Morgunblaðið - 22.03.1958, Síða 9

Morgunblaðið - 22.03.1958, Síða 9
Laugardagur 22. marz 1958 MORr.rwnr.AÐiÐ 9 Frá aSalfundi Mjólkurbús Flóamanna: Tekjur meðalbus 1957 75.000 kr. Offramleiðsla ekki alvarlegf vandamál í GÆR var settur á Selfossi 38. aðallundur Mjólkurbús Flóa- manna. Formaður stjórnarinnar, Egill Thorarensen, setti fundinn, og bauð fulltrúa og gesti vel- konina. Hann nefndi til fundar- stjóra Þorstein Sigurðsson í Vatnsleysu og Bjarna Bjarnason á Laugarvatni og til fundarritara Sigurgrim Jónsson í Holti. Síð- an las formaður upp reikninga búsins 1957 og skýrði bá. Reikningar mjólkurbúsins Niðurstöðutölur á rekstrar- reikningi eru 109.147.000 kr. — Hæstu gjaldaliðir eru greiðslur til félagsmanna fyrir mjólk (72.244.000) og laun (4.407.000). Seld mjólk og mjólkurafurðir námu ásamt verðuppbótum kr. 99.260.000. Birgðaaukning á árinu 1957 nam 9.714.000 kr. Birgðir í árslok námu 13.498.000 kr. þar af námu smjörbirgðir 8.565.000 kr., ostar 4.306.000 kr. Tii nýbygginga gekk á árinu 2.845.000 kr. Framleiðsla, sala og verðlag Mjólkurframleiðendur á félags svæðinu voru 1116 um s.l. ára- mót og hafði þeim fjölgað um 9 á árinu. Skiptast þeir þannig eft ir sýslum: Árnessýsla 593, Rang árvallasýsla 451, Skaftafellssýsla 72. Framleiðsluaukningin á árinu nam 12,092%. Mj’ólkuraukningin varð mest framan af árinu. Framleiðslan skiptist þannig milli sýslna: Árnessýsla 16.187. 000 kg. (11,2% aukning), Rang- árvallas. 11.033.000 ‘ kg (13,7% aukning) og Skaftafellss. 1.231. 000 kg. (8.8% aukning). Meðal-framleiðslubú fram- leiddi 25.494 kg af mjólk á árinu og varð aukningin 11,19%. Kýr á félagssvæðinu voru alls 10.943 í árslok 1957. Hafði þeim fjölg- að um 875 á árinu. Meðalkúa- fjöldi á bónda er 9.81. Innvegin mjólk á árinu var 28.452.000 kg. Seld neyzlumjólk nam 14.866. 825 kg., og hafði neyzlumjólkur- salan lækkað um 89.342 kg. 559. 887 lítrar voru seldir af rjóma, (aukning 18.771). Nýr liður söl- unnar var útflutningur osta, er nam 98.348 kg. Smjörbirgðir nema nú um 90 tonnum. Nýr lið- ur í framleiðslu eru smurostar og hafa þeir hlotið miklar vin- sældir. Taldi formaður, að ostur yrði góð útflutningsvara, þar sem að áliti erlendra sérfræðinga væri hráefni okkar gott. Hrunamannahreppur hafði hæsta mjólkurframleiðslu af hreppum á félagssvæðinu, 2.007. 000 kg. Meðalinnlegg var hins vegar hæst í Hraungerðishreppi, 41.471 kg. Meðalfita hjá búinu sl. ár var 3.898%. Þá’ minntist formaður á auk- inn kostnað við rekstur er bæði stafaði af beinum kauphækkun- um, húsaskorti, svo og dýrum flutningum. Þyrfti bílakostur bús ins endurnýjunar við. Alls á fé- lagið nú 48 bíla, þar af eru að- eins 28 díeselbílar, en hinir eru benzínbílar og nokkrir þeirra orðnir 16 ára. Mjólkurverð var á árinu við mjólkurbúsvegg 3.26114 kr. á lítra, en var 1956 3.09351 kr. Sagði formaður, að þetta mætti teljast góður árangur, með tilliti til hinnar miklu framleiðsluaukn