Morgunblaðið - 01.04.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.04.1958, Blaðsíða 16
16 MORGVNBT.AÐIÐ Þriðjudagur 1. apríl 1958 Domenico endurtekur orðsend- ingu læknisins orð fyrir orð — fyrir Lalande, og hann biður La- lande að endurtaka hana áður en hann sendir hana norður í haf. í sama mund hringir síminn hjá Lalande verkfræðingi í húsi hans í Tituie í Kongo. 0,30 œiöevrðputlmi - í belgiakti kongo - við tituie koparnánurnar. Síminn hringir . . . Lalande leggur hljóðnemann frá sér og hlustar. Etienne hraðar sér fram í anddyrið. Hann tekur heyrnar- tækið af gamla veggsímanum. Kvenmaður er í 'umanum: — Þetta er í héraðssjúkrahúsinu í Zobra . . . Yfirlaaknirinn óskar að fá að ta’a við hr. Loiseau. . . — Það er ég, hvísiar sverting- inn og gerir ósjálfrátt krossmark á brjósti sér. — Andartak. Etienne heyrir smella í síman- um um leið og sambandið er gefið til læknisins. — Er það ti'l mín? hrópar La- lande innan úr stofunni. -— Nei, til mín, herra! — Flýttu þér, þetta er ekki þinn sími! — Dimmraddaður karlmaður kynnir sig í símanum: — Þér tal- ið við Robs yfirlæknir. Eiginkon- an yðar liggur hér hjá okkur, hr. Loiseau. . . — Já, læknir . . . Er eitthvað aivarlegt að? Rödd yfirlæknisins er kulda- ieg, en samt vingjarnleg, þegar hann svar-ar: — Þér skuluð ekki vera neitt órólegur. Þetta hefur gengið ágætlega. En konan yðar hefur mjög þrönga mjaðmargrind . . . hríðirnar hafa ekki verið nógu miklar. . . Ég tel óhyggilegt að bíða lengur. —- Jæja, hr læknir, stamar Eti- enne. Honum finnst orð læknisins einhver óskýranleg ógnun — og hann veit ekki hvað hann á að segja, hverju hann á að svara lækninum. — Ég legg það til, hr. Loiseau, að konu yðar verði hjálpað með keisaraskurði. Það er óhjákvæmi legt og alveg hættulaust, en sam- kvæmt reglugerðinni verðum við að fá yðar samþykki til þess. „.Jæja, Dídi, hvernig gengur þér með þennan þögula ferðagarp þinn?“ — „O, ekki sem bezt. Það befur enginn til þessa gert mér — Ef svo er, þá hlýtur þetta að vera hættulegt! segir Etienne utan við sig af skelfingu. — Verið þér nú ákveðinn og sýnið kjark. Það eruð þér, sem eigið að taka ákvörðunina. Keis- araskurð, eða ekki? — Þér skuluð gera það, sem þér teljið bezt, læknir . . . Segið konunni minni, að ég komi eftir skamma stund. Ég ætla að reyna að fá lánaðan bíl. . . — Etienne leggur heyrnartæk- ið aftur á símann og þýtur inn til Lalande: — BíIIinn ýðar, herra. Lánið þér mér bílinn yðar! — Hvers vegna í ósköpunum ætti ég að lána þér bílinn minn? umlar húsbóndinn. Þrek Lalande er nú á þrotum. En Etienne veit- ir því ei athygli. Hann er skelfd- ur og hugsar einungis um konu sína, sem liggur langt í burtu í hvítu sjúkrahússrúmi og starir svörtum spyrjandi augum. — Ég verð að komast til Zobra eins fljótt og hægt er. Konan min er mjög veik. Keisaraskurður. . . . Yfii-læknirinn ætlar að gera á henni uppskurð. — Það kemur ekki til mála að ég láti þig fara á bílnum. Ef ég yrði að fara aftur í rúmið, hvað þá? Þá lægi ég aleinn . . . Og hver á þá að gæta loftskeytatækj anna? . . — Til fjandans með loftskeyta- tækin! hrópar Etienne í örvænt- ingu. — Konan mín liggur fyrir dauðanum! Lalande hrekkur við — hann verður að veita þesum uppivöðslu sama þjóni sínum duglega ráðn- ingu. Enda þótt hann verði að beita síðustu kröftum sínum, þá ætlar hann ekki að láta svert- ingjann komast undan. Etienne á að vita hver sr húsbóndinn — og hver er þjónninn. Hann dregur djúpt andann og segir svo, und- arlega rólegri og stillilegri röddu: — Konan þín er í sjúkra- húsinu. Hjá henni er góður lækn- ir. En það er engin nálægur, sem getur hjálpað veslings sjómann- inum! Hefurðu hugleitt það? Etienne hristir höfuðuð í ör- væntingu. Það er aðeins eitt, sem kemst ag í huga hans: Konan hans er í lífshættu og þarfnast hans. — Þér verðið að lána mér bíl- inn, herra! Þér verðið! hrópar hann og ber í örvæntingu kreppt- jafnt gramt í geði.