Morgunblaðið - 14.03.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.03.1958, Blaðsíða 1
20 síður Þýzkt blað segir ótvírætt frá //hjálparbeiðni,/ íslands til NATO Staðfest að Vestur-Þýzkaland hlaupi undir bagga með 2 milljón dollara láni ÞÝZKA blaðið „Deutsche Zeitung und Wirtschaftzeit- ung“ í Stuttgart birti 26. febr. þær fréttir frá Bonn, að full- trúar íslands séu um þessar mundir að semja við þýzka lánastofnun um 8,4 milljón marka lán til hjálpar íslandi. Er það tekið fram í fréttinni, að ísland hafi leitað eftir þess- ari hjálp við NATO. Banda- ríkin hafi þegar hlaupið und- ir bagga með íslendingum og þess sé að vænta, að fleiri NATO-ríki leggi fram sinn skerf. Fréttiu í hinu þýzka blaði er svohljóðandi: Átta milljóna lán til íslands. SambandslýðveldiS styður upp- byggingarhjálp Bandaríkjanna. BONN. Fulltrúar íslands semja nú við Viðreisnarbankann (Kre- ditanstalt íúr Wiederaufbau) um lán i þýzkum mörkum til að standa straum af ákveðnum upp byggingaráætlunum. Lánið er að upphæð 2 milljónir dollara (8,4 milij. marka). Með þessu er Vestur-Þýzkaland að bæta við 5 milljón dollara lón, sem Ex- port-Import-bankinn hefur veitt og nýlega var samið um milli Bandaríkjanna og íslands. Samninga þessa má rekja til tveggja atburða, í fyrsta lagi til hinnar opinberu íslenzku heim- sóknar til Þýzkalands og í öðru lagi til málaleitana íslands hjá NATO. Bandaríkin urðu mjög skjótt við þeirri hjálparbeiðni, til þess að koma í veg fyrir ís- lenzkar aðgerðar gegn hinni amerísku flugbækistöð. Einnig hafði það að líkindum úrslita þýðingu, að Sovétrikin yrðu ekki á undan með lánatilboð, einkum þar sem ætla verður að þau hafi mikinn hug á því. Þýzka sambandslýðveldið er nú annað NATO-ríkið, sem ætlar með aðstoð bankasamtaka, undir forustu Viðreisnarbankans, að verða við hjálparbeiðni íslands. Hið bandaríska lón verður til 20 ára, en þýzka lánið væntanlega til nokkru skemmri tíma (senni- lega til 15 ára). Vextir veröa 4 prósent. Lánið verður bwndið ákveðn- um íslenzkum framkvæmdum. íslendingum verður í sjálfsvald sett hvar þeir verja fénu til inn- kaupa, en að líkindum verður þýzka láninu varið að mestu leyti til kaupa í löndum Greiðslu- bandalags Evrópu og má búast við að bróðurpartinum verði að venju eytt í Þýzkalandi. Það er búizt við jákvæðum árangri samninganna í vikulokin. í Bonn er búizt við að fleiri NATO-ríki fylgi fordæmi Bandaríkjanna og Þýzkalands. Forseti bondariskn verkolýðs- sombondsins óónægður með oistöðn stjórnorínnar WASHINGl'ON —' Eisenhower Bandaríkjaforseti hefur kunngert áætlun sína til þess að vinna bug á atvinnuleysinu, sem svo mjög hefur borið á í Bandaríkjunum undanfarið. Hyggst hann verja hundruð-milljónum dollara- til vegalagninga og annarra fram- kvæmda á vegum ríkisins. Jafnframt hefur hann ákveðið að verja 200 millj. dollurum í húsnæði handa atvinnulausu fólki. Forsetinn hefur sent þing- flokki republikana bréf um þetta mál og skýrt fyrir honum þær áætlanir, sem hann hefur ó prjónunum vegna atvinnuleysis- ins. í því leggur hann m. a. til, að lengdur verði sá tími, sem atvinnuleysingjar fá ríkisstyrk. Hingað