ingar, sem orðið hei'ði á árinu, Offramleiðsla Að síðustu ræddi Egill Thor- arensen um offramleiðslu mjólk- urvara. Kvað hann bera á vax- andi ugg út af þessu og hefði m. a. komið til tals að leggja á menn fóðurbætisskatt, eða skatta á inn vegna mjólk. Kvað hann þó allt í óvissu um þetta enn. Egill benti á, að ekki þyrfti að örvænta, þótt nokkurt magn þyrfti að flytja út, en svo hlyti að fara, að samræmt yrði ver'ð- lag hér á landi og erlendis. — Myndi þá útflutningsvandamál- ið leysast af sjálfu sér. Hætti mönnum til að líta of einhæft á hina auknu framleiðslu. Ræðumaður sagði, að þrátt fyr- ir þetta hefði meðalmjólkurfram leiðslubú á framleiðslusvæðinu nú hærri tekjur en 1956, sem þá námu um 65.000., þegar flutnings kostnaður hefur verið dreginn frá. En árið 1957 voru þessar með altekjur 75.000 kr. Ekki er á- stæða til að óttast offramleiðsl- una, sagði Egill Thorarensen. Ef þjóð vor á að lifa, verður að hleypa ei'lendu fjármagni inn í landið til stóriðnaðar. Með því myndi koma erlent starfslið fyi’st í stað, er bæ’ttist í hóp neyt enda. Þá er fólksfjölgun í land- inu mjög ör. Mun þetta allt hafa í för með sér, að jafnvægi kemst á í neyzlu og framleiðslu. Hagur bænda, sagði Egill, hefur aldrei verið betri en nú, og óska ég þeim til hamingju með mikil af- rek og glæsta sigra. Miklar umræður Miklar umræður urðu um reikningana. Flutti Pétur Guð- mundsson á Þórustöðum ræðu og gerði m.a. mjólkurverðið að um- talsefni. Sagði hann, að það myndi vera unnt að reka mjólkur búið á mun hagkvæmari hátt, og benti á, að bæhdur yrðu að gi'eiða um 2 kr. á lítra fyrir að koma mjólk sinni í peninga. Þá taldi hann framleiðsluvörum mjólkurbúsins nokkuð ábótavant og stæðu sumar þeiiTa ekki á sporði því bezta sem framleitt er annars staðar hér á landi. Ým- is fleiri atriði komu fram í ræðu Péturs, m.a. hin kostnaðarsama og stóra nýbygging búsins. Að síðustu bar Pétur Guð- mundsson fram tillögu í tveimur liðum: 1) Fram fari kritisk end- urskoðun á rekstri og efnahag búsins. 2) Framkvæmdastjóri verði ráðinn að fyi'irtækinu, svo að mjólkurbússtjórinn geti ó- skiptur helgað sig mjólkurfram- leiðslunni. Einar Ólafsson í Lækjarhvammi ræddi nokkuð verðlagsmál. Gunnar Sigurðsson í Selja- tungu benti á, að rétt væri að reikningar mjólkurbúsins lægju fyrir nokkru fyrir aðalfund. Þá gerði hann fyrirspurn um launa hækkanir starfsmanna á árinu og það, hvort mjólkurbúið þyrfti að greiða stóreignaskatt fyrir einhverja félagsmenn. Gunnar kvaðst sammála Agli Thoraren- sen um offi’amleiðslu mjólkuraf- urða og deildi á allar ráðagerðir um skatt á fóðui'bæti eða inn- vegna mjólk. Ingólfur Jónsson alþingismað- ur ræddi m.a. mjólkurverð, ný- bygginguna, hinn mikla kostnað við hana og nauðsyn þess, að hag kvæm lán fengjust til hennar, þar sem gjald það, sem tekið er af mjólkinni vegna nýbygging arinnar, myndi vart nema meiru en vaxtakostnaðinum, er bygg ingin væri fullgerð. Þá minntist