Morgunblaðið - 14.03.1958, Síða 19

Morgunblaðið - 14.03.1958, Síða 19
Fostudagur 14. marz 195L MORGVNBLAÐIÐ 29'- „Ó, g»ð vors 66 FYRIR nokkrum dögum skrifar nafnleysingi í dálka Velvakanda og tekur þar til meðferðar Lof- söng Matthíasar Jochumssonar, þjóðsöng okkar. Þessi nafnleys- ingi, sem skrifar undir bókstafn- um E, rekur strax syfjuð augu sín í tvær síðustu línurnar í fyrsta erindinu: „eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, sem tilbiður guð sinn og deyr“. Þarna þykist hann (eða hún) hafa uppgötvað hugsanavillu í þessu mikla kvæði Matthíasar og spyr síðan eins og fávis kona: „Hvernig fær það staðizt, að það, sem eilíft er, deyi?“ Og þetta er einmitt einkenni-þeirra, sem ekki komast inn undir þunna skel yfir borðsins, heldur reka augun í eitthvað, sem í fljótu bragði virð- ist skilningi þeirra ofvaxið. Síðan láta þeir fljótfærni sina teyma sig á asnaeyrum út um götur og torg og verða að sjálfsögðu at- hlægi fyrir frumhlaup sín. Ég myndi því vilja ráðleggja þessu E-i að lesa þjóðsönginn og reyna að kafa eitthvað af þeim hugsana djúpum, sem eru forsenda kvæð- isins. Því að frumskilyrði þess að ætla setja út á einhvern hlut er að kunna einhver skil á honum. Við skulum þá til að byrja með (og ég vona, að E-ið lesi þessa grein mína) líta á uppbyggingu ljóðsins og grunntón þess. Kvæð-. ið er ort í Edinborg veturinn 1873—74 í tilefni af þúsund ára afmæli íslands byggðar, og það er ort út úr 90. sálmi Davíðs og þó einkum sótt í eftirfarandi hendingar: „Drottinn, þú hefur verið oss athvarf frá kyni til kyns.... því að þúsund ár eru í þínum augum sem dagurinn í gær“. Síðan er ljóðið þannig upp byggt, að tvö fyrri erindin skír- skota til fortíðarinnar, en þriðja erindið til hins ókomna. Aðalboð- skapurinn í fyrri erindunum er því sá, að fyrir Guði sé tíminn ekki annað en marklaust hjóm. Þegar svo skáldið setur boðskap sinn í listrænan búning kemst hann svo glæsilega að orði, að: Islands þúsund ár, — eilt eilífðar smáblóm með titrandi tár .... o. s. frv. Ef við reynum nú að hugsa rökrétt í fáein augnablik, sjáum við, að skáldið er að reyna að setja fram þá kenningu, að tim- inn sé blekking. Og það gerir hann auðvitað ekki með því að tala um „eilíft blóm“. Heldur segir hann, að þúsund ár Islands séu eins og eitt eilífðar smáblóm — eins og eitt lítið blóm í allri eilífðinni. Þessu til enn frekari áréttingar getum við athugað síðustu linurnar í öðru erindinu. Þar segir Matthías Jochumsson: „Islands þúsund ár voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár, sem hitna við skínandi sól.“ Þarna kemur fram nákvæm- lega sama hugmyndin í nýjum búningi. Það, sem hann áður segir, að sé eins og eitt lítið blóm borið saman við eilífðina, er nú orðið eins hverfult og morgun- döggin, sem hverfur fyrir sólu. Það er því engum vafa undir- orpið, að það, sem ónákvæum lesanda virðist rökleysa, verður þrauthugsuð hnitmiðuM, sé það skoðað glöggu auga. Það er eitt atriði ennþá, sem margir misskilja í þjóðsöng okk- ar. I öðru erindi stendur: „og vér kvökum voit helgasta mál.“ Þarna reka margir augun í sögn- ina að kvaka og halda, að hún sé valin einungis með ljóðstaf fyrúr augum. Nú er það svo, að megineinkenni skáldskapar eru, að orð eru notuð í táknrænni merkingu, og form ljóðskáldsins er of dýrmæft til að nota það í útskýringar á alls lconar smá- atriðum. Sögnin að kvaka er val- in af þeim orsökum, að skáldið vill sýna fram á, að gagnvart Guði séu mennirnir ekki annað en „kvakandi smáfuglar." Ég vona, að mér hafi tekizt að varpa einhverju Ijósi á þetta ásteytingsatriði, sem er því miður talsvert algengt. Þetta Ijóð er svo geysilega djápt og langt hugsað, að sama er, hversu djúpt er kafað, þar kennir aldrei botns. Þótt Matthías Jochumsson hefði aðeins ort þetta eina ljóð, myndi nafn hans lifa meðan Norðurlönd byggjast. En höfundur fyrrnefnds pistils lét sér ekki nægja að setja ofan í við þjóðskáldið, heldur leyfði sér meira að segja að koma með breytingaríiUögu við þjóðsöng- inn! Og hún var, að í stað deyr (í línunni „.... sem tilbiður guð sinn og deyr.