Morgunblaðið - 14.03.1958, Blaðsíða 2
8
M o R r. n n fí r .4 n t ð
Föstudagur 14. marz 1958
Tollyfirvölclin í Hamborg hafa nú tekið leynivópn í þjónustu
sína. Er það röntgentaeki, sem notað er til þess að komast
að hvort einhver óviðkomandi hlutur er í póstsendingum.
Hér á myndinni sést toliþjónn seíja pakka til gengumlýsingar.
RáðherraÍMFiéé SA-Asíu-
bandaiagssm ÍGkið
Nauðsyníegt er, að beriasf gegn undir-
róðurssfarfsemi koenmúnisia í Asíuiönóum
MANILA, 13. marz. — í morgun lauk fundi utanríkisráðherra SA-
Asíubandalagsrikjanna í Manila. Birt var yfirlýsing, þar sem segir,
að fulltrúa Thailands, sem er framkvæmdastjóri bandalagsins, hafi
verið falið að ræða við framkvæmdastjóra Bagdadbandalagsins og
NATO um nánara samstarf milli þessara þriggja varnarsamtaka. —
Síðan segir, að störf SA-Asíubandalagsins hafi einkum miðað að því
að hefta útbreiðslu kommúnismans á bandalagssvæðinu, enda reki
kommúnistaflokkarnir þar öfluga og skipulagða starfsemi.
FSufningar austan Fjalis
mjjög erfiðir vegna snfóa
Hvar er
Pal Maleter?
NEW YORK, 13. marz. —
Aðalfulltrúi Bandaríkja-
manna hjá S. Þ., Henry Cabot
Lodge, hefur beint fyrirspurn
til Ungverjalandsnefndar S.Þ.
um það, hvort henni sé kunn-
ugt um, hvar Pal Maleter,
frelsishetja Ungverja, sé nið-
ur kominn. í bréfinu segir
ennfremur, að allur heimur-
inn beri kvíðboga fyrir því,
hvernig þróun mála hefur
verið í Ungverjalandi síðan
Rauði herinn bárði niður
frelsishreyfingu þjóðarinnar.
Er síðan bent á, að ástandið
þar fari síversnandi.
20 ár frá .Anschluss'
VÍNARBORG, 12. marz. — f dag
voru 20 ár liðin síðan Hitler
sendi þýzkt herlið inn í Austur-
riki og innlimaði það í Stór-
Þýzkaland. Austurríski herinn
veitti enga mótspyrnu.
Blöðin í Austurríki minnast
þessara atburða með löngum
greinum og er þar lögð áherzla
á það, að árás nazista á Austur-
ríki hafi aðeins yerið forleikur
að siðari heimsstyrjöldinni. Er
því m.a. haldið fram, að ef aust-
urríski herinn hefði barizt, hefði
hann fengið stuðning frá Bretum
og Frökkum og heimsstyrjöldin
hefði brotizt út þá þegar. En
helzta ástæðan fyrir því að
Schushigg þáverandi forsætisráð-
herra gaf ekki fyrirskipun um
að skjóta var sú, að Austurríkis-
menn og Þjóðverjar eru bræðra-
þjóðir.
Heildarfiskafli
á s.l. ári 436,327
lestir
HEILDARFISKAFLI nam á s.l.
ári 436,327 lestum, þar af voru
155,547 lestir togarafiskur, segir
í skýrslu Hagtíðinda um fisk-
afla á árinu 1957. Til frystingar
fóru 179.855 lestir af fiski, til
söltunar 77,667 lestir og til herzlu
34,477 lestir. Til vinnslu í verk-
smiðjum fóru 78,315 lestir af síld,
en 27,155 lestir af síld til sölt-
unar og 12,023 lestir af síld til
beitufrystingar.
Mest aflaðist af þorski eða
201,160 lestir. Af síld öfluðust
177,494 lestir, 61,522 lestir af
karfa, rúmlega 20 þús. lestir af
ýsu og 14,376 lestir af ufsa.
