Morgunblaðið - 05.03.1958, Síða 15

Morgunblaðið - 05.03.1958, Síða 15
Miðvilcudagur 5. marz 1958 MORGUNBLÁÐIÐ 15 Pietro-málið gefur haft áhrif á kosningar á Ítalíu RÓMABORG, 4. marz. — Eins og skýrt liefur verið frá í fréttum. hefur ítalskur dómstóll dæmt biskupinn af Prato, monsignor Pietro Fiordelli, í 40 þús. líra sekt fyrir meiðyrði um Mauro Bellanid og kona hans hefðu hlot- konu hans. Ilöfðu þau verið gefin saman í borgaralegt hjónaband og biskup sagt, að þau lifðu í liór- dómi. Fyrir þau ummæli var hann sektaður. — Þetta er í fyrsta skipti siðan 1929, sem kaþólskur biskup er dæmdur af ítölskum dómstóli, en það ár samdi Musso- lini frið við Vatikanið með sér- stökum samningi. Dómurinn yfir monsignor Pietro var þó skilorðsbundinn og þarf hann ekki að greiða selctina nema hann hljóti nýjan dóm. Hins vegar var biskupi gert að greiða hjónum 420 þús. lírur (urn £240) í skaðabætur og einnig ber honum að greiða móð- ur brúðarinnar skaðabætur fyrir ummælin. Don Danilio Aiazzi, sóknar- prestur, sem einnig var eitthvað við málið riðinn, var sýknaður af öllum ákærum. — Þeir biskup neituðu að vera viðstaddir yf’r- heyrslurnar. — Verjandi þeiria krafðist sýknunar og skírskotaði til þess, að þeir hefðu verið í fult- um rétti frá kirkjunnar sjónar- miði, þegar þeir lýstu vanþóknun sinni á giftingunni, þar sem bæði Bellandi og kona hans hefðu hlot- ið kaþólska slcírn. Vatíkanið studdi biskupinn og málstað hans af mikilli festu og páfi varð svo reiður, þegar hann frétti niður- stöður dómsins, að hann lét út ganga boð um það, að öllum há- tíðahöldum í sambandi við krýn- ingarafmæli hans yrði aflýst. Mál þetta hefur vakið mikla athygli á Ítalíu og komið af stað harðvítugum deilum. Það hefur enn einu sinni beint at - hygli manna að samskiptum ríkis og kirkju og undirstrik- að þá staðreynd, að lítið má út af bera, ef allt á ekki að fara í bál og brand. Sumir frétta- menn benda á, að Pietro-mál- ið geti jafnvel haft áhrif á úr- slit næstu þingkosninga. — Kristilegir demókratar náðu völdum með stuðningi kirk]- unnar og fullvíst má telja, að þeir geti ekki haldið pólitísk- um áhrifum sínum nema með fullum stuðningi kirkjunnar. Vildu sumir forystumenn flokksins, að réttarhöldunum yfir biskupnum væri frestað þangað til að afstöðnum þing- kosningum. Rússar vilja, að Ausfur og Vestur- Þýzkaland eigi aðild að friðarsamningi ’ *WiSja ekki ræða um sameiningu ÞýzkaEands Kvikmynda- sýiiingar Gideons félagsins HINAR gullfögru og stórfróðlegu kvikmyndir Gideonfélagsins — einu nafni nefndar Dáscmðir sköpunarverksins — hafa undan farna vetur verið sýndar í fram- haldsskólum víða um land og ver ið mjög vel tekið. Almenningi í Reykjavík mun nú gefast kostur á a'ð sjá nokkrar þessara mynda. í kvöld og annað kvöld — kl.8.30 .— verða sýndar i húsi KFUM og K. við Amtmannsstíg þessar myndir: Náttúran er náminu rík- ari, — Fiskurinn hefur fögur bljóð, — Verkin lofa Meistarann — og Upprisan, eða tvær myndir hvort kvöld. Gideonfélagið hefur á þessum vetri úthlutað Nýja testamentum í sjötta bekk allra barnaskóla landsins. Er það í fjórða skipti að það gefur hina helgu bók heil- um aldursflokki allra íslendinga. Sá hópur stækkar með ári hverju og er nú talsvert á fjórða þúsund. Bækurnar eru keyptar frá Eng- landi, venjulega árinu áður en úthlutun fer fram. Nú eru komin til landsins þau Nýja testamenti, sem úthluta á að vetri (1958—’59) og kosta þau um 40 þús. krónur. Þar sem félagsmenn eru ekki margir og njóta einskis styrks er því fólki, sem nokkurs metur starf þeirra að útbreiðslu Guðs heilaga orðs með þjóðinni, gef- inn kostur á að styðja það með fjárframlögum. Verður gjöfum veitt viðtaka í lok sýninganna. Gideonfélagið hefur, eins og kunnugt er, úthlutað Nýa testa- mentinu í sjúkrahúsum og Biblí- um í gistihúsum og farþegaskip- um. Einnig hafa á 4. hundrað hjúkrunarkonum verið gefin Nýja testamenti. Er nú orðin föst venja að er hjúkrunarkonur út- skrifast fái þær Nýja testamenti um leið og skírteini