Morgunblaðið - 23.03.1958, Síða 12

Morgunblaðið - 23.03.1958, Síða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. marz 1958 r Vtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: bigíus Jónsson. Aðairitstjorar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arm Öla, sími 33045 Auglysingar: Arni Garðar Knstmsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Asknftargjalo kr. 30.00 á mánuði ínnanlands í lausasólu kr. 1.50 eintakið. SAMEININGARTAKN ÍSLENZKU ÞJÓÐARINNAR EGAR Framsóknarflokkur inn rauf stjórnarsam- starfið við Sjálfstæðis- menn fyrri hluta árs 1956, var sú tylliástæða borin fram fyrir samstarfsslitunum, að efnahags- málin væri ekki unnt að „leysa“ á „varanlegan hátt“, ef Sjálf- stæðisf lokurinn ætti aðild að stjórn landsins. Til þess að unnt yrði að koma efnahagsmálunum á réttan kjöl, þyrfti að útiloka Sjálfstæðisflokkinn — lang- stærsta stjórnmálaflokk þjóðar- innar, frá öllum áhrifum á stjórn landsmálanna. Enda þótt forystu lið Framsóknar sé ekki vant því að víla fyrir sér, þótt rökin séu hæpin eða engin fyrir staðhæf- ingum um landsmálin, fann þó flokkurinn til þess, að nauðsyn bæri til að styðja þessa ótrúlegu fullyrðingu á einhvern hátt gagn vart almenningi, og var það gert á þann veg að því var hald- ið fram, að Sjálfstæðisflokkur- inn væri gersamlega áhrifalaus innan samtaka launþega og verkalýðs, og þyrfti nú að snúa sér til verkalýðsflokkanna um myndun ríkisstjórnar, enda væri ekki með öðru móti unnt að tryggja vinnufrið í landinu. Hins vegar væru þessir flokkar ófáan- legir til þátttöku í ríkisstjórn nema Sjálfstæðismenn væru „útilokaðir", eins og það var kallað. Kenningin um áhrifaleysi Sjálf stæðismanna innan áamtaka launþega og verkalýðs var fals- kenning og það var vitað frá upphafi. Má það einnig vera full- ljóst að flokkur, sem milli 40 og 50% allra kjósenda í land- inu styðja, getur ekki verið áhrifalaus innan fjölmennustu stétta og hópa þjóðfélagsins. þetta er svo augljóst mál að ekki þarf orðum að því að eyða, enda hafa kosningar í mörgum og fjöl mennum félögum þessara stétta sýnt að Sjálfstæðisflokkurinn á þar mjög sterk og vaxandi ítök. Það hefur einnig komið svo skýrt í ljós sem verða má, að það tókst sízt af öllu að tryggja vinnufrið með „útilokun" Sjálf- stæðismanna. í tíð núverandi rík- isstjórnar hefur kaup- og kjara- samningum unnvörpum verið sagt upp og verkföll dunið yfir í ýmsum starfsgreinum. Það sýn- ir svo betur en nokkuð annað veilunar í röksemdarfærslu stjórnarflokkanna, að um þenn- ann óróa á vinnumarkaðnum hefur Sjálfstæiðsflokknum ver- ið kennt, sama flokknum, sem fyrir skömmum tíma var talinn gersamlega áhrifalaus á þessi mál. Þá er einnig á það að líta, að „vinstri“-flokkunum, sem kalla sig „flokka hinna vinnandi stétta“ hefur sízt af öllu tekizt að leysa efnahagsmálin á varan- legan hátt. Þau úrræði, sem lofað var 1956 eru ófundin enn, og er það svo vel þekkt saga að naum- ast þarf að hafa um það mörg orð. Stjórnarflokarnir hafa líka sjálfir viðurkennt að allt sem þeir hafa aðhafzt í sambandi við efnahagsmál landsins séu tómar „bráðabrigðaráðstafanir". Það „blað“, sem lofað var að skyldi „brotið“ í þessum málum, er enn óbrotið, eftir meira en hálfs annars árs setu ríkisstjórnarinn- ar. Það var þó augljóst af yfir- lýsingum stjórnarflokkanna, þeg- ar í upphafi, að þeir töldu að lausn efnahagsmálanna þyldi alls enga bið. Efnahagslífið væri „helsjúkt", eins og það var orð- að. Lækning yrði að finnast þegar í stað, ef bjarga ætti lífi sjúklingsins. En það sem blasir við er, að hið „sjúka“ er nú enn sjúkara en áður og ekki sjáan- legt að nokkur bati sé í nánd, rrieöan núverandi stjórn situr að völdum. Alþýðublaðið skýrði frá því \ gær að ríkisstjórnin sitji nú dag- lega á fundum út af efnahags- málunum. Þá fundi sitja einnig, a.m.k. að einhverju leyti, þeir sérfróðu menn, sem ríkisstjórnin hefur hvatt sér' til ráðuneytis. En enginn býst við „varanleg- um úrræðum", eins og búið er að lofa síðan fyrrihluta árs 1956. Það mun þó sízt af öllu vera’ hinum sérfróðu mönnum að kenna, heldur