Morgunblaðið - 22.03.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.03.1958, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 22. marz 1958 IKimmMfiMfr títg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: bigíus Jónssou. Aðalntstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar Knstinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Asknftargjalo kr 30.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 1.50 emtakið. GÓÐIR MÁLSVARAR FULLTRÚAR íslands á sjóréttarráðstefnunni suður í Genf, þeir Hans G. Andersen, Davíð Ólafs- son og Jón Jónsson, hafa nú gert grein fyrir skoðunum íslendinga á þeim málefnum, er ráðstefnan fjallar um og okkur varða mest. Morgunblaðið hefur skýrt frá aðalatriðunum úr ræðum þeirra og verður ekki annað séð en þeir hafi reynzt ágætir málsvarar Is- lands. Enda hafa allir þessir menn hver með sínum hætti unn- ið að málum þessum árum sam- an og eru þeim gerkunnugir. Þremenningarnir hafa með óhnekkjanlegum rökum sýnt fram á, að íslendingar eiga meira undir fiskveiðum en nokkur önn- ur þjóð. Þegar af þeim ástæðum er eðlilegt, að við sækjum fast að hindrað verði, að þau fiskimið, sem við sækjum björg okkar á, verði eyðilögð með ofveiði ann- arra, sem miklu fleiri bjargræð- isvegi hafa en við. Hér er ekki um neitt dæg- urmál að ræða, heldur mark- mið sem allir íslendingar hljóta að stefna að. Strax og undirbún- ingur aðgerða í þessum málum hófst, fyrir rúmum 10 árum, var að því stefnt, að þær yrðu reistar á öruggum grunni raka og stað- reynda. Jafnframt var þess vand- lega gætt, að málstað okkar yrði ekki spillt með fljótræðislegum flasframkvæmdum. Með þetta fyrir augum voru landgrunnslög- in sett, síldveiðimiðin fyrir norð- an land friðuð og Haagdómurinn í máli Breta og Norðmanna síð- an jafnskjótt notaður sem undir- staða útvíkkunar fiskveiðitak- markanna umhverfis land allt. Harðvítugar tilraunir voru gerðar í því skyni að neyða okk- ur til að hverfa af réttri braut. Þær tilraunir íþru út um þúfur og er um að gera að halda á mál- inu áfram með sömu festu og framsýni, sem í upphafi var gert. Allir eru sammfla um, að vel hafi til tekizt, að sjávarútvegs- málaráðherrann lét þá, er betur voru til þess fallnir en sjálfur hann vera málsvara Islands á fundinum. Hitt var lakara, að hann skyldi gera fundarhaldið í Genf að skjóli sínu til að skjótast austur fyrir járntjald, þeirra er- inda, sem hann þorði ekki að láta uppi né skýra þjóðinni frá. Slíkir starfshættir eru hvar- vetna hættulegir en þó hvergi Iskaðsamlegri en í alþjóðarmáli sliku sem landhelgismálinu. Sá skollaleikur kemur þó hér ekki að sök. Þeir fulltrúar íslands, sem nú eru suður í Genf og þar hafa einarðlega talað máli þjóðar sinnar af þekkingu og raunsæi, njóta trausts allra góðra íslend- inga og eiga skílið þakkir fyrir frammistöðu sína. AUÐSÆ ANDÚÐ FRAMSÖKNAR LÆRDÓMSRÍKT er að fylgjast á Alþingi með umræðunum um frum- varp Jóns Pálmasonar um ráð- stafanir gegn ofeyðslu úr ríkis- sjóði. Framsóknarmenn láta að vísu svo sem þeir viðurkenni, að hér sé um að ræða vandamál, er úr þurfi að bæta. En þeir hafa allt á hornum sér og telja þá lausn, sem Jón á Akri bendir á verri en enga, án þess að gera sjálfir tillögu um aðra betri. Fjármálaráðherrann lét að vísu ekki svo lítið að vera viðstaddur umræðurnar seinni daginn, er frumvarpið var til meðferðar. Verður út af fyrir sig mjög að víta það háttalag ráðherrans. Hvort sem menn telja frumvarp Jóns á Akri leysa allan vanda í þessum efnum eða ekki, þá er óumdeilanlegt, að þar er hreyft máli, er verður að leysa. Engum ber fremur skylda til þess, að vinna að þeirri lausn, en fjár- málaráðherranum. Svo væri með hvern, er