Morgunblaðið - 22.03.1958, Page 16
VEÐRIÐ
Austan gola, léttskýjað
|Wi0röiwn§W
69. tbl. — Laugardagur 22. marz 1958
s. u. s.
er á bls. 13.
HJáEp til norsks selfangara
undirbúin í Reykjavík
Brezkt herskip flyfur þyrilvœngju
á veftvang
Gatnaviðhaldið mun verða æði kostnaðarsamt á þessu vori,
því svo mjög hefur mætt á malbiki hinna mestu umferðar-
gatna, og það gefið sig nú í hlákunni. Eru slíkar holur, sem
bíllinn er að fara ofan í, víða í bænum þessa dagana. Eru þetta
mjög slæmar holur því brúnir þeirra eru svo skarpar, að þær
geta stórskemmf hjólbarða, sé ekki ekið með aðgætni yfir þær,
þegar ekki er mögulegt hjá þeim að krækja (Ljósm. Mbl.)
Skákkeppni milli Austur-
og Vesturbæjar á morgun
1 GÆR fór ein af flugvélum
varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli í könnunarleiðangur all-
langt inn í ísbreiðuna fyrir norð
an Vestfirði. Þar er norskt sel-
veiðiskip, sem „Drott“ heitir og
bað það um að send yrði hjálp
því að einn skipverjanna hafði
slasazt illa á fæti. Það var aðal-
Óðinsfundiir
á sunnndag
Á MORGUN heldur Málfunda-
félagið Óðinn félagsfund í Sjálf-
stæðishúsinu (Iitla salnum) kl.
2 e. h. — Félagsmenn eru hvatt-
ir til að fjölmenna.
Miklir snióar og
frosiliörkur
í Mývatnssveit
MÝVATNSSVEIT, 11. marz. —
Tíðarfar hefur verið óhagstætt
það 'sem af er þessu ári. Miklir
snjóar og frosthörkur, en engar
hlákur. Jarðbönn eru nú alls stað
ar og engar samgöngur nema með
snjóbílum og þegar mikið liggur
við, er Björn Pálsson fenginn, með
skíðavélina sína.
Síðustu dagana í febrúar og
fyrstu dagana í marz, voru skotn-
ar hér 6 tófur. Virðist vera tölu-
vert mikið af þeim, og hefur
nokkurn veginn tekizt að hreinsa
lönd Mývetninga á vorin þegar
legið er á grenjum. A haustin
streyma svo tófur að Mývatni.
Má vel vera að sumar séu langt
að komnar, en mörg er „matar-
holan“ fyrir þær við Mývatn og
því von að þær sæki þangað sem
matarvonin er mest.
Illa gengur með minkana síð-
an snjórinn varð mikill. Þá má
heita að ómögulegt sé að sigra
þá. —
Nokkrir menn fóru héðan úr
sveitinni á vertíðina í Vest-
mannaeyjum. —
— Jóliannes.
Heimdellingar!
Aðsteðið við
hlntoveltnnn
HEIMDALLUR F. U. S. hefur
ákveðið að efna til hlutaveltu í
Listamannaskálanum kl. 2 e. h.
á morgun.
Þeir Heimdellingar, sem geta
hjálpað við undirbúning að hluta
veltiunni og vilja starfa á morg-
un, eru vinsamlega beðnir að
gefa sig fram í skrifstofu félags-
ins í Valhöll við Suðurgötu. Op-
ið allan daginn frá kl. 9 að
morgni fram á kvöld.
Einnig eru þeir sem geta gefið
muni á hlutaveltuna beðnir að
hafa samband við skrifstofuna
í Valhöll. Símar: 17100 — 17102.
Stjórn Iieiindallar F. U. S.
tilgangurinn með könnunarflug-
inu að athuga hvernig ísalögin
eru á þessum slóðum því norska
eftirlitsskipíð Draug er nú á leið
inni og mun freista þess að kom-
ast að selveiðiskipinu. Þá var
hin bandaríska herflugvél með
lyf sem hugmyndin var að varpa
niður við skipið.
Síðustu fréttir
Bandaríska flugvélin sem flaug
norður yfir til norska selfangar-
ans í gær, til þess að kasta niður
lyfjum og vísa skipinu leið út nr
ísnum ef unnt væri, sneri við án
þess að finna það. Er hún kom á
þessar slóðir, sá hún milli 100 og
200 norsk selveiðiskip og gat ekki
áttað sig á hvert hið rétta skip
var.
