Morgunblaðið - 05.03.1958, Síða 1

Morgunblaðið - 05.03.1958, Síða 1
45 árgangur. 54. tbl. — Miðvikudagur 5. marz 1958. Prentsmiðja MorgunT}laðsins Framsókn viðurkennir algert iírræða leysi í efnahags- og fjármálum // * Hœtfuleg verðbólguþró un fyrir dyr- um í landinu og tilfinnanlegur gjaldeyrisskortur" Ekkert samkomulag um fjáröflunarleið fyrir rikissjóð Ríkisstjórninni ber skylda til að leggja málin undir dóm kjósenda í GÆR birtist í Tíman- um stjórnmálaályktun aðalfundar miðstjórnar Framsóknarflokksins. Kemur þar ljóst fram að hin „varanlegu“ úr- ræði í efnhagsmálunum, sem lofað var, þegar rík- isstjórnin tók við völd- um eru ófundin enn. Ennfremur er berum orð um sagt að ,fjáröflunar- leiðir“ til handa ríkinu séu enn á huldu en ná þurfi ,,samkomulagi“ um þær. Loks er játað að ,,enn er hættuleg verðbólgu- þróun fyrir dyrum í land inu“ og „tilfinnanlegur gjaldeyrisskortur“ auk þess sem verulegur halli hefir verið á ríkisbú- skapnum og tekjur út- flutningssjóðs hrökkvi ekki til. í fáum orðum má segja að í ályktuninni komi berlega fram, að fjárstjórji ríkisins í hönd um Eysteins Jónssonar sé í megnasta ólestri og ráð til að bæta þar um séu ófundin. í annan stað felst I ályktun- inni viðurkenning á gagnrýni Sjálfstæðismanna út af fjármála- ástandinu, þó reynt sé að öðrum þræði að breiða yfir þýðingar- miklar staðreyndir í þeim mál- um. Þegar horft er til baka og litið á loforð stjói'narflokkanna sem þeir gáfu í upphafi um „alhliða viðreisn efnahagsmálanna og þróttmikla framfarastefnu", dylst engum að stjórnmálaályktun Framsóknar er fullkomin gjald- þrotayfirlýsing hvað varðar fjár- málin og efnahagsmálin í heild. Þarna er úrræðaleysið viður- kennt frammi fyrir allri þjóð- inni svo ekki verður um villst. Stjórnin lofaði því, er hún tók við völdum, að nú skyldi „brotið blað í efnahagsmálunum“. Það er Ijóst, að það blað hefur enn ekki verið brotið og að stórlega hefur sigið á ógæfuhliðina á valdatíma vinstri stjórnarinnar. Hér er viðurkcnnt að hið „hel- sjúka efnahagslíf", sem Hermann Jónasson talaði mest um fyrir kosningar, hefur orðið enn sjúkra í valdatíð hans. f ályktuninni felst í senn römm ádeila á stjórn- arstefnuna í heild og á fjárstjórn Eysteins Jónssonar, sérstaklega. Frh. á bls. 14. _ í einum áfanga yfir yfir Atianfshaf BONN, 4. marz—Á sunnudaginn komu 18 Supersabre-þrýstilofts- orrustuflugur til Hahn-flugvall- ar í Vestur-Þýzkalandi og höfðu flogið í einum áfanga yfir Atlants haf, eða frá Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Vegalengdin er um 4 þús. mílur. Flugvélarnar lentu í Nouasseur í Marokkó og höfðu þá verið 7 klst. 24 mín. á leiðinni yfir hafið. Þær höfðu tekið eldsneyti á fluginu, bæði yfir Bermuda- og Azoreyjum. Sterkur mótvindur var síðara hluta leiðarinnar og tafði það 1 flugið. —- Frá Marokkó var svo flogið til Vestur-Þýzkalands, eins og fyrr getur. Enn er deilt um olíu Dulles Bandaríkjamenn ekki með í stórvelda- fundi sem ekki fjallar um Þýzkaland NATO leggst gegn væntanlegum stórveldafundi eins og Rússar vilja hafa hann PARÍS, 4. marz. — Fastaráð Atlantshafsbandalagsins ákvað á fundi sínum í kvöld að vísa á bug tillögu Ráð- stjórnarinnar um fund æðstu manna stórveldanna og segir, að skilyrði Rússa fyrir slíkuns fundi séu óviðunandi. Tals- maður ráðsins sagði eftir fundinn í kvöld, að NATO geti ekki fallizt á stórvelda- fund nema vissa sé fyrir því, að samkomulag muni nást um ýmis helztu deilumál stór- veldanna, svo sem öryggi Evrópu og sameiningu Þýzka- lands. Dulles, utanríkisráðh. Banda- ríkjanna, sagði á vikuleguin blaðamannafundi sínum í dag. að Bandaríkin gætu ekki fall- izt á skilyrði Rússa fyrir stór- veldafundi. Rússar vildu, að slíkur fundur yrði með alli öðru sniði en Bandaríkja- menn vildu, eins og glöggt kæmi fram af bréfi Gromy- kovs til Pineaus. Bandaríkjamenn hefðu engan áhuga á að sækja stórveldafund eins og Rússar vildu hafa hann. en bætti því við, að hann vonað- ist til, að unnt yrði að semja um einhver deilumál með venjuleg- um diplómatískum aðferðum. — Dulles sagði ennfremur, að Bandaríkin mundu alls ekki taka þátt í neinum stór- veldafundi, sem ekki fjallaði um sameiningu Þýzkalands. Loks dró utanrikisráðherra