Morgunblaðið - 05.03.1958, Blaðsíða 14
14
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 5. marz 1958
- Framsókn
Frh. af bls. 1
Ástandinu lýst
f ályktuninni segir svo um efna
hagsmálin að miðstjórn Fram-
sóknarflokksins telji „nauðsyn
bera til að vekja athygli þjóðar-
innar á því, að almennar fram-
kvæmdir í landinu hafa nú um
sinn verið byggðar meira á er-
lendu lánsfé en hægt er að búast
við að unnt verði á næstunni,
auk þess að framkvæmdirnar
hafa stundum verið svo miklar,
að þær hafa dregið til sín vinnu-
afl frá aðalatvinnuvegum þjóðar-
innar og þar með skert gjaldeyr-
istekjurnar. Verð á neyzluvörum
hefir orðið að greiða niður með
ríkisfé í stærri stíl en áður til
þess að kaup og þar með tilkostn
aður framleiðenda hækkaði ekki,
en hinsvegar hefir ekki komið
tilsvarandi tekjuöflun til ríkis-
ins á móti. Verulegur greiðslu-
halli á ríkisbúskapnum hefir orð
ið sl. ár og allmikið skortir á, að
tekjur útflutningssjóðs hafi
hrokkið til uppbótanna. Afleið-
ing alls þessa er óhjákvæmilega
sú, að enn er hættuleg verðbólgu
þróun fyrir dyrum í landinu og
tilfinnanlegur gjaldeyrisskortur,
ef ekki er að gert. Að ób'reyttu
eru því framundan óleyst stór-
felld ný fjáröflunarvandamál".
Staðfesting á gagnrýni
Sjálfstæðismanna
Sjálfstæðismenn hafa stöðugt
bent á þessa óheillaþróun, sem.
nú er loks viðurkennd í ályktun
Framsóknarfiokksins. Má í því
sambandi minna á þær stað-
reyndir sem Bjarni Benediktsson
dró fram fyrir skömmu í ræðu,
sem birt var hér í blaðinu. Þar
er upplýst að á árinu 1957 hafi
aðstaðan út á við versnað um 230
millj. króna auk þess sem ríkis-
stjórnin hefur á hálfu öðru ári
meira en tvöfaldað skuldirnar
með því að taka erlend lán sem
nema 386 millj. kr. Fjárhagsað-
staðan hefnr því samtals á 1V4
ári versnað um 616 millj. króna.
Þá er hér staðfest gagnrýni
Sjálfstæðismanna í sambandi við
það, er Eysteinn Jónsson lagði
fram fjárlagafrumvarp með stór-
kostlegum tekjuhalla og lagði
engar tillögur fram um lausn
málsins heldur skaut því á frest
að finna þau úrræði, sem nú sýn-
ast enn vera ófundin.
í hinum tilfærða kafla er enn
fremur staðfest, það sem Sjálf-
stæðismenn hafa sagt um vand-
ræði útflutningssjóðs en nú ný-
lega reyndi sjávarútvegsmálaráð-
herrann, Lúðvík Jósefsson að
láta líta svo út sem hér væri ekki
um neitt vandamál að ræða og
ekkert stjórnarblað°rma hefur
gert neina athugasemd við um-
mæli hans.
Loks er svo játað að gjaldeyris
skortur sé tilfinnanlegur en yfir
þá staðreynd hafa stjór-narflokk-
arnir reynt að breiða i''mist með
þögn eða röngum staðhæfingum.
Tvöföldun ríkis“,<'",'1''*’na
Sjálfstæðismenn hafa bent á
þá tvöföldun ríkisskuldanna, sem
átt hefur sér “stað á 1 M> ári, eins
og vikið er að hér að framan, en
nú játar flokkur fjármálaráð
herrans, að ekki sé fært að halda
svo hratt áfram í skuldasöfnun
„á næstunni".
En meff þessari ^'•-kostlegu
skuldasöfnun og hHlarekstrin-
um um 230 millj. á sl. ári hefur
ríkisstjórnin haldið í sér lífinu.
Nú tekur miðstjórn Framsókn-
ar svo til orða að þ=>ð sé „nauð-
synlegt að leitað verði annarra
úrræða“. En ekke>-t e>- sagt um
hver þau úrræði eiga að vera.