“ — „Hafðu engar áhyggjur af því .... þú finnur þér einhvern annan á morgun. Þú ættir að fara að um hnefunum án afláts í sendi- stöðina. — Hættu þessu — og haltu þér saman! hrópar Lalande. Hann hefur reynt að hafa stjórn á sjálf um sér, en nú er þolinmæðin þrot- in. Etienne er alveg að ærast. Ég verð að fá mér annan þjón, hugs- ar Lalande. — Þú verður kyrr hjá mér, skilurðu það? Þú gætir mín. Ann- ars skal ég sjá um að þú gjaldir afleiðinganna! — Konan mín bíður mín! Hún deyr kannske! — Haltu þér saman — og hættu þessu þvaðri? — Herra, hafa ekki margar konur dáið við keisaraskurð? Lalande hristir höfuðuð, hann er ráðþrota. — Þú getur engan veginn hjálp að henni! Hættu nú þessu bulli. Miskunnarlausa kvikindið þitt, hugsar Etienne — vitstola. Með sjálfum sér hlær hann samt sigri hrósandi. Hann veit hvar Lalande geymir lykilinn að bílnum. La- lande er máttfarinn og hjálpar- vana. Etienne þarf ekkert að ótt- ast. Etienne er í þann veginn að seil- ast í bíllykilinn í jakkavasa La- lande. Samtímis gellur í hátalar- anum — það er rödd norska sjó- mannsins, sem kal]ar utan úr myrkrinu — utan úr Ishafsnótt- inni. — TKX kallar . . . TKX kall- ar. .. Ég kalla TKZ í Belgisku Kongu . . . TKZ . . . ég skipti. Lalande svarar magnlausri röddu: — TRZ svarar ... TRZ svarar . . . Ég heyri til yðar, TKX. — Skipti . . . Lalande finnur, að Eti- enne er að laumast niður í vasa I hans þar sem bíllykillinn er geymdur Hann skilur samstundis hvað svarti þjónninn hans hefur í hyggju. Örvílnaður reynir hann að hrinda Etienne frá sér með hægri hendi, en í þeirri vinstri heldur hann á hljóðnemanum — og hann talar: — TRZ héí'... TRZ svarar ... Ég heyri til yðar, TKX. Að baki hvíta mannsins stend- ur svertinginn, sem nú hugsar að- eins um eitt: Hann verður að komast til konu sinnar og vera hjá henni í þessum erfiðleikum Rödd Olaf Larsen hljómar aft- þekkja sjálfa þig.“ — „Ég veit að ég hefi verið flöktandi Vinna, en ég er það ekki lengur. Nú u. í hátalaranum, en nú einkenni lega fjarlæg og dauf: — TKX hér .. . TKX hér . . . Kötturinnn er orðinn mjög eirð- arlaus ... Viljið þér gera svo vel að láta þetta berast áfram til Parísar . . . Ég heyri mjög illa til yðar, TRZ . . . Móttakan er mjög léleg. Röddin í hátalaranum verður æ veikari og óstyrkari. Skyndi- lega rofnar sambandið. Græna ljósið í mælaborðinu á sendistöð- inni flöktir. Síðan slokknar það. Etienne hefur fylgzt vel með öllu, enda þótt hugur hans hafi verið fjarlægur. Hann hrópar upp og hleypur tilí — Herra . . . Rafhlaðan! Lalande situr í hnipri. Hann virðir fyrir sér dauflega loft- skeytatækin, sem nú eru orðin ó- virk. — Ég get ekki meir, muldrar hann. Hann hnígur niður í stólnum. — Nú er allt úti. Við getum ekki gert meira. — Billinn yðar! hrópaði Etienne. Ég varð að fara strax til sjúkra- hússins . . . — Eruð þér vissir um það, herra? Etienne hefur gleymt konu sinni í svipinn, því að það, sem nú er á seyði, er enn mikil- vægara. Lalande verkfræðingur ypptir öxl- um: — Þannig er lífið, Etienne. Enda þótt viljinn sé fyrir hendi, þá er ekki alltaf hægt að hjálpa öörum. Rafmagnið þrýtur í miðju kafi — og þá er allt til einskis gert • . . Ráðþrota of örvílnaður starir hann á loftskeytatækin, sem ekk- ert heyrist