Morgunblaðið - 19.03.1958, Side 20

Morgunblaðið - 19.03.1958, Side 20
VEÐRIÐ SA gola eða kaldi, Jiíðviðri, skýjað 66. tbl. — Miðvikudagur 19. marz 1958 Skólinn og æskan Sjá grein á bls. 11. Maður stórslasasl er hvell- hetta sprakk í hóndum hans Tók sprengiefni og hveliheftur af drengj- um sem náð höiðu því í birgðaskemmu STYKKISHÓLMI, 18. marz — Það slys vildi til í Grafarnesi í Grundarfirði s. 1. laugardag, að maður að nafni Guðni Guðmunds son, sjómaður þar á staðnum, missti tvo fingur af vinstri hendi, er hvellhetta sprakk í höndunum á honum. er í Grafarnesi, og var Guðni því fluttur tafarlaust á báti til Stykkishólms, þar sem héraðs- læknirinn gerði að sárum hans. Liggur hann nú í Sjúkrahúsi Stykkishólms og líður vel eftir atvikum. —Árni. Standandi frá vinstri: Björn R. Einarsson, Sigurður Ólafsson, Guðmunda Elíasdóttir, Árni Jónsson, Ólafur Magnússon, Gunn- ar Kristinsson, Guðmundur Guðjónsson, Guðrún Á. Símonar, I jp Anna Bjarnason FRÚ Anna Bjarnason, Suðurgötu 5, lézt að heimili sínu árla dags í gær, 84 ára að aldri. Anna Barnason var ekkja Nikulaj Bjarnason, verzlunar- manns, sem flestum eldri Reyk- víkingum var að góðu kunnur, en hann var um árabil afgreiðslu maður Bergenska gufuskipafé- lagsins. Hann lézt fyrir 10 árum. Þau hjón bjuggu í Suðurgötu 5 frá því 1906 til dauðadags. Anna Bjarnason var fædd á ísafirði, dóttir Th. Thorsteins- sonar kaupmanns. Tók sprengiefni af drengjum Tildrög slyssins voru þau, að Guðni mætti tveim drengjum úr þorpinu, sem komist höfðu inn í birgðageymslu oddvitans á staðn- um og náð þar í hvellhettur og sprengiefni, sem geymt er þarna vegna hafnarinnar. Tók Guðni þetta af drengjunum og leiddi þeim fyrir sjónir hve hættulegt þetta væri. Skipti það engum togum, að meðan Guðni var að ræða við drengina, sprakk hvellhetta í höndum hans, með þeim afleið- ingum að tveir fingur vinstri handar tættust í sundur. Dreng- ina sakaði ekki. — Enginn læknir HeiSdaraflinii í Sand- gerði rúml. 1000 S. SANDGERÐI, 18. marz — Dag- ana 1.—15. marz fóru bátar hér yfirleitt 5—11 róðra og varð heildaraflinn hjá þeim 158 tonn á móti 197 tonnum á sama tíma í fyrra. Nú er heildaraflinn hér orðinn rúml. 1000 á móti rúmlega 1300 tonna afla á sama tíma í fyrra. Mesti afladagurinn á fyrr- nefndu hálfsmánaðar tímabili var 8. marz er Rafnkell kom með 23 tonn úr róðri og Guðbjörg 21,6 tonn. Nú er hæsti báturinn hér Guð- björg með 396 tonn, Muninmmeð 348,5, Víðir II. með 332 og jafnir eru Pétur Jónsson frá Húsavik og Rafnkell með með 227 tonn. | Guðni Árnason | GUÐNI Árnason, sem um margra ára skeið var forstöðumaður Mat ardeildarinnar í Hafnarfirði, and aðist í gærmorgun að heimili sínu, Lokastíg 13. Guðni var þekktur borgari í Reykjavík. Hann var 68 ára gamall. Mesti afladagur- inn í Ólafsvík ÓLAFSVÍK, 18. marz. — Dagur- inn í gær var mesti afladagur vertíðarinnar, er meðalafli bát- anna komst upp í 13,1 tonn. Bát- arnir