Morgunblaðið - 01.04.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.04.1958, Blaðsíða 8
8 MORC VISBL AÐIÐ Þriðjudagur 1. apríl 1958 A Jón Baldvinsson Milliþinganefrsdin frd 1931 Jón Þorláksson Bergur Jonsson Tryggvi Þórhallsson Pétur Magnússon Júlíus Havsteen, fyrrverandi sýslumaður: Saga kjördœmamálsins ÁRIÐ 1920 var þingmönnum Reykjavíkur fjölgað upp í 4 og kosið með hlutfallskosningu. Ar- ið 1922 var Húnavatnssýslu skipt í tvö kjördæmi, er kjósa sinn þingmann hvort þeirra. Rétt er að geta þess, að þegar konungs- kjörið var afnumið 1915, komu i stað þess 6 landskjörnir þing- menn, kosnir hlutfallskosningum. Það mun hafa verið 1917, sem Jörundur Brynjólfsson, sem þá var að mig minnir í Alþýðu- flokknum, flutti tillögu til þings- ályktunar um að skora á lands- stjórnina að undirbúa og Jeggja fyrir Vlþingi næsta frumvarp til laga um rétt- 'áta kjördæma- skipun, sem byggð sé á þeim grund- velli, að kjós- endatala hvers kjördæmis verði sem jöfnust. Tillagan var felld í neðri deild. Nýjar tillögur eftir 1930 Hinn 17. ágúst 1931 var sam- kvæmt þingsályktun skipuð 5 manna milliþinganefnd, til þtss að endurskoða löggjöfina um skipun Alþingis og kjördæma- skipunina og bera fram tillögur þar um. í nefndina voru skipaðir: Jón Baldvinssön alþingismaður, sam- kvæmt tilnefningu Alþýðu- flokksins,- Tryggvi Þórhallsson, forsætisráðherra og Bergur Jóns- son alþingism., samkvæmt til- nefningu Framsóknarflokksins og alþingismennirnir Jón Þor- láksson og Pétur Magnússon samkvæmt tilnefningu Sjálfstæð- isflokksins. Á 1. fundi nefnd- arinnar 26. ágúst bar Jón Bald- vinsson fram svofellda tillögu: „Nefndin ályktar að leggja það til grundvallar starfi sínu, að þingmannatala hinna ýmsu flokka á Alþingi verði jafnan í sem fyllsta samræmi við kjós- endafjölda þeirra". Atkvæðagreiðslu um tillöguna var ekki óskað á þeim fundi. Á 8. fundi 23. nóv. er bókað: „Tryggvi Þórhallsson gerði grein fyrir afstöðu sinni til kjör- dæmaskipunarmálsins. Taldi að kjördæmaskipun ætti fyrst og fremst að miðast við fólksfjölda, en fleira gæti þó komið til greina“. Á 10. fundi 27. nóv.: „Jón Baldvinsson lét í ljós þá skoðun, að heppilegast væri, að landið yrði eitt .tjördæmi, og þingmenn allir kosnir í einu með hiutfallskosningu“. í tillbgum þeim, sem Jón Þor- láksson bar fram er gert ráð fyr- ir, „að hver flokkur fái kosna þingmenn í hlutfalli við þann atkvæðafjölda., er hann nær við kosningar. Kjördæmaskiptingín haldist óbreytt eins og hún nú er, með þeirri breytingu einni, að tvímenningskjördæmin, sem nú eru, verði einmenningskjör- dæmi“. Auk þess uppbótaírsæti. Á 16. fundi, 14. des. lögðu full- trúar Sjálfstæðismanna fram ýt- arlegar tillögur, sem aðallega snerust um úthlutun uppbótar- sæta og skulu því ekki ræddar frekar hér. A þessum fundi lögðu Framsóknarmenn fram svohljóð- andi tillögur: Jörundur KjötverzEun í fullum gangi til sölu. Tilboð sendist afgreiðslu Morgunbl. f. laugardag 5. þ.m. merkt: Vel staðsett „8392“. Atvinna Aðstoðarmaður óskast á málningarverkstæði vort. Uppl. hjá verkstjóranum. Egill Vilhjálmsson hf. Dömur! Hin