Morgunblaðið - 22.03.1958, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 22.03.1958, Qupperneq 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 22. marz 1958 Eftii ll/leSaí reiha nd • l EUGAR MITTEL HOLZER 67 Þýðii.gi f Sverrir Haraldsson ó h u q q a <j <j — og elskuleg stúlka. Okkur þykir öllum vænt um hana“. Hann sfcrauk sér um ennið með vasa- klútnum: — „Meiri hitinn. Hve- nær ætlið þið að giftast?" „Einhvern tíma í næstu viku, þýst ég við“. „Hm. Ágætt. Hefurðu nokkurn tíma sofið hjá henni?" „Ég......Nei. Nei. . . Aldrei". Séra Harmston brosti að fát- inu sem kom á unga manninn. — „Jæja, drengur minn, er það svo nokkuð fleira sem þú vilt tala um við mig?“ Gregory hafði ekki unnizt tími til að svara spurningunni, þegar áratog heyiðust utan af fijótinu. Séra Harmston hallaði undir fiatt og muldraði: — „Undarlegt". „Sagðirðu eitthvað?“ spurði Gregory. „Já, ég sagöi að þetta væri und- arlegt“. „Hvað?“ „Að corial skuli vera að koma inn á ví'kina. Heyrirðu það ekki?“ „Ég hélt að hann væri úti á fljótinu". „Nei, á víkinni. Þegar eyrun á þér hafa vanizt betur, verðurðu fær um að heyra mismuninn". „Hvað er undarlegt við það, þó að corial komi inn á víkina?“ „Á þessari stundu ætti enginn corial að koma hingað. Sex þeirra lögðu af stað fyrir hálfri klukku- stund, hlaðnir afurðum. Á morg- un er komudagur gufuskipsins og þá verður að fiytja allar afuzðirn ar út á bryggjuna hans Buck- masters. Tveir eða þrír ættu að fara þangað, eftir nokkrar mínút- ur. En ég get ómögulega skilið hvers vegna einn þeirra ætti að vera að koma inn í víkina núna. Mjög undarlegt". „Hvað heldurðu þá að geti vaid ið því, að corialinn kemur hingað inn í voginn?" „Veit ekki. Hlýtur að vera ein- hver alvarlegur atburður". „Eins og hvað?“ „Veit það ;kki. Sennilega ein- hvers konar slys. Eitthvað“. „Eigum við þá ekki að athuga það nánar?“ „Ekkert liggur nú á, drengur minn. Alls ekkert“. Þeir sátu þögulir nokkra stund, en skyndilega lagði presturinn við hlustirnar: „Heyrirðu þetta?“ „Hvað?“ „Mannamál. Þarna inni á'stígn um“. Gregory hlustaði: — „Já, al- veg rétt. Hvað ætli sé nú á seyði?“ „Prestur! Hvar eruð þér?“ — Berton kom í Ijós og horfði á þá með undrun í svipnum. —- „Oh, hérna eruð þér þá, prestur. Það hefur dálítið komið fyrir. Getið þér komið strax?“ „Vissulega, drengur mrnn“, sagði faðir hans og stóð hægt á fætur. — „Nokkuð alvarlegt?" „Já, ég er hræddur um það, prestur“. Gregory stóð Mka upp. „Hvað er það?“ „Sigmund er kominn aftur. — Hann kom á corialnum, sem hann stal“. Berton blés af mæði. — „En fólkið segir. að hann megi ekki vera hér, vegna þess að hann er glæpamaður og hættulegur um- hverfinu. Þeir vilja fá leyfi til að setja hann í fjötra“. „Ágætt, drengur minn. Ég kem strax“. Þegar Gregory kom aftur heim, fór hann að svipast um eítir Ma- bel. Fyrst leit hann inn í borð- stofuna, en hún var ekki þar. Svo gekk hann fram í eldhúsið, en Ma bel var þar ekki heldur. Ellen brosti til hans og gerði sömu, venjulegu hring-hreyfing- una með fingrinum. Hún hafði einmitt verið að kveikja á eldhús- lampanum, þegar Gregory kom og það hringlaði í eldspýtnakassan- um, þegar hún hreyfði fingurinn. Hann sneri sér við og ætlaði að hverfa aftur til borðstofunnar, en hún gekk til hans og greip um olnbogann á honum: „Allir farnir til kirkjunnar", sagði hún and- stutt og áfergjulega. -— „Við er- um bara tvö í húsinu. Langar þig ekki að....?“ Sama merkið með fingrinum. Hringl í eldspýtunum. Hann brosti og sagði: —- „Nei, þakka þér fyrir. Nei“. Hann gekk upp á loft og leit inn í öll herbergin. Mabel var þar hvergi sýnileg. Að síðustu fór hann inn í herbergið sitt, stað- Tilboð óskast í Mercury 1952 í mjög góðu lagi. Chevrolet 1954 „Pick up“ 1 tonn. Ga'l 93 1957 3Y2 tonn vörubifreið. Bifreiðarnar verða til sýnis í vörugeymslu vorri við Suðurlandsbraut laugardaginn 22. og sunnudaginn 23. xnarz. Tilboðum sé skilað á skrifstofu vora fyrir mánudags- kvöld. Gísli Jónsson & Co. Ægisgötu 10. Halló stúlkur ! Lokadansæfing hjá Vélskólanum í kvöld í Sjó- mannaskólanum. Nefndin. FITAN HVERFUR með freyðandi FLJOTAR öll fita hverfur á augabragði með freyðandi VIM. Stráið aðeins örlitlu á rakan klút, nuddið rösklega eina yfir- ferð og hinn fitugi vaskur er hreinn. Það er svo auðvelt! Hið freyðandi VIM hreinsar öll óhreinindi. Hinar þrálátu fiturákir í vöskum og baðkerum hverfa. Pottar, pönnur, baðker, flísar og mál- aðir hlutir verða tandurhreinir. Gljáinn kemur fyrr með freyðandi VIM 1) Frú Anna og fylgdarlið hennar tekur sér far með „Eski- móadrottningunni", litlu strand- ferðaskipi, sem notað er til far- þega- og vöruflutninga. 