Morgunblaðið - 23.03.1958, Qupperneq 13
Sunnudagur 23. marz 195b
MORGVNBLAÐIÐ
13
liðsins hefur að undanförnu stað-
ið togstreita um þetta. Lúðvík
Jósefsson skrifaði áður en hann
fór austur fyrir tjald — með við-
dvöl í Genf — á dögunum grein,
þaí sem hann hélt því fram, að
tekjuþörfm væri ekki nema 85
milljónir króna. Eysteinn Jóns-
son hefur aftur á móti fullyrt, að
stjórnin hefur verið við völd, má '
því segja að vísitalan hefði að
réttu lagi átt að hækka um 20
stig. Hækkunin hefur einungis
opinberlega orðið 5 stig, en 15
stiga munurinn leggst að lang-
samlega mestu leyti sem bein
kjaraskerðing á fólkið í landinu.
I Vel má vera, að sú kjaraskerðing
afla þyrfli 200 milljóna. Um | hafi verið óumflýjanleg en hún
þetta hefur verið þingað fram
og aftur og margir reiknings-
meistarar kvaddir til. Sennilegast _ ^
er talið, að ofan á verði að fara “ “ ‘ 1 " * ý
einhvern milliveg. Stjórnarliðar
gera allt að verzlunarvöru sín á
milli.
„Ekki hægt að
íí
er bein afleiðing verkfallsins
mikla, sem kommúnistar og Her-
mann Jónasson efndu til 1955.
Frétt, sein lengi
\ar að berast
Hverjum sem um er að kenna,
þá er óumdeilanlegt, að svona
I er ástandið í raun og veru. Og
, , , fjarstætt er að ræða um efna-
Samtimis þvi, sem togazt er a.j
um þetta bak við tjöldin í stjórn-
arherbúðunum, senda stjórnar-
Ekki er ráff nema í tíma sé tekiff. Um síðustu helgi efndi Alþýffusamhand íslands til sjómanna-
ráffstefnu undir forsæti Hannibals Valdimarssonar félagsmálaráffherra. Verkefni ráffstefnunnar
var þaff aff segja upp síldveiffisamningunum fyrir næsta sumar. Hvernig ætli stjórnarblöðin hefðu
látiff, ef þau hefðu treyst sér til aff kenna Sjálfstæffismenn viff þá ályktun? Ætli Timinn hefffi
þá þagaff eins og hann hefur gert um samþykktina, sem gerff var undir forsæti Hannibals?
REYKJAVÍKURBRÉF
blöðin hvert öðru tóninn yfir
skilningsleysi á frumatriðum
efnahagsmálanna.
Þjóðviljinn segir allt í lagi, ef
fylgt sé því, sem hann kallar
„stöðvunarstefnu“ og á þá við,
að farnar séu sömu leiðir og að
undanförnu.
Tíminn fullyrðir aftur á móti,
að „stöðvunarstefnan“ leiði til
„stöðvunar og atvinnuleysis“. —
Lét hann um tíma svo sem nú
væri von mikilla aðgerða, og
Hermann Jónasson dreifði út
þeirri sögu, að hann væri stað-
ráðinn í að bera fram tillögur
um hin „varanlegu úrræði“, sem
hann þykist hafa á takteinum, og
knýja kommúnista til að fallast
á þau, eða hverfa úr ríkisstjórn-
Laugard. 22. marz
Miniiing
Jóos Sigurðssonar
Jón Sigurðsson var ekki ein-
ungis fremstur íslendinga um
sína daga, heldur ber hann af öll-
um öðrum íslendingum fyrr og
síðar. Hann varð þegar í lifanda
lífi sannur liöfðingi þjóðarinnar.
Er sjaldgæft eða nær einstakt, að
maður nái svo skjótt almennri
hylli sem Jón gerði, og þó sé
virðing eftirkomendanna jafnvel
enn meiri en samtíðarmanna
hans. Mikið hefur verið skrifað
um Jón Sigurðsson. Enginn hef-
ur lýst honum betur en séra
Eiríkur Briem í minningargrein
sem hann skrifaði um Jón í And-
vara, þegar eftir andlát hans. —
Sumt af því, sem um Jón hefur
verið ritað skortir líf, af því að
litbrigðin í myndina vantar. Séra
Eiríki tókst að glæða lýsingu sína
lífi hinnar skrumlausu frásagnar
og skín þó virðing og aðdáun út
úr hverju hans orði.
