Morgunblaðið - 23.03.1958, Side 2

Morgunblaðið - 23.03.1958, Side 2
2 MORGUNfíLAÐtH Sunnudagur 23. iriárz 1958 Tvœr „gular skáldsögur" komnar úf Isafoldarprentsmiðja tekur upp sölu bóka gegn afborgunum KOMNAR eru út tvær nýjar bæk ur á vegum ísafoldarprentsmiðju h.f. í bókaflokknum „Gulu skáld- sögurnar“. Sígurpáll Jónsson skýrði blaðamönnum frá þessu í gær. I fyrra komu út 4 bækur í þessum bókaflokki og má segja að þær hafi selzt sæmilega. Isa- foldarprentsmiðja vill með þessu gera tilraun til þess að dreifa útgáfu bóka sinna á fleiri mánuði ársins og er ætlunin að gefa út 6 „gular skládsögur" á þessu ári, þ. e. eina annan hvern mánuð. Sígild, létt verk Þessar skáldsögur eru fyrst og fremst valdar úr flokki erlendra metsölubóka, sem þó hafa jafn- framt fengið góða dóma. Er hér um að ræða skáldverk af léttara taginu, sem þó hafa bókmennta- legt gildi. Bækurnar sem út koma í dag eru „Sámsbær“, sem á frummál- inu heitir „Payton Place“ eftir bandarísku skáldkonuna Grace Metalious og t,Örin“, sem á ensku heitir „The Sword of Satan“ eft- ir þýzka rithöfundinn Hans Mahner-Mons. Báðar eru þessar bækur úr flokki metsölubóka. Fundurinn vildi ekki flyfja Reykja- víkurflugvöll í FYRRAKVÖLD boðaði Flug- málafélag Islands til umræðu- fundar um framtíð Reykjavíkur- flugvallar. Var þetta allíjölmenn ur fundur og umræður fjörugar. Leiddu þar saman hesta sína talsmenn þess, að flugvöllurinn yrði eigi lagður niður og hinna sem það vilja. í fundarlok var borin upp ályktun um að flug- völlurinn verði ekki fluttur. Á fundi þessum voru mættir ýmsir of forystumönnum flug- mála hér á landi og flugáhuga- menn, en þar munu ekki hafa verið neinir af flugmönnum flug félaganna tveggja. Margir tóku til máls er frum mælandinn á fundinum, Agnar Kofoed-Hansen, flugmálastjóri, hafði lokið máli sínu, en aðal- andmælandi hans var Guðmund- ur Marteinsson verkfræðingur, sem lengi hefur verið talsmaður þess að Reykjavíkurflugvöllur yrði lagður niður. Verður sagt frá umræðum fundarins síðar en í lok hans var borin upp og samþ. með atkv. alls þorra fundarmanna svo- hljóðandi ályktun: „Fundurinn telur að ekki komi til álita í fyrirsjáanlegri fram- tíð að flylja Reykjavíkuiflugvöll þar sem það myndi valda aftur- kipp í þróun íslenzkra flugmála. Leggur funaurinn áherzlu á það að flugvöilurinn verði svo sem hingað til, höfuðmiðstöð íslenzku flugfélaganna. Jafnframt skorar fundurinn á þau yfirvöld er hlut eiga að máli að hefjast handa um aðkallandi framkvæmdir á Reykjavíkurflug velli“. Geta má þess að Fél. íslenzkra atvinnuflugmanna, hefur gert samþykkt um að millilandaflug ið verði með þjónustu sína á Keflavíkurflugvelli. London, 18. marz — Forsætisráð- herra Irlands, Eamon de Valera, lýsti því yfir í dag, að hann ósk- aði þess, að Bandaríkin reyndu að sætta fra og Englendinga, svo að allt frland mætti sameinast. Þegar slík sameining hefði verið framkvæmd myndi írland gerast aðili að brezka samveldinu. Hin unga bandaríska skáld- kona, Grace Metalious, sem nefnd hefur verið „unga stúlkan í nankinsbuxunum“ var aðeins 19 ára gömul er hún hlaut heims- frægð fyrir fyrrgreinda