1 þessari ferð flytur skipið dýrmætan grá- vörufarm. 2) Þegar Markús fer að svipast um á skipinu, kemur hann auga á gamlan skólabróður. „Nei, sæll og blessaður, Stígur, gamli ref- ur .... Á hvaða ferðalagi ert þú?“ 3) Sá, sem á var yrt, bregst snúðugur við. „Þér hljótið að fara mannavilt,“ sagði hann, „nafn mitt er Bárður.“ næmdist við gluggann og horfði • út. Svo gekk hann nokkrum sinn- um fram og aftur um herbergis- gólfið, en staðnæmdist, þegar hann heyrði fótatak í stiganum. Þetta hlaut að vera Mabel. Hann horfði eftirvæntingarfullur á dyrn ar, sem opnuðust hægt og var- lega. Það var Ellen, sem birtist í dyr- unum, brosandi út undir eyru. —. „Við erum bara tvö ein í öllu hús inu“, sagði hún. Svo benti hún á rúmið hans: — „Komdu, við skul um flýta okkur". Hann stóð hreyfingarlaus í sömu sporum og horfði á hana og nú mótaði ekki fyrir brosi á and- liti hans. Hún benti aftur á rúmið: — „Mabel fengi aldrei að vita neitt um það. Ekki segði ég neinum frá því“. Hún kom fast að honum. •— Kannske hafði hún tekið eftir því hve hendurnar á honum skulfu. Rödd hennar var lág og lokkandi — „Eftir hverju ertu að bíða? Komdu nú. Komdu“. Hún kippti snöggt í beltið á buxunum hans. „Farðu út“, tautaði hann og spennti greiparnar saman, fyrir aftan bak. „Þú vilt það ekki? Þú ert und- arlegur maður. Flýttu þér nú. — Leggstu niður í rúmið og svo kem ég til þín“. Aftur gerði hún sig líklega til að þrífa í beltið. „Farðu út“, endurtók hann. Hún gaut til hans augunum, hik andi, hörfaði svo fram að dyrun- um, stanzaði þar, eins og hún skynjaði það óljóst, að kannske væri ekki öll von úti — strauk höndum hægt niður eftir lærun- um á séi’. — „Hvers vegna ertu svona skrítinn?“ „Farðu út“, öskraði hann tryll- ingslega. Hún þaut út úr herber^inu og skellti hurðinni á eftir sér. Hann heyrði fótatak hennar á gangin- um og svo í stiganum. Hann byrj aði aftur að ganga um gólf, en staðnæmdist skyndilega, þegar eitt hvert torkennilegt hljóð barst að eyrum hans — eitthvað sem líkt- ist helzt lágu hvæsi. Hann horfði í kringum sig og uppgötvaði brátt hvaðan hljóðið kom. Stór og ógeðs leg þúsundfætla mjakaðist ofur hægt eftir sænginni. Sex eða sjö þumlunga löng og dökk-brún á litinn. Hann þreif í flýti bók af borð- inu og notaði hana til að sópa kvikindinu niður af sænginni. Það datt á gólfið með lágum smell, rétt hjá þvottaborðinu. Svo brá það fótunum undir sig í flýti og skreið eins hratt og það gat í átt- ina að veggnum. Hann flýtti sér að stíga á það og fann hvernig það engdist sundur og saman und ir fætinum á honum. Hann leit í kringum sig — og sá þá hlutinn sem hann vantaði. Rakhnífurinn, sem Ollivia hafði skilað fyrir nokkrum klukkustundum lá á 3|lltvarpiö Laugardagur 22. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 fyrir hús- eyjuna: Hendrik Berndsen tal- a ■ öðru sinni um pottablóm og blómaskraui. 14,ló „Laugardags- lögin“. 16,00 Fréttir og veður- fregnir. — Raddir frá Norðurlönd um; XIV: Danska leikonan Lise Ringheim les „De blá ur.dulater" eftir H. C. Branner. 16,30 Endur- tekið efni. 17,15 Skákþáttur/(Bald ur Möller). — Tónleikar. — 18,00 Tómstundaþáttur barna og ungl- inga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarps saga barnanna: „Strokudrengur- inn“ eftir Paul Aslcag, I þýðingu Sigurðar Helgasonar kennara; III. (Þýðandi les). 18,55 1 kvöld- rökkrinu: Tónleikar af plötum. —- 20,30 Leikrit: „Systir Grazia“ eft ir Martinez Sierra, í þýðingu Gunnars Árnasonar. Leikstjóri; Valur Gíslason. 22,10 Passíusálm ur (41). 22,20 Danslög, þ. á. m. leika hljómsveitir Kristjáns Krist jánssonar og Gunnars Sveinsson ar. Söngvarar: Sigrún Jónsdótt- ir, Ragnar Bjarnason og Skafti Ólafsson. 02,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.