Menntamálaráð hefur að und-
anförnu haft til athugunar að
gefa út öll rit Jóns. Hefur rétti-
lega verið talið, að vel færi á að
tengja slíka útgáfu við 150 ára
afmæli hans. Það afmæli nálgast
nú óðum, og er því ánægjulegt,
að öruggt virðist, að útgáfuhug-
myndinni verði hrint í fram-
kvæmd. Að vísu má efast um,
hort svo mikið rit verði sú
almenningseign sem ráðgert sýn-
ist vera, engu að síður er þörf á
því. Og allir íslendingar hljóta
að sameinast um að gera þetta
ritsafn sem veglegast úr garði.
Þótt hér sé ágreiningur um flest,
sameinast allir um viðurkenn-
ingu á gildi Jóns Sigurðssonar
fyrir hina íslenzku þjóð.
Bókmennta-
verðlaun
Þátttaka almennings í Al-
menna bókafélaginu varð þegar
í stað meiri en hinir bjartsýn-
ustu höfðu fyrirfram þorað að
vona. Þetta hefur orðið til þess,
að félagið hefur nú treyst sér til
að efna’ til bókmenntaverðlauna.
Vonandi verða þau íslenzkum rit-
höfundum til uppörvunar, eink-
um æskumönnum, enda er tekið
fram, að við veitingu verðlaun-
anna skuli ungir höfundar sitja
fyrir, að öðru jöfnu, þ. e. þeir,
sem yngri eru en 35 ára eða senda
frá sér fyrstu bók sína. Ráðgert
er, að upphæð verðlaunanna
verði ár hvert 25 þúsundir króna
og má veita þau einu sinni á ári
fyrir frumsamið íslenzkt verk,
sem út kemur á árinu. Heimilt er
að hækka upphæðina í allt að kr.
50.000, ef um afburðaverk er að
ræða. Ákvörðun um veitingu
verðlaunanna tekur bókmennta-
ráð Almenna bókafélagsins, og
eru verðlaunin óháð greiðslu rit-
launa fyrir birtingu vei'ksins.
Mikið er undir því komið, að
víðsýni og hlutleysi ráði í dóm-
um þeirra, er slík verðlaun veita.
Reynslan ein fær úr því skorið,
hvort svo tekst hér til. En fyrir-
fram er full ástæða til bjartsýni,
því að í bókmenntaráði Almenna
bókafélagsins eiga sæti ýmsir af
fremstu skáldum og bókmennta-
mönnum þjóðarinnar.
Dagbók
• •
Onnu Frank
Allir þeir, sem séð hafa leikrit-
ið Dagbók Önnu Frank, lóta mik-
ið af því. Er til þess tekið, hversu
vel leikarar fari með hlutverk
sín, ekki sízt hin unga stúlka, er
leikur önnu Frank, og hversu
leikritið sjálft sé áhrifaríkt. ís-
lendingar eiga erfitt með að
skilja ömurleikann, sem hvílir
yfir lífi þeirra, sem ofsóttir eru
á þann veg sem. þarna er lýst.
Sem betur fer hafa þvílíkar að-
farir aldrei tíðkazt í okkar landi.
En því miður heyra slíkar hörm-
ungar ekki aðeins fortíðinni til.
Þær eru einnig samtímafyrir-
brigði í stórum hluta heims.
Gyðingaofsóknir nazista voru
andstyggð. Nazisminn var ein-
ungis eitt afbrigði einræðis og
ofbeldis þess sem svo mjög hef-
ur markað 20. öldina. Þar má
segja, að kommúnisminn sé aðal-
stofninn en nazisminn hafi verið
ein grein á. Nazisminn er von-
andi úr sögunni fyrir fullt og
allt, en kommúnisminn blómg-
ast enn. Innan endimarka veldis
hans eru óteljandi fjölskyldur,
sem eiga við sama öryggisleysið
að búa og lýst er í leikritinu um
Önnu Frank. Þar hafa heilir þjóð-
flokkar verið teknir upp af
heimastöðvum sínum og sett-
ir í fangabúðir eða a. m. k.
reknir í útlegð. Ótrúlegt er en
samt satt, að til skuli vera greind
ir og í sjálfu sér góðhjartaðir ís-
lendingar, sem trúa því, að slíkir
stjórnarhættir horfi til góðs og
vinna að þvi af öllum sálarkröft
um að innleiða þá á íslandi.