Bandaríkjanna fram sjónarmið stjórnar sinnar 1) í svari sínu við bréfi Ráðstjórnarinnar munu Bandaríkin ekki fara út í smá- atriði í sambandi við mál, sem ætla má, að samkomulag geti náðst um 2) Bandaríkjastjórn er þeirrar skoðunar, að nauðsynlegt sé að kanna það til hlítar, hvort nokkur von sé um samkomulag á fundi rikisleiðtoganna, áður en til slíks fundar verður boðað 3) Bandaríkin munu leggja áherzlu á einlægnina, þegar þeir bera fram sínar tillögur til úrbóta, enda þótt þær vérði kannski ekki eins glæsilegar og áróðurs- tillögur Rússa. Loks benti Dulles á, að á Genfarráðstefnunni 1955 hefði verið gefin út yfirlýsing þess efnis, að Þýzkalandsmálin væiu nátengd öryggismálum Evrópú og nauðsynlegt væri að sameina landið í eitt ríki að afstöðnum frjálsum kosningum. Ef við eig- um að efna til nýs stórveldafund- ar til þess eins að grafa fyrri yfirlýsingar í gleymsku, þá er verr farið en heima setið, sagði ráðherrann. Ætlubu að steypa stjórn landsins TÚNIS, 3. marz — Það hefur ver- ið staðfest opinberlega í Túnis, að handteknir hafi verið 40 menn, sem grunaðir eru um að hafa haft í hyggju að steypa stjórn landsins. TEHERAN, 3. marz — Dagblöð- in í Teheran skýrðu svo frá 1 dag, að íranska stjórnin mundi bera fram mótmæli við stjórnir Bretlands og Saudi-Arabíu, ef um einhverja samvinnu væri að ræða milli Saudi-Arabíu og brezka verndarsvæðisins Bahr- ein. Það hefur frétzt, að undir- ritaður hafi verið í gær samn- ingur milli Saudi-Arabíu og Bahrein þess efnis, að Saudi- Arabiu væri heimilt að rannsaka og nýta olíu undir landgrunninu út af Bahrein. Iran hefur áður krafizt að fá að nýta þetta svæði. Es Said tekur enn við forystu BAGDAD, 3. marz. — Tilkynnt var hér í borg í dag, að hinn aldni stjórnmálamaður Nuri Es Said hefði myndað nýja stjórn í Iraq — og Mirjan látið af stjórn arforystu. Nuri lét af forsætis- ráðherraembætti í júní sl. sakir heilsubrests, en siðan 1930 hefur hann sex sinnum verið forsætis- ráðherra. Talið er, að nýi forsætisráðherr ann muni marka mjög ákveðna stefnu gagnvart Nasser og ný- stofnuðu sambandi Egyptalanda og Sýrlands, Rússar vilja að þjóðirnar rá&i landhelgi sinni upp í 12 mílur Danir geta ekki sætt sig við meira en 6 milna landhelgi GENF, 4. marz. — (Einkaskeyti til Mbl. frá xréttaritara þess á Genfarráðstefnunni) Fulltr. Dana í landhelgisnefndinni, pröfessor Max Sörensen, sagði í dag, að hann efaðist um, að unnt yrði að ná víðtæku alþjóðlegu samkomu- lagi um þriggja mílna landhelgi. Það er skoðun oklcar, bætti pró- fessorinn við, að viss útvíkkun landhelginnar sé nauðsynleg, ef nokkur von er um samkomulag. Ef allar samkomulagsvonir fara út um þúfur, verðum við að end- urskoða afstöðu okkar. Og Sören- sen hélt áfram: Við erum þeirrar skoðunar, að ef aðrar þjóðir á okkar hnatthelmingi krefjast meira en þriggja milna landhelgi, þá getum við ekki haldið okkur við þrjár mílur. — Síðan bætti prófesorinn því við, að það væri e.t.v. ekki i þágu Dana, að landh. yrði víkkuð út, og ef svo yrði, þá ekki meira en í 4—6 míl- ur. Aðalfuiltrúi Rússa á landhelg- isráðstefnunni, Tunkin, sagði í dag, að þriggja mílna landheigi sem regla ætti ekki stoð í alþjóða- lögum. Þá sagði hann ennfremur, að Sovétstjórnin væri þeirrar skoðunar, að sú regla ætti að ráða um landheigina, að sérhvert ríki gæti ráðið víkkun landhelgi sinn- ar úr 3 upp í 12 mílur og skyldi taka till-it til legu, efnahags- og öryggismála, en auk þess skyldi viðkomandi land hafa í huga, hvernig alþjóðasiglingum væri háttað á umræddu landsvæði. Sörensen sagði auk þess, sem fyrr er getið, að „ef efnahags- legar aðstæður strandríkja eru nægilega verndaðar með ráðstöf- unum, sem ég hef nefnt, þá munu kröfur um sérstaka friðunariínu, sem liggur samhliða landhelgis- línunnijbirtast í nýju ljósi. Um þetta atriði sagði Tunkin: — 1 sambandi við friðunarráð- stafanir á reglan um jafnrétti við komandi þjóða að vera virt og í sambandi við það ætti engin mis- munun að geta átt sér stað. En, bætti hann við, í einstökum atrið- um mætti viðurkenna sérstök á- hugamál strandríkja um friðun uppeldisstöðva á svæðum, sem liggja að landhelgislinunni. Gunnar G. Schram.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.