sundurþykki og stefnuleysi ríkisstjórnarinnar. Það sem koma skal eru aðeins nýjar bráðabirgðaráðstafanir, að því er kunnugir menn telja: „varanlegu úrræðin“ hefur ríkis stjprnin ekki fundið. fslendingar eru fámenn þjóð, sem glímir við margvísleg og erfið vandamál á mótum gamalla kyrrstöðutíma og tæknivæðingar nútímans. Landsmönnum veitir sízt af öllu af að safna kröftun- um saman í stað þess að sundra og „útiloka". Það er vitaskuld fullkomið glapræði og pólitísk ævintýramennska af hættuleg- ustu tegund að stofna til þess að útiloka svo stóran flokk, eins og Sjálfstæðisflokkinn, frá stjórn landsins á erfiðum tímum. Þessi ævintýramennska verður enn glæfralegri, þegar á það er litið að stjórnarflokkarnir hafa ekki látið við það sitja að „útiloka“ langstærsta flokkinn, heldur er beitt fullkomnum fjandskap og beinum ofsóknum gegn honum, eins og svo margsinnis hefur kom ið fram. Sjálfstæðisflokkurinn á fylgi meðal allra stétta þjóðfélagsins, hvar sem íslendingar búa og starfa milli fjalls og fjöru. Hann hefur í sífellt vaxandi mæli orð- ið stjórnmálalegt sameiningar- tákn fámennrar þjóðar. Þetta er andstæðingunum ljóst og til þess er leikurinn gerður af þeim að eyðileggja þetta sameiningar- tákn. og bjóða sundrunginni heim í staðinn. En það er svo augljóst sem framast má verða, að landinu verður ekki stjórnað svo vel fari án þátttöku hins stóra samein- ingarflokks þjóðarinnar. Sú rík- isstjórn, sem byggist á „útilok- un“ slíks flokks, sem komið var í kring með kosningabrellum, get- ur ekki talizt lýðræðisleg stjórn, heldur falsstjórn, sem hefur á sér yfirskin sameiningar og lýð- ræðis en afneitar krafti þess. Kosningar til bæja- og sveita- stjórna í s.l. janúar sýndu líka að þjóðin unir ekki lengur slíku stjórnarfari. Hún vill ekki þessa falsstjórn. Frakkar herða nú stöðugt gæzluna á landamærum Alsír og Túnis. Staðhæfa þeir, að þeir hefðu getað brotið uppreisnarmenn á bak aftur fyrir löngu, ef þeir síðarnefndu hefðu ekki alltaf átt öruggt fylgsni innan landamæra Túnis — og greiður gangur væri yfir landamærin. Nú hefur margföld gaddavírsgirðing verið sett upp eftir endilöngum landamærunum — og hennar gæta þúsundir franskra hermanna. Myndin cr af nokkrum þeirra á eftirlitsferð meðfram landamær- unum. Eru þeir að koma frá ströndinni — og á myndinni sjáið þið Miðjarðarhafsöldurnar við f jöruborðið. UTAN UR HEIMI Þessi mynd var tekin af Churchill skömmu áður en hann Iagðist sjúkur á dög- unum. Var hann þá að koma úr boði Onassis hins gríska um borð í skemmtisnekkju oliukóngsins, sem „Christ- ina“ heitir — og lá þá í höfn- inni í Monte Carlo. Þarna gengur CliJrchill glaður og reifur upp Iandgöngubrúna, eins og þið sjáið — ásamt öðru fólki. Brezku blöðin staðhæfðu það, að Chruchill hefði veikzt vegna þess að hann hafi farið illa klæddur til fundar við Onassis, orðið kalt á heimleiðinni. í sumum hlutum Alsír er mikið fjalllendi og erfitt um sam- göngur víðast hvar, því að góðir vegir eru fáir fjarri byggð. Járnbrautir hafa hins vegar verið lagðar víða — og notar franski herinn járnbrautina víða jöfnum höndum fyrir járn- brautarlestir og bíla. Hér sjáið þið brynvarinn bíl, sem er á leið í eftirlitsferð inn í landið. Iljólbarðarnir hafa verið teknir af honum — og í staðinn hafa verið fest undir bílinn hjól, scm gera aksturinn á járnbrautinni kleifan. - r Framleiðsla stóru farþegaþolanna er nú hafin af fullum krafti. Víða um lönd er unnið að því að stækka flugvelli og undir- búa á annan hátt tilkomu þessara risastóru flugvéla. í haust tekur Pan American fyrstu Boeingþoturnar í notkun á flug- leiðinni London — New York, sem þá verður farin á sex stundum. Fyrstu Caravelleþoturnar verða afhentar um svipað leyti, en SAS, Air France og Finnair hafa pantað samtals 21 þotu af þeirri gerð. Pantanir stóru flugfélaganna skiptast sem hér segir niður á flugvélategundirnar: Boeing 167, Douglas DC-8 137, Convair 630, Vickers VC-10 35, Comet 25 og Cara- velle 21. Myndin að ofan er af Caravelleþotu að hefja sig til flugs. - / MYNDUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.