bók. Hún er nú þriggja barna móðir og tvígift. Bókin var metsölubók veturinn 1956—’57. Nú hefur sag- an verið kvikmynduð og hlotið metaðsókn og mjög góða dóma. „Sámsbær“ er mjög djarflega skrifuð bók. Þýðinguna hefur Páll Skúlason gert. Hans Mahner-Mons, höfundur „Axarinnar", er Þjóðverji, fædd- ur 1883. Hann er hámenntaður og víðförull. Hann hvarf frá Þýzkalandi er Hitler komst til valda. Fyrrgreinda bók skrifaði hann á Ítalíu á síðari heimsstyrj- aldarárunum og hafðist við í kjallaraherbergjum og leikhúsa- rústum, en þá var Ítalía herset- in af Þjóðverjum. Saga þessi byggist á sannsögulegum heimild- um um franskan böðul. „öxin“ var gefin út í Þýzkalandi árið 1950 og seldist upp á örskömm- um tíma. Hún hefur jafnan sið- an verið í hópi metsölubóka, þýdd á ensku, hollenzku, sænsku og dönsku. Með afborgun Þá gat Sigurpáll Jónsson þess að ísafoldarprentsmiðja hefði tekið upp sölu bóka með afborg- unarskilmálum. Býður forlagið mikinn fjölda merkra bóka til sölu með þessum kjörum. Hefur það gefið út lítinn gulan tví- Enn sýnir Leikfélag Hafnar- fjarðar gamanleikinn Afbrýði- söm eiginkona, fyrir fullu húsi. Á myndinni er Sólveig Jó- hannsdóttir, sem leikur Molly og Friðleifur Guðmundsson, sem Bentley. — Næsta sýning verður á þriðjudagskvöld kl. 8,30. Björn Pétursson form. félags bóksala AÐALFUNDUR Félags íslenzkra bókaverzlana var haldinn 20. marz. — Björn Pétursson var kjörinn formaður. Meðstjórnend- ur voru kosnir Lárus Bl. Guð- mundsson og Kristján Oddsson, Reykjavík, Kristinn Pétursson, Keflavík og Ólafur B. Ólafsson, Akranesi. Aðalfulltrúi í stjórn Sambands smásöluverzlana var kosinn Björn Pétursson og Lárus Bl. Guðmundsson til vara. (Frétt frá S.S.). -------------------□ PARÍS, 22. marz. — Alsírmaður myrti tvo lögregluþjóna og eina konu í Norður-Frakklandi í gær. n------------------------p blöðung og er í honum nánar kynnt hvernig skilmálar eru fyr- ir þessum bókakaupum. Meðal öndvegisrita í þessum bókaflokki eru: „Endurminningar Sveins Björnssonar", „Ljóðmæli" Matt- híasar og „Sögur herlæknisins", „Ljóðmæli og laust mál“ Einars Benediktssonar, „Bólu-Hjálmar“ I—V, rit Þorsteins Erlingssonar, rit Sigurðar Breiðfjörðs, orða- bækur, mannfræðibækur o. fl. Samninga um afborgunarskilmála geta menn gert við hvaða bók- sala sem er á landinu. Er þetta í fyrsta sinn sem ísafoldarprent- smiðja efnir til siíks afborgun- arkerfis. Sveinn B. Valfells endur- kjörinn formaður F. 1.1. í GÆRDAG klukkan 2 síðd. hófst í Þjóðleikhúskjallaranum ársþing- og aðalfundur Félags ísl. iðnrekenda. Formaður félagsins Sveinn B. Valfells setti fundinn. Síðan hóf formaður flutning ársskýrslu fé- lagsstjórnar, en jafnhliða ræddi hann ástand og horfur í iðnrekstr inum hér á landi um þessar mundir. Verður nánar sagt frá ræðu formannsins. Innan félagsins hefur undanfar ið staðið yfir kjör stjórnar, nú áttu að ganga úr stjórn félagsins þeir Sveinn B. Valfells, Gunnar J. Friðriksson og Gunnar Jónas- son. Kjörstjóri Hjörtur Jónsson skýrði frá úrslitum atkvæða- greiðslunnar, en kosningu hlutu: Sveinn B. Valfells, Gunnar J. Friðriksson og Árni Jónsson. Varamenn í stjórn voru kjörnir þeir Gunnar Jónasson og Guð- mundur Ágústsson. Fyrir eru í stjórninni Sigurjón Guðmunds- son og Axel Kristjánsson. Þessu fiæst gerði framkvæmda stjóri F.