til hafa styrkirnir náð yfir 26 vikna tímabil. í febrúarmánu'ði sl. voru at- vinnuleysingjar í Bandaríkj- unum rúmlega 5.2 milljónir og liafki þeim þá fjölgað um 700 þús. frá því í janúar. — Þetta er hæsta atvinnuleys- istala þar í landi í 8 ár. Eisenhower sagðist búast við, að atvinnuleysisaldan yrði að miklu leyti riðin yfir í miðjum næsta mánuði og af þeim sökum gerði hann ekki frekari ráðstaf- anir en þær sem fyrr eru nefnd- ar til að draga úr atvinnuleysinu. A þetta sjónarmið hefur þing- Fara samningaviðrœð- urnar út um þúfur? PARÍS, 13. marz. — Fréttamenn í París segja, að samningavið- ræður í Túnisdeilunni gangi æ erfiðar og menn séu nú við því búnir, að þær fari alveg út um þúfur. — Fréttir berast um það, að Bourgiba forseti Túnis hafi Jamila náðuð PARÍS, 13. marz. —■ Coty Frakklandsforseti hefir náðað Alsírstúlkuna Jamilu Bou- hira, sem dæmd hafði verið til dauða af frönskum dóm- stóli í Alsír fyrir þátttöku í sprengjutilræði í Algeirsborg. — Dauðadóminum var breytt í ævilanga betrunarhúsvinnu. Jamila neitaði alltaf þátttöku í tilræðinu, en dró ekki dul á samúð sína með uppreisnar- mönnum. Hún sagðist hafa orðið að þola pyndingar í fangelsinu. — Mál hennar hef- ur vakið mikla athygli, eins og fréttir hafa borið með sér. skipað svo fyrir, að engin hátíða höld verði á þjóðhátíðardegi Túnismanna vegna hins alvarlega ástands. Mollet óánægður. Mollet, leiðtogi jafnaðarmanna í Frakklandi hefur látið sér fátt um finnast þær tillögur, sem Gaillard hefur borið fram um varnarbandalag ríkjanna við Miðjarðarhaf. Segir hann, að slíkt bandalag mundi ekki hafa neina hernaðarlega þýðingu. Slík uppástunga- er aðeins skálka skjól fyrir stjórnina, sagði hann og er hugsuð sem fluga, sem franska þjóðin á að gína við í erfiðleikunum. í ræðu, sem Bourgiba hefur haldið, sagði hann, að Bretar og Bandaríkjamenn yrðu nú að gera hreint fyrir sínum dyrum. Annað hvort yrðu þeir að standa með Norðurafriltuþjóðum og sýna vináttu sína í garð þeirra, sem berðust fyrir sjálfstæði sínu, eða þeir væru staðnir að því að hafa samstöðu með nýlendukúg- urunum. flokkur republikana fallizt. En forseti bandaríska verkalýðssam- bandsins (AFL-CIO), George Meany, sagði á fundi með 1000 verkalýðsleiðtogum í Washing- ton, að verkalýðshreyfingin krefðist þess, að þingið gerði ráðstafanir til að draga úr at- vinnuleysinu. Hingað til hefði það ekkert gert, sagði hann. Þess má geta, að það eru að- eins ákveðnar atvinnugreinar, sem orðið hafa allhart úti vegna atvinnuástandsins. I bíla- og flug- vélaiðnaðinum hefur t. d. orðið mikill samdráttur. í öðrum grein- um atvinnulífsins hefur aftur á móti verið mikil grózka og eykst hún með hverju ári. 0—4—0 WASHINGTON, 13. marz. — í dag var forseti bandaríska verka- lýðssambandsins kallaður á fund í Hvíta húsinu til viðræðna um samdrótt í efnahagsmálum ríkis- ins og atvinnuleysið, sem fylgt hefur í kjölfarið. Forsetinn skor- aði á Eisenhower að láta strax til skarar skríða gegn atvinnu- leysinu, því að það gæti breiðzt út næstu mánuði með hörmu- legum afleiðingum. Meany af- henti Eisenhower bréf, þar sem þess er m. a. krafizt, að skattar verði lækkaðir í því skyni að örva framkvæmdir í landinu. Soraya og keisarinn. Ekki gert róð fyrir, oð Soroyo hitti keisoronn oftur * ■ Hun verðuir nú fyrir mikilli gagnrýni í Iran KÖLN, 13. marz. — Búizt er við því á hverri stundu, að tilkynn- ing verði gefin út um það í Teheran, að keisarinn og Soraya drottning hafi skilið. Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum, ræddi frændi drottn- ingar, Bakhtiar þingmaður, við hana og foreldra hennar í Þýzka- landi og reyndi að miðla málum milli ástarinnar og stjórnmál- anna, eins og einn fréttamann- anna scm fylgzt hafa með máli þessiu, komst að orði. Drottn- ingin vill ekki beygja sig fyrir þeim kröfum, sem stjórnmála- mennirnir hafa borið fram. Keisarinn hefur skýrt frá þvi, að ekki sé hægt að fresta krýn- ingu hans öllu lengur, þar sem ástandið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs sé svo ótryggt. En sú skylda er honum lögð á herð- ar, að ákveða við krýninguna, hverjum beri að erfa ríki hans. Þegar vitað var, að drottning gat ekki fætt manni sínum erfingja, tók hann þá ákvörðun að nota sér heimild Kóransins og fá sér aðra konu, sem gæti fætt hon- um son. Ekki er víst, hvernig Soraya tók þessari uppástungu, en sumar heimildir fullyrða, að hún hafi vísað henni á bug, enda er hún uppalin við vestrænan hugsunarhátt. Hins vegar segja aðrar heimildir, að drottning hafi fallizt á að keisarinn tæki sér nýja konu, en þó með þessum skilyrðum: 1) Að Soraya verði krýnd með keisaranum og verði að öllu leyti viðurkennd eina drottn ing ríkisins. 2) Að nýja konan megi ekki búa í keisarahöllinni. 3) Að hún velji sjálf þessa nýju eiginkonu keisarans. Fréttamenn segja, að Soraya hafi verið mjög ákveðin í samn- ingaviðræðunum í Köln. Vinir Framh. á bls. 2 ÚtvarpsstÖð uppreisnarmanna í Padang hœtti skyndi- lega útsendingum Búast má v/ð, oð til stórtibinda dragi á Mið-Súmötru JAKARTA, 13. marz. — f kvöld hætti útvarp uppreisnarmanna i Padang skyndilega útsendingum, segir í fréttum frá Jakarta. — Þeir, sem hlustuðu á útvarpið, segja, að ekki hafi verið hægt að sjá, að útsendingarnar hafi verið stöövaðar með valdi. — Landgöngusveitir Jakartastjórn arinnar stefna nú til Padang, en þar eru höfuðstöðvar upprcisn- armauna, eins og kunnugt er. í kvöld tilkynnti. stjórnin í Jak- arta, að hersveitir hennar hefðu unnið fyrstu orrustuna á Mið Súmötru og hefðu nú oliusvæðið þar á valdi sínu. Hersveitirnar skildi eftir að fallhlífasveitir Jakartastjórnarinnar höfðu svif- ið þar til jarðar og hertekið flug völl borgarinnar. Frá Manila berast þær fregn- ir, að þar hafi m. a. verið rætt um það, livort SA Asíubandalag- ið ætti að viðurkenna stjórn upp reisnarmanna í Padang. Talsmaður Jakartastjórnarinn ar segir, að í gær hafi erlendar flugvélar varpað niður vopnum tll uppreisnarmanna i Padang og nágrenni. í fregnum frá Hollandi segir, að flugvélar Jakartastjórnarinn- ar, sem vörpuðu sprengjum á að alstöðvar uppreisnarmanna S Padang hafi verið af rússneskri tóku bæinn Pakan Bahau her-eða kinverskri gerð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.