Vélræn móttaka veðurskeyta
A ráðstefnunni var rætt um
fjarskiptaþjónustu fyrir flugsam-
göngur og einnig um veðurstof-
ur. Samkvæmt ákvörðun þessa
fundar verður fjarskiptakerfið
gert sjálfvirkt að miklu meira
leyti en áður hefir verið. Að því
®r ísland varðar munu ákvarð-
anir þessa fundar valda því að
móttaka veðurskeyta verður vél-
ræn að mestu leyti í framtíðinni.
Fréttamaður Mbl. átti tal við full-
trúa íslands á fundinum um það
bil er honum lauk. Kváðu þeir
að hingað til hefðu veðurskeyti
▼erið send með morse til íslands,
en því verður breytt þannig að
skeytin verða send með sjálf-
virkum „teleprinter", svo sem
þegar tiðkast milli flestra Ev-
2 millj. dollara
Bandaríkjamenn tilkynntu á
fundinum, að þeir mundu leggja
fram 2 millj. dollara til styrktar
Filippseyingum, Thailendingum
og Pakistansbúum. Ástralíumenn
hétu 2 millj. punda framlagi og
Bretar og Frakkar lofuðu einnig
að styrkja þessar þjóðir, svo að
þær gætu bætt tæknimenntun
sína.
i rópulanda. Kostir þess eru auk-
inn hraði í skeytasendingunni, á
að gizka þrisvar sinnum meiri
en með gömlu aðferðinni. Er
áætlað að um 1960 verði öll veð-
urskeytaþjónusta til íslands kom-
in í þetta horf. Mun það hafa í
för með sér að ekki verður þörf
á nema tæpum helming þess
starfsfólks við veðurskeytaþjón-
ustuna sem nú er.
Útvarpað viðstöðulaust
Þá var og afráðið á ráðstefn-
unni að innan skamms verði far-
ið að útvarpa veðurskeytum til
flugvéla viðstöðulaust allan sól-
arhringinn af segulbandi, en fram
að þessu hafa þau aðeins verið
send á vissum tímum. Mun þessi
nýbreytni einnig hafa áhrif á
þróunina á Islandi. ggs.
Aðaláherzla á efnahagsmálin
Samþykkt var, að bandalagið
þyrfti nú að leggja höfuðáherzlu
á efnahagsmálin, ef frjálsar þjóð-
ir ættu að standa kommúnistum
á sporði í þeim efnum, enda
raekju þeir öflugán efnahagsáróð
ur í Asíulöndum. Væri hinn efna
hagslegi þátáur aðildarríkjanna
nú engu ómerkari en hernaðar-
hliðin. Var bent á, að frjálsar
þjóðir þyrftu að vera vel á verði,
ef þær ættu að geta barizt af al-
efli gegn undirróðri kommúnista
í Asíu. Bandalagsríkin þyrftu að
efla samstarfið við svonefnd hlut-
laus ríki, en jafnframt er varað
við háskalegri stefnu þeirra, því
að þau væru ekki alltaf nægilega
á verði, þegar kommúnistar
ættu í hlut.
MANILA, 13. marz. — Frétta-
menn segja, að það hafi verið
vandamál fyrir ráðherrana á
Manilafundi SA-Asíubanda-
lagsins að fjalla um Indónesíu
málin. Ástæðan sé sú, að ekki
sé um annað að ræða en veita
uppreisnarmönnum og and-
kommúnistastefnu þeirra lið
eða horfa aðgerðarlaus upp á
Jakartaherinn brytja þá nið-
ur og færa um leið Sovét-
stjórninni landið á silfur-
bakka.
Stjórnmálamenn á Filippseyj-
um segja, að hér sé um hið mesta
alvörumál að ræða. Indónesía
liggi aðeins um 1000 km frá
Filippseyjum og allt, sem þar
STÖÐUGT þyngist færðin um
héruðin fyrir austan Fjall, og
mjólkurflutningarnir hafa síð-
ustu daga verið svo erfiðir, að
það hefur tekið fullan sólarhring
að ljúka hverri ferð frá Selfossi
um sveitirnar til að taka mjólk-
ina og flytja hana til vinnslu í
Flóabúinu. Flestár ef ekki allar
ýtur, sem ræktunarsambönd
bændanna í Árnes- og Rangár-
vallásýslu eiga, eru stöðugt í
gapgi við að halda opinni leið
um sveitirnar, því að rikið sér
aðeins um að halda þjóðvegun-
um opnum. Er færðin nú orðin
svo þung, að um vegina er ekki
öðrum bílum fært en hinum öfl-
ugustu mjólkurbílum frá Flóa-
mannabúinu.
