Morgunblaðið - 22.03.1958, Síða 3
Laugardagur 22 marz 1958
MORCVISBLAÐIÐ
3
Æskilegl að innflulningsskrif
sfofur séu víðar en í Reykjavík
Skiptar skoðanir á Alþingi
Á FUNDI efri deildar Alþingis
á fimmtudag var rætt um frum-
varpið um að heimila ríkisstjórn-
inni að setja á stofn allt að þrjár
innflutnings- og gjaldeyrisaf-
greiðslur utan Reykjavíkur. Seg-
ir *ar, að slíkar skrifstofur skuli
þó ekki vera fleiri en ein í hverj-
um landsfjórðungi. Ríkisstjórnin
skal skipa forstöðumenn stofn-
ananna að fengnum tillögum inn-
flutningsskrifstofunnar, og taka
úrtölurnar, sem alltaf heyrast,
þegar rætt er um að fjölga banka
útibúum.
Hitt er svo annað mál, að
mikill vandi er á höndum, er
ákveða skal, hvar hinar nýju
skrifstofur skulu vera — og
hvert skuli vera verkefni þeirra
og valdsvið.
Frumvarpið, sem hér liggur
fyrir, gerir aðeins ráð fyrir að
þeir ákvarðanir í umboði henn- ' heimila ríkisstjórninni að stofna
ar skv. reglum, sem ríkisstjórn-
in setur. Frv. er flutt af Birni
Jónssyni, Friðjóni Skarphéðins-
syni og Bernharð Stefánssyni.
Fjárhagsnefnd efri deildar
hafði fjallað um málið. Klofnaði
nefndin. Bjöm Jónsson hafði
framsögu fyrir meiri hluta henn-
ar (auk Björns skipuðu hann
Bernharð Stefánsson, Jóhann Þ.
Jóscfsson og Gunnar Xhorodd-
sen), sem lagði til, að frv. yrði
samþykkt.
Eggert Þorsteinsson skilaði sér
áliti og reifaði það á fundinum
í fyrradag. Hann vísaði í álit
f orstj óra innf lutningsskrif stof-
unnar og lagði til, að málinu yrði
vísað til ríkisstjórnarinnar.
Aðalröksemd forstjóranna gegn
því að fjölga leyfisveitingaaf-
greiðslum eru þessar: Minna
samræmi yrði í leyfisveitingum.
Daglegt heildaryfirlit fengist
ekki. Skýrslugerðir tefðust.
..... lausari tök á þeim vanda,
sem ávallt er við að fást“. Minna
öryggi yrði í innheimtu gjalda
og skatta. Aukinn kostnaður yrði.
Þá komast forstjórarnir að
þeirri niðurstöðu, að menn ná-
lægt hinum nýju skrifstofum
myndu að vísu spara sér ein-
hverja íyrirhöfn, en jafnframt
segja þeir, að fáir utan Reykjavík
ur kaupi vörur beint frá útlönd-
um og um Reykjavik séu nær all-
ar ferðir til útlanda. Telja for-
stjórarnir að hagræðið af tillög-
unni yrði lítið eða ekkert.
Björn Jónsson vék að þessum
röksemdum forstjóranna. Sagði
hann, að forstjórarnir þekktu auð
sjáanlega þá hlið, sem snýr að
embættismönnum, sem vinna að
þessum málum, en síður þá hlið,
sem snýr að atvinnu- og við-
skiptalífinu úti um land. Hann
kvaðst efast um, að aðalrök-
semdin um minnkandi samræmi
og öryggi hefði við mikil rök að
styðjast. Annað hvort giltu eng-
ar reglur um þessi mál, og þá
væri engu að tapa, þó að fleiri
aðilar kæmu til, — eða reglur
væru til, og þá væntanlega svo
glöggar, að aðrir en forstjórarnir
í Reykjavík gætu farið eftir
þeim.
Gunnar X'horoddsen tók til
máls og sagði m. a.: Við Jóhann
Þ. Jósefsson höfum mælt með
samþykkt þessa frumvarps, enda
erum við samþykkir meginstefnu
þess. Við höfum hins vegar áskil-
ið okkur rétt til að bera fram
breytingartillögur.
Ég tel að visu æskiiegast að
leggja mnflutningsskrifstofuna
niður, þó að það sé trúlega ekki
tímabært nú. Skrifstofan úthlut-
ar innflutningsleyfum og fjár-
festingarleyfum, er þau þarf, og
hún fer með verðlagsmálin, a.
m. k. að einhverju leyti.
