Morgunblaðið - 19.03.1958, Síða 10

Morgunblaðið - 19.03.1958, Síða 10
10 MORC.VISHT AÐlh Miðvikudagur 19 marz 1958 i rofgnttiritofrifr trtg.: H.í. Arvakur, Reykjavilt. Framkvæmdastjórx: Sigfus Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason fi’á Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, simi 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinssoix. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjalo kr. 30.00 á mánuði innaniands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. ÖRVÆNTINGARÓP VINSTRI STJÓRNARINNAR MÁLGAGN stærsta stuðn- ingsflokks vinstri stjórn- arinnar, „Þjóðviljinn“, ræðir í gær úrræðaleysi stjórnar sinnar gagnvart vandamálum efnahagslífsins. Er auðsætt að kommúnistar eru orðnir dauð- hræddir við uppgjöf hennar í þessum málum og svik hennar við hin glæstu loforð um „nýjar leiðir“ og „varanleg úrræði“. Þessi grein kommúnistablaðsins er öll eitt átakanlegt örvænting- aróp vinstri stjórnarinnar, sem stendur nú afhjúpuð frammi fyr- ir alþjóð. Niðurstaða hugleiðinga þess er á þessa leið: „Menn hefðu búizt við þvi, er seðlabankinn var settur á stofn að þaðan kæmu einhverjar til- lögur af viti í þessum efnum. I staðinn virðast þær ráðstafanir, sem aðalbankastjórinn ýmist berzt fyrir eða framkvæmir beinlínis miða að því að skapa kreppu og öngþveiti og gengis- lækkun í landinu“. Þannig rekur eitt sig á annars horn hjá aðal málgagni vinstri stjórnarinnar. Svo algert er úr- ræðaleysið og örvæntingin á stjórnarheimilinu að verjendur þess eru hættir að gæta minnsta samræmis í málflutningi sínum. Framleiðsla og hallarekstur Um það verður ekki deilt með rökum, að meginorsök hinna bættu lífskjara íslenzku þjóðar- innar á undanförnum einum og hálfum áratug er sú uppbygging atvinnuvega hennar, sem Sjálf- stæðismenn beittu sér fyrir í lok heimsstyrjaldarinnar. Þegar hin fyrsta „vinstri stjórn" Hermanns Jónassonar og Eysteins lét af völdum árið 1939 var fiskiskipa- flotinn í örgustu niðurníðslu. Allt var á heljarþröm þegar hin fyrsta vinstri stjórn gafst upp og flúði á náðir Sjálfstæðismanna. Hefur skepnan risið gegn skapara sínum? Af þessum ummælum „Þjóð- viljans“, málgagns stærsta flokks vinstri stjórnarinnar, virðist auð- sætt, að þau ósköp hafi gerzt að skepnan hafi risið gegn skapara sínum, seðlabankinn, sem vinstri stjórnin sjálf, með kommúnista í broddi fylkingar, setti á stofn hafi snúizt gegn hagspeki og snjallræðum kommúnista eða jafnvel stjórnarinnar i heild, í efnahagsmálunum. Er það vissu- lega kaldhæðni örlaganna, að hinn nýi banki, sem vinstri stjórnin taldi fyrir ári síðan hina merkustu og gagnlegustu nýung skuli hafa brugðist henni svo hrapalega. Annars er það eigi lítið spaugi- legt, að blað kommúnista skuli nú, eftir að öll fyrirheit stjórn- arinnar um „varanleg úrræði“ hafa verið svikin snúa sér til seðlabankans og krefjast af hon- um „einhverra tillagna af viti í þessum efnum“. Má þá segja að allt sé þrotið, Jafnvel skrumið og oflætið hjaðn- að fyrir hinum beizka raunveru- leika og algeru getuleysi stjói'n- arflokkanna sjálfra. Eitt trekur sig á annars horn í þessari sömu örvæntingar- grein kommúnistablaðsins í gær er því enn haldið