margeftirspurðu Number seven næringarkrem víta- min plus skin food extra rich, nýkomin. Ennfremur Number seven andlitsvötn (Skin freshener, tone-up Lotion.) Hreinsunarkrem (Cleansing Crem) adgkrem (Vanis- hing Crem) handáburð (Satin hand lotion) og andlits- áburður. Gjörið svo vel að líta í gluggana. Sápuhúsið Austurstrœti 1 „Kjördæmaskipunin byggist í aðalatriðum á sama grundvelli og nú er,. en stigin verði spor í áttina til þess að jafna ósamræmi það, sem orðið hefir síðari árin. Landskjör verði lagt niður Hins vegar verði sex þingsætum varið til að jafna ósamræmið, sem er á kjördæmaskipxininni, eftir því sem samkomulag verð- ur um“. Tillögur Jóns Baldvinssonar Á 19. fundi 19. des. lagði Jón Baldvinsson fram svohljóðandi tillögur: „Ég hefi af hálfu Al- Þriðja grein þýðuflokksins stungið upp á þeirri kosningatilhögun á 10. fundi nefndarinnar að alþingis- menn séu allir kosnir rpeð hlut- fallskosningu í einu lagi um land allt og sama kosningaraðferð við- höfð og útreikningur á kosningu sé hinn sami og nú er við lands- kjör. En þótt ég telji þessa uppá- stungu heppilega lausn málsins, hefur mér þó dottið í hug, að bera fram aðra uppástungu, um kosningatilhögun, en hún er í stuttu máli þessi: Að landinu sé skipt í sex kjördæmi. Að alþingismenn og vara- þingmenn séu kosnir í þessum sex kjördæmum með hlut- fallskosningum. Að veitt verði uppbótarþing- sæti fyrir afgangsatkvæði hvers flokks, er þau saman- lögð úr öljum kjördæmum ná meðaltölu atkvæða þess flokks, er lægsta hefur meðaltölu at- kvaéða á þingmenn". Afstaða Framsóknar Er svo reynt að verða samferða í nefndinni, en reynist með öllu vonlaust og á 26. fundi báru full- trúar Framsóknarflokksins fram svofellda tillögu: „Landskjörið verði lagt niður. Þingmannatala Reykjavíkur verði 7—8. Gull- bringu- og Kjósarsýsla og Suður- Þingeyjarsýsla verði tvímenn- ingskjördæmi, eða t. d. G. K. skipt í tvö kjördæmi. Siglufjörð- ur .verði sérstakt kjördæmi". Jón Baldvinsson lét þegar í ljós, að þar sem tillögur Fram- sóknarflokksins gengu í öfuga átt við tillögur hans á 19. fundi nefndarinnar, gæti hann eigi fall- izt á þær. Á 27. fundi lýsa full- trúar Framsóknarflokksins yfir, að' þeir geti hvorki átt samleið með Jóni Baldvinssyni né með fulltrúum Sjálfstæðisfiokksins Álit Sjálfstæðismanna Þá segja fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í nefndaráliti sínu að lokum m. a.: „Tillaga Framsókn- arflokksins, sem kom fram á 26. fundi nefndarinnar og skráð er hér að framan, felur ekki í sér neina umbót frá núverandi til- högun í þá átt að tryggja það, að þingið verði rétt mynd af skoðunum og vilja kjósendanna í landinu. Uppástunga Alþýðuflokksins um að gera landið allt að einu kjördæmi með hlutfallskosning- um eftir svipuðum reglum eins og nú er fylgt við landskjör, hefir í okkar augum sérstaklega þann galla, að kynni kjósenda af frambjóðendum verði óhæfilega lítil. — Kosningin yrði að vera l svo að segja eingöngu flokks- bundin, án þess að persónuleg kynni kæmu til greina, nema að því er snertir örfáa forustumenn úr hverjum flokki. Hins vegar höfum við lýst yfir