í þeirri stöðu væri, en skyldan hvilir þó þyngst á þeim er í stöðunni hefur verið nær 13 ár. A. m. k. ætti að mega vænta þess, að hann hefði þar meira til mála að leggja en flestir aðr- ir. Eysteinn Jónsson sýnir í senn Alþingi og embætti sínu óvirð- ingu, þegar hann gefur sér ekki tóm til að vera við umræður á þinginu um slíkt mál. Eysteinn talaði að vísu um málið á fyrsta degi. Ekki þurfti hann þó til að koma til að benda á að stundum séu umframgreiðsl- ur óhjákvæmilegar. í því liggur einmitt erfiðleikinn. Þó er þess að gæta, að ef stórveldi eins og Bandaríkin geta komizt hjá því að hafa umframgreiðslur í sömu mynd eða líkingu við það, sem hér tíðkast, þá ættum við með miklu minni og viðráðanlegri rík- isbúskap að geta fundið leiðir til að komast út úr því öngþveiti, sem nú ríkir. Það haggar ekki þeirri stað- reynd, að um öngþveiti er hér að ræða, þótt Eysteinn Jónsson tíni til ýmsar tölur og vilji eftir þeim láta menn halda að um- framgreiðslurnar hafi verið hlut- fallslega miklu minni í sinni valdatíð en nokkurs annars á seinni árum. Ef svo er, þá er það honum til hróss og vissulega veitir honum ekki af að tjalda því sem til er. En hér verður að líta á atvik hverju sinni, svo að tölurnar einar segja ekki nema hálfa sögu. Enda er almenningur nú orðinn mjög tortrygginn á töl- ur fjármálaráðherra eftir að menn sáu, hvernig hann útmáði tekjuhallann á fjárlagafrum- varpinu í vetur. Þá lét hann taka út úr frumvarpinu fjárhæðina, sem á vantaði, pó að allir vissu, að ekki yrði komizt hjá því að greiða hana! Reikningslist þeirra, sem staðnir eru að slíku, er sann- arlega ekki mikilsvirði. Aðalatriðið er þó, að eyða tím- anurn ekki um of í að sakast um það, sem orðið er. Nokkurt um- tal um það er óhjákvæmilegt, vegna þess að af reynslunni verða menn að læra. Mestu máli skiptir að hafa manndóm til slíks lær- dóms en eyða ekki þreki sínu í þras um liðna atburði og viðleitni til að koma í veg fyrir umbætur, svo sem allar líkur benda nú til, að Framsóknarmenn hafi hug á í þessu máli. Með því móti fella þeir sök á sjálfa sig og sýna, að þeir vilja ekki, að Alþingi endurheimti fjárveitinga- vald sitt. Douglas DC-3 er enn mesf notuS hjá flugfélögum í IATA Abeins 12 Catalinabátar og 1 Grumm- anbátur i farbegaflugi hjá félögunum SAMKVÆMT nýlegri skýrslu tæknideildar alþjóða flugmála- sambandsins (IATA) eru 2.900 flugvélar í notkun hjá 81 flugfélagi, sem aðiid á að sambandinu. Fjögurra hreyfla flugvélar eru nú í fyrsta skipti í meirihluta. í fyrra nam fjöldi þeirra 47% af öllum flugvélum, sem I notkun voru, en nú eru þær samtals 51 %. Flugvélagerðir í notkun hjá aðildarfélögum IATA eru nú samtals 59, 1484 fjögurra hreyfla, 10 þriggja hreyfla, 1334 sagði Búrgíba forseti þeim, að innan skamms gætu þeir fagn- að réttlátri lausn á deiiunni við Frakka. Vestrænir hlustendur kváðu ræðu forsetans hafa verið mjög hóflega, og var hann sér- lega bjartsýnn á lausn aðsteðj- andi vandamála. Búrgíba sagði, að vestrænar þjóðir hefðu góðan skilning á ástandinu í Norður-Afríku. Ef þær legðu fram sinn skerf til að uppræta nýlendukúgun í Afriku, þá mundu þjóðirnar þar standa í ævarandi þakkarskuld við þær og verða mun fúsari til samvinnu við Vesturveldin. Kvað hann Túnisbúa fúsa til samvinnu við Frakka, ef þeir létu af ný- lendustefnu sinni. Áskorun til vestrænna þjóða tveggja hreyfla og 29 eins hreyfils. Þyrilvængjur í farþega- flugi eru nú 43, eöa 19 fleiri en fyrir einu ári. Sú flugvélartegund, sem mest er notuð af aðildarríkjum IATA er Douglas DC-3', tveggja hreyfla, einmitt sú gerð, sem mest er notuð í innanlandsflugi. Flug- félags íslands. 