nú í. Etienne tekur andköf? -— Bíllinn yðar, herra? — Við hvað áttu með því? — Rafhlaðan! Ef til vill . . .? Svertinginn bíður eftir svari. er ég skotin fyrir alvöru. Ég verð að gera eitthvað svo Markús geti ekki annað en veitt mér athygli". Utan við húsið stendur jeppabíll Lalande. Ekki líða nema tvær mínútur þar il Etieniie og hús- bóndi hans rogast inn með raf- geyminn á milli sín. Þeir taka gömlu rafhlöðuna úr tengslum og tengja þá nýju við í miklu fáti og með handapati. Aftur kviknar á giæna ljósinu í mælaborðinu. Fyrst leiftrar það nokkrum sinn- um á meðan verið er að treysta sambandið, en síðan skín það ró- andi og vinarlega í hálfmyrkri stofunni, sem einungis er lýst með litlum olíulampa. Lalande tekur skjálfhentur hljóðnemann upp: — TKX . . . TKX . . . TRZ kall- ar . . Við urðum rafmagnslausir en nú er allt komið í lag aftur .. Heyrið þér til mín, TKX? Rödd Olaf Larsen hljómar tær og hrein í hátalaranum: — Þetta er ágætt, TRZ . . . Ég heyri aftur prýðilega í yður .. . Guði sé lof... — Ég reyni að hafa samband við Napoli þegar í stað, TKX, seg ir Lalande andstuttur. — Hvað er að kettinum? — Hann hleypur órólegur til og frá, stekkur í loft upp og snýr sér í hringi. Hann slefar — og það eru sífelldir kippir íframfætinum á honum . . . — Bíðið, TKX, ég læt heyra í mér bráðlega . . . Nú kalla ég í Napoli. ' ' * » kl. o,49 miðevrópntí"ii - við napoli-flóann, Ippolito lögreglufulltrúi geisp- ar. E'kkert hefir heyrzt í langan tíma og hann er þess fullviss, að biðin getur enn orðið löng. — Ég hefði átt að setja þig í steininn, muldrar hann og horfir drungalega til Domenico, sem snýr bakinu að honum. — í stað þess að leika misk- unnsaman Samverja! Domenico heyrir til hans og snýr sér við. -— Þér eruð góður maður, lög- reglufulltrúi, segir hann og hlær hljóðlega. — Þér getið ekki breytt gegn eðlinu. — En hvers vegna heyrist ekk- ert? segir Ippolito og lítur ergi- legur á klukkuna. — Verið getur, að „Marie Sör- ensen“ hafi komizt í sambandi við nálægari loftskeytastöð. Það er mjög algengt að segulóveðrið gangi fljótt yfir, að það líði burt jafnsnögglega og það skellur á. Ef svo er, þá er skipið ekki leng- ur í „dauða hringnum“ svo- nefnda. Slllltvarpiö Þriðjudagur 1. apríl: Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Útvarpssaga barnanna: — „Strokudrengurinn" eftir Paul Áskag, í þýðingu Sigurðar Helga sonar kennara; VI. (Þýðandi les). 18,55 Framburðarkennsla í dönsku. 19,10 Þingfréttir. Tónleik ar. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). 20,35 Erindi: íslenzk hátíðanöfn, upp- runi og aldur (Árni Böðvarsson kand. mag.). 21,00 Tónleikar (plötur). 21,30 Útvarpssagan: „Sólon íslandus“ eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi; XIX. (Þorsteinn Ö. Stephensen). 22,10 Passíusálmur (48). 22,20 „Þriðju- dagsþátturinn“. — Jónas Jónas- son og Haukur Morthens hafa stjórn haiis með höndum. Miðvikudagur 2. apríl. Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Tal og tónar: Þáttur fyrir unga hlustendur (Ingólfur Guð- brandsson námsstjóri). — 20.30 Lestur fornrita: Harðar saga og Hólmverja; I. (Guðni Jónsson prófessor). 20.30 Tónleikar af segulbandi frá Sviss: Konsert fyr ir horn og strengjasveit op. 65 eft- ir Othmar Schöck. 21.15 „Víxlar með afföllum", framhaldsleikrit. 22.20 íþróttir (Sig. Sig.). 22.40 Létt lög af plötum. 23.20 Frá landsmóti skíðamanna (Sig Sig- urðsson lýsir). 23.40 Dagskrár- lok. — IMYKOIVIIMAR Drengjabomsur ^ svartar með rennilás stærðir 2—6 ára Verð 37,70 og 44,40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.