hann og á rekstur bifreiða félags- ins og nauðsyn þess, að það ætti eigið bifreiðaverkstæði- Ingólfur taldi allt tal um offramleiðslu næsta marklítið, þar sem hún næmi ekki nema sem svarar 5% af heildarframleiðslunni. Einn- ig benti hann á, að skattur á fóðurbæti myndi fyrst og fremst lenda á mjólkurframleiðendum. Stefán Björnsson forstjóri Mjólk urstöðvar Reykjavíkur skýrði frá mjólkurverði vestan Hellisheið- ar. Egill Thorarensen ræddi síðan um framkomnar athugasemdir. Síðan var gert kaffihlé. Nánar verður skýrt frá fundai'störfun? síðar. Fjórðungur sölu- skalls renni til sveiiarfélaga Á bæjarstjórnarfundi á Ákur- eyri s. 1. þriðjudaginn fluttu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eft- irfarandi tillögu, sem samþykkt var með 8 atkvæðum gegn 1: „Bæjarstjórn skorar á Alþingi að samþykkja frumvarp Gunn- ars Thoroddsens um að meðan innheimtur er söluskattur til rikissjóðs samkvæmt lögum nr. 100 frá 1948 og síðari breytingum á þeim eða annar skattur sam- svarandi, skuli fjórðungur skatts- ins renna til jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga og skiptast þaðan milli bæjar- og hreppssjóða eftir þeim reglum, sem í frumvai-pinu seg- ir“. Árni Jónsson bæjarfulltrúi fylgdi tillögunni úr hlaði með stuttri í-æðu. Síðasta flugtak gamla „Gullfaxa“ á Reykjavíkurflugvelll. (Ljósm.: Sv. Sæm.) Camli Islenzk áhöfn Gullfaxi kvaddi í gœr flýgur honum til S-Afríku í G Æ R fór Gullfaxi eldri, sú millilandaflugvél, sem lengst hef- ur verið í eigu okkar íslendinga, héðan í síðasta sinn undir ís- lenzkri stjórn og skrásetningar- merkjum og tekur nú við nýju hlutverki á suðurhveli jarðar. Flugfélagið Africair í Jóhann- esarborg keypti flugvélina fyrir nokkru og að undanförnu hefur verið unnið að skoðun á henni í Reykjavík. „Gullfaxi" var á sínum tíma keyptur frá Filippseyjum og kom til landsins 8. júlí 1948. Nokkru síðar fór hann fyrsta áætlunarflug sitt sem íslenzk flugvél og um miðjan júlí hóf hann vikulegar ferðir frá Reykja- vík til Kaupmannahafnar, Öslóar og Prestvíkur. Leiguflug voru farin á Gull- faxa þegar svo bar undir og var það fyrsta er hann flutti áhöfn þá er sótti Hæring til New York. Mikið var flogið á þessum tíma og þann 1. september, tæp- um 2 mán. eftir að Gullfaxi kom fyi'st til landsins, flutti hann þús- undasta farþegann. í byrjun des. 1948 flaug hann til Scoresbysunds á Grænlandi með lyf handa dönskum verkfræðingi sem þar lá fárveikui'. Þessi fyrsta ferff Gullfaxa til Grænlands bjargaði mannslífi og var jafnframt fyrsta ferff ís- lenzkrar flugvélar þángaff aff vetri til. En leiguferðir voru farnar víð- ar en til Grænlands og Gullfaxi kom við á mörgum fjai'lægum stöðum. Auk Bandaríkjanna og margra Evrópulanda fór hann til Sýrlands, Kýpur, Bermuda, Pu- erto Rico og Venezuela. Hann kom til sextán landa fyrsta árið, sem hann var í eigu Flugfélags íslands og flaug vegalengd sem samsvarar tíu sinnum kringum jörðina. Alls