694 flugvélar þess- arar gérðar eru í notkun. ur. Mikið um dýrðir Mannmergðin fyrir utan höll- ina, sem forðum hýsti beyinn af Túnis en er nú þinghús, bar spjöld þar sem á var letrað: „Vopn“, „Brottför", „Velkomnir vinir hins frjálsa Túnis“, „Eng- inn friður í Norður-Afríku með- en stríðið í Alsír geisar“ o. s. frv. Þá voru stór spjöld með myndum af Búrgiba. Skraut- klæddir riddarar riðu um göturn- ar og langar raðir hvítklæddra stúlkna hylltu fosetann. Næst í röðinni er Douglas DC-6B, fjögurra hreyfla. Af henni eru 202 í notkun. Skymast- er (DC-4) kemur þar næst — og er tala þeirra 198. ** Af fjögurra hreyfla flugvélun- um má nefna nokkrar aðrar gerðir, sem þekktar eru. 186 Super-Constellation eru í notkun, 158 Viscount, 50 Stratocruiser, 22 Britannia — og 2 Sunderland- flugbátar. Af þriggja hreyfla flugvélum er aðeins um tvær gerðir að ræða — þær eru D. H. Drover og Junkers 52, sem segja má að séu nær óþekktar hérlendis. Af tveggja hreyfla flugvélum er DC-3 mest notuð eins og fyrr segir, Convair 340 kemur næst með 141 — og af Catalina-flug- bátum eru 12 í notkun. 9 vélar af gerðinni Elisabethan (sem fórst með Manchester United) eru í notkun, 7 Beechcraft — og einn Grumman-flugbátur þeirrar gerð ar, sem mest voru notaðar hér fyrir nokkrum árum. Sjáifsagt er að taka það fram, að hér er einungis um að í'æða lítinn hluta þeirra flugvéla, sem nú eru í notkun í heiminum. Fyrst og fremst ber að athuga, að þó nokkur flugfélög standa utan alþjóða flugmálasambandsins — og auk þess má ekki gleyma þeim sæg herflugvéla, sem í notkun er. Samanlagður flugfloti flugfélag- anna er haxla lítill miðað við flugflota stórveldanna svo að þessar tölur gefa ekki til kynna hve margar flugvélar eru raun- verulega í notkun í dag. „Anna Frank" loksins fundin Búrgíba bjartsýnn á lausn Túnis-deilunnar Mikil hátíðahöld á 2 ára sjálfstceðis- afmœli landsins TÚNIS, 20. marz — Á tveggja, sinn opinberlega, en hingað til ára afmæli sjálfstæffis Túnisbúa hefur söngur Neo-Destour-flokks ins verið notaður sem þjóðsöng- Búrgíba sagði, að franska stjórnin kæmi saman á morgun til að ræða tillögurnar, sem hann hefði fengið sáttasemjurunum. „Ég vona að Frakkar taki skyn- samlega ákvöi’ðun", sagði hann. „Mér mundi falla það illa ef þeir slepptu þessu tækifæri til að varðveita vináttu þjóðanna í Norður-Afríku“. Búrgíba sneri sér að vestræn- um sendiherrum, sem voru við- staddir athöfnina, og sagði: „Ef Vesturveldin halda áfram að styðja Frakka í styrjöldinni í Alsír, munu þau týna vináttu Araba-þjóðanna í N-Afríku“. Að ræðu forsetans lokinni var þjóð- söngur Túnis leikinn í fyrsta HAAG, 19. marz. — Flugmenn KLM haia verið í verkfalli í þrjá daga. Formælandi félagsins skýrði svo frá í dag, að ef verk- fallinu lyki ekki hið bráðasta gæti svo farið að félagsstjórnin neyddist til þess að segja upp öllum flugmönnum. Millie Perkins BANDARÍSKA kvikmyndafélag- ið 20th Century Fox, er nú í óða önn að undirbúa kvikmynd- un „Dagbókar Önnu Frank“. —. Mikið hefur verið leitað að hæfri stúlku til þess að fara með hlut- verk önnu — og hafa erindrekar félagsins gert víðtæka leit í fjöl- mörgum löndum ‘— m. a. Þýzka- landi, Hoilandi, Frakklandi, Aust urríki, Sviss og Bandaríkjunum. Ekkert hefur verið til sparað —■ og töldu stjórnendur kvikmynda- félagsins engu máli skipta liverr- ar þjóðar hin útvalda yrði: Aðal- atriðið var, að stúlkan átti að hafa allt það til brunns að bex-a, sem einkenndi góða leikkonu — og önnu litlu Frank. Kvikmyndafélaginu bárust yfir 10 þús. bréf frá einstaklingum, sem bent gátu á líklegar stúlkur í hlutverkið. Og nú er stúlkan, sú eina rétta, loksins fundin. Hún er bandarísk og heitir Millie Perkins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.