eru nú almennt að hefja veiðar með net. í gær voru 3 bátar á netum og fékk sá þeirra sem mestan afla hafði, Bjarni Ólafsson, 25,5 tonn og Glaður 15,5 tonn, en sá þriðji var með lítinn afla. Línu- bátarnir voru einnig með prýðis afla og var Þorsteinn með mestan afla 18,5 tonn, Jökull 17, Víking- ur 16 og Fróði 15. Þegar litið er á aflaskýrslur eins og þær liggja nú fyrir frá vertíðarbyrjun fram til 15. marz, kemur í ljós að einn bátanna hér, Jökull er með um 9 tonna meðal- afla í róðri í 46 sjóferðum. Er þetta talið nær einsdæmi í ver- stöð við Breiðafjörð, en heildar- afli bátsins er 417,5 tonn. Næst kemur svo Hrönn með 334 tonn, Víkingur 322, Fróði 316, Bjarni Ólafsson 310 og Þorsteinn 303 tonn. — B. Ó. Minkurinn hefur búið um sig í Laxá í S.-Þing. ÁRNESI, S-Þing. — Hér í Aðal- dal hefur minks orðið vart í hólm um í Laxá hjá Nesi og Árnesi. Ekki er vitað um hvort um fleiri dýr sé að ræða. Þetta er í fyrsta skipti sem minks verður vart við þessa miklu lax- og silungsá. Mjög er talið erfitl að veiða minkinn, ekki hvað sízt meðan hann getur látið ís og snjó skýla sér, þótt auðvelt sé að finna bækistöðvar hans meðan hart er um og í öðru lagi fara einstök svæði árinnar aldrei undir ís á vetrum. Ekkert dýr hefur enn sem komið er verið unnið. Hér við Laxá eru skilyrðin fyrir mink hin ákjósanlegustu, gnægð af silungi og laxi í ánni og fjölskrúðugt fuglalíf. Á Þórðarstöðum var mink ban- að fyrir nokkru í kjallara húss- ins! Hafði minkurinn leitað þar hælis í tunnu. í dölunum fram af Fnjóskadal er allmikið um mink. Þessi vax- andi útbreiðsla minksins í sýsl- unni er mönnum áhyggjuefni. Ríkir áhugi á því að róttækar ráðstafanir verði gerðar af hálfu þess opinbera og sveitafélaganna til verndar nytjafiski í ám og vötnum og hinu fjölskrúðuga fuglalifi, sem óvíða er fjölskrúð- ugra. —Hermóður. Mæimsóttar- bólusetningin í FREGN af því í blaðinu í gær að hér í bænum sé nú hafin lokabólusetningin gegn mænusóttinni, voru birtar rang- ar upplýsingar um það hve lengi fram á kvöld Heilsuverndarstöð- in er opin í þessu skyni. Var sagt í blaðinu að opið væri framyfir klukkan 6 á kvöldin. Þetta er rangt, því Heilsuvernd- arstöðin getur ekki haft opið leng ur vegna bólusetningarinnar en til kl. 5 alla virka daga, nema laugardaga þá er aðeins opið frá kl. 9—12 á hádegi. Á það er lögð áherzla að ljúka þessari almennu bólusetningu fyrir lok þessa mánaðar. Fer bólusetningin dag- lega fram frá kl. 9—11 árd. og 1—5 síðd., nema laugardaga, sem fyrr getur. Jón Sigurbjörnsson, Þuríður Pálsdóttir og Ketill Jensson. Við hijóðfærið er Magnús Pétursson. Á myndina vantar Kristin Ilallsson, Einar Sturluson, Sigurveigu Hjaltested, Karl Guð- mundsson og Gest Þorgrímsson. W 77 Syngjandi páskar á þri&judaffskvöld F É L A G íslenzkra einsöngvara hefur undanfarin tvö ár efrtt til söngskemmtana, sem það nefnir „Syngjandi páska“ og hafa notið eþistakra