“) kæmi þreyr af sögninni að þreyja. Mig langar að lokum að benda pistilhöfundi á, að þjóðsöngurinn er ekki að- eins helgur dómur sem tákn þjóðarinnar, heldur er hann líka ein dýrasta perlan í íslenzkri ljóðlist. Fólk skammra hugsana á ekki að krafsa utan í verk stórra mahna. Njörð'ur P. Njarðvík stud. mag. íslenzku handknaftleiks- mennirnir fengu ekki fisk í KaupmannahÖfn en áttu von á st&iktri rauBspefiu og mjélkurgSasi KAUPMANNAHOFN, 13. marz. — Danska blaðið BT. birti svo- hljóðandi grein og viðtöl við ís- lenzku handknattleiksmennina, sem komu við í Kaupmannahöfn og léku þar einn leik, eins og skýrt hefur verið frá í fréttum: íslenzku landsliðsmennirnir í hanknattleik hlökkuðu mikið til að koma til Kaupmannahafnar, því að þeir gerðu ráð fyrir að fá þar þjóðarrétt sinn, fisk, en það. hafði gengið illa (í Þýzka- landi). En þvi miður komu þeir of seint, flugvél þeirra seinkaði í Hamborg og hótelið sem þeir Lagamenn í veiilum FRÁ Osló berast þær fréttir, að þar verði í dag haldin mikil laga stúdentahátíð. Eru slíkar hátíðir haldnar á nokkurra ára fresti og fara fram með miklu umstangi. Aðalpersónan á hátíðum þessum eru likneski af drottningu hinna norsku laganema: hinni gull- blökku jneri. Hátíðirnar sækja auk norskra stúdenta stallbræð- ur þeirra frá hinum Norðurlönd- unum svo og fullnuma lögfræð- ingar á öllum aldri. í ár verður sérlega mikið um dýrðir, þar sem merin hefur nú verið á veldis- stóli í hálfa öld. Hátiðin hefst í dag kl. 2 í hátíðasal háskólans í Oslo og í kvöld verður stór- veizla í veitingahúsinu Regnbog- anum. Tekur merin þar á móti 400 gestum, eftir að þeir hafa ekið gegnum blysgöng á Sóltorg- inu. Fréttir herma, að meðal gesta við hátíðahöldin sé Bragi Bjömsson stúdent frá Reykjavík og hafi hann komið flugleiðis til Noregs sl. þriðjudag. engrn ser: strandrilíja GENF, 13. marz. — Fulltrúi Svía á sjóréttarráðstefnunni í Genf, sagði í dag, að stjórn sín mundi ekki viðurkenna, að strandríki fengju sérréttindi til fiskveiða á svæðum, sem væru utan land- helgi þeirra. Hann sagði enn- fremur að Svíþjóð gæti ekki fall- izt á verndun fiskimiða nema um það giltu ákveðnar alþjóð- legar reglur. — Fulltrúar Breta, Hollendinga og Japana tóku í svipaðan streng. Hinn fyrst- nefndi sagði þó, að stjórn sin mundi aðstoða þær ríkisstjórnir, sem þyrftu á verndun fiskimiða að halda. Fulltrúi Japana sagði, að ef ríkisstjórnir álitu, að vernda þyrfti fiskimið landa þeirra, ættu þau auðveldlega að geta komizt að samkomulagi um slikt við önnur viðkomandi ríki. bjuggu á í Kaupmannahöfn, gat ekki náð í fisk í tæka tíð. — En á morgun fáum við steikta rauðspettu, sagði Ás- björn Sigurjónsson fararstjóri, og við hlökkum mikið til þess Það verður líka gott að fá sér mjólkurglas með, við fengum ekki of mikið af henni í Austur- Þýzkalandi. En fslendingarnir eru fyrst og fremst komnir hingað til að leika handknattleik og standa sig sem bezt. — Þó að þeim hefði seinkað um 6—7 tíma, báðu þeir mig strax og þeir komu að útvega sér æfingastað, sagði Kaj Nielsen frá KHF, en það var jafnerfitt og að ná í fiskinn....... Siðan segir blaðið, að íslenzka liðið liafi staðið sig óvenjuvel á heimsmeistarakeppninni í Aust- ur-Þýzkalandi og bendir á. að meðalaldur liðsins sé 20—21 ár. Byggðasafsi Ak^aaess Ferður í GatBahúsi AKRANESI, 13. marz. — Nú er lokið breytingu á Garðahúsi, en þar verður byggðasafn Akraness til húsa. — Næst liggur fyrir að ljúka málningu og síðan verður