Í.I., Pétur Sæmundsen grein fyrir reikningum félags- ins. Þessu næst var kosið í nefnd ir. Fundarstjórar voru kjörnir þeir Eggert Kristjánsson og Kristján Friðriksson. Næsti fundur verður haldinn á þriðjudaginn kl. 3 síðd. (Frétt fré Fél. ísl. iðnrekenda). Dýrmælur eyrna- lokkur tapaðist DÝRMÆTUR gulleyrnalokkur með rauðu og grænu kögri tap- aðist í miðbænum í fyrrakvöld. Finnandi er vinsamlega beðinn að skila honum gegn góðum fund arlaunum til afgreiðslu Morg- unblaðsins. Handknattieikur í. R. fœr kunnan un gverskan þiálfara til sfarfa ÍR-ingar fara utan / 5 skipti- heimsóknir í sumar ÍÞRÓTTAFÉLAG Reykjavíkur hefur gert umfangsmikla og glæsilega áætlun um utanfarir íþróttamanna sinna og heimsókn- ir erlendra íþróttamanna — allt á grundvelli gagnkvæmra heimsókna. Er þessi áætlun fé- lagsins glæsilegri en eitt félag hefur áður gert. Alls eru ráð- gerðar utanfarir 6 hópa úr hinum ýmsu deildum félagsins og er í öllum tilfellum um skiptiheim- sóknir að ræða. Þá hefur félagið ráðið til sín þekktan ungversk- an þjálfara í frjálsíþróttum, handknattleik og körfuknattleik. Ungverski þjálfarinn kemur hingað og byrjar störf 1. maí, sagði Jakob Hafstein, form. ÍR blaðamönnum á föstudaginn. — Frjálsíþróttamenn ÍR kynntust honum á Moskvumótinu í fyrra og nú hefur tekizt samkomulag um að hann kæmi til 4ra mánaða dvalar hér. Þjálfarinn heitir Gabriel Simonyii Gabor og er 39 ára gamall og hefur verið aðalþjálfari Ungverja í tækni- greinum og aðstoðarþjálfari ' hlaupum. Hann hefur þjálfað ýmsa af heimsþekktum íþrótta- mönnum Ungverja. Hann er og kunnur handknattleiks- og körfu- knattleiksþjálfari í Ungverja- landi. Enginn vafi leikur á því að koma hans til ÍR mun hafa mikil áhrif á félagslífið, aukna þjálfun og aukin afrek. ÍR-ingar eru að vonum hreykn- ir af að hafa náð í þennan þjálf- ara. Þeim hefur áður tekizt að ryðja nýjar brautir í þjálfun, t. d. með komu Bergfors hins sænska og Russmanns hins þýzka. Þeir ætla að nú séu þeir enn forystufélag hvað það snert- ir. — Þá raeddi Jakob Hafstein um utanfarir hinna ýmsu deilda úr ÍR. Séð hefði verið fyrir sam- böndum erlendis en síðan ynnu deildirnar sjálfar að framkvæmd málsins. — Jakob sagði að heimsóknirnar hefðu gefið mjög góða raun. Hér verður drepið á áætlanir ÍR-inga í þessum efnum. För frjálsíþróttamanna 18 manna hópur frjálsíþrótta- manna félagsins er boðinn til Bromma I. F. í Stokkhólmi í sum ar, svo og einnig til Varkaus í Finnlaadi. Félagskeppni fer fram á milli ÍR og þessara tveggja vinafélaga, auk þess sem ÍR-ing- arnir eru ráðnir til að keppa á fjölda íþróttakeppna í Svíþjóð eftir E. M. í Stokkhólmi og einn- ig eftir landskeppnina við Dani. Körfuknattleiksmenn Einn af kunnustu körfuknatt- leiksmönnum félagsins, Gunnar Bjarnason, hefur í vetur dvalið í Stokkhólmi við nám í leik- tjaldamálun. Hann hefur nú skipulagt keppnir í körfuknatt- leik fyrir þá deild félagsins á komandi sumri, og verður sú för farin í sambandi við E. M. í ágúst n. k. Þá hefur og körfuknattleiks- deild félagsins tekið upp vina- samband við eitt af kunnustu íþróttafélögum í Austur-Þýzka- landi og koma Þjóðverjarnir hing að í boði félagsins í byrjun okt. n. k. en hafa svo boðið ÍR-ingum til Leipzig 1959. 