Morgunblaðið - 01.04.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.04.1958, Blaðsíða 6
6 MORGVNBL ÍÐIÐ Þriðjudagur 1. april 1958 Þjóðleikhúsið: Listdanssyning Þrir ballettar eftir Erik Bidsted Hljómsveitarstjóri Ragnar Björnsson Guðiún Sigurðardðttir - minning ÞAÐ var vissulega vel ráðið og Þjóðleikhúsinu mikið happ er þa8 fékk hingað haustið 1952 þau hjónin Erik Bidsted, ballettmeist- ara, og frú Lise Kæragaard, til þess að kenna hér listdans. Hafa þau unnið að kennslunni af frá- bærum áhuga og dugnaði, enda árangurinn orðið furðulegur, eins og listdansinn s. 1. föstudagsvöld staðfesti svo glæsilega. Ballettana þrjá, sem sýndir voru, hefur Bidsted samið og eru þeir hver öðrum skemmtilegri og fegurri. „Ég bið að heilsa“, sem byggð- ur er á hinu ljúfa kvæði Jónasar Hallgrímssonar, með sama nafni, hefur verið sýndur hér áður og hlaut þegar miklar vinsældir, enda hefur höfundinum tekizt undravel að samræma dansinn þessu yndislega kvæði og tónlist Karls O. Runólfssonar, sem hefur að ívafi hið snotra lag Inga T. Lárussonar við kvæðio, fellur einkar vel að efninu. — Baldvin Halldórsson fer með hlutverk skáldsins, af mikilli smekkvísi og dansinn var unaðslegur, mjúk- ur og heillandi. Lise Kæregaard dansar hlutverk „stúlkunnar“ og Bidsted hlutverk „þrastarins" og var dans þeirra mjög hrífandi, sem vænta mátti. Og aðrir dans- endur létu ekki sitt eftir liggja. Má sérstaklega nefna fagran dans „vorvindanna", þeirra Irmy Toft, Guðnýjar Pétursdóttur og Guð- nýjar Friðriksdóttur. — Leik- tjöldin við þennan ballett hefur Magnús Pálsson gert og eru þau prýðilega gerð og falla vel að anda Ijóðsins. „Brúðubúðin“ er bráðskemmti- legur ballett, saminn af ágætri hugkvæmni, fullur af gleði og gáska og ytri búnaður hans af- burðagóður. Þarna kemur manni margt sk'emmtilega á óvart, svo sem „kettirnir", sem þær Ingunn Jensdóttir og Elsa Pétursdóttir dansa einkar vel og þá ekki síð- ur svertingjarnir litlu, sem velta skyndilega fram á sviðið og dansa af mestu prýði. Þá eru brúðu- dátarnir, þau Anna Guðný Brandsdóttir og Helgi Tómasson mjög skemmtileg og Bryndís Schram heillaði alla með yndis- þokka sínum, glettni og léttum dansi i hlutverki sjóliða. Erik Bidsted dansar Pierrot listilega og með skemmtilegu látbragði og svipbrigðum. Lise Kæregaard dansar Kolumbine og danski ballettdansarinn John Wöhlk, sem er gestur Þjóðleikhússins, dansar Harlekin. Er dans þeirra beggja mjög skemmtilegur. — Tónlistina við ballettinn valdi Jan Moravek. Síðasti ballettinn, sem sýndur NÝLEGA hafa birzt hér í dálk- unum tveir pistlar með ráð leggingum frá fróðum mönnum um hirðingu olíukyndingartækja og aðgerðir til að minnká hitun- arkostnað húsa. Velvakanda virðist, að hér sé um merkt mál- efni að ræða, og því birtir hann hér bréf, þar sem fyrst er rætt nokkuð um það, sem áður hefur verið minnzt á, en síðan bent á ný atriði: skort á einangrun í þaki ýmissa húsa o. fl. * „Væntanlega verður þess ekki langt að bíða, að byggingu reyk- háfa verður veitt meiri athygli en nú er. Ekki er mér kunnugt um, að t. d. húsameistarinn ráð- færi sig við þann, semteiknarmið stöðvarkerfið, um það, hvað reyk háfurinn eigi að vera víður, eða hvort fyrirhugað sé að tengja við hann einn eða fleiri katla, þótt hér sé um að ræða svo mikilsvert atriði, að úrslitum ræður um við- unandj brennslu. Af því, sem áður hefur sagt verið, má ljóst vera, að ásig- komulag reykháfs, ketils og olíu brennara er svo nátengt, að skoða verður þetta sem eina óaðskiljan lega heild, og þá fyrst, er húsa- teiknarinn og miðstöðvarverk- fræðingurinn gera sér grein fyr- ir þessu, er unnt að finna viðun- andi lausn á þessu mikilvæga máli. Flestum þeim, sem hafa byggt sér hús, er það kunnugt, að af hálfu yfirvaldanna er haft eftir- lit með ýmsu því, er bygginguna varðar, og er þetta gert til þess að tryggja eigandann fyrir marg víslegum skakkaföllum. Þótt var, nefnist „Tchaikovsky-stef“, er gerður við tónlist Tchaikov- skys, er Jan Moravek hefur einnig valið. Er ballett þessi gull- fallegur eins og tónlistin, sem hann er saminn við. — Þarna dansar fjöldi fagurra meyja, sem svífa um sviðið léttar og heill- andi eins og loftdísir. Þá dansa þar einnig frú Kæregaard, John Wöhlk og Bidsted af mikilli list. Sýning þessi var um flest frá- bærlega góð og má kallast undra- vert að sjá hér á sviði jafnfág- aða listdanssýningu að mestu með íslenzkum dansendum, þeg- ar þess er gætt hve'rsu ung þessi listgrein er hér, — og ber vissu- lega að þakka ballettmeistarán- um og konu hans þennan ágæta árangur. Sinfóníuhljómsveit fslands