina? Ella vakir vörðurinn til einskis. Svo að segja hvarvetna snúast ræður manna um framtíðina og lausn þeirra vandamála í austri og vestri, sem bergmála hátt yfir jörð alla, frá manni til manns. En snúast ekki þær orðræður því nær allar um úrræði stjórnmála- mannanna? Enginn geri lítið úr starfi þeirra. Þeir eru, að reyna að vinna sitt verk. En byggingin, sem við samningaborð stjórnmála mannanna, í málstofum bæjar- stjórna og þjóðþinga, á fundum vinnuþega og vinnuveitenda — er reist, verður þó aldrei annað en yfirbyggingin. Og hún hryn- ur ef undirstöðurnar eru ekki traustar í sálum mannanna. Eru þær undirstöður nú svo traustar, að þær beri yfirbygging una uppi? Er sá grundvöllur manngildis, trúar, siðgæðis, holl- ustu við þjóðarhag og bræðra- lagskenndar nægilega traustur til þess að bera uppi yfirbygg- inguna, sem forráðamenn og trúnaðarmenn þjóðanna eru að reisa? Vér stöndum í dag andspænis tvöföldu vandamáli: annars veg- ar því að finna það skipulag þjóðar- og bæjarmálefna, sem bjargráð er í, og hins vegar öðru vandamálinu því, að skapa menn, nýja menn. Vandinn er ekki stjórnmálalegur nema öðrum þræði. Hinum þræði er hann and- legur, siðferðilegur. Þetta hús þarf Guð að byggja, annars hryn- ur það. Menn gæddir siðferðis- þreki kristins manns, hollustu hans við samfélagið, trú hans á skilyrðislausa ábyrgð bæði gagn- vart Guði og mönnum, ábyrgð sem nær út yfir gröf og dauða, menn með heiðá sjón yfir himin og jörð, guðsbörn í senn og góða jarðneska borgara, menn með trúarlega tilfinningu fyrir heið- arleika, hreinleika og æru, — slíka menn þarf að skapa til þess að bera uppi þá yfirbyggingu, sem trúnaðarmenn þjóðanna eru að reyna að reisa. Þess vegna hrópar neyð aldarinnar á kristin- dóminn. Winston Churchill sagði, að þjóðabandalagið, sem stofnað var undir forustu Wilsons í lok fyrri heimsstyrjaldar, hefði átt að geta náð tilgangi sínum. Vist er svo. En það var ekki hin pólitíska yfirbygging, sem brást. Grund- völlinn vantaði í sálum mann- anna, hinn siðræna og trúarlega grundvöll. Og vissulega mun svo reynast enn um Sameinuðu þjóð- irnar og önnur þau úrræði, sem á hinum þrengra vettvangi bæja- og sveitamála verða reynd, að þær byggingar hrynja, ef Guð byggir ekki húsið, ef sá kristi- legi grundvöllur djúpsettrar á- byrgðartilfinningar, siðgæðis og guðstrúar er ekki fyrir hendi í sálum þeirra manna, sem bygg- ingin er reist fyrir og verður að hvíla á. Lifandi Ijóst er dæmið af kín- verska múrnum, sem byggður var með ævintýralegum tilkostn aði á 3. öld fyrir Krists burð. Hann var ósigrandi varnarvegg- ur talinn fyrir Kínverja. En á fyrstu fáum árunum brutust ó- vinir þrívegis í gegn um hann. Múrinn stóðst. Það voru menn- irnir, sem brugðust. Varðmönn- unum var mútað. Þannig gagna úrræðin engu betur enn í dag en kínverski múrinn gerði, ef mennirnir bregð ast. Þess vegna tala til vor eld- heitu máli hin gömlu sannindi hebreska spekingsins: „Ef Guð byggir ekki húsið, erfiða smiðirn- ir til ónýtis". Þann sannleik eig- um vér að geta lesið inn í þau mál, sem eru í hvers manns huga í dag. Vér búum við lýðræði, sem veitir þegnunum miklu meira frelsi til athafna en hjá einræð- isþjóðunum þekkist. Og flestir erum vér sammála um, að hvað sem öðrum þjóðum kunni að henta, sé norrænum mönnum nauðsyn þess