Morgunblaðið - 19.03.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.03.1958, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 19. marz 1958 MORCVNBLAÐIÐ 19 — Auka þarf eftirlif Frh. af bls. 3 Ráðherrann sagði seint í ræðu sinni, að yfirskoðunarmenn ættu að verða eins konar yfirráðherr- ar. Þetta er alger misskilningur. Þeir eiga ekkert fjárveitingavald að hafa, en aðeins að vera til eftirlits, svo að ekki verði gengið of langt í því að fara fram úr fjárlögum eins og verið hefur. Þá sagði ráðherra, að það væri fjarstæða, að fela yfirskoðunar- mönnunum eftirlitið. Það er atriði, sem um má deila, enda ekki aðalatriði málsins. En hitt skiptir meginmáli, að það séu þingkjörnir menn, sem hér hafa eftirlit, en ekki menn, sem flestir eru á vegum framkvæmdavalds- ins, eins og gert er ráð fyrir í stjórnarfrumvarpi, sem nú liggur fyrir þinginu, og snertir nokkuð þetta mál. Miða á við sjóðsyfirlit Fjármálaráðnerra las hér skýrslu um umframgreiðslur allt frá árinu 1924. Miðaði hann við hundraðshluta. Ég teldi rétt- ara að fram kæmu krónutölurnar sjálfar, og myndi þá sjást, að um- framgreiðslurnar hafa á einu ári nýlega orðið meira en 10 sinnum hærri en öll fjárlögin voru, þeg- ar Eysteinn Jónsson var fyrst fjármálaráðherra. Jafnframt má geta þess, að öll útgjöld á sjóðs- yfirliti fjárlaga voru 12 millj. kr., þegar Eysteinn Jónsson var fyrst fjármálaráðlierra 1934. Skv. áætl- un um útgjöld ríkissjóðs og út- flutningssjóðs á árinu 1957 námu þau 1243 millj. kr. eða 103 sinn- um meiru en 1934. Útreikningar á prósenthækkun hefur því minna að segja en tölurnar sjálf- ar, sem um er að fjalla. Þá miðaði ráðherrann við rekstrarreikninginn. Það tel ég alrangt. Reikna verður með það fé, sem fer til framkvæmda og lána. Það eru vissulega útgjöld, enda með á fjáraukalögum Mismunandi ástæður Segja má, að sumar ástæðurn- ar til umframgreiðslanna séu eðlilegar. Umframgreiðslur vegna vegaviðhalds eru t. d. allt annars eðlis en umframgreiðslur vegna fjölgunar á starfsliði. En svo ber þess að minnast, að umframgreiðslur eru á ýmsum fleiri sviðum. Alþingi leggur t. d. mikla vinnu í það á ári hverju, að skipta niður fé til nýbygginga vega. Er þar hver fjárveiting hnitmiðuð. En svo eru ákvæði fjárlaga um þessi efni ekki virt eins og vera ætti, og ríkisstjórn- in raskar öllu því samræmi milli vega og byggðarlaga, sem þingið hafði ákveðið. Ég hygg, að menn ættu að vera sammála um, að við þá spillingu — því að svo nefni ég ástandið að því er umframgreiðsl urnar varðar — sem nú er, verffi ekki unað. Ég hef aflað mér upp- lýsinga um þær greiðslur, sem bæjarsjóður Reykavíkur hefur að undanförnu innt af höndum umfram fjárhagsáætlun. Þar er um að ræða aðila, sem stjórnar- —- Landhelgin Frh. af bls. 1. nauðsynlegum verndarráðstöfun um væri ekki nægilegur til að fullnægja kröfum allra þeirra, sem fiskveiði stunduðu á svæð- inu. 1 slíkum tilfellum kvað hann ósanngjarnt að leggja sams kon- ar takmarkanir á fiskveiðar strandríkis, sem byggði afkomu sína á veiðunum og á fiskveiðar útlendinganna. Þá ætti strandríki að sjálfsögðu að hafa forgangs- rétt. Um þessi vandamál öll fjalla nú sérfræðingar, en þó er ekki eftir neinu að bíða um lausn þeirra. Ræðumaður lagði áherzlu á að Islendingar vildu ekki skerða frelsi hafsins með tillög- um sínum né hindra siglingar. En það sé stórlega mikilvægt fyrir íslendinga, að fiskveiðilögsagan sé sem rýmst. 