Morgunblaðið - 26.03.1958, Blaðsíða 12
12
MORCVNBL AÐIÐ
Miðvikudagur 26. marz 1958
Hlustað á útvarp
SUNNUDAGINN 16. marz hlust-
aði ég á ræðu séra Emils Björns-
sonar úr félagsheimili Óháða
safnaðarins, Kirkjubæ. Var
það snjöll prédikun, raunhæf og
eftirtektarverð. Hið ilja er til, —
sagði presturinn — og verkar
þrotlaust til bölvunar í tilver-
unni. — Þótt ekki sé trúað á
eilífar hegningarkvalir, þarf og
má ekki loka augum fyrir þvi,
að hið illa er til, — og að það
hefur í för með sér stórkostleg-
ustu hættu. Þrátt fyrir það get-
ur maðurinn trúað á endanlegan
sigur hins góða. — Oss hættir til
að vera steinblind á eigin syndir
en horfa stöðugt á annarra yfir-
sjónir, þetta gildir bæði um þjóð-
ir, hópa og einstaklinga — og
kennum svo öðrum um allt sem
aflaga fer, þótt það sé einnig
sjálfs okkar sök. — Raunsýni er
bezt, hvorki heimskuleg bjart-
sýni né sjúkleg svartsýni. —
Aldrei skyldi oftreysta mönnum
né vantreysta Guði. Við lítum
sjaldan inn i okkar eigin sál, er
vér leitum að hinu illa. — Já,
það verður jafnan erfitt að sjá
bjálkann í sinu eigin auga og
einkum að draga hann út.
★
Sjöunda erindi útvarpsins um
vísindi nútímans: Þróun loftlags-
fræðinnar og hagnýtt gíldi henn-
ar var eftir útlendan vísinda-
mann, Ernest Hovmöller, veður-
fræðing, þýtt af Bjarna Bene-
diktssyni frá Hofteigi, lesið af
Páli Bergþórssyni, veðurfræð-
ingi en hann hefur fallegan mál-
róm og les vel. — Vísindi þessi,
loítlagsfræði, veðurfræði og eink
um háloftafræði eru tiltölulega
ung, enda þótt nokkuð langt sé
síðan byrjað var að athuga veð-
ur, svo sem úrkomu. Var það
fyrst gert í Kóreu. — Vísindi
þessi hafa afar mikið gildi fyrir
alla atvinnuvegi á landi og sjó,
ferðalög, byggingar o. fl. Var
fyrirlesturinn hinn fróðlegasti og
mjög vísindalegur. Virðist enn
mikið eftir að vinna þar til æski-
legum og naijðsynlegum árangri
er náð i þessum fræðum.
★
Um helgina, umsjónarmenn
Páll Bergþórsson og Gestur Þor-
grímsson, var þáttur frá Hvcra-
gerði. Var fyrst gömul lýsing á
Reykjum og nágrenni lesin upp.
Hét sá Hálfdán bóndi, er ritað
hafði, áf þeirri sömu ætt var
síðan Helgi lector og Jón biskup
sonur hans og fleiri gáfumenn.
— Það er merkilegt hversu mikil
menning ríkir í þessu litla þorpi,
þar búa a. m. k. tvö af stórskáld-
um vorum, þeir Kristmann Guð-
mundsson, sem ræktað hefur ein-
hvern merkilegasta blóma- og
jurtagarð sem til er á Norður-
löndum og ef til vill þótt víðar
sé leitað, — og Jóhannes úr Kötl-
um. Var skemmtilegt og fróðlegt
samtal við hinn síðarnefnda. —
Auk þeirra býr þar fjöldi annarra
merkra manna, svo sem Eiríkur,
blindur harmonikusnillingur, sem
rekur gistihús í þorpinu. Allir
vita um hina miklu grænmetis-
rækt og blóma, sem hvergi, að
ég held, mun meira stundað hér
á landi, enda er garðyrkjuskóli
Bragðgóða haframjolið með
bæfiefmsm i heitir
rikisins í Hveragerði. Loks fóru
þeir Páll og Gestur með hlust-
endur upp í skólasel Menntaskól-
ans, sem er í Reykjakoti, ofan
við þorpið. Áttu hlustendur þar
skemmtilega stund með fimmta-
bekkingum. — Þátturinn var
ágætur.
★
Dr. Sigurður Þórarinsson talaði
um daginn og veginn, var það að
mörgu leyti mjög athyglisvert
erindi. Það sem hann ræddi um
fyrirlestur próf. Jóns Helgasonar,
er próf. Jón flutti um ísl. skjöl
í erlendum söfnum, virtist þó
nokkuð á röngum grunni byggt.