því í nefndinni, að við myndum til vara eða til samkomulags geta fallizt á uppástungu Alþýðu- flokksins um hlutfallskosningar í 6 hlutfallskjördæmum. Umsögn Jóns Þorlákssonar Hvernig þessum málum lyktaði á Alþingi, þar sem stóðu saman Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæð- isflokkurinn gegn Framsóknar- flokknum, segir hinn merki al- þingismaður Jón Þorláksson, sem þá var formaður • Sjálfstæðis- flokksins, í niðurlagi fylgiritsins við nefndaráliti fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í milliþinganefnd inni um skipun Alþingis og kjör- dæmaskipunina: „Breyting sú á stjórnarskrá Is- lands, sem samþykkt var við 2. umr. í efri deild Alþingis á vetr- arþinginu 1931 fór í þessu efni ekki lengra en það, að nema burt úr stjórnarskránni það bann gegn hlutfallskosningum, sem þar er nú, nema burt ákvæði, sem er til hindrunar réttri skip- un þingsins, og er einsdæmi í stjórnarskrá lýðræðisríkja í Norð urálfunni og líklega þó leitað sé um allan heim.“ Þessari framúrskarandi hóf- legu ákvörðun efri deildar var svo svarað með fautalegri mis- beiting ráðherravaldsins — þing- rofinu. „Komandi ár“ Jónasar Jónssonar Framkoma Framsóknarflokks- var þeim mun curðulegri, þar sem fyrrv. ráð- herra og alþing ismaður, Jónas Jónsson, sem þá var formað- rr flokksins, Oafði í stjórn- málariti sínu, „Komandi ár“, þar sem höf- undurinn ræð- ir um löggjöf, stjórn og fjármál, á bls. 51 og 52 í þættinum „Stjórn“ sagt svo: „Hinsvegar mætti greiða götu glöggrar flokksmyndunar á ýmsan hátt, en með engu fremur en að stækka kjördæmin og beita hlutfallskosningu. Þá koma stefnurnar fram ifremur en einstaklingsáhrif, ætt- jarfylgi eða fjármagn. Ef 3—4 sýslur væru í sama kjördæmi og I kosið með hlutfallskosningu, reynir miru»a á „síðustu atkvæð- in“ úrskurð þeirra andlegu ó- myndugu, sem fluttir eru í bif- reiðum á kjörstaðinn, eins og sauðir til slátrunar. Ulutfallskosning tryggir rétt minni hlutans. Með hlutfalls- kosningu í stórum kjördæmum má a. m. k. fyrirbyggja algerðan sigur byggðan á dómi hinna óhæfu“. Stjórnarskrárbreytingin 1934 Þrátt fyrir^ingrof Framsókn- arflokksins lögðu hinir flokkarn- ir tveir ekki árar i bát og hafðist sú breyting á stjórnskipunarlög- unum frá 18. maí 1920 í gegn 1934, að 26. gr. stjórnarskrárinn- ar var þannig breytt: „Á Alþingi eiga sæti allt að 19 þjóðkjörnir þingmenn kosnir leynilegum kosningum, þar af a. 32 í einmennings- og tví- menningskjördæmum þeim sem nú eru. Kosning þeirra-Ar óhlut- bundin. Skipta má tvímennings- kjördæmum með lögum. Deyi þingmaður skal kjósa þingmann í hans stað. b. 6 í Reykjavík. Kosning þeirra sé hlutbundin. Jafn margir varamenn skulu kosnir samtímis og á sama hátt. c. Allt að 11 þingmenn til jöfn- unar milli þingflokkanna, svo að hver þeirra hafi bingsæti i sem fyllstu samræmi við atkvæða- tölu sína við almennar kosning- ar o. s. frv.