eru þeim af- hent. Fullyrða má að þessi starfsemi hefur mælzt vel fyrir og á vax- andi vinsældum að fagna. Er ekki ólíklegt að Reykvikingar sýni nú hug sinn til Gideonfélagsins og fjölmenni á sýningarnar minn- ugir þess, að bara á þessum vetri hafa 1174 tólf ára börn reykvísk orðið hinnar góðu gjafar aðnjót- andi. Ólafur Ólafsson. WASHINGTON, 4. marz—Stjórn- málafréttaritarar í Lundúnum sögðu i dag, að í síðustu orð- sendingu Sovétstjórnarinnar um fund æðstu manna stórveldanna væri stungið upp á því, að rætt yrði um friðarsamning, sem bæði Austur- og Vestur-Þýzkaland verði aðilar að. Sovétríkin gera það einnig að uppástungu sinni, að fulltrúar beggja landshlut- anna taki þátt í viðræðum um slikan friðarsamning, en hins vegar hafa Sovétríkin lagt áherzlu á, að ekki komi til mála, að rætt verði um sameiningu Þýzkalands á væntanlegum stór- veldafundi. — í fréttinni segir cnnfremur, að aðaltilgangurinn PARÍS, 4. marz—f kvöld áttu málamiðlunarmenn í Túnisdeil- unni, þeir Murphy, varautanríkis ráðherra Bandaríkj anna og að- stoðarmaður hans, Bretinn Beel- ey, að ræða við Gaillard, for- sætisráðherra Frakklands. Stjórn málamenn í París segja, að það bendi til þess, að samkomulags- viðræðurnar gangi að óskum. Eftir að Murphy hafði rætt við Bourguiba, forseta Túnis, sagði hann, að öll deilumálin mætti leiða til lykta, ef góður vilji væri fyrir hendi. Hann var mjög ánægður með viðræður sínar við Bourguiba. í dag sagði Murphy, að hann vonaðist til þess, að viðræðurnar við Gaillard í kvöld leiddu til með friðarsamningi við þýzku landshlutana sé að ákveða landamæri Þýzkalands við Oder- Neisse-Iínuna. Þá hefur Sovétstjórnin fallizt á, að rætt verði um þá tillögu Eisenliowers Bandaríkaforseta, að gervihnettir og geimferðir skuli aðeins vera í þágu vísinda og friðar, en þó skuli þetta atriði rætt í sambandi við her- stöðvar Bandaríkjanna erlendis. Fréttamenn segja, að litlar líkur séu til þess, að samkomulag geti náðst um þetta atriði. — Aftur á móti neita Rússar því algjör- lega, að rætt verði um stjórnar- farið í Austur-Evrópu löndun- þess, að Frakkar og Túnismenn tækju upp beinar samkomulags- viðræður. Samkomur Almennar snuikontur. Boðun fagnaðarerinilisins Hörgshlíð 12, Reykjavík, í kvöld miðvikudagskvöld kk 8. Fíladelfía Almenn samkoma að Herjólfs- götu 8, Hafnarfirði kl. 8,30. Allir velkomnir! Kristniboðshúsið Betanía, Laufásvegi 13 Fórnarsamkoma í kvöld kl. 8,30. Reidar Albertsson kennari talar. Allir eru hjartanlega vel- komnir. — Vonduð 4ra herb. ibúð T I L S Ö L U íbúðin hefur sér inngang, sér geymslur, bílskúrs- réttindi. Stór ræktuð og girt lóð. INGI INGIMUNDARSON hdl. Vonarstræti 4 — sími 24753. Heima: 24995. nm. Murphy bjartsýnn - ræddi við Gaíllard í gærkvöldi Unglinga vanfar til blaBhurðar við Bráðræðisholf Sírni 2-24-80 íbúð GóS 3—4 herbergja íbúð óskast til kaups, helzt á hita- veitusvæði. Til greina kemur greiðsla með nýjum fólks- bíl ’58 (þýzkum) upp í útborgun. Tilboð sendist afgr. Morgunblaðsins fyrir 10. þ. mán. merkt: Nýr bíll til sölu —7949. Skipfafundur í þrotabúi Sæbergsbúðar hf., Langholtsvegi 89, hér í bæn- um, verður haldinn í skrifstofu borgarfógeta í Tjarnar- götu 4, fimmtudaginn 6. marz 1958, kl. 2 síðdegis. Ákvarðanir verða teknar um ráðstöfun eigna búsins. Skiptaráðandinn í Reykjavík, 4. marz 1958. Kr. Kristjánsson. Afgreiðslufólk óskast nú þegar til starfa hjá Kaupfélagi V estmannaeyja. Nánari upplýsingar hjá kaupfélagsstjóranum og Starfsmannahaldi S.l.S. Sambandshúsinu Sími 17080. Deildarstjóri við matvöruverzlun, getur fengið atvinnu strax. Tilboð leggist inn á afgr. Morgunbl. fyril 10. marz, merkt: „Framtíð —8778”. ! Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát i og jarðarför BIRGIS ÞORGRÍMSSONAR Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfélögum hans að Bifreiðastöðinni Bifröst svo og félögum í Karlakórnum Fóst- bræður. Anna Kristmundsdóttir, börn, foreldrar og systkini.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.