í gærmorgun snemma kom lest
mjólkui-bíla til Selfoss, og höfðu
bílarnir verið að brjótast eftir
mjólkmni í um 24 klst.
Síðari hluta dags í gær fóru
mjólkurbílarnir enn af stað. Von
azt var til, aö þeir myndu kom-
■ast í allar sveitii’ aörar en Laug-
ardal og Grimsnes ofanvert.
Ekki var vitað, hve lengi bíl-
arnir myndu verða í þessari ferð,
en Guðbjartur Jónsson á Selfossi
SiSEtfkSiiiispr á sl.
ári nam rámlega
1,358 ffiiilj. Ir.
Á sl. ári voru fluttar inn vörur
fyrir rúmlega 1,358 millj. kr., að
því er segir í febrúarhefti Hag-
tíðinda. Mestur var innflutning-
urinn frá Sovétríkjunum, ann-
að ríkið í röðinni var Banda-
ríkin, þ’iðja Bretland, fjórða V-
Þýzkalarxd og fimmta Danmörk.
Innfluttar vörur frá Sovétríkj-
unum námu rúmlega 278 millj.
kr., frá Bandaríkjunum rúmlega
182 millj. kr., frá Bretlandi rúm-
lega 158 millj. kr„ frá Vestur-
Þýzkalandi rúmlega 104 millj.
kr. og frá Danmörku rúmlega 95
millj. kr.
Mest var flutt inn af eldsneyti,
smurningsolíum og skyldum
efnum eða fyrir ríflega 256 millj.
kr. Flutt voru inn flutningatæki
fyrir rúmlega 138 millj. kr., garn,
álnavara, vefnaðarmunir o. þ. h.
fyrir rúmlega 117 millj kr. og
vélar aðrar en rafmagnsvélar
fyrir rúmlega 110 millj. kr.
Macmillan fer til
Wasliington
LUNDÚNUM, 13. marz. —
Tilkynnt var í Washington í
kvöld, að Macmillan mundi
ræða við Eisenhower í Hvíta
húsinu í júní næstkomandi. —
Búizt er við, að fundur þeirra
verði 9.—10. júní.
gerist, snerti mjög SA-Asíulönd-
in öll. Þeir benda á, að ef Sukarno
vinnur sigur á uppreisnarmönn-
um verði stjórn hans enn háðari
kommúnistum en áður og svo
mun fara, að þeir gleypi landið
með húði og hári. Filippskir
fréttamenn í Indónesíu segja, að
nú horfi illa fyrir uppreisnar-
mönnum á Mið-Súmötru. Frétta-
maður, sem er nýkominn frá
Padang, segir, að uppreisnarmenn
séu illa búnir vopnum og því
ósennilegt, að þeir geti veitt
stjórnarherjunum mikið viðnám,
en þeir séu staðráðnir í að berjast
til þrautar og megi því gera ráð
fyrir, að mikið blóð eigi eftir að
fljóta, áður en Sukarno hefur náð
því takmarki sinu að eyða sveit-
um uppreisnarmanna.
sagði í samtali við Mbl. í gær-
kvöldi, að vonir stæðu til, að bíl-
arnir yrðu ekki jafnlengi í þess-
um leiðangri og í þeim siðasta.
Færðin á öllum vegum Árnes-
og Rangárvallasýslu er nú þann-
ig, að þeir verða bráðófærir,
ef skafrenning gerir. Guð-
bjartur sagði, að vegagerðin væri
að senda fleiri ýtur þangað aust-
ur, t.d. væru báðar ýturnar, sem
verið hafa við Skíðaskálann, á
leiðinni austur yfir Hellisheiðina
í gærkvöldi. Það mun ekki held-
ur veita af að hafa nægan véla-
kost austan heiðarinnar því að
ekki hefur unnizt tími til þess að
ryðja þjóðvegina nema að litlu
leyti, og aðeins þannig, að þeir
eru slarkfærir fyrir stóra mjólk-
urbíla.