„Styrkjafo-’UÍ ‘
Þegar stjórnarflokkarnir lögðu
fram loforðaskrá sína í öndverðu
var eitt aðalatriðið að nú skyldi
„kippa atvinnuvegunum upp úr
styrkjafeninu", eins og það var
orðað en eins og kunnugt er hafa
atvinnuvegirnir sokkið sífeilt
dýpra í það „fen ‘ undir hand-
leiðslu vinstri stjórnarinnar. Um
þetta segir svo í ályktun Fram-
sóknar:
„Miðstjórnin leggur áherzlu á,
að slíkt niðurgreiðslu- og upp-
bótakerfi, sem hér hefir verið bú
ið við, er því aðeins framkvæm-
anlegt að samkomulag geti tek-
izt um að afla þess fjár, sem til
þess þarf“.
Ekkert er hér fremur en endra-
nær, sagt um úrræði til þess að
losa atvinnuvegina úr „styrkja-
feninu“ en helzta áhyggjan virð-
ist vera að „samkomulag" geti
tekizt um það innan stjórnar-
flokkanna um að afla fjár til að
viðhalda þessu „feni“. Jafnframt
er svo viðurkennt að allt þetta
fyrirkomulag leiði til „vaxandi
erfiðleika". Árangurinn er þá sá
af núverandi stjórnarsamstarfi að
erfiðleikarnir fara vaxandi!
Þegar htið er til þess, sem sagt
er í ályktuninni um að svo hröð
skuldaaukning sem verið hefur
erlendis sé ekki fær „á næst-
unni“, sýnist ekkert annað blasa
við en enn þyngri álögur á al
menning til fjáröflunar en eins
og kunnugt er hefir ríkisstjórnin
lagt þyngri gjaldabagga á almenn
ing en dæmi eru til áður.
Þjóðin á að fá að kveða upp
sinn dóm
Sú mynd, sem dregin er upp í
ályktun miðstjórnar Framsóknar
af vandræðum ríkissjóðs og at-
vinnuveganna jafnframt því,
sem það kemur skýrt fram að
engin úrræði séu enn fundin,
staðfestir svo greinilega sem
verða má þá kröfu Sjálfstæðis-
manna að ríkisstjórnin efni nú
þegar til nýrra kosninga og leggi
málefnin undir dóm þjóðarinnar.
Slíkt er skylda ríkisstjórnarinn
ar, eins og málum er háttað og
þjóðin á skýlausa heimtingu á
því að fá tækifæri til að láta
sitt álit í ljós við kjörborðið.
Þessi krafa hlýtur að verða sí-
fellt ákveðnari en svo virðist sem
hin úrræðalausa ríkisstjórn vildi
skella skollaeyrum við þeirri
kröfu og freista þess enn um sinn
að halda rangfengnum völdum
sínum.
Flugfreyjur bera bréf
FYRIR nokkru voru gerðir samn-
ingar um gagnkvæma fyrir-
greiðslu milli Loftleiða og írska
flugfélagsins B.K.S. í því tilefni
héldu Loftleiðir nýlega síðdegis-
boð í Belfast, en þar var saman
komið margt fyrirmanna Belfast-
borgar. Meðal þess starfsfólks
Loftleiða, sem gisti Belfast um
þessar mundir voru flugfreyjur
tvær, en þær komu þar m. a.
fram í sjónvarpi. Héðan höfðu
þær meðferðis bréf frá Gunnavi
Thoroddsen til borgarstjórans í
Belfast og afhenti Stefanía Guð-
mundsdóttir það. en í gær af-
henti Ingveldur Dagbiartsdóttir
borgarstjóranum í Revkjavík
svarbréf það, sem stúlkurne.r
höfðu verið beðnar fyrir til hans
frá borgarstjóranum í Belfast.
Frumvarp
til farsóttalaga
Á FUNDI í neðri deild Alþingis
í gær fór fram 2. umr. frumv. til
farsóttalaga. Kjartan J. Jólianns-
son hafði framsögu fyrir nefnd-
ina, sem athugaði frumv. Lagði
hún til, að það yrði samþykkt. —.
Frumv. er samið af landlækni.
Læknafélögin, tryggingastofnun-
in og borgarlæknirinn í Reykja-
vík höfðu fjallað um það, áður
en það var lagt fram, og taldi
enginn þessara aðila ástæðu til
að gera athugasemdir, að því er
efni þess varðar. Eins og áður
hefur verið sagt frá í Mbl., felst
það í frumv. þessu, að farsótta-
lögin eru samræmd sóttvarnalög-
uhum frá 1954 og að sett eru
fyllri ákvæði um nokkur atriði.