vinsælda. — í fyrra voru alls haldnar 20 slíkar söng- skemmtanir, 12 þeirra í Reykjavík, en hinar á Suðvesturlandi og á Akureyri. Hefur ágóði af þessum skemmtunum runnið í félags- sjóð. — Á þriðjudaginn lcl. 23.15 efnir félagið til fyrstu söngskemmtun- ar á þessu vori, og ber hún enn heitið „Syngjandi páskar1.. Koma þar fram 15 söngvarar og leikar- ar auk hljómsveitar Björns R. Einarssonar og píanóleikarans Magnúsar Péturssonar. Lothar Grund hefur gert leiktjöld fyrir sýninguna, sem verður hin fjöl- breyttasta. Skemmtunin skiptist i tvo hluta sem hvor um sig verða samfelld heild, þannig að dagskráin verð- ui með nokkuð öðru sniði en áð- ur. Efnið er að mestu tekið úr óperettum og öðrum léttum söng- leikum. Auk þess flytur Karl Guðmundsson einn af sinum al- kunnu skemmtiþáttum. Á dag- skránni verða alls 20 atriði, og er þar að finna marga þekkta og skemmtilega söngva, sem menn munu áreiðanlega hafa ánægju af í hinum nýstárlega búningi .Syngjandi páska.‘. Ópera við Þjóðleikhúsið Á fundi við fréttamenn í gær ræddi Bjarni Bjarnason læknir, formaður Félags íslenzkra ein- söngvara, nokkuð um framtíðar áform féiagsins. Kvað hann meg intakmark félagsins vera það að búa betur að íslenzkum söngvur um og helzt að stuðla að því, að óperuflutningur verði fastur lið- ur í menningarlífi bæjarins. Hann kvað félagsmenn hafa sérstakan áhuga á fastri óperu við Þjóðleikhúsið, og hefði það mál verið rætt við menntamála ráðherra. Auk þess heíði Ragn- hildur Helgadóttir og fleiri þing- menn borið fram þingsálylctunar tillögu um málið í fyrra, en hún lægi enn hjá fjárveitinganefnd. Kvað hann félagið óánægt með þann drátt sem orðið hefði á af- greiðslu málsins. Einnig kvaðst hann harma það, að þjóðleikhús st.jóri væri andvígur hugmynd- inni um fasta óperu við Þjóðleik húsið. Rök fyrir óperustarfsemi hér Bjarni Bjarnason ncfndi ýmis rök sem styddu þessa hugmynd. Óperur væru mjög vinsælar með- al almcnnings og sérlega vel sótt ar, þannig að Þjóðleikhúsinu mundi verða fjárhagslegur styrk ur að þeim. Auk þess væri vel hægt að láta fastráðna söngvara taka þátt í öðrum leiksýningum, því margir þeirra hefðu leikhæfi leika og sumir menntun á því sviði. Þá bæri að líta á það, að fastráðnir í söngvarar mundu syngja ókeypis á hljómleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar. Er bezt að Iæra sænsku? Bjarni kvað leitt til þess að vita, að góðir íslenzkir söngvarar sæju enga aðra leið til að lifa á list sinni en setjast að erlendis. Ef þessu færi fram yrði aldrei hægt að ala hér upp góða söngv arastétt. í þessu sambandi minnt ist hann á þann leiða sið Þjóð- leikhússins að ieita alltaf út fyr- ir landsteinana, þegar ópera eða óperetta er sett á svið hér. Við höfum ekkert á móti Svíum, sagði hann, og okkur er kært að fá hingað heimskunna söngvara, en þegar sóttir eru söngkraftar, sem ekki standa okkar fólki fram ar, verður að átelja það. Þá kvað hann það