12 mílur verði aðalreglan Vandamálið er aðeins að finna, hvar takmarkalínan á að vera. Lýsti Hans G. Ander- sen því yfir að íslendingar væru samþykkir tillögu Kan- ada um 12 mílna fiskveiöiland helgi, enda eru 12 sjómílur í flestum tilfellum sanngjörn takmörk íyrir fiskveiðilög- sögu. Hvað viðvíkur okkur ís- lendinga myndi slík regla ná langt að fullnægja þörfum okkar og við munum styðja þá tiliögu sem aðalreglu, en eins og ég tók fram áður telj- um við' þó að þörf sé sérstakr- ar reglu þegar um er að ræða strandríki þar sem þjóðin byggir afkomu sína á fiskveið- um. Ástralía samþykk Fulltrúi Ástralíu í landhelgis- nefndinni, John Hood, lýsti einn- ig fylgi við tillögu Kanada um 12 sjómílna fiskveiðilandhelgi. Hins vegar taldi hann að venju- leg löggæzlulandhelgi ætti að vera aðeins 3 mílur. Á morgun mun Jón Jónsson, fiskifræðingur, tala í landgrunns- nefndinni og Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, í fiskifriðunar- nefndinni. — Franska þingið Framh. af bls. 1 Lögregla úr sveitunum Öfgaflokkarnir bæði til hægri og vinstri hótuðu að efna til mót- mælafunda í dag vegna þessa frumvarps og þar sem ríkisstjórn- in telur sig ekki lehgrn- geta treyst Parísarlögreglunni eftir kröfugöngu lögreglumanna á dögunum, ákvað hún að kalla fjölmennt lögreglulið úr sveit- unum til borgarinnar. Stjórnin í hættu Þótt stjórn Gaillards hefði bet- ur í þessari atkvæðagreiðslu, eru horfurnar ekki bjartar framund- an, því að nú hótar íhaldsflokk- urinn, sem ræður yfir 101 þing- sæti og á þrjá ráðherra í stjórn- inni að segja sig úr henni. Hót- un þessa ber flokkurinn fram til að mótmæla undanlátssemi í Alsír-málinu, sem komi fram í samningum við Bourgiba forseta Túnis. Umræður í Lista- mannaklúbbflum í KVÖLD hefjast hinar skipu- lögðu miðvikudagsumræður í Listamannaklúbbnum í baðstofu Naustsins. í þetta sinn veðra þær helgaðar myndlistinni og gagn- rýnendum hennar. Málshefjend- ur verða: Björn Th. Björnsson, Helgi Sæmundsson og Hjörleifur Sigurðsson. Síðan eru frjálsar umræður. Umræðuefni aæstu miðviku- dagskvöld verða: Leiklist og leik- dómarar, bæjaryfirvöldin og list- irnar, útvarpið og listirnar, hljóm listarlífið, sinfóníuhljómsveitin, starfsemi Menningarsjóðs, lista- mannalaunin o. fl. Utvega frá Vestur-Þý/.kalandi og öðrum löndum: SKIP OG BÁTA af öllum gerðum og stærðum. Snnfremur alls konar VÉLAR OG ÁHÖLD Leitið tilboða. Dr. Magnús Z. Sigurðsson, Hamburg 36/Colonnaden 5. Verð staddur á Hótel Borg, Reykjavík til 25. þ.m. liðum verður tíðrætt um og hefur víðtækastan rekstur hér á landi að ríkisrekstrinum frátöldum. Þessar upplýsingar eru þannig: 1951: 3,3 millj. umfram áætlun. 1952: 2,12 millj. umfram áætlun. j 1953: 951 þús. undir áætlun. 1954: 1,4 millj. umfram áætlun. 1955: 779 þús. undir áætlun. 1956: 7,7 millj. umfram áætlun. 