Fjöltefli
AKRANESI, 4. marz — Gunnar
Gunnarsson, sem er kunnur lands
liðsmaður í knattspyrnu tefldi
fjöltefli hér í bænum s. 1. sunnu-
dag. Tefldi hann á 19 borð-
um og vann á 17, en gerði jafn-
tefli á hinum borðunum tveim.
Það má nú seeia að hér er vissu-
lega fjölbreytni í íþróttinni.
—Oddur.
Hægt að hafa hát á floti
við Grímsey í aiEan vetur
GRÍMSEY, 4. marz. — Vetu rinn
hefir verið með harðara móti í
Grímsey. Frá því um miðjan des-
ember hefir verið snjókoma öðru
hverju og meira en oft áður.
Á sl. sumri var gert við hafn-
argarðinn hér, sem skemmdist í
fyrravetur, og hefir hann staðizt
allan sjógang í vetur án þess að
láta á sjá. Hefir því verið hægt
að hafa bát á floti við eyjuna, en
það er nýlunda. Þegar það hefir
verið reynt áður, hafa þeir sokkið
vegna sjógangs.
Því hefir nú verið róið til fiskj-
ar, þegar gefið hefir í vetur. —
Veitt er á handfæri, og hefir afli
verið sæmilegur. en gæftir mjög
stopular, þó að stutt sé að róa.
Hrognkelsaveiði er byrjuð og
grásleppa er farin að veiðast, og
er það óvenjusnemmt.
Þessa dagana dvelst söngkenn-
ari í Grimsey. Er það Kjartan
Jóhannesson, og æfir hann lcirkju
kór Grímseyjar. Þykir Gríms-
eyingum eðlilega mikill fengur að
Norrænir íþrottafréttamenn hittast
hér sennilega á móti 1960
Frá aðalfundi Samfaka íþrófta-
fréttamanna
NÝLEGA var haldinn aðal-
fundur Samtaka íþróttafrétta-
manna. Voru þau samtök stofn
uð fyrir um það bil tveimur
ápum að fordæmi íþrótta-
fréttamanna á Norðurlöndum.
Starfa ísl. samtökin á sama
grurxtvelli oir í samstarfi við
klúbbana á Norðurlöndum.
Á norrænum grundvelli
Formaður samtakanna gerði
grein fyrir aðdraganda að stofn-
uninni og starfinu á iiðnum 2
árum, en það hefur að veruleeu
leyti beinzt að þvi að bæta að-
stöðu ibróttafréttamanna hér við
störf þeirra á iþróttaleikvöng-
um. Hafa samtökin notið góðs
skilnings og velvilia fle'jtra for-
ystumanna íþróttahreyfingarinn-
arv
fsi. íþróttafréttaimenn hafa tek-
ið þátt í 3 mótum norrænna
fréttamanna, sem haldin eru á
Norðurlöndum árlega og til
skiptis í löndunum. Er í ráði að
slíkt mót verði haldið hér árið
1960. Vonast ísl. iþróttafrétta-
menn til að geta gert mótið hér
vel úr garði «g eftir-
minnilegt þáttakendum frá hin-
um Norðurlöndunum, sem hafa
mikinn áhuga á að kynnast fs-
,landi.-
Mót norrænna blaðamanna hér
fsl. íþróttafréttamenn hafa þeg-
ar hafið undirbúning að mótinu,
en það er von þeirra að það geti
orðið ísl. íþróttahreyfingu til
mikils gagns hvað kynningu
snertir á Norðurlöndum og til
eflingar norrænni samvinnu á
iþróttasviðinu. Til þess að svo
megi verða er íþróttafréttamönn-
um nauðsvnlegur stuðningur
íþróttahreyfingarinnar, enda mun
vart á honum standa, sé mönn-
um ljós sú þýðing er slikt mót
norrænna íþróttofréttamanna
getur haft fyrir ísl. íþróttahreyf-
ingu.
Þá ráðgera íþróttafréttamenn
sameiginlega fundi með íþrótta-
leiðtogum og íþróttamönnum um
ýmis mál.