“ Alls er frumvarpið í átta grein- um, sem ekki er ástæða til að taka upp allar hér, en auk fram- antaldrar breytingar voru helztu ins í þessu máli breytingar aðrar þær, að kosn- ingarétturinn og kjörgengi til Alþingis var færður úr 25 ara lágmarksaldri ofan í 21 ár eða eldri. Enn hélt Framsóknarflokkur- inn dauðahaldi í ófrjálslega bannið við hlutfallskosningum nema í Reykjavík og nuddaði uppbótarþingsætunum úr 12 of- an í 11, sem reyndar minna máli skiptir. Ný stjórnarskrárbreyting 1942 Á Alþingi 1942 lagði Alþýðu- flokkurinn fram frumvarp til stjórnskipunarlaga, þar sem farið er fram á að 26. gr. stjórnarskrár- innar frá 1930 með áorðinni breytingu 1934 sé enn breytt í frjálslegra og réttlátara horf, hvað kosningar til Alþingis snerti þannig: „Á Alþingi eiga sæti allt að 54 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegum kosningum þar af: a. 8 þingmenn í Reykjavík. Kosning þeirra er hlutbund- in. Jafnmargir varamenn skulu kosnir samtímis og á sama hátt. b. 8 þingmenn í kaupstöðum utan Reykjavíkur, þeim sem nú eru, einn fyrir hvern kaup- stað. c. 27 þingmenn í þeim einmenn- ings- og tvímenningskjördæm- um, sem nú eru, öðrum en kaupstöðum. Skal kosningin vera hlutbundin í tvímenn- ingskjördæmum og jafnmarg- ir varamenn kosnir samtímis og á sama hátt. Deyi þingmaður, kosinn í einmenningskjördæmi, eða fari á kjörtímanum, þá skal kjósa þingmann í hans staS fyrir það sem eftir er kjör- tímans. d. Allt að 11 þingmenn til jöfn- unar milli þingflokka, svo að hver þeirra hafi þingsæti í sem fyllstu sambræmi við at- kvæðatölu sína við almennar kosningar. Rétt er flokknum að hafa landlista í kjöri vi8 almennar kosningar, enda greiði þá kjósendur atkv. ann- aðhvort frambjóðanda I kjör- dæmi eða landlista".-------- Úr framsöguræðu Ásgelw Ásgeirssonar Flutningsmaður og framsögu- maður meirihluta nefndar, sem fékk málið til meðferðar var Aa- alþingismaður, nú forseti Is- lands, og fórust honum m. a. þannig orð I framsöguræðu: „Fjölgun fólka í landinu og til- flutningur tll sjóþorpa og kaupstaða er svo mikill, að Asgeir það er ekki undarlegt, þó að það þurfi að breyta reglum um kjördæmaskipun oftar en einu sinni. Með breyting á stjskr. 1933 er þessi meginregla viður- kennd sem regla, er eigi að gilda. Og ég hygg, að sú regla hafi a. m. k. orðið teóretisk rétt, að þingmannatala flokka ætti að verh í sem beztu samræmi við atkvæðamagn við kosningar. Við leggjum til, að þingm. verði fjölgað um 2 í Reykjavík og um 3 alls í öðrum kaupstöðum með því að tekin verði upp ný kjör- dæmi, sem sé Akranes, Siglu- fjörður og Norðfjörður, tvö þessl nýju kjördæmi yrðu sæmilega stór, en þriðja kjördæmið yrði nokkuð lítið, þó ekki lítilsverð- ara heldur en sum smærri kjör- dæmin eftir núverandi kjör- dæmaskipun. Og ef hlutfalls- kosningar aukast t. d. eins og hér er gert ráð fyrir, þá eru hér tvenns konar tryggingar fyrir því, að meirihlutinn ráði meir en áður við kosningaúrslit og bar með á þingi og eins hitt að minni- hl. fái aðstöðu til að gera sig gildandi. En þetta hvort tveggja þarf að tryggja í lýðræðislandi, bæði rétt meirihl. og eins rétt minnihl. En það verður ekki gert með annarri reglu en þeirri, að sem réttast hlutfall eigi sér stað í úthlutun þingsæta, miðað við atkvæðaf j ölda“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.