1957: 361 þús. undir áætlun. Af þessu sést, að hér hefur hyggilegar verið að farið en hjá ríkinu. Og þar koma ekki öll kurl til grafar, þótt fjárlög og svo rekstrarreikningur eða sjóðs yfirlit séu athuguð. Aukning ábyrgða hefur verið gífurleg á undanförnum árum og lánveiting at hafa einnig keyrt úr hófi. Hér er því svo komið, að gera verður ráðstafanir til að spyrna við fótum. Það er engin afsökun hjá fjármálaráðherra, að aðrir séu meðsekir. Er hér var komið, var fundar- tími deildarinnar úti og var um- j ræðunni því fresta#, * • Húsnæii óskast til kaugis 3ja herbergja íbúð á góðum stað í Reykjavík. Fyrsti veðréttur þarf að vera laus. Húsnæði á góðum stað í Reykjavík, sem hentugt væri sem félagsheimili. íbúiir til sölu 2ja og 3ja herbergja íbúðir í húsi í Hálogalands- hverfinu, sem eru í byggingu. Hagstætt verð. And- virði miðstöðvarlagnar (án ofna) og. utanhúss múr- húðunar lánað til 2ja ára. 4ra herbergja fokheld hæð í Hálogalandshverfinu. Skemmtileg teikning, fagurt útsýni. Fasteigna & Vcrðbréfasalan, (Lárus Jóhannesson hrl) SuðurgötU 4, símar: 13294 oð 14314. ATVINNA Stúlka helzt vön verksmiðjuvinnu óskast. Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu í verkstjórn og vön að sníða. Tilboð ásamt meðmælum ef til eru, serdist Morgunblaðinu fyrir 22. þ.m. merkt: Prjónastofa — 8909. Hjartanlega þakka ég börnum mínum tengdabörnum og öðrum vinum mínum nær og fjær, rausnarlegar gjafir, skeyti og vinarhug mér auðsýndan á 70 ára afmælisdegi mínum 10. marz. Guð blessi ykkur öll. Sólveig Magnúsdóttir. Píptulagningarmenn Munið minningarspjöld Styrktarsjóðs pípulagninga- meistara. Minningarspjöld fást hjá Tryggva Gísla- syni, sími 14371; Bergi Jónssyni, sími 11195; Jóhanni Pálssyni, sími 33191. VEGNA JARÐAREARAR Kristínar Kristjánsdóttur verða sölubúðir okkar lokaðar allau daginn á morgun, fimmtudag. KJÖTBORG HF., Háaleitisvegi. KJÖIBORG HF., Búðargerði. Móðir okkar AX.N’A BJARNASON Suðurgötu 5, andaðist í gær, þriðjud. 18. þ.m. Gunnar, Hjálmar oð Þorsteinn Bjarnason. Systir okkar UNNUR HELGADÓTTIR frá Hjörsey andaðist 17. þ.m. Halldóra Helgadóttir, Ólöf Helgadóttir, Guðmundur Helgason. Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdámóðir STEFANÍA TH. BJARGMUNDSDÓTTIR andaðist í sjúkrahúsinu Sólvangi mánudaginn 17. marz. Fyrir mína höndí barna og tengdabarna. Hallmundur Sumarliðason. Jarðarför konunnar minnar og móður okkar KRISTÍNAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Helluvaði fer fram frá Dómkirkjunni fimmtud. 20. ( þ.m. kl. 11 f.h. Athöfnin hefst með húskveðju frá heimili hinnar látnu Lokastíg 20, kl. 10 f.h. Gunnar Erlendsson, Aðalbjörg Sigfúsdóttir, Sylvia Sigfúsdóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Jónas Gunnarsson. Hjartkær eiginkona mín og móðir MAGNEA HALLDÓRSDÓTTIR frá Stokkseyri, sem andaðist í sjúkrahúsi Akraness 12. þ.m. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. þ.m. kl. 1.30 e.h. Jarðarförinni verður útvarpað. Guðmundur Pálsson og börn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og jarðarför SALVARAR HÁVARÐARDÓTTUR frá Bolungarvík. Guð blessi ylckur öll. Börn hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.