sjálfsagt réttlæti, að íslenzkum söngvur- um væri gefinn kostur á að fara utan til frekari menntunar þegar erlendir menn væru fengnir hing að. Söngvararnir sem viðstaddir voru tóku undir orð formanns- ins, og sumir létu þess getið, að eina ráðið til að fá hlutverk við Þjóðleikhúsið væri að læra sænsku og syngja upp á sænsk- an máta! f stjórn Félags slenzkra einsöngv ara eru nú auk Bjarna Bjarnason ar Kristinn Hallsson gjaldkeri, Hermann Guðmundsson ritari og Óskar Norðmann varaformaður. Skipstjóri dæmdur SKIPSTJÓRINN á brezka togar- anum Bombardier, sem tekinn var að veiðum innan fiskveiði- takmarkanna aðfaranótt' mánu- dags, var dæmdur á Seyðisfirði í gær. Hlaut hann 74 þús. kr. sekt og afli og veiðarfæri voru gerð upptæk. — Skipstjórinn, sem heitir Meech, áfryjaði dómn- um, en setti tryggingu fyrir greiðslum. Fór togarinn síðan frá Seyðisfirði. Stykklshólmsbáfar STYKKISHÓLMI, 18. marz — Bátar hér eru almennt hættir við línuveiðar og byrjaðir með net. Afli hefur verið mjög tregur í net síðustu dagana. Allir bátarn- ir reru með net í dag og er það fyrsti netadagurinn. . Togarinn Þorsteinn þorskabít- ur kom hingað til Stykkishólms á laugardaginn og losaði 160 lest- ir af fiski til vinnslu í hrað- frystihúsin hér. Togarinn fór þeg- ar aftur út á veiðar. —Árni. Náimkeið um alvinnu- og verka- jýðsmál hefsl í kvðld f KVÖLD hefst námskeið um at- vinnu- og verkalýðsmál á veg- um Verkalýðsmálaráðs Sjálf- stæðisflokksins og Málfunda- félagsins Óðins. Námskeiðið verð ur lialdið í Valhöll, félagslieimiii Sjálfstæðismanna og verða fund- ir tvisvar í viku á miðvikiudags- og föstudagskvöldum. Fundurinn í kvöld hefst kl. 8,30 og er nauðsynlegt að allir þeir, sem tilkynnt hafa þátttöku sína mæti á fundinum í kvöld, 1 því þá verður greint nánar frá allri tilhögun námskeiðsins. Eignir Iðju um 355 þúsund kr. AÐALFUNDUR Iðju, félags verk smiðjufólks, var haldinn í Al- þýðuhúsinu sl. þriðjudagskvöld. Formaður félagsins, Guðjón Sig- urðsson, setti fundinn og las reikninga félagsins, sem endur- skoðaðir höfðu verið af iöggilt- um endurskoðendum, og skýrði þá. Tekjur á árinu voru krónur 248,000,00, þar af félagsgjöld um 200 þús. kr. Bankainnistæður eru orðnar um 208,000 og eignir alls um 355 þús. Þar af eru 100 þús. kr. í skuldabréfum frá tíð fyrr- verandi stjórnar Björns Bjarna- sonar. Umræður urðu nokkrar um reikningana og fann Björn Bjarnason það helzt að þeim að fólk hefði ekki verið látið borga fullt félagsgjald þó að það ynni ekki nema stuttan tíma úr árinu. Ennfremur tóku til máls Arn- grímur Ingimundarsonar, Einar Eysteinsson, Þorvaldur Ólafsson og að lokum Guðjón Sigurðsson. Voru reikningarnir síðan bornir upp og samþykktir samhljóða. Lesin var fundargerð kjörstjórn- ar varðandi endurskoðun reikn- inga félagsins þess efnis að lög- giltir endurskoðendur skuli jafn- an endurskoða þá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.