frelsis, sem lýð- ræðið veitir. En nú verður óðara alvarleg spurning á vegi vorum: Eru þessi verðmæti í hættu? Engu fremur en trén hérna við kirkjuvegginn getur menningin haldið áfram að bera lauf og greinar, ef ræturnar deyja. Ef kristilegar rætur réttlætiskennd- ar, bræðralags, trúar og hollustu deyja, er menningin feig. Hvaðan eiga rætur þjóðlegrar menningar á íslandi að fá næringu sína, ef svo fer enn fram sem farið hefir um afkristnun þjóðarinnar? Vér segjumst velja lýðræði, kjósa frelsi, en erum vér menn til að fara með það? Ef hollustan við hugsjónir Krists og leiðsögn hans helzt ekki í hendur við frelsið, drukknar það í skefjalausu sjálf- ræði, sem setur einstaklingshags- muni ofar þjóðarhag. Á 16. öld kepptust þeir frændur, Karl 5. Þýzkalandskeisari og Franz 1. Frakkakonungur um yfirráðin í Evrópu. Þá sagði Karl 5., sem annars var ekki sýnt um gam- ansemi: Við erum nákvæmlega á einu máli, frændi minn ,á kon- ungsstóli Frakklands og ég: við viljum báðir eiga borgríkið Mil- ano! Barátta þeirra geysar enn, einn ig í þjóðfélagi voru. í einkalífi sínu og opinberu lífi í lýðræð- islöndum drýgja menn fl^star syndir í skjóli frelsisins. Menn miða frelsið um of við réttindin ein og gleyma skyldunum, horfa á sjálfa sig og gleyma samfélag- inu. Þá vara menn sig ekki á því, að hið gamla lógmál er enn í fullu gildi, að guðlaust þjóðfélag. þar sem skýlausar hugmyndir kristindómsins um skömm og heiður eru hafðar að engu, tortím ir sjálfu sér. Stærri borgum en borg vorri, Reykjavík, geta þau meinsemdir grandað, sem vér sja- um einnig þrífast hjá oss. Þar sem Guð byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis. Með þá framtíðarútsýn, sem við oss blasir, hvort sem lengra eða skemmra er horft, er ekki tími til andvaraleysis. Þess vegna skírskota ég til allra þeirra, sem vilja standa ábyrgir á alvöru- tímum, einkum til þeirra, sem eiga börn og finna, hver ábyrgð á þeim hvílir, að standa ekki að- gerðarlausir með allar sínar góðu en gagnslitlu meiningar, og sýna í verkinu, að þeim sé það Ijóst, að án Kristskenningarinnar um trú og siðgæði hrynur það hús, sem vér viljum byggja. öll ytri úrræði eru fyrirfram dæmd til að deyja, ef ekki er fyrir hendi sá innri grundvöllur í sál- um mannanna, sem hús framtíð- arinnar verður að hvíla á. Fyrir hjálpræði kynslóðanna var kirkjunni trúað. Svo eldlegt mál vildi ég eiga, að yður, á- heyrendum mínum, stæði fyrir sjónum með logandi letri sú spurning, hvort vanrækslan, tóm lætið um hin helgustu mál geti ekki orðið oss of dýr. Ekki svo, að ég viti ekkert um ávirðingar kirkjunnar og breiskleika þjóna hennar. í brothættu keri er hinn dýri fjársjóður borinn. Á svo ískyggilegum villigötum getur sjálf trúin lent, að þegar Albert Schweitzer, sem Einstein nefndi „mesta mann aldarinnar", fékk loks leyfi evangelíska kristniboðs ins í París til að fara á vegum þess til að vinna það líknarstarf fyrir blökkumenn í Afríku, sem heimur allur horfir nú með lotn- ingu og aðdáun á, vakti það slíka andstöðu hjá sumum rétttrúnað- armönnunum í kristniboðsfélag- inu, að þeir sögðu sig úr vegna hinna afar frjálslyndu og rót- tæku trúarskoðana, sem Albert Schweitzer var þá orðinn víð- kunnur fyrir. Og þó varð hann áður að lofa því að predika ekki fyrir blökkumönnunum til þess að eyðileggja