Morgunblaðið - 23.03.1958, Page 15

Morgunblaðið - 23.03.1958, Page 15
Sunnudagtaí 23. marz 1058 MORGXJTSBLAÐIÐ 15 Brezki heimspekingurinn, húmor- istinn og leynilögregiusagnahöf- undurinn G. K. Chesterton var eitt sinn beð- inn að svara eftirfarandi spurningu í brezka blaðinu Daily Mail: „Ef þér lentuð aleinn á eyði- eyju og hefðuð aðeins eina bók meðferðis, hvaða bók yrði þá fyrir valinu?“ Og hann hvaraði: „Handból. um bátasmíði". Þær fregnir hafa borizt frá Siam, að nýlega hafi veiðimönn- um tekizt að handsama hvítan fíl. Að fornum sið var fíllinn gef- inn konungin- um. Farið var mjög virðu- lega með ííl- inn, og er hann var fluttur með járnbrautarlest frá Karbi til Bangkok fékk hann til umráða sérstakan fallega skreyttan járnbrautarvagn. Er l’liuntipol Síamskonungur tók á móti fílnum hellti hann vígðu vatni yfir höfuð dýrsins og mataði það á sykureyr, banönum og kókoshnetum, sem hirðsveinar báru fram. Síðast veiddist hvítur fíll í Síam 1932, og Síamskonung ui hafði hann fyrir reiðskjóta við öll hátíðleg tækifæri allt þar til fíllinn dó 1942. Fallega kvikmyndaleikkonan Dawn Adame er gift ítalska furst anum Vittorio Massino. Sagt er, að Dawn Adams sæti nokkurri öfund meðal starfs- systra sinna af sérstökum en mjög eðli- legum ástæð- um. Hún á sem sé nokkra mjög fallega bjói-- byggir hann skoðanir sínar á því, hvað samstarfsmenn hans telja mikilvægt eða velkomið . . .“ Gríski milljónamæringurinn Arisloleles Sokrales Onussis hefil’ nú selt nokkur af olíuflutninga- skipum sínum og stöðvað smíði nýrra skipa sinna. Einnig hefir hann í hyggju að selja spilavítið í Monte Carlo, sem hann hefir raunverulega átt um skeið, þar er hann keypti meirihl. af hluta- bréfum Société des Bains de Mer, í fréttunum skinnspelsa, en skinnin fær hún frá búgörðuni manns síns á Ita- líu. Eleunor ltoosevelt hefir undan- farið skrifað greinar um endur- minningar sínar í bandaríska blaðið Saturday Evening Post. 1 lokagreinni komst hún svo að orði, að „margt hefði farið öðru vísi og betur, ef Eisenhower forseti hefði sigrazt á and- úð sinni á því að lesa dag blöðin. Nú sem stendur er fyrst vinsað úr öllum frétt um, og síðan eru forsetanum sagðar fréttirnar í stuttu máli. Þetta er vafalaust vani, síðan Eisenhower var hers- höfðingi. En ég held, að þetta sé ekki æskilegasta aðferðin til að mynda sér skoðanir um ástandið i heiminum, þegar um er að ræða æðsta mann í afar stóru ríki. Nú sem á spilavít- ið, Parísar- gistihúsið og Hermitage- gistihúsið í Monte Carlo. Onassis greiddi á sínum :íma sem svarar 20 millj. ísl. kr. fyrir hlutabréf in, en vill nú selja fyrir fjórfalt hærri upphæð. Kaupendurnir eru hinn vellauðugi Paul Augier og tengdafaðir hans Mesnages, sem nýlega keypti Negreseogistihúsið í Nizza og Grand Hótel í Cannes. Sagt er, að Onassis ætli í frarn- tíðinni að hafa aðalbækistöðvar á öðrum stað, sem einnig er skjól- góðui-, hvað skatta varðar: Tan- gier. Hugsazt getur, að það verði til þess að auka enn á þá efna- hagsörðugleika, sem Monaco og Rainier III fursti eiga við að | etja um þessar mundir. Noélle Adam er frönsk og 23 ára að aldri. Hún er ballettdans- mær og dansar nú í ballettinum eftir Francoise Sagan, „Stefnu- mótið, sem fórst fyrir“, sem nú er sýndur í Lundúnum. Danska ballettdansmærin Toni Lander fer með aðalhlutverkið. Sagt er, að Noélle Adam hafi vakið mikla athygli áhorfenda, jafnvel svo að Toni Lander hafi horfið í skuggann. Þær kváðu þvi ekki vera mjög góðar vinkonur. Þær harðneita þó báðar, að um nokk- urt ósamkomulag sé að ræða og tala mjög vel hvor um aðra. En því er ekki að neita, að ljósm'yndarar þyrpast um Noélle, hvenær