Vissuiega væri það mikils virði,
ef unnt væri að greiða nér úr og
spara mönnum tíma og fyrir-
höfn. Að því leyti er eðlilegt að
fjölga innflutningsskrifstofunum.
Forstjórar innflutningsskrif-
stofunnar telja hér ýmis vand-
kvæði á vera, og þó að þeir mæli
þar margt skynsamlega og af
reynslu, get ég ekki að öllu leyti
fallizt á álit þeirra, fremur en
fleiri skrifstofur, en þó ekki nema
eina í fjórðungi hverjum. Hér
kemur strax upp vandi. Ef skylda
á menn á svæði hverrar skrif-
stofu til að snúa sér til hennar,
yrði t. d. erfiðara fyrir Vestur-
Húnvetninga að hafa samband við
Ákureyri en við’ Reykjavík, og
erfiðara fyrir menn í Stykkis-
hólmi að hafa samband við ísa-
fjörð en Reykjavík. Flutnings-
menn frv. hafa ekki hugsað þetta
atriði út í æsar. Svo mætti hugsa
sér, að menn geti farið til þeirr-
ar skrifstofu, er þeir óska, en
þá skapast önnur og mikil vanda-
mál í framkvæmdinni.
Svo er það hitt, hvort þessar
stöðvar úti á landi eiga aðeins að
vera útibú til að taka á móti um-
sóknum, eða hvort þær eiga að
fá sjálfstæðan rétt til að úthluta
leyfum. Ef svo væri ekki, yx'ði
vafasamur hagur af hinum nýju
skrifstofum. Hliðstæð atriði
munu leyst með ýmsum hætti að
því er bankaútibúin varðar.
Ég geri ráð fyrir, að frá okk-
ur Jóhanni Jósefssyni komi fyr-
ir 3. umr. breytingartillögur til
að gera þessi atriði ljósari.
Nokkrar frekari umræður urðu
um málið, en síðan var gengið
til atkvæða. Tillaga Eggerts Þor-
steinssonar um að vísa því til
ríkisstjórnarinnar var felld með
10 atkv. gegn 3 að viðhöfðu
nafnakalli.
Nei sögðu: Bernharð Stefáns-
son, Björgvin Jónsson, Björn
Jónsson, Friðjón Þórðarson, Gunn
ar Thoroddsen, Jóhann Þ. Jósefs-
son, Karl Kristjánsson, Sigurður
Bjarnason, Sigurður Ó. Ólafsson
og Sigurvin Einarsson.
Já sögðu: Alfreð Gíslason, Eggert
Þorsteinsson og Páll Zóphónías-
son.
Jón Kjartansson greiddi ckki
atkvæði.
Fjarstaddir voru: Finnbogi R.
Valdimarsson, Friðjón Skarphéð-
insson og Hermann Jónasson.
Frumvarpinu var síðan visað
til 3. umr.
^ Moskvu, 20. marz — Rússnesk-
ir fornleifafræðingar hafa fund-
ið fæðingarstað hins kunna her-
konungs Djengis Khans við landa
mæri Mongólíu og Sovétríkj
anna.
STAKSTEINAR
Frá fundi utanríkisráðherra Norðurlanda nú í vikunni. Hann var haldinn í Stokkhólmi. — Þessir
tóku þátt i fundinum (talið frá vinstri): Magnús Magnússon, sendiherra íslands í Svíþjóð, og síð-
an koma utanríkisráðherrarnir Halvard Lange (Noregi), Östen Unden (Svíþjóð), H. C. Hansen
(Danmörku) og Paavo Hynninen (Finnlandi).
M'asteiffnasalar cru
ekki bókhaldsskyldir
Pétur Jakobsson vinnur hœstaréttarmál
PÉTUR Jakobsson, fasteignasali,
hefur unnið mál í Hæstarétti er
gegn honum var höfðað af toll-
stjóra fyi-ir hönd ríkissjóðs. Hér
er um að ræða skatteftirstöðvar
að upphæð kr. 8.448,00, en til
ti'yggingar greiðslu þeirra hafði
verið krafizt lögtaks hjá Pétri.