ekki sáluhjálp þeirra. Ég skil vel, að menn geti verið hræddir við „rétttrúnað- inn" og hafi efasemdir gagnvart kirkjunni, vegna sumra þjóna hennar. En hinu má ekki gleyma, að þann boðskap ber hún þrátt fyrir allt, sem einn getur varð- veitt íslenzka menningu og byggt oss það hús, sem ekki hrynur. f dag eiga allir góðir borgarar að þekkja þá skyldu sína að ganga til kjörborðsins, og um þau úrræði, sem tryggt geti bless- unarríka framtíð undir forustu ábyrgra manna, er talað manna í milli. Þar verður hver að dæma svo, sem samvizka hans og sann- færing býður. Menn verða í þeim efnum aldrei, eða seint á eitt sáttir allir. En það skulum vér gjöra oss ljóst, að öll hin ytri úr- ræði verða aldrei annað ert yfirbygging, sem hrynur, ef und- irstöðurnar eru ekki traustar. Trúarlegur og siðferðilegur þroski þegnanna verður að bera yfirbygginguna uppi. Þess vegna valdi ég oss til í- hugunar á þessum morgni speki- mál sjáandans forna: „Ef Guff byggir ekki húsið, erfiða smiðirn- ir til ónýtis. Ef Drottinn verndar eigi borgina, vakir vörðurinn til ónýtis". Með Guði aðeins fáum vér byggt það framtíðarnús landi og borg, sem stendur af sér alla storma og nauð. Áhorfendur á pöllum bæjarstjórnarsalsins s.l. fimmtudag. 2 kvikmyndir eftir Ósvald Knudsen frumsýndar Kvikmynd af verkum Ásgríms Jónssonar og Skálholtskvikmynd FERÐAFELAG ISLANDS hélt kvöldvöku i Sjálfstæðishúsinu s. 1. þriðjudag. Kvöldvaka þessi var ein af þeim fjölmennustu sem Ferðafélagið hefur haldið, og var hvert sæti í húsinu skip- að. Skemmtiatriði voru mjög góð. Skálholtskvikmynd Dr. Sigurður Þórarinsson setti samkomuna og bauð gesti vel- komna. Síðan var frumsýnd Skál- holtskvikmynd eftir Ósvald Knud sen, með texta eftir Kristján Eldjárn, þjóðminjavörð, og tal- aði Kristján inn á myndina. Var mynd þessi mjög merkileg um marga hluti, og þó sérstaklega, að sýndur var gröftur að grunni Brynjólfskirkju. Á mynd- inni sést er komið var niður á steinkistu Páls biskups Jónsson- ar, og er lokinu var lyft af henni. Er sá fundur einn merkasti forn- minjafundur hér á landi. Þá var sýnd Skálholtshátíðin 1956, er fjölmargir erlendir kirkjuhöfð- ingjar sóttu Skálholt heim. Var gerður mjög góður rómur að kvikmynd þessari. Kvikmynd af verkium Ásgríms Jónssonar Næst var frumsýnd kvikmynd af verkum Ásgríms Jónssonar, listmálara, og nokkuð úr athafna- lífi listamannsins. Björn Th. Bjórnsson, lístfræðingur flutti fróðlegt erindi um Ásgrím og list hans. Að því loknu fór fram myndagetraun, sem er orðinn fastur þáttur á kvöldvökum Ferðafélagsins. Brugðið var upp átta myndum af íslenzku lands- lagi og tvenn verðlaun veitt fyr- ir réttar lausnir. Að siðustu var dansað. Samkoma þessi var hin ánægju legasta í alla staði og fór vel fram í hvívetna, svo sem venja er um hinar ágætu samkomur Ferðafélagsins. Fer Hammar- skjöld til Rússlands NEW YORK, 6. febr. — Hammar- skjöld skýrði frá því í dag, að hann vildi gjarnan þiggja boðið til Rússlands, en ekki væri neitt ákveðið um það hvenær hann færi. Hvað afvopnunarmálunum viðvék, sagði hann, að áhrifaríkzt yrði að hafa alla fundi um þau mál fyrir luktum dyrum. öryggis ráðið væri góður vettvangur — en brýna nauðsyn bæri til þess að undirbúa alla fundi um af- vopnunarmálin vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.