21. SKÍÐAMÓT ISLANDS fer fram í nágrenni Reykjavíkur nú um páskan*. Skíðaráð Reykja- víkur sér um mótið og hefir skipað 7 manna mótstjórn. — Mótið verður sett af form. Í.B.R., Gísla Halldórssyni, miðvikudag- inn 2. apríl kl. 13.00 við Skíða- skálann í Hveradölum. Strax að mótsetningu lokinni hefst mót- ið með keppni í 15 km skíða- göngu, fyrst 20 ára og eldri, þá 17—19 ára og loks 10 km skíða- ganga 15—16 ára. Kl. 17.00 fer fram sveitakeppni í svigi í Skíða- skálabrekkunni. Sú keppni hefir alla tíð verið mjög spennandi og verður það sennilega í ár líka. Fimtud. 3. apríl fer fram stór- svig karla og kvenna. Stórsvig- ið fer fram við Vífilfell, er næg- ur snjór er og er það gert vegna áhorfenda, því að þeir geta fylgzt með keppendum svo til niður alla brautina. Verði ekki snjór 1 Vífil- felli verður keppt í Suðurgili eða Marardal. Laugard. 5. apríl fer fram 4x10 km boðganga við Skíða- skálann. Brun karla fer fram í Handknattleiksmenn félagsins eru í sambandi við júgóslavnesku meistarana, félagið Zagreb. Það kemur hingað í haust, en ÍR-ing- ar fara utan á næsta ári. Sundmenn íélagsins eru í sam- bandi við félagið Speed í Osló. 4—5 sundmenn þess félags koma hingað í maí n. k. og ÍR-ingar fara utan í ágúst. Norskir skíðamenn frá félaginu Ready koma í vor og skíðamerm ÍR fara utan næsta vetur þess í stað. Loks er ráðgerð utanför fim- leikaflokks félagsins, kvenna- flokks. Mun hann fara til Nor- egs. Þessar skiptiheimsóknir eru stórmerkur þáttur í starfi ÍR. — Utan þeirra er von á heimsmeist- aranum í þrístökki da Silva til keppi hér í júní. Þá hafa ÍR-ingar boðið beztu skriðsundskonu Norð urlanda og bezta skriðsunds- manni, þ. e. hin sænska Karin Larson og Daninn Lars Larsson til keppni við Ágústu Þorsteins- dóttur og Guðmund Gíslason. Er þannig reynt að sjá hinum beztu fyrir keppni við beztu íþrótta- menn annarra landa. Marardal og brun kvenna á sama stað. Snjóbílar annast flutning starfsmanna, keppenda og áhorf- enda inn í Marardal. Sunnud. 6. apríl. Svig kvenna hefst og fer fram á Þverfelli við Kolviðarhól. Kl. 11.00 fer fram skíðastökk í norrænni tvíkeppni og kl. 14,30 fer fram meistara- stökkið, stokkið verður á stökk- brautum við Kolviðarhól, en þar er hægt að stökkva 45—48 m. Mánud. 7. apríl fer fram 30 km skíðaganga við Skíðaskálann í Hveradölum. Seinasta keppni mótsins er svig karla, sem fram fer í Iíamragili við Kolviðarhól og hefst kl. 14.30. í skíðaskálanum í Hveradölum verður aðalskrifstofa mótstjórn- ar og var verður hægt að fá all- ar upplýsingar um mótið. — Skemmtinefnd mun sjá um kvöldvökur í skálanum a. m. k. á miðvikudags- og laugardags- kvöldið, en mótinu verður slitið með dansleik á mánudagskvöld og verða þar afhnt verðlaun. Þátttaka tilkynnist til Ragnars Þorsteinssonar, Hrísateig 8, Rvík, fyrir 25. þ. m. SkíSamóf íslands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.