Morgunblaðið - 23.03.1958, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.03.1958, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIE Sunnudagur 23. marz 1958 Fyrir hundrað árum Drykkjuskapur skólapilta i góðu lagi! Gaman að vanda til fermingarmatarins í Þjóðólfi 27. marz 1858, er svo hljóðandi bréf frá Birni Gunn- laugssyni, kennara: „Að það sé öldungis ósatt, sem stendur í „Norðra“ 1857, 17. nóvember nr. 29—30, bls. 114, nl.: „að skóla- meistarinn láti sig það litlu skifta, þó að sumir af skóla- sveinunum leiðist afvega til drykkjuskapar", munu ráða mega af eftirfarandi: 1. í reglunum fyrir pilta í hinum Lærða skóla, hverjar hann með tilstyrk kennaranna hefur sjálfur samið og endur- bætt 1852 og sem eru staðfestar af stiftyfirvöldunum, stendur í 18. gr.: „Einkum skulu þeir forðast alla ofnautn áfengra drykkja, og er það bein útrekn ingarsök, ef að því keður til muna. 2. Að þesu sé einnig fram- fylgt og piltar hafi engan tíma til drykkju, þegar „Agenda“ (námsannir) eru, sést af því, að þeir allan daginn, og heima- sveinar líka, á kvöldin eru und ir tvöfaldri (og jafnvel þre- faldri) umsjónu, og ef þeir fá leyfi til að fara ofan í bæ, þá hefur rektor sett þá reglu, að þegar þeir koma aftur, skulu þeir sýna sig þeim kennara, er það sinn umsjónina hefur, bæði svo hann sjái, hvort þeir komi aftur á tilsettum tíma og líka hvernig þeir eru þá til reika. 3. Á helgidögum og í leifun- um (,,ferierne“) yfirlítur hann á kvöldin, hvort heimasvein- arnir koma heim á réttum tíma og hvernig þeir þá eru til reika, og má svo að orði kveða, að bæði þá og endranær sé vak- inn og sofinn í að líta eftir, hvort allt sé í reglu. Yfirleitt er hans hirðusemi um alla hegðun pilta og um allt skól- anum viðkomandi að minni meiningu einstök. 4. Beri það til að piltur sé illa til reika af drykkjuskap, sem ekki er nýlega dæmi til, þá er það ritað í „protocol“. Það er tekið til greina í siðferðiseink- uninni og hann fluttur niður í skólaröðinni; hér um kunna að fást til sýnis fundarprotocollinn og Censuprotocollinn. 5. Á svefnherbergi rektors er gluggi, sem veit inn til hins stærra svefnherbergis piltanna og sæng hans stenckir við þann glugga, svo hann getur horft inn til þeirra á nóttunni. Hér af sýnist auðsætt, að hann hefur ætlað sér að lita eftir fleiru en lærdóminum einum. 6. Loksins má það teljast öllu þessu til sönnunar, sem er ljós- asti votturinn og ávöxtur reglu- seminnar, að nú finnst enginn drykkjuskapur í skólanum. Það skal ekki finnast einn einasti piltur, sem drekki og hvað merkilegast er, ekki einu sinni í 4. bekk, hvers piltar hafa þó í sex ár verið undir þessa rekt- ors umsjón. Til vitnis þori ég að kalla allan Reykjavíkurbæ. Ég er nú búinn að vera 36 ár kenn- ari við íslands skóla og veit ekki til, að skólinn hafi nokkurn tímann verið svo laus við drykkjuskap sem nú og jafnvel ekki þegar piitar voru í bindindi, því þá voru þó sumir piltar, sem ekki inngengu bindindi. Nú held ég að allir megi sjá, að sú upphaflega nefnda klausa er haugalygi, það x-ektor til lögðu orð ranghermd, þær af dregnar ályktuxiir og ailur ncðri helming- ur þessa dálks í „Norðia" þvætt- ingur og lygi. Björn Gunnlaugsson. Lítið úrvesi í kjötverxlun um Þess má geta, að rektor var um þetta leyti Bjarni Jónsson. Um slysfarir og mannalát segir blaðið m. a. þetta: Skömmu fyrir næstliðin jól fóru tvær mæðg- ur vestur í Bolungarvík, þar á annan bæ er Skálavík heitir og er háls á milli, en á heimleiðinni datt á kafaldsbylur á á hálsinum, svo að þær gátu ekki hitt bæ- inn, urðu því úti og fundust skammt þar frá báðar örendar. — Næstl. Kyndilmessu (2. f. m.) fórst hákarlaskip vestur í Bol- ungarvík méð 6 mönnum og týndust þeir allir. — 14. þ. mán. varð úti í Borgarfirði á