fram, að Sjálf- stæðismenn, hafi á undanförnum árum vanrækt að endurnýja og byggja upp fiskiskipaflota þjóð- arinnar. Beri því hina mestu nauðsyn til þess að auka hann. En fyrir nokkrum dögum sagði þetta sama kommúnistablað, að næg atvinna og velmegun ríkti hér á landi vegna þess, hve þjóð- in ætti myndarlegan og góðan fiskiskipaflota, bæði togara og vélbáta. Þessi floti væri svo mikill og góður, sagði kommún- istablaðið, að íslendingar hefðu þar ekki aðeins atvinnu sjálfir heldur veittu hundruðum útlend- inga þar góða vinnu. Sjálfstæðismenn beittu sér fyr- ir uppbyggingu togara- og vél- bátaflotans, aukningu hraðfrysti- iðnaðar og verksmiðjureksturs við sjávarsíðuna. Framleiðslan jókst og lífskjör almennings bötnuðu stórlega. En það var ekki nóg að fá þjóðinni góð og fullkomin ' framleiðslutæki, sem juku framleiðslu hennar að mikl- um mun. Það varð að tryggja rekstur þessara tækja á heil- brigðum grundvelli, til þess að þau gætu framleitt og veitt at- vinnu. Kommúnistar gerðu allt sem þeir gátu til þess að eyði- leggja rekstrargrundvöll þeirra. Þeir brennimerktu allar aðvar- anir Sjálfstæðismanna gegn óhóf legum kröfum á hendur fram- leiðslunni sem „fjandskap við verkalýðinn“ og „árásir á alþýð- una“. Þess vegna fór sem fór. Hin nýju atvinnutæki sukku í hallarekstur. Tóku kauphækkanirnar a£ launþegunum Kommúnistar hafa í vinstri stjórninni orðið að viðurkenna skemmdarstarfsemi sína gagnvart framleiðslunni. Þeir byrjuðu á því sumarið 1956, rétt eftir valda- töku sína, að banna kauphækk- anir. Um næstu áramót á eftir komu þeir-svo og lögðu 300 millj. kr. nýja skatta og tolla á þjóð- ina og tóku þarmeð aftur kaup- hækkunina, sem þeir sjálfir knúðu fram veturinn 1955, þegar þeir hleyptu af stað nýju kapp- hlaupi mill kaupgjalds og verð- lags og eyðilögðu framkvæmd þeirrar jafnvægisstefnu, sem Sjálfstæðismenn höfðu barizt fyr ir með góðum árangri. Allt þetta sér og skilur íslenzkur almenn- ingur í dag. Þess vegna rekur aðal málgagn vinstri stjórnarinn- ar nú upp örvæntingaróp og grát- bænir seðlabankann um „ein- hverjar tillögur af viti í þessum efnum“. En á meðan silja sex ráðherrar uppi í stjórnarráði með fjölda sérfræðinga og reikna út nýja skatta og tolla á „almúg- ann“U lllllUTAN tiR HEIMI Rangeyg,nærri blind telpa erorð- in ^stjarna' í frönskum kvikmyndum Mylene Demongeot var óhamingju- samt barn, en nú er hún lífsglöð, skæreyg stúlka, sem gert hefir góðan samning v/ð kvikmyndafélag i Hollywood FRAKKAR hafa eignast nýja kvikmyndastjörnu sem er skæð- ur keppinautur Brigitte Bardot. Hún er ung, yndisleg og fal- lega vaxin, mun ákveðnari en Bardot, alltaf meira klædd og er sögð hafa mikla leikarahæfi- leika. Hún er 21 árs og heitir Mylene Demongeot. Á sl. ári hef- ir hún leikið aðalhlutverk í þrem kvikmyndum: í „Une manche et la belle“, „Sois boUe et taistoi" og síðast en ekki sízt í banda- rískri kvikmynd, sem gerð var eftir skáldsögu Francoise Sagan „Sumarást". Þjáningar og einmana- kennd Ef Mylene er spurð, hvaðan hún hafi hæfileika sína, er svar- ið, að hún hafi áunnið sér þá með því að þjást og vera ein- mana. Allt, sem hún hefir orðið að þola, hefir kennt henni að gefast aldx'ei upp. Þessi