Um vísindamennsku og hæfileika
próf. Jóns getur maður vel trúað
því sem dr. S. Þ. sagði, en að
það komi nokkuð við endurheimt
ísl. bóka og skjala úr Árnasafni
o. fl. erl. söfnum, get ég ekki
fallizt á. Áhugi almennings er
sá, að fá fornritin heim aftur en
ekki hitt að fá vísindalega lýs-
ingu á þeim, það verða aðeins
fáir menn, sem um fornritin
fjalla á vísindalegan hátt. En
þjóðin öll telur sig hafa rétt til
þessara bóka og rita. Ekki hefur
heyrzt að próf. Jón Helgason hafi
beitt sér mjög í baráttu fyrir þvi,
að Danir skiluðu Árnasafni o. fl.,
— hafa aðrir frekar verið nefnd-
ir í því máli. Þess vegna kom
fyrirlestur próf. J. H. því máli
ekki við, svo sem dr. Sig. Þór-
arinsson vildi vera láta.
— lífið? Vita þeir það? Og, eins
og Þórbergur Þórðarson sagði, á
þessum fundi, svo miklar sann-
anir hafa fengizt fyrir fram-
haldslífi eftir dauðann á vísinda-
legan hátt, fyrir utan persónulega
vissu trúaðra manna, að öll lík-
indi eru til þess að menn lifi
þótt líkaminn deyi. Þegar öllu
er á botninn hvolft, fannst mér
þessi umræðufundur lítils virði
og óviðeigandi.
★
Bergsveinn Skúlason talaði um
Bjarneyjar á Breiðafirði. Ágætt
og fróðlegt erindi um þessa fornu
verstöð þar sem hundruð manna
lifðu samtímis; einkum á fisk-
veiðum, svo og fuglatekju, sel-
veiði og nokkrum búskap með
kýr og sauðfé. Nú eru þessar
ágætu eyjar í auðn og óbyggð.
Tókst ræðumanni að ná hinum
rétta blæ ömurleika og saknaðar
án of mikillar viðkvæmni. Víst
er það hörmulegt, er slík forða-
búr matar og velmegunar, sem
Bjarneyjar hafa verið fara í eyði
og svo er um marga fagra og
lífvænlega staði og sveitir hér á
landi nú. Veldur því bæði tizka
og hið mikla aðdráttarafl er kaup
staðir og þorp hafa á fólk. Von-
andi koma þeir tímar aftur, sem
fyrst, að allt landið byggist á ný,
að glatt, nægjusamt og ágætt fólk
búi í hverri sveit, hverri eyju
kalda, harðbýla, en fagra og góða
landi.
★
Föstudagskvöld flutti Sveinn
Sigurðsson ritstjóri þáttinn Þýtt
og cndursagt. Var það um hina
undraverðu söngkonu Nelly
Melba, eftir Beverley Nichols,
frægan rithöfund. Þátturinn var
um furðulegt atvik er kom fyrir
í Feneyjum, er söngkonan var
komin á efri ár, sjötugsaldur.
Röddin var þá farin að bila, sem
eðlilegt var. En þá gerðist það
að hún vildi reyna að syngja á
ný og fékk ágætan píanósnilling
til þess að koma á æfingu í húsi
einu við Miklaskurð. Söng hún
við opinn glugga og undrið gerð-
ist: Hún náði fyrri hljómfegurð
og hin dásamlega rödd hennar
hljómaði út yfir skurðinn mikla
þar sem fjöldi báta staðnæmdist
og fólkið hlustaði hugfangið á
svanasöng Melba. En á einum
háum tóni brast röddin — og
Melba söng aldrei aftur. Sveinn
Sigurðsson sagði afar vel frá þessu
merkilega og áhrifamikla atviki,
svo vel, að ekki varð betur gert,
að mínum dómi.
Á
Leikritið á laugardagskvöld,
„Frakkinn", var gamall og góður
kunningi. Það var flutt í útvarp-
inu fyrir 2 árum. Ágætt leikrit,
samið upp úr sögu Gogol, og
prýðilega leikið.
Það, sem dr. Sigurður sagði
um námsstyrki til þeirra stúdenta
er nám stunda erlendis var mjög
athyglisvert. Taldi hann að rétt
væri, að veita námslán (vaxta-
laus) fyrstu tvö árin, en svo
styrki, er það sýndi sig að fólk
hefði áhuga fyrir náminu. En
fjöldi stúdenta fer út og fær
styrki í eitt eða tvö ár og hættir
svo námi, einkum stúlkur. Taldi
dr. Sigurður að nokkuð virtist
handahófskennt hverjir fengju
styrki og ekki nægilega athugað
að veita þeim styrki og lán er
stunduðu þau fög, er mest gætu
að gagni komið. Taldi hann upp
nokkur dæmi um þetta. Náttúru-
fræðikennsla hér, sagði hann að
væri í stökustu niðurlægingu nú.
Furðugóðar heimtur taldi hann
á stúdentum að afloknu námi,
einkum piltunum, ísl. stúlkur
hefðu lítinn áhuga fyrir störfum
I í þágu þjóðarinnar. Allmikla
ádrepu gaf dr. S. Þ. þeim, er veit-
ingavald hafa hjá okkur, kvað
oft veitt eftir pólitískum skoðun-
um o. s. frv. — og verður því
ekki móti mælt.