Stjórnarkjör
f stjórn Samtaka íþróttamanna
voru kjörnir Atli Steinarsson,
formaður, Frímann Helgason og
Örn Eiðsson.
unnu
Norðmenn 21:10
BERLÍN, 4. marz. — Á heims-
meistaramótinu í handknattleik í
Austur-Berlín i dag töpuðu Norð
menn fyrir Tékkum með 21:10
mörkum. Danir unnu Pólverja
með 22:15 mörkum og Þ.ióðverjar
unnu Ungverja með 22:15 mörk-
um.
Hjálmar Stefánsson s*^kkmeistari
Akureyrar 1Q5S
STÖKKKF.PPNI Skiðamóts Ak-
ureyrar fór fram s. 1. sunnudag
við Miðhúsaklannir. Var veður
gott og fagurt. Úrslit urðu sem
hér segir:
A-flokkur
1. Hiálmar Stefánsson, KA, 225,5 stig.
2. Kristinn Steinsson, í»ór, 220,9 stig.
3 Einar Helff^ison KA. 211,1 stig.
17—19 ára
1. Bragi Hiartarson, Þór, 217,5 stig.
2. Hreinn Ragnarsson, MA, 190.1 stig.
15—16 ára
1. Vignir Kárason, KA, 211,0 stig.
2 ívar Sigmundsson, KA, 207,5 stig.
3 Júlíus Björnsson, KA, 187,3 stig.
Drengjaflokkur
1. Stefán Guðmundsson, KA.
slíkum gesti, því að yfir veturinn
vill hver dagurinn verða öðrum
líkur. En Grímseyingar hafa,
eins og áður hefir verið getið,
endurbyggt kirkju sína og eru nú
að efla kirkjusöng sinn.
íbúum eyjarinnar hefir frekar
farið fiölgandi, og ungt f.iöl-
skyldufó'k setzt þar að. Er mik-
ill framfarahugur meðal eyjar-
skeggja. — Fréttaritari.
+ KVÍKMYNDIR +
„írskt blób"
ÞETTA er amerísk CinemaScope-
mynd tekin í litum og er hún
nú sýnd í Nýja Bíói. Myndin er
gerð eftir samnefndri skáldsögu,
sem komið hefur út í íslenzkri
þýðingu, — Myndin gerist í
Suður-Afríku á þeim tímum er
Búarnir börðust fyrir því að
stofna þar friríki. — Foringi
Búanna. Paul Van Riebeck, kem-
ur til Irlands og kynnist þar
ungri og fríðri stúlku og fella
þau hugi saman. Hún vill fara
með honum til Afríku, en hann
vill ekki leggja hana i þá hættu
á þeim ófriðartímum sem þar
ríkja. Skilur þá leiðir þeirra um
sinn. Óáran dynur yfir írland
og unga stúlkan, sem nú er gift
írskum manni, fer ásamt manni
sínum til Suður-Afríku til að
setjast þar að. Maðurinn feilur
í bardaga við blökkumenn en
konan heldur áfram á áfanga-
staðinn og sezt þar að. Gerast nú
margir atburðir í senn. Paul hafði
borið að þegar bardaginn við
blökkumennina stóð sem hæst og
tókst honum með liði sínu að
stökkva blökkumönnunum á
flótta. Virðist nú allt leika í
lyndi fyrir Pauli og hinni fögru
konu, en þá verður hann að fara
frá henni til að berjast með
Búunum. Verður hún þá bæði sár
og reið. Hún og Paul hittast svo
eigi aftur fyrr en í Höfðaborg
tveimur árum síðor. Er hún þá
sezt þar að og er orðin auðug
kona. — En aftur skilja þau í
reiði. — En loks liggja leiðir
aftur saman og þá fyrir fullt og
allt. — Hér hefur aðeins verið
rakið lítið eitt af efni myndar-
innar, sem er mjög viðburði>rík
og gædd geysimikilli spennu. Til-
finningarnar eru örar, ástríðurn-
ar heitar, ástin brennandi og
hatrið sterkt meðal þessa fólks,
sem heyr þarna harða lífsbaráttu
á róstusömum tímum.
Mynd þessi er stór í sniðum,
ágætlega gerð og leikurinn af-
bragð. Einkum er frábær leikur
Susan Hayward í hlutverki binn-
ar ungu konu, Kathie O’Neill,
með hið ólgandi „írska blóð“ í
æðum. Tyrone Power fer einnig
mjög vel með hlutverk Pauls Van
Riebeck’s, en athyglisverðari er
þó leikur Richards Egan’s í hlut-
verki Kurts Hout, sem brennur
af ást til Kathie.
Ego.