voru flugferðir Gullfaxa þetta ár rúmlega tvö hundruð. í maíbyrjun 1949 fór Gullfaxi fyrstu áætlunarferðina til Lon- don, en þangað hefur Flugfélagið haldið uppi áætlunai'ferðum síð- an. Á þeim níu árum, sem Gull- faxi var í stöðugum ferðum hjá Flugfélagi íslands, ferðuðust margir heimsfrægir menn með honum. Má meðal þeirra nefna núver- andi forseta Bandaríkjanna, D. Eisenhower og var það fyrsta flugferð hans í almennri farþega- flugvél. Þá hefur Gullfaxi flutt forseta íslands, hr. Ásgeir Ás- geirsson milli lánda. Hinn frægi óperusöngvari Jussi Björling og Sir Edmund Hillary hafa báðir flogið með Gullfaxa. Eftir að Sólfaxi, önnur Sky- masterflugvél félagsins kom til landsins árið 1954, voru báðar þessar flugvélar notaðar jöfnum höndum til áætlunarflugs og leiguflugferða. Nokkru síðar, eða árið 1955 eykst enn verkefni þessara flug- véla, er farið var að nota þær til innanlandsflugs. Eins og hundraff sinnum kringum jöröina Er Flugfélag íslands eignaðist Viscount-flugvélarnar var ákveð- ið að selja Gullfaxa. Önnur nýja vélin hlaut nafnið Gullfaxi, en gamla vélin var nefnd Faxi og fór eina ferð uixdir því nafni til Danmerkur nokkru síðar. í tæplega niu ár var Gullfaxi gamli búinn að vera í stöðugum ferðum fyrir Flugfélag íslands og á þeim tíma flaug hann rúml. 12 þús. klukkustundir. Vegalengdin sem hann flaug var um 4 millj km, en það svarar til eitt hundr að ferða kringum jörðina um miðbaúg. í sex ár annaðist hann einn allt millilandaflug fyrir Flugfé lagið og var um tíma eina milli landaflugvél okkar íslendinga. Það er með nokkrum söknuði að Flugfélagsmenn kveðja gamla Gullfaxa, sem nú víkur fyrir nýrri og fullkomnari farkostum. Hann var alla tíð rnikil happa- flugvél. Faxi seldur Flugfélag íslands hugðist selja gamla Gullfaxa strax að fengn- um nýju flugvélunum sl. vor, Rétt áður en salan átti að fara fram komu margar Skymaster- flugvélar á markaðinn í Banda- ríkjunum og við það féll verð þessara flugvéla mjög. Mikið framboð hefur verið á Skymasterflugvélum að undan- förnu — og var ekki gengið fri sölu Faxa fyrr en nú fyrir skömmu, er flugfélagið Africair í Jóhannesarborg í Suður-Afríku festi kaup á honum. Nú er gamli Faxi á leiðinni til nýrra heimkynna. Fyrsti við- komustaður eftir brottförina frá Reykjavík, er Kaupmannahöfn, þar sem formleg afhending flug- vélarinnar fer fram. Eftir nokk- urra daga viðdvöl þar, verður haldið suður á bóginn og flýgur íslenzk áhöfn flugvélinni allt til Jóhannesarborgar í Suður- Afríku, þar sem heimili hennar verð'ur. mm Áhöfnin, sem flýgur gamla „GuUfaxa" síffustu ferffina í eigu íslendinga. Taliff frá vinstri: Jóliannes R. Snorrason, flugstjóri, Affalbjörn Kristbjarnarson, aðstoffarflugmaffur, Ásgeir Magnús- son, vélamaffur og Rafn Sigurvinsson, flugleiffsögumaffur. Mcff vélinni fóru einnig til Kaupmannahafnar frú Margrét og Örn Ó. Johnson, framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.