svör koma manni mjög á óvart. Því að þessi unga, fallega og lífs- glaða stúlka lítur ekki út fyrir að hafa orðið að þola neitt sérstak- lega mikið. Og samt eru þeir ekki mjög margir, sem á hennar aldri hafa orðið að þola eins mik- ið og hún. Hún er amtmannsdóttir og ólst upp i Montpellier, svo að í raun og veru hefði bernska hennar átt að vera hamingjurík. En svo var þó ekki. Mylene, sem réttu nafni heitir Marie-Hélene, hafði ekki aðeins slæma sjón, hún var líka óvenjulega mikið rangeyg. Börn eru miskunnarlaus, og félagar hennar í skólanum gerðu gys að henni. Hún greip til þess ráðs að draga til alveg í hlé til að forð- ast ofsóknir þeirra. Eina liuggun hennar var tónlistin. Undir eins og hún kom heim úr skólanum, settist hún niður við slaghörp- una til að reyna að gleyma þján- ingum sínum. Verðlaun fyihu' siag- hörpuleik Að síðustu þoldi hún þetta ekki lengur og bað foreldra sína um að leyfa sér að fara í klaust- urskóla, því að hún hélt, að þar yrði henni ekki strítt eins mikið. Hún flutti úr stóra, fallega svefn herberginu sínu í rúm nr. 20 í svefnskála í klaustrinu. Fjórum sinnum í viku fékk hún að sitja ein í litlum klefa og leika á slag- hörpu. Það voru ánægjulegustu stundirnar í ævi litlu stúlkunn- ar. Og þessar stundir færðu henni líka fyi'stu viðurkenn- inguna. Á árshátíð klausturskól- ans í Montpellier var ætíð stofn- að til margs konar keppni milli nemendanna. Mylene vann fyrstu verðlaun fyrir sxaghöipu- leik sinn. Hinar friðsömu stundir í klaust urskólanum voru á enda, er faðir hennar var gerður starfsmaður í fjájmálaráðuneytinu í París 1952. Mylene var nú 15 ára, og foreldrar hennar vonuðu, að stálpaðir unglingar, sem nú yrðu skólafélagar hennar sýndu meiri skilning og létu hana vera í friði. En raunverulega létu þau hana allt of mikið í friði, enginn skipti sér af henni, en þau hvísl- uðu og pískruðu, þegar hún nálg aðist. Það var enn erfiðara að þola þetta en stríðnina í Mont- pellier. Hún var aldrei hamingju söm nema í spilakennslustund- unum. En ekki leið á löngu, þang að til hún átti erfitt með að sjá nóturnar. Sjónin varð æ verri. Þjáningarnar urðu óbærilegar Foreldrarnir ákváðu nú að láta gera aðgerð á augunum. Þau kviðu fyrir því, en þau gátu ekki þolað að horfa upp á þján- ingar hennar — nú var annað hvort að hrökkva eða stökkva. Ætlunin var að bíða þess, að skólanum lyki. En Mylene gat ekki lengur afborið þetta. Dag nokkurn er faðir hennar kom inn í baðherbergið til að raka sig, tók hann eftir því, að rakblöðin hans voru horfin. Honum varð bilt við og þaut inn til Mylene. Ekki mátti tæpara standa, hún hafði þegar skorið á slagæðina. e Aðgerðinni á augum hennar var nú ekki frestað lengur, og Mylene var flutt í bandaríska sjúkraliúsið í Neuilly. Aðgerðin tókst vel, en að henni lokinni voru miklir erfiðleikar framund an. Nú þurfti að æfa augun til að sjá eðlilega. Til þess þui'fti stál- vilja og mikla þolinmæði, Myi- ene hafði hvort tveggja til að bera. Öll framtíð hennar var í veði. í hálft ár æfði hún sig 12 klukkustundir á dag Fyrst haíði hún fyrir framan sig tvær sjálf- iýsandi plötur, önnur táknaði hermann, hin táknaði varðk’efa. 