í gærdag var byrjað á að smíða
lendingarpall fyrir þynilvængju,
sem reyndur verður í dag hér úti
á Flóanum. Ef það kemur í ljós,
að þyrilvængja geti lent á pall-
inum, mun brezka eftir-
litsskipið H.M.S. Russell, sem
er rrjjög hraðskreitt, eða gengur
um 30 sjómílur á klukkustunj,
leggja af stað héðan með lend-
ingarpallinn og þyrilvængju inn-
anborðs og flytja hvort tveggja
eins langt og unnt er, í áttina til
hins nauðstadda selfangara.
Ársþing Fél. ísl.
jðnrekenda
HÉR í Reykjavík hefst í dag
klukkan 2 síðdegis ársþing Fé-
lags íslenzkra iðnrekenda, en það
er jafnframt aðalfundur félags-
ins.
Þessi fyrsti fundur þess hefst
með setningarræðu formanns
F. í. I., Sveins B. Valfells, sem
flytur skýrslu félagsstjórnar og
jafnframt mun þá gera að um-
talsefni ástand og horfur í iðn-
aðinum.
Ársþingið mun látá til sín taka
ýmis mál og eru þetta hin helztu
þeirra: Skattamál, gjaldeyrismál
svo og verðlagsmál. Einnig mun
verða rætt um fríverzlunarmálið
svonefnda og rætt mun verða um
nauðsyn þess að taka upp rann-
sóknarstörf í þágu iðnaðarins í
landinu.
Ársþingið og aðalfundurinn fer
fram í Þjóðleikhússkjallaranum.
Bíldudalsbátar
BÍLDUDAL, 22. marz. — Bát-
arnir héðan. reru allan febrúar-
mánuð, og voru gæftir þá ágæt-
ar. Afli var sæmilegur, 5—6 lest-
ír í róðri. Fyrir nokkru fengu
bátarnir frysta loðnu til beitu,
frá Reykjavík og öfluðu þeir
betur eftir það.
Þennan mimuð hefur einnig
verið róið að heita má stöðugt,
og hefur aflinn verið góður. í
gær var einn af beztu afladögun-
um, en þá var Sigurður Stefáns-
sori með 15 lestir af óslægðum
fiski, en Geysir með 11 lestir.
Aðeins þessir tveir bátar eru
gerðii út frá Bíldudal.
Rækjuafli hefur einnig verið
ágætur í vetur. Hlé hefur þó ver-
ið á þeim veiðum, þar sem hætt
er nú að hraðfrysta rækjuna og
á að fara að sjóða hana niður.
Hefur staðið á að fá dósir til
niðursuðunnar, en þær munu
koma innan skamms tíma og
verður þá tekið til við veiðarn-
ar aftur. — Friðrik.
Á MORGUN fer fram hér í bæn-
um hin árlega skákkeppni milli
Austurbæjar og Vesturbæjar.
Að þessu sinni verður teflt á
15—20 borðum.' Fyrirliðar fyrir
hvorri fylkingu verða hinir
gömlu Norðurlandameistarar,
Baldur Möller fyrir Vesturbæ-
inn og Friðrik Ólafsson fyrir
Austurbæ. ,
Að því er biaðið frétti í gær
um skipan liðsins, þá munu þess-
ir vera meðal þátttakenda: Ingi
R. Jóhannsson, Jón Þorsteinsson,
Sveinn Kristinsson, Ingvar Ás-
mundsson og Gunnar Gunnars-
son, allir liðsmenn Friðriks, en
með Baldri, foringja liðs Vest-
urbæinga verða: Guðmundur
Pálmason, Guðmundur Ágústs-
son, Guðmundur S. Guðmunds-
son, Jón Pálsson og Áki Péturs-
son.
Víglínan liggur að þessu sinni
um Barónstíginn. Geta má þess
að í fyrra voru það Austurbæ-
ingar, sem hrósuðu sigri. Því
miður er hér ekki keppt um
neinn grip, en hver veit nema
úr því verði bætt.
Góðviðri
við Arnarfjörð
BÍLDUDAL, 22. marz. — Veðr-
átta hefur verið góð undanfarið
við Arnarfjörð. Blíðviðri hefur
verið og þíða síðustu daga.
Snjóþungt hefur þó verið og
jarðlaust fyrir sauðfé fram til
þessa. Fé hefur því alveg verið
á innigjöf, og fjörubeit lítið eða
ekkert notuð.
Talsverðir erfiðleikar voru á
tímibili með mjólkurflutninga til
Bíldudals bæði utan úr sveit og
innan. Var aðallega flutt á drátt
arbílum og á sjó í nokkur skipti.