★
„Spurt og spjallað“, umræðu-
fundur í útvarpssal. Sigurður
Magnússon spurði nú: „Hver er
skoðun yðar á draugum?" —
Draugur er ljótt orð, þýðir illur
andi eða djöfull. Umræðurnar
komust inn á spurninguna um
persónulegt framhaldslíf eftir
andlátið. Að mínu áliti er rangt
að nefna svipi framliðinna manna
drauga. Ég get ekki neitað því,
að ég hef orðið var við slíka dul-
arfulla svipi, það er síður en svo,
að þeir hafi orðið mér að neinu
meini. Ég hygg að það séu frem-
ur þverúðarfullir menn, sem
þora blátt áfram, að neita því,
að sál mannsins lifi eftir dauð-
ann. Hvaðan fengu þeir vitið,
hæfileikann til að læra og hugsa,
og hverjum kaupstað á okkar
Þorsteinn Jónsson.
Sv@itasfjótnark@sningar
FRAM er komið á alþingi frum-
varp til breytinga á kosningum
til sveitastjórna. Mun aðaltil-
gangur þess vera sá að færa á
sama dag kosningar til bæjar-
og sveitarstjói-na. Sú tilhögun
hefir gilt að kaupstaðakosning-
arnar hafa yfirleitt farið fram
síðasta sunnudag í janúar, ?n i
sveitum og smærri kauptúnum
síðasta sunnudag í júní.
En með þeirri breytingu er
fyrir liggur, er nú lagt til að
færa til sama dags um allt land
þessar kosningar, eða til síðasta
sunnudags í maí ef hann ber ekki
upp á hvítasunnudag.
Vafalaust má ýmislegt því til
gildis færa að í ýmsum atriðum
væri ekki óeðlilegt að færa þess-
ar kosningar saman. En á margt
fleira verður að líta í þessu efni,
og þá fyrst og fremst að stöðu
kjósendanna í landinu til að geta
neytt kosningarréttar sins.
Fyrir sveitir landsins og strjál-
býli er sá kosningadagur er nú
er lögfestur sá bezti, hásumarið
yfirstandandi og þá lokið mestu
vorönnum í bili, og þó heyskapur
sé byrjaður sums staðar, eru ekki
komnar fullkomnar heyannir,
nema þá með undantekningum.
Sauðburður afstaðinn og rúningi
fjár langt komið. Öðrum vorönn-
um við jarðyrkjustörf þá yfirleitt
lokið, garðyrkju sömuleiðis á
tímabili. í heild sinni hefur gild-
andi kjördagur verið hagstæður
og hentugur fyrir sveitir lands-
ins til þessara athafna og vart
hægt að benda á annan dag heppi
legri.
Hins vegnar verður allt annað
viðhorf verði kosningarnar færð
fram um 1 mánuð eð^,til síðasta
sunnudags í maí, Þá stendur yfir
víða á landinu hásauðburður,
sem er einn allra annasamasti
tími ársins, þar sem tíðast er að
fátt fólk þurfi að sinna um mik-
inn fénað — og einmitt þá, meðan
sauðburður stendur yfir, er ei-fitt
um miklar tafir nema sem óum-
flýjanlegt er að leysa af hendi.
Þá standa einnig yfir jarðbóta-
störfin og garðyrkjan, víða á land
inu, einkum i hinum afskekkt-
ari héruðum. Þekki ég vart ann-
an tíma óhentugri til þessara
starfa. Þetta tel ég vera almennt
sjónarmið og skoðun flestra
þeirra er í sveitum búa.
Sé kosningadagur til sveitar-
stjórnanna óhentugur kaupstaða
búum, eins og hann er, er eðlilegt
að bæta úr því, en ekki má gera
það á þann hátt, að gera öðrum
I í byggðum landsins til óhagræði
að nauðsynjalausu. Þá má og
benda á, að ekki eru nema fá
ár síðan að stórhríðar og hin
mestu óveður gengu yíir um
mánaðamótin maí og júní, og
slíkt getur endurtekið sig áður
en varir,
Að öllu athuguðu ætti Alþingi
og einkum þær nefndir, er fjalla
um þetta mál, því að líta á sjón-
armið hinna dreifðu byggða
þessu máli viðkomandi.
Páll Pálsson.
SAXA - KRVDD - SAXA
Kanill
Blandað Múscat Engifer Karrý
Pipar
Söngskemmfun rSvana'
á Akranesi
AKRANESI, 24. marz. — Karla-
kórinn Svanir hélt ágæta söng-
skemmtun siðastliðinn sunnu-
dag undir stjórn Geirlaugs
Árnasonar. Frú Fríða Lárusdótt-
ir var við hljóðfærið, en kórinn
söng 12 lög innlend og erlend.
Var söngnum mjög vel tekið, en
einsöng sungu Baldur Ólafsson
og Jón Gunnlaugsson, svo og
heiðursfélagi kórsins, Jón Sig-
mundsson, sem fenginn var til
að syngja aríu úr Töfraflautunni
eftir Mozart. Hann hefir í meir
en 40 ár verið einn helzti söng-
maður kórsins. —Oddur.
BÖKAMENN Hafið þið litið inn á bókamarkaðinn í Ingólfsstræti 8 ?
Hundruð ódýnra bóka. — Daglega eitthvað nýtt!