Hvalfjörður mjög þungfær
Fréttamaður Morgunblaðsins
átti í gær tal við Kristján Guð-
mundsson hjá vegamálastjórn-
inni og spuröi hann um færð á
vegum á Suðvesturlandi.
Kristján sagði, að ýtur vega-
gerðarinnar sem sendar voru í
fyrradag til að vinna á veginum
í Hvalfirði, hefðu orðið að snúa
við norðan fjarðarins, en þar var
geysimikill snjór, einkum hjá
Bláskeggsá og hlíðunum hjá
Þyrli. í gærmorgun fóru nokkrir
stórir bílar af stað héðan úr
bænum og átti að reyna að opna
Hvalfjörð fyrir þá. Mun það hafa
tekizt.
Um Borgarfjörð er mjög þung-
fært. Friðrik Þórðarson í Borg-
arnesi tjáði blaðinu í gær, að það-
an væri fært austur að Hítará og
upp að Svignaskarði, en vart
öllu lengra. Er mikill skafrenn-
ingur á þessum slóðum. Undan-
farið hefur að sögn Kristjáns
Guðmundssonar yfirleitt verið
unnt að brjótast eftir aðalvegun-
um á öflugum bílum.
Krýsuvíkurvegurinn er sæmi-
lega fær austur í HveragerðL
— Soraya
Frh. af bls. 1
hennar segja, að hún muni reyna
að afla sér frægðar sem leikkona,
ef hjónabandið fer út um þúfur.
Nú þegar hefur hún fengið all-
mörg tilboð um að leika í kvik-
myndum.
í síðustu fregnum af þessu
undarlega máli, sem vakið hefur
heimsathygli, segir, að síðar í
þessari viku muni verða gefin út
yfirlýsing í Teheran, þar sem því
verði lýst yfir, að Soraya hafi
verið svipt drottningarnafnbót-
inni og gerð að „almennum borg-
ara“. Hún fær greiddar 10 millj.
riala (um 3 millj. ísl. kr.).
Allt hefur mál þetta komið
eins og reiðarslag yfir Persa, sem
héldu að keisarinn og drottning
hans hefðu lifað í hamingjusömu
hjónabandi. Aldrei hafa þeir vit-
að til þess, að skugga hafi borið
á sambúð þeirra þau sjö ár, sem
þau hafa verið gift. Auðvitað
hafa allir vitað um ófrjósemi
drottningar, en það hefur ekki
haft nein úrslitaáhrif fyrr en nú.
— Drottningin hefur undanfarið
orðið fyrir allmikilli gagnrýni
í íran; hún hefur (af hirðinni)
verið sögð stolt og ósveigjanleg
og sé það arfur frá þýzkri móður
hennar og auk þess hafi hún alltaf
litið niður á aðra og verið þess
fullviss, að hún bæri af öllum
dauðlegum mönnum. Talsmaður
stjórnarinnar hefur sagt, að ekki
geti komið til mála að drottning
hitti mann sinn aftur.
. . . ★
I fréttum frá Köln í gærkvöldi,
segir, ad Soraya sé nú að leggja
af stað í stutta heimsókn til
Xeheran. Hafi hún keypt farmið-
ann í dag. Fréttamenn túlka
þetta á þá leið, að innan skamms
verði gefin út opinber tilkynning
um skilnað keisarans og drottn-
ingar.
Vélrœn móttaka ve&ur-
skeyta í framtíðinni
Rætt um fiarskiptaþjónustu á fundi í Genf
GENF, 11. marz. — Dagana 24. febrúar til 8. marz var haldinn
hér í Genf sameiginlegur fundur Evrópusvæða ICAO, alþjóðlegu
fjarskiptastofnunarinnar og WHO, alþjóðlegu veðurfræðistofnun-
arinnar. Fundinn sóttu tveir fulltrúar af hálfu íslands, þeir
Hlynur Sigtryggsson forstöðumaður Veðurstofunnar á Keflavík-
urvelli og Bjarni Gíslason stöðvarstjóri í Gufunesi.
Erfitt að taka afstöðu
með Sukarno í Indónesíu