leið frá Reykholtsdal að heimili sinu í Stafholtsey, maður á bezta aldri, Jón Sveinsson að nafni. Undir fyrirsögninni Auglýs- ing, segir: Hafis — í bréfi úr Húnavatns- sýslu, 16. þ. mán., segir: „Hafís- inn er farinn að nálgast”. ÞAÐ er sagt að fáir menn séu jafnmiklir matmenn og Danir, enda sést það glögglega á þeim dönsku blöðum, sem hingað eru flutt. Þar úir allt og grúir af mataruppskriftum. Það liggur við að maður fái magasár aðeins við lesturinn, en ósjálfrátt kem- ur sú ósk fram í hugann að geta bragðað á öllu þessu góðgæti. — íslenzkum húsmæðrum er mikil vorkunn að hafa ekki fjölbreytt- ari mat heldur en raun ber vitni. Úrvalið hér er svo litið. Verzl- anir, í úthverfunum a. m. k., virðast ekki gera sér far um að hafa fjölbreyttar fæðutegundir á boðstólnum. Það virðist vera nægilegt að hafa lambahrygg og læri, kjötfars, hakk og hangikjöt og svínasteik fyrir stórhátíðir. Afar sjaldan er til nautakjöt, aldrei (ekki þar sem ég verzla) kálfakjöt og meira að segja svo sérlega hversdagslegur matur eins og medisterpylsur hafa aldrei fengizt í þeim tveim kjöt- verzlunum sem ég verzla aðal- lega í! Fermingarnar — mikiS vandamál Og svo er annað. Flest af því sem þarf að hafa með kjötrétt- inum til þess að gera hann hátíð- legan fæst ekki hérlendis nema örstuttan árstíma og er þá svo dýrt að fáir geta látið eftir sér að kaupa það! Nú fara fermingarnar í hönd. Aumingja mæðurnar sem ætla að halda vinum og kunningjum matarveizlu í tilefni hátíðarinnar. Þær mega svei mér verða af með peningafúlgur ef þær vilja hafa eitthvað sérstakt á borðum. Ég sá t. d. nýlega í verzlun einni örlitla sveppadós sem á stóð 18,75! En sveppir eru einmitt eitt af því sem gerir matinn hátíð- legan. í nýju dönsku blöðunum er mikið af uppástungum um ferm- ingarmat og er freistandi að birta eitthvað af uppskriftunum hér, en það er næsta tilgangslaust, því hvorki er hægt að fá kjötið tilreitt á þann hátt sem þarf né fá annað sem á að vera með því, eins og t. d. tómata, péturs- selju, salatblöð o. m. fl. En samt skulu hér birtar nokkr ar uppskriftir, t. d. að forrétti er heitir „fiskur a la París“. Er reiknað með 12 manns: 12 samanvafin fiskflök, 12 steikt fiskflök, 2 stórar dós- ir rækjur, 1 ds. sperglar (toppaaspas), 1 stórt glas svartur kavíar (danskur), 12 stórar butterdeigstartalettur, salatblöð og 2 sítrónur. Fiskflökunum er komið fyrir ásamt rækjunum (vel þurrum), sperglunum og kavíarnum í tarta- lettunum, sem eru síðan skreytt- ar með salatblaði, kavíar og sítrónusneiðum og rétt áður en þær eru bornar fram með hollenzkri. sósu. Hollenzk sósa Ca. V> kg. smjör, 10 hvít pipar- korn, 5—6 matsk. hvítvín, 10 eggjarauður, salt og hvítur pipar. — Smjörið er brætt við vægan hita. Piparkornunum og víninu er blandað saman við IVz dl. af vatni og látið standa. Þeytið rauðurnar vel í þykkri skál í vatnsbaði (36—37° heitu). Sigtið vín og vatnsblöndu og þeytið hægt saman við eggjarauðurnar. Hitið nú vatnið undir skálinni hægt, en gætið þess að það sjóði ekki. Látið nú brædda smjörið drjúpa út í og hrærið vel I. — Þegar sósan er byrjuð að þykkna má láta meira af smjörinu út í í einu. Þegar sósan er tilbúin á hún að vera létt og glansandi. Hún er síðan krydduð með salti og hvítum pipar eftir smeklc. — Hana á að bera fram strax í upp- hitaðri sósukönnu. UP sbrifar u, . dagiega lifinu J Umferðarkennsla dreg- ur úr slysum t NÝÚTKOMNU fréttabréfi frá 1. Sameinuðu þjóðunum er rætt um umferðarslys. Þar segir, að umferðarslysum fækki til muna, þar sem tekin hefur verið upp kennsla í umferðarmálum í barnaskólunum. Áður var það algengt víða um lönd, að mikill meiri hluti þeirra, sem slösuðust eða létust í umferðarslysum.væru börn. En nú hefur þetta breytzt þannig, að það er eldra