hægt að flytja þangað hina 300 safnmuni, sem þegar eru fengnir. Garðahúsið er elzta hlaðna steinhúsið á landinu, en elzta Frétiir i stuttu máli BEIRUT, 12. marz. —Sami Solh forsætisráðherra sagði af sér í dag. Chamoun forseti hóf við- ræður við formenn flokkanna. Hugsanlegt er að Solh verði á- fram forsætisráðherra. Mun ætl- unin að mynda sterka stjórn, sem mun aðallega beita sér fyrir laga- setningu um að heimila Chamoun að vera aftur í framboði í for- setakosningum. PARÍS, 12. marz. — Gaillard for- sætisráðherra hefur gert frum- varp um breytingar á stjórnar- skránni að fráfararatriði. Frum- varpið fjallar um það að styrkja ríkisstjórnir Frakklands, svo stjórnarskiptum fækki og festa komist á í frönskum stjórnmál- um. I gær samþykkti þingið breytingatillögu frá Gaullistum, sem gerir frumvarpið að mein- ingarleysu. Gaillard krefst þess nú að atkvæðagreiðsla fari aftur fram um þetta atriði og fái stjórn in ekki nægan stuðning fari hún frá. — Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Málf lutningsskrifstof a. ACalstræti 9. — Sími 11876. steinsteypta húsið er að Sveina- tungu. Það eru einkum tveir menn, er mest og bezt hafa stuðl- að að framgangi málsins, þeir Jón M. Guðjónsson sóknarprestur og Ólafur B. Björnsson. Tveir menn hafa ánafnað safninu ýmsa góða cg merkilega gripi, þeir Ólafur Ólafsson skósmiður og Sigur- björn Jónsson á Blómsturvöllum. Einnig gaf Jón heitinn Gunn- laugsson sægarpur frá Bræðra- parti byggðasafninu 80 ára gaml- an árabát með rá og reiða. Jón ólst upp á Innri-Másstöðum á Akranesi og fór kornungur að stunda sjóinn með föður sínum, en Kristín móðir hans setti bát- inn á móti bónda sinum þegar lent var. — Jón lét gera bátinn allan upp með rá og reiða áður en hann gaf hann væntanlegu byggðasafni. — Oddur. I. O. G. T. Þingstúka Rcykjavíkur fundur i kvöld, föstudag,, I Templarahöllinni, kl. 8.30. Stigveiting. Unglingareglumál: Framsögu- maður Kristinn Vilhjálmsson. Kaffi eftir fund. pt. SasGikomur Æskulýðsvika lauganieskukju: í kvöld tala Magnús Oddsson, rafvirki og Hilmar Þórhallsson, skrifstofustjóri. — Tvísöngur. Allir velkomnir. K.l'.U.M. K. ferkalýissiiii^iEid slfijju milita Samllslgi §<sg£®sf vilja vernda frjálsar sSgSingesr GENF, 13. marz. — Tvö alþjóð- leg verkalýðssambönd hafa lýst yfir stuðningi sínum við þriggja mílna landhelgi. Eru það Alþjóða samband frjáísra verkalýðsfélaga (ICFTU) og Alþjóðasamband flutningaverkamanna (IFT). Segjast leiðtogar þessara verka- lýðssambanda vilja stuðla að sem frjálsustum siglingum á höfunum og því hafi þeir tekið þessa af- stöðu. Þess má geta, að innan vé,- banda Alþjóðssambands frjálsra verkalýðsfélaga eru um 50 millj- ónir manna. — Þess má og geta, að bæði þessi alþjóðasambönd tóku svipaða afstöðu til land- helgismálanna 1955, þegar málið var rætt á Allsherjarþingi S.Þ. inna Hreingerningar Vanir og liðlegir menn. Pantið í tíma. — Sími 12173. Öllum ættingjum og vinum, nær og fjær, þakka ég hjartanlega heimsóknir, blóm, skeyti og alveg sérstaklega samstarfsmönnum á sf. Hreyfli. Sigurjón Jónsson. Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem söfnuðu gjöfum og peningum mér til handa og sérstaklega þakka ég Kvenfélagi Garðahrepps, er hafði forgöngu um söfnun þessa. 3. marz 1958 María Sigurðardóttir, Steinholti. Lokað ■ dag eftir hádegi vegna jarðarfarar * Isafoldaíprentsmiðja h£ Lokað í dag kiukkan 1—3 vegna jarðarfarar, Bókaverzlun ísafoldar Ritfangaverzlun ísafoldar Þökkum innilega sýnda samúð við fráfall og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu DÓRU JOHNSEN Lárus Johnsen, Sif Johnsen, Jóna Johnsen, Atli Helgason, og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för SIGURÐAR JAKOBSSONAR Varmalæk Vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.