Foi'saga máls þessa er í stuttu
máli á þá leið að við endurskoð-
un á skattframxali Péturs Jak-
obssonar, fyrir árið 1955, krafð-
ist Skattstofan að fá frá honum
bókhaldsgögn hans, þar eð skatt-
stjórinn leit svcý á að Pétur væri
bókhaldsskyldur. Þessu svaraði
Pétur á þá leið að hann hefði
engin slík gögn fram að leggja,
þar eð hann væri ekki bókhalds-
skyldur. Þessu svaraði Skattstof-
an á þá leið að áætla honum
60,000 krónu tekjuauka. Skatt-
eftii'stöðvarnar, sem krafizt
lögtaks fýrir í máli þessu í héraði
og eins fyrir Hæstai'étti, kr.
8.448,00, stafa eingöngu af hinni
áætluðu teknaviðbót.
Pétur Jakobsson, sem sjálfur
varði mál sitt í undiri’étti, skýx'ði
frá því, að þá er hann hafi unnið
sér inn peninga, hafi hann jafnan
fært það inn á borðalmanak sitt,
talið saman við árslok og gert þá
rekstraryfirlit, sem fylgt hafi
framtali áx-lega, en fleygt alman-
akinu.
Pétur hélt fast við það að fast-
eignasala sé ekki bókhaldsákyld,
en það var það sem um var raun-
verulega deilt í máli þessu.
Tollstjóri hélt því fram að fast-
eignasala hljóti í eðli sínu að vera
talin til umboðssölu og hljóti því
fasteignasalar að vera bókhalds
skyldir lögum samkvæmt. í öðru
lagi hélt tollstjóri því fram að
teknaviðauki skattstjóra hafi
staðizt af þeim sökum að framtal
Pétui-s hafi verið iortryggilegt og
því hafi skattstjóra borið að
áætla teknaviðbótina, svo sem lög
heimila.
í forsendum dóms undirréttar
segir m. a.:
Það er skoðun réttarins að
þessar tvær stax-fsgreinar, fast-
eignasala og umboðssala í merk
ingu bókhaldslaga nr. 62/1938 séu
það óskyldar að ekki komi til
mála að heimfaera fasteignasölu
með lögjöfnun undir umboðssölu.
1 þessum lögum eru fyi-stir bók
haldsskyldra aðilja kaupmenn.
Það eru þeir, sem selja fasteign-
ir, sem þeir hafa keypt í því
skyni og falla undir hugtakið
er kaupmaður og því bókhaldsskyld
ir sem slíkir.
Af þessu ákvæði virðist eðli-
legt að gagnálykta að venjulegir
fasteignasalar séu ekki bók-
haldsskyldir, og ákvæði þetta
hefði átt að leiða augu löggjaf-
ans að því, að nauðsynlegt væri
að taka sérstaklega fram í bók-
haldslögunum, að fasteignasalar
væru bókhaldsskyldir, ef hann
æltaðist til þess, en fasteignasala
var löngu fyrir setningu laga um
fasteignasölu og bókhaldslaga nr.
62/1938 sjálfstæð starfs- og at-
vinnugrein.
I Hæstaréttardómi, sem stað-
festi dóm undirréttar, segir m. a.:
Afrýjandi (tollstjóri) hefur
skotið máli þessu til Hæstaréttar
með stefnu og krafizt þess, að
heimiluð verði framkvæmd lög-
taks fyrir skatteftirstöðvum
stefnda frá 1955, kr. 8448.00
ásamt dráttarvöxtum og kostn-
aði, og að stefnda vei'ði dæmt að
greiða málskostnað í héraði og
fyrir Hæstarétti eftir mati dóms-
ins.
Stefndi krefst staðfestingar
hins áfrýjaða úrskurðar og máls-
kostnaðar hér fyrir dómi eftir
mati Hæstaréttar.
Með því að ákvæði 2. gr. laga
um bókhaid nr. 62/1938 taka ekki
til þeirrar atvinnu, sem stefndi
stundar, verður hækkun sú, sem
skattayfirvöld gerðu á tekju-
framtali hans, ekki reist á því,
að hann vai'ð ekki við áskorun
þeii'ra um að afhenda þeim bók-
haldsgögn til afnota.
Af hálfu áfrýjanda er því hald-
ið fram, að framtal stefnda hafi
verið torti-yggilegt, að hækkun
tekjuframtalsins hafi verið
heimil af þeim sökum. En þar
sem skattayfirvöld rengdu ekki
sérstaklega neina einstaka liði í
framtalinu né kröfðu stefnda um
frekari skýringar á þeim, sbr. 36.
gr. laga nr. 46/1954, þá þykja að
svo vöxnu máli ekki hafa verið
efni til þeirrar hækkunar, sem
þau gei'ðu á tekjuframtalinu.