fólk, sem orðið er hálfsjötugt eða meira, sem hættast er í umferð- inni. Heilbrigðismálastofnun Sameinuðu þjóðanna — WHO — hefur látið fara fram ýtarlega rannsókn á umferðarslysum í 18 löndum. Dauðsföll af völdum umferðar- slysa eru flest í Japan, þar sem 2.336 manns fórust miðað við hverja 1 milljón bifreiða (1953 —1955). í Bandaríkjunum er til- svarandi hlutfallstala 129, svo að þar er talsverður munur á. Heilbrigðistofnunin lét gera samanburð á umferðarslysum á árunum 1950—1952 og 1953— 1955. Kom þá í ljós, að tala slysa í aldursflokkum yfir 65 ár hafði aukizt til muna, en slysum á börnum fækkað Rannsóknir á umferðarslysum í Danmörku virðast gefa einkar góða heildarmynd af þróun þess- ara mála á undanförnum árum. Á árunum 1950—1952. fórst i Danmörku 41,1 maður í umferð arslysum miðað við hverja millj. farartækja. Árin 1953—1955, er samsvarandi tala 48,9. Aukn- ingin er svo að segja öll í aldurs- flokkum frá 65—74 ár (úr 112,8 í 135,1). í Danmörku hafa skólarnir lagt mikla áherzlu á að kenna um- ferðarreglur og hvetja til var- kárni í umferðinni. WHO dregur þær ályktanir af rannsóknum sín um í Danmörku, að fræðsla um umferðarmál í skólunum eigi þátt í að draga úr umferðarslys- um meðal barna og unglinga. Þess ber vítanlega að gæta, þegar talað er um dauðsföll með al aldraðs fólks af völdum um- ferðarslysa, að tiltölulega lítil meiðsli, sem ekki myndu gera ungum manni mein, geta auðveld lega orðið öldruðum manni að aldurtila. Algengasta dauðaorsök í um- ferðarslysum er höfuðkúpubrot. Það er langt frá því, að flest um ferðarslys verði í löndum, þar sem bílar eru flestir í hlutfalli við fólksfjölda. Hins vegar fjölg ar umferðarslysum venjulega til muna, þegar bifreiðum fjölgar skyndilega. Með öðrum orðum mætti segja, að fólk venjist um- ferðinni og vari sig á hættunum þegar það kynnist bílunum bet- ur. Mun það eiga bæði við um ökumenn og vegfarendur al- mennt. Slysin eru tíð liér á landi ELVAKANDA kom nokkuð á óvart, hversu geysilega mis- tíð dauðaslys eru eftir löndum: Danmörk 48,9, Bandaríkin 129, Japan 2.336 (allt miðað við 1953 —55 og 1 milljón bifreiða). Hér á landi voru dauðaslysin árið 1953 15, 1954 12 og 1955 15. Ef þetta er reiknað á sama grund- vélli og tölurnar hér að ofan, verður slysafjöldinn miðað við bifreiðafjölda 1200 að meðaltali þessi 3 ár. Það er vissulega liá tala. Slysavarnafélagið hefur um 12 ára skeið unnið að því að um- ferðarkennsla færi fram í skól- um. Nú á síðustu árum hefur verið mjög vaxandi skilningur á þýðingu þeirrar kennslu, og starf ar nú lögreglumaður svo til allan veturinn að þessari kennslu, enda hefur ástandið farið batnandi. En þó eru slysin alltof tíð ennþá. Framh. á bls. 8. * llklesst jólakaka HÉR um daginn komu tvær virðulegar frúr að máli við kvennasíðuna og báðu um upp- skrift -að venjulegri en góðri jólaköku. Hún þyrfti helzt að vera þannig að hún klesstist ekki. Önnur gat þess að henni hefði ekki enn tekizt að baka jóla- köku sem ekki klesstist. Ég sendi þessum konum hérmeð mína allra beztu jólakökuppskrift, og gef henni beztu meðmæli. 250 gr. smjörlíki 1 bolli sykur 2 egg 3 bollar hveiti 3 tesk. lyftiduft 3 tesk. kardemommui % bolli mjólk Rúsínur. Smjörlikið og sykurinn er hrært vel, síðan eggin sam- an við og hveitið og lyftiduftið sigtað út í, ásamt mjólkinni. — Loks eru kardemommurnar og rúsínurnar látnar út í. Deigið er látið í tvö venjuleg smurð jóla- kökuform og bakast í ca 35—40 mín. við 375° F. Ef ekki er hita- mælir í ofninum, en undir og yf- irhiti er ráðlegt að láta kökuna vera í neðstu „hillunni“ og hafa undirhitann á nr. 3 en yfirhita á nr. 1. Ég vona að þetta sé nægi- lega skýrt fyrir konurnar með klessu jólakökurnar. A. Bj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.