'Vanc’.inr? var nú að koma her- manninum inn í varðklefann. Margir dagar liðu, áður en það heppnaðist. Og enn fleiri dagar liðu, áður en hún gaf 12 litlum fuglum inn um 12 holur á sama búri. Nýtt líf Þannig hélt hún áfram að æfa sig viku eftir viku án þess að LONDON, 14. marz. — Útvarpið x Moskvu sagði þá sögu í dag, að milljónir atvinnulausra og illa haldinna Bandaríkjamanna stæðu nú í löngum röðum við eldhús góðgerðastofnana til að fá skál af súpu og svæfu á óhreinum gólfum gamalla kumbalda, en hundar auðmanna lifðu í alls- nægtum. Þessi saga var sögð í nýjum dagskrárlið. sem nefndur er gefast upp. Að hálfu ári liðnu var ómögul. að sjá á Mylene, að nún hefði einu sinni verið rang- cyg, og sjon hennar var nú aiveg eðlileg. Nú hófst nýtt líf fyrir Mylene, hún var hamingjusöm yfir því að vera ekki lengur ein- mana, yfir því að vera nú loks- ins eins og allir aðrir. En hún var alls ekki eins og gengur og gerist. Það gerði gæfu muninn. Hlutverk 1 „Enfants d’amour“ Vinkona Mylene bauð henni eitt sinn heim í síðdegiskaffi- drykkju. Þar hitti hún kvik- myndaleikstjórann Jéanide Mou- gy, sem einmitt ætlaði að fara að sviðsetja kvikmyndina „Enf- ants d’amour". Hann vantaði kornunga stúlku í hlutverk og leizt strax vel á Mylene. Kom til mála, að hún mundi vilja taka hlutverkið? Hvort hún vildi. En hún var aðeins 15 ára, svo að kvikmyndaleikstjórinn varð að fá leyfi foreldra hennar. Þau gáfu leyfi sitt góðfúslega. Litla telpan þeirra hafði orðið að þjást svo mikið, að þau vildu gera hvað sem var til að gleðja hana. Hlutverkið var lítið, en það kom í ljós, að Mylene hafði góða hæfileika og „tók sig vel út“ á léreftinu. Henri Coste ,uppgötvar‘ stúlkuna sína Þetta kom hinn ungi ljósmynd- ari Henri Coste auga á, ujxdir eins og hann sá hana í kvikmynd inni. Þessa stúlku vildi hann gjarna fá í auglýsingamyndir sín ar. Mylene varð brátt eftirlætis- fyrirsæta hans. Ekki leið á löngu, þangað til mynd hennar sást alls staðar. í auglýsinguin um ost, gosdrykki, ilmvötn og hver veit hvað. Henri Coste hafði áður verið aðstoðarleikstjóx'i hjá Jean Renoir og hafði enn mikinn áuga á xvikmyndum. Hann var sannfærður um, að Mylene gæti oxðið góð kvikmyndaleikkona. Hún þurfti aðeins að laera mjög rnikið fyrst, og nann tók að sér að kenna heoni. Þegar Rí'.ymox'd Rouleau bauð henni hlutverk í „Les Soecieres de Salem“, tók hún boðinu feg- ins hendi. Og fleiri viðfangsefni fylgöu í kjölfarið. Mylene var komin í tölu stjai'nanna. Er hún hafði ieikið í „Sumarást", var henni boðinn samningur til 2ja ára í Hollywood og nú græðir hún á tá og fingri. • Og nú hefir hún tekizt á hend- ur höfuðviðfangsefni sitt í einka- lífi sinu — hún hefir gefið Henri Coste hönd sína. Hún segir að það hafi verið ást við fyi-stu sýn. „Sovétmenning” og hefur að markmiði „að efla allt hið fagra í lífi Sovétborgara en gera út af við allt óheilnæmt, skaðlegt eða yfix-borðslegt", eins og þeir orða það. Eftir að sagt hafði verið frá rússneskum siðvenjum, mataræði og hjónabandssiðum, sneri sögumaður sér að „siðum og sið- gæði í borgaralegum löndum”. — Hófst þessi þáttur frásögunnar með kafla úr „rock ’n’ roll"-lagi. Rússnesk nenningarkynmng

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.