sem færi gefst. Og hér að ofan birtist mynd af Noélle eins og hún er klædd í ballett- inum, í Ijósri treyju og svörtum buxum. Þrátt fyrir velgengni sína vill Noélle helzt hætta að dansa og gerast leikkona. Hún fer til Hollywood í maí. LESBÓK BARNANNA Strúturinn R \ S IVi U S Þegar negrakóngurinn hafði fengið vindilinn lánaðan, bar hann eld að kveikiþræðinum. Rasmus kallaði: „Færið ykkur nú svolítið frá, því nú hleypi ég af fallbyssunni“. Brátt var kveikiþráðurinn út- brunninn og — — Bang — — Bumm, bumm, og Sammi þeyttist út úr byssunni af fullri ferð, hulinn reykskýi. En það hafði ekki verið sett nóg I púður í byssuna, því Sammi komst ekki alla leið upp í skýjakljúfinn. Ilugsið ykkur bará, hann hékk uppi í miðjum skýja kljúfnum og liélt sér í gluggasyllu. Æ, æ, lcallaði Rasmus og negrakóngurinn. Aum- ingja Sammi, nú hangir hann þarna uppi. Við verðum að fara upp í lyft- unni og reyna að bjarga honum. Svo fóru þeir í lyftunni. Það var gaman. Það voru rúm í henni, af því að allir fóru svo hátt 'iipp, að þcir urðu að sofa á leiðinni. Maður gekk um með kassa á magan- um og seldi mat. Loks komust þeir alla Ieið upp. Þú getur verið viss um, að þeir urðu hissa. Lángt fyrir ncðan þá hékk Sammi á glugga- syllunni og gat enga björg sér veitt. — „Guð“, svaraði dreng urinn. — „En það veit enginn, hvernig guð lítur út“, svaraði móðir hans. — Það er ekki von, því ég er ekki búinn með myndina, svaraði dreng- urinn. , 91. Píanósnillingurinn Pachma«n var umkvört- unarsamur og eríitt að gera honum til hæfis. Oft ast var eitthvað að píanó- stólnum, hann var ýmist of hár eða of lágur. Eitt sinn reyndist alveg ó- kleyft að fá hæfilegan stól handa honum og seinast sáu menn ekki annað ráð, en að setja þykka bók ofan á einn stólinn. Pachmann settist nú, en var samt ekki alveg ánægður. Hann stóð upp og reif eitt blað úr bókinni. Síðan settist hann aftur, brosti á- nægjulega og byrjaði að spila. 2 árg. Ritstjóri: Kristján ]. Gunnnrsson ^ 23. marz 1958. Haraldur og Dofri ÞEGAR Haraldur var fimm vetra gamall, bar það til nýlundu, að fé mikið og gripir góðir hurfu úr gullhúsi föður hans, Hálfdáns svarta, konungs að Upplöndum. Fékk það konungi mikillar áhyggju. Hann lætur nú veita slíkan um- búnað, að hver sá, er í húsið færi gæti ekki kom- izt þaðan aftur, en yrði þess að bíða að menn kæmu að honum. Það þóttist konungur vita, að sá er fénu hafði stolið væri bæði mikill og sterkur. Því lét hann smíða fjötur mikinn af stáli og snúa hin ramm- legustu blýbönd. Leið nú ekki á löngu þar til er menn eitt sinn komu til gullhússins, að þeir fundu þar jötunn mikinn. Þessi dólgur var bæði digur og hár. Þeir hlóðust á hann margir og báru að honum fjöturinn, og varð hann þeim held- ur handsterkur. Sextíu hárfagri jötunn menn fóru til, áður en hann varð í fjöturinn færður. Bundu þeir hend- ur hans rammlega á bak aftur með blýböndunum. Hálfdán konungur spurði hann að nafni, en hann lézt Dofri heita og eiga heima í fjalli því er við hann er kennt og kall- að Dofrafjall. Konungur spurði, hvort hann hefði stolið gullinu. Játti hann því og baðst griða, en bauð að gjalda konungi gullið þrefalt aftur. Kon- ungur svaraði, að hann skyldi aldrei griðum ná, en bíða þess bundinn, að hann yrði dæmdur til hins háðulegasta dauðdaga. — Enginn mætti honum bjargir veita eða mat gefa. enda skyldi hver sá, er slíkt gerði engu fyrir týna nema lífinu. Fór konung- ur heim við svo búið, en Dofri sat bundinn eftir. Litlu síðar kom Harald- ur heim. Hann fréttir þessi tíðindi og ummæli c -------og varð liann þciiu heldur handsterkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.