Nýlega ru'ddi jarðýta vegina og
ganga flutningarnir nú greiðlega.
Menn frá Rafveitu ríkisins
hafa nú um mánaðartíma unnið
við að setja niður vélar í Mjólk-
árvirkjuninni. — Friðrik.
Bæjarkeppnin hefst klukkan
2 síðd. og verður teflt í Sjómanna
skólanum og er öllum heimill að
gangur þar að sjálfsögðu.
Varðarkaffi í Valhöll
í dag kl. 3-5 s.d.
Hann var í Grindavík
í GÆRKVÖLDI lét rannsóknar-
lögreglan lýsa eftir 26 ára göml
um manni í útvarpið. Hafði hann
farið að heiman frá sér á þriðju
daginn, Síðdegis þann sama dag
hafði hann sézt niðri við höfn, en
síðan ekki af honum frétzt.
Um klukkan 8.30 í gærkvöldi
barst svo rannsóknarlögreglunni
tilkynning frá aðstandendum
mannsins þess efnis, að hann
væri kominn fram heill á húfi.
Lítilli stundu áður hafði hann
hringt heim til sín, sunnan úr
Grindavík, en þangað hafði hann
farið og þar verið síðan hann
hvarf hér í bænum, en láðst að
láta aðstandendurna vita.
Drengur undir bíl
SEX ára drengur varð um klukk
an 5.30 í gær fyrir bíl inni í Stór
holti og slasaðist hann. Var dreng
urinn kominn yfir miðja götuna,
er bíll ók hann niður. Fór dreng-
urinn, að sögn vitnis, á milli
framhjóla bílsins, en með báða
fætur undir annað afturhjólið.
Við það fótbrotnaði drengurinn
á öðrum fæti og brotnuðu báð-
ar leggpípurnar. Hann hafði
ekki skaddazt á hinum fætinum.
Bíllinn var lítill, franskur 4ra
manna bíll. Drengurinn var flutt
ur í sjúkrahús, en hann heitir
Viðar Jóhannsson, Stórholti 37.
Strand Vonarinnar
á Reykjanesi
r'ORMAÐURINN á vélskipmu
Von frá Grenivík, sem fórst suð
ur á R.eykjanesi á miðvikudags-
kvöldið, hefur gert dálitla at-
hugasemd við frásögn blaðsins
í gær af því er báturinn strand-
aði.
Sagði Valdimar formaður, að
hann og skipsfélagar hans sem
í gúmmíbjörgunarbátnum voru,
hafi verið við flakið meðan fé-
lagar þeirra voru á því. Sú
hætta vofði stöðugt yfir að þeir
gætu ekki lengur haldizt þar við
og var því aldrei róið í burtu frá
flakinu, fyrr en þeir voru allir
komnir í land.
Af hverju svorur ríkisstgórnin
ekki fyrirspurnum um lækkun
benzínsins ?
í SAMBANDI við þau sltrif, sem farið hafa fram um olíu-
málin, er rétt að almennmgur hafi tvær staðreyndir í liuga;
1. Olíufélögin óskuðu í desember eftir heimild verðlags-
yfirvaldanna til að lækka benzínið um 8 aura á lítra
vegna lækkunar á farmgjöldum og innkaupsverði.
2. Olíufélögin óskuðu ennfremur eftir heimild til að lækka
benzínið um 9 aura hvern lítra hinn 1. marz sl., af
sömu ástæðum.
Þannig telja olíufélögin að bcnzinið gæti nú verið 17
aurum lægra hver lítri en var miðað við desemberbyrjun sl.
Nú er spurt: Af hverju er þessi lækkun ekki fram-
kvæmd og af hverju þegja verðlagsyfirvöldin og ríkis-
stjórnin gersamlega við öllum fyrirspurnum um þetta mál?
Bornar hafa verið fram ákveðnar spurningar til ríkisstjórn-
arinnar, en hún hefur farið undan í flæmingi og engin
svör gefið. Spurningin er, hvort nú eigi að svíkja almenn-
ing um þessa lækkun og nota hana til annarra þarfa. Ef
svo væri, er sýnt að ríkisstjórnin er komin inn á þá braut
að stöðva verðlækkanir, en það er vitaskuld þveröfugt við
það, sem hún hefur marglýst yfir.
Nær allar samgöngur á Iandi byggjast á benzíninu og
það er stórfellt hagsmunamál fyrir landsfólkið að benzin-
verðið geti verið sem Iægst.