Hægt gengur
Nú er Alþingi búið að sitja að
störfum nær lVz mánuð frá því
að jólaleyfinu lauk. Það hafði
varað annan IV2 mánuð, og var
ákveðið svo langt m. a. til þess
að gefa stjórninni færi á því að
hafa til tillögur sínar um endan-
lega afgreiðslu fjárlaga og að-
gerðir í efnahagsmálum, þegar
þingið kæmi saman á ný. Enda
þótt undirbúningstiminn hafi
nú tvöfaldazt, bólar ekki enn á
tillögunum.
Raunar er ótrúlegt, að ræða
þurfi um, að enn sé ekki lokið
fullnaðarafgreiðslu fjárlaga fyr-
ir 1958. Nú er þó komið hátt á
þriðja mánuð þessa fjárhagsárs,
og fjárlög fyrir það voru að
nafninu til samþykkt fyrir ára-
mótin. En sú samþykkt var ein-
ungis að nafninu til. 1 42. grein
stjórnarskrárinnar segir svo:
„Fyrir hvert reglulegt Alþingi
skal þegar er það er saman kom-
ið leggja frumvarp til fjárlaga
fyrir það fjárhagsár, sem í hönd
fer, og skal í frumvarpinu fólgin
greinargerð um tekjur ríkisins og
gjöld“.
Allir viðurkenna, að eins og
fjárlögin nú eru, skortir mjög á
um, að í þeim sé „fólgin greinar-
gerð um tekjur ríkisins og gjöld“.
Eftir skýrslu sjálfs fjármálaráð-
herrans vantar þar upp á a. m. k.
85 milljónir króna, og hefði ein-
hvern tíma verið talið taka því
að nefna þá upphæð. Hér vantar
þó í rauninni miklu meira. Hið
eina rétta væri að telja öll gjöld
og tekjur útflutningssjóðs með
tekjum og gjöldum rikissjóðs. —
Það er ríkið, sem leggur á gjöld-
in til þess sjóðs og ákveður hvern
ig tekjunum skuli varið.
Það glopraðist upp úr Bern-
harði Stefánssyni, forseta efri
deildar, á dögunum, að þegar
talin væri tekjuþörf beggja, ríkis
sjóðs og útflutningssjóðs, myndi
vanta 200 milljónir króna, sem
afla yrði í nýjum sköttum. Be\n-
harð vildi síðar gera lítið úr
þessu og halda sér að þvi, að
sumir segðu, að það vantaði 100
milljónir en aðrir 200 milljónir.
Kunnugt er, að innan stjórnar-
inni ella. Síðustu dagana þýtur
mjög öðru vísi í þeim skjá. Tím-
inn segir hinn 20. marz: „Fyrir-
heitið um að ráða niðurlögum
dýrtíðarinnar „með einu penna-
striki" var ekkert nema auðvirði-
legt lýðslcrum og blekking---“
I stað þess talar málgagn for-
sætisráðherrans um að gera þurfi
ráðstafanir sem að vísu er enn
ekki sagt, hverjar séu, og eiga
þær „smátt og smátt að auðvelda
vegferðina að jafnvægisbúskap
og vinnulífi“.
Þarna er sannarlega dregið úr
stóryrðunum, miðað við það, sem
áður var, enda virðist svo sem
Alþýðublaðið fylgist ekki með á
flóttanum. Daginn áður segir
það: „— — er ekki hægt að
fresta því að marka og fram-
kvæma nýja stefnu í efnahags-
málunum“. Sumir segja raunar,
að „hin nýja stefna" eigi að vera
sú, að leggja á nýja skatta, eins
og fyrr og bæta því við, að eftir
nokkra mánuði verði ný úrræði
fundin! „Nýja stefnan", sem
ekki er hægt að fresta að mörk-
uð verði, er þá nýtt loforð loforða
svikaranna um, að þeir ætli sér
að gera eitthvað, einhvern tíma
síðar!
Skrítin stöðvun
Framkvæmd stöðvunarstefn-
unnar lýsir sér annars einkum í
því, að reyna að halda leyndum
fyrir almenningi ýmsum höfuð-
staðreyndum efnahagslífsins. —
Enn mun t. d. ekkert stjórnar-
blaðanna hafa sagt frá hinni stór-
merku skýrslu, er birtist í janú-
arliefti Hagtíðinda um áhrif nið-
urgreiðslna úr ríkissjóði á visi-
töluna.
Samkvæmt þeirri skýrslu hafa
niðurgreiðslur í valdatíð V-stjórn
arinnar aukizt svo, að 9 vísitölu-
stigum nemur. Er það mun meiri
hækkun en nokkru sinni áður
hefur orðið á jafnskömmum
tíma. Almenningur verður vitan-
lega að borga kostnaðinn við
þessa niðurgreiðslu vísitölunnar.
Skattarnir, sem notaðir eru til
að standa undir henni, eru heimt
aðir af allri alþýðu manna með
harðri hendi. Til viðbótar þeirri
útgjaldaaukningu er á það á að
líta, að á valdatíma núverandi
stjórnar hefur sjálf vísitalan
hækkað um 5 stig, þrátt fyrir það
að launþegar hafa verið sviptir
kauphækkunum, er svara til enn
annarra 6 vísitölustiga.
Á því rúma IV2 ári, sem V-
| hagsmálin, ,,stöðvunarstefnu“
eða önnur úrræði án þess að
gera almenningi t. d. grein fyrir
þýðingu þeirra 9 visitölustiga,
sem greidd eru niður með aukn-
um framlögum úr ríkissjóði. En
ekkert stjórnarblaðanna hefur
sem sagt minnzt á þessa skýrslu
einu orði.
Sú þögn náði svo langt, að
fréttastofa útvarpsins lét sér
sæma að skýra ekki frá þessum
staðreyndum fyrr en annar af
útvarpsráðsmönnum Sjálfstæðis-
manna, Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson, fór að grennslast eftir
því hjá útvarpsstjóra, hverju
þetta sætti. Þá hafði verið byrjað
að lesa í fréttatíma útvarpsins
ýmiss konar fregnir úr febrúar-
hefti Hagtíðindanna, en janúar-
heftið hafði af einhverjum ástæð
um lagzt til hliðar!
Útvarpinu til lofs skal þess
getið að úr þessu var bætt. En
staðreynd er að það tók langan
tíma, eða fullan mánuð, að sagt
væri frá jafnsjálfsögðum tíðind-
um og þessum. Skýrslan var á
sínum tíma jafnskjótt birt í
Morgunblaðinu og þá var einnig
sagt frá henni í Vísi, svo erfitt
er að skýra, hvernig hún gat farið
fram hjá fréttastjórn útvarpsins.
j
Hannibal beitir
sér fyrir
samningsuppsögn
Um síðustu helgi gei'ðist það,
að forseti Alþýðusambands ís-
lands, Hannibal Valdimarsson,
efndi til sjómannaráðstefnu í
Alþýðusambandinu. Þjóðviljinn
skýrði stórum stöfum svo frá því
afreki:
„Sjómanna-ráðstefna Alþýðu-
sambandsins ráðleggur upþsögn
síldarsamninga“.
í fréttinni segir að öðru leyti:
„Var ráðstefnan sammála um
að leggja til að samningum um
síldveiðikjörin verði sagt upp.
— — — Forseti Alþýðusam-
bandsins, Hannibal Valdimars-
son, setti ráðstefnuna og bauð
fulltrúa velkomna. Síðan hófust
umræður um síldveiðikjörin,
-------og var það sammála áiit
ráðstefnunnar að leggja til við
félögin að segja upp samningum
um síldveiðikjörin".
Hætt er við, að heyrzt hefði
hljóð úr horni, ef Sjálfstæðis-
menn hefðu efnt til þvílíkrar ráð
stefnu. Blandast nokkrum hugur
um, að þá hefði Tíminn talið það
dæmi þess, að Sjálfstæðisflokkur
inn „beitti öllum áhrifum sínum
-------til að torvelda aðgerðir
ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál
um“?
En Tíminn segir sl. fimmtudag,
að meðan Sjálfstæðismenn fari
þessu fram, þá hafi Framsóknar-
menn tekið þá afstöðu að hafa
ekki samstarf við Sjálfstæðis-
menn í verkalýðshreyfingunni.
Ekki vítir Tíminn einu orði
félagsmálaráðherrann fyrir að
efna til þessarar ráðstefnu. Sá
verknaður Hannibals Valdimars-
sonar er og í beinu framhaldi
þess, sem Snorri Jónsson lýsti
Framh. á bls. 14