Samkvæmt þessu ber að stað-
festa hinn áfrýjaða úrskui'ð.
Rétt þykii', að áfi-ýjandi greiði
stefnda kr. 1000.00 upp í máls-
kostnað fyrir Hæstarétti.
Rómaborg, 18. marz — Kosninga-
baráttan hófst í dag með þvi að
hinum ellefu stjói'nmálaflokkum
var úthlutað einkennisbókstöfum.
Kosningai-nar eiga að fara fram
25. og 26. maí. Kosnir verða 596
fulltrúadeildarmenn og 246 öld-
ungadeildarmenn. —Reuter.
„Baráttan um
alþýðusamtökin“
Alþýðublaðið birtir í gær for-
ystugrein með þessari fyrirsögn.
Svarar blaðið skrifumTímansum
verkalýðsmál harkalega og deil-
ir á Framsókn fyrir stuðning
hennar við kommúnista í verka-
lýðsfélögunum. Kemst Alþýðu-
blaðið m. a. að orði á þessa leið
í fyrrgreindri forystugrein: „Af-
staða Framsóknarflokksins i
verkalýösmálum verður ekki
krufin til mergjar með þeirri
fullyrðingu, að hann sé að verj-
ast völdum og áhrifum Sjálf-
stæðisflokksins, en á það viil
Tíminn leggja mikla áherzlu.
Meginfylkingarnar i íslenzku
verkalýðshreyfingunni eru tvær
— jafnaðarmenn og kommúnist-
ar. Þess vegna er deilt og barizt
um, hvor þessara aðila eigi að
hafa á hendi forystuna í heildar-
samtökum alþýðunnar hér á
Iandi“.
Hvor á að hafa
úrslitaáhrifin?
Alþýðublaðið lieldur síðan
áfram:
„Tíminn verður að gera upp
við sig, hvort æskilegra sé, að
jal’naðarmenn eða kommúnistar
séu úrslitaaðili valdanna og
áhrifanna í Alþýðusambandi
íslands að næsta þingi þess
Ioknu“.
Alþýðublaðið rekur síðan ó-
heilindi og svikafei'il kommún-
ista í verkalýðshreyfingunni og
segir að baráttan standi ekki að
eins um menn eins og Björn
Bjarnason og Guðjón Sigurösson,
eins og Tíminn virðist halda. —
„Málstaður Björns í félaginu,
vonbrigðin af stjórn kommúnista
á Iðju er með þeim hætti, að
Björn Bjarnason er vonlaus um
að endurheimta völdin og áhrif-
in, þó að hann njóti stuðnings
Framsóknarmanna og meðmæla
Tímans“.
Margt er réttilega mælt í þess
ari forystugrein Alþýðublaðsins.
„Leiðir fy*rr eða síðar
til stöðvunar“
Tíminn lieldur áfram í gær að
skrifa um hættuna af uppbótar
kerfinu og „stöövunarstefnu"
vinstri stjórnarinnar. Kemst
hann nú m. a. að orði á þessa
leið:
„Það skiptir vitanlega miklu
máli, hvernig uppbótakerfið er
framkvæmt. Eins og það er fram-
kvæmt nú, er mjög hætt við því,
að það leiði fyrr eða síðar til
atvinnustöðvunar og samdrátt-
ar“.
Ljótt er að heyra. „Stöðvun-
arstefna" vinstri stjórnarinnar
„leiðir fyrr eða siðar til atvinnu-
stöðvunar og samdráttar“, segir
Tíminn!
í sömu grein segir Tíminn:
„Það var m. a. vegna þess, að
Framsóknarmenn höfðu ótrú á
uppbótarkerfinu, að þeir ruíu
samstarf við Sjálfstæðisflokkinn
og vildu freista samkomulags við
aðra aðila um ný úrræði".
En hvað er þetta, hafa þessi
nýju úrræði þá ekki fundizt enn
þá? Tíminn svarar þeirri spurn-
ingu sjálfur:
„Niðurstaðan liefir orðið sú,
að hingað til :efur ekki náðst
samkomulag uin annað en að
lialda uppbótakerfinu áfram með
nokkuð svipuðum lxætti og áður
var“.
Hvílíkt volæði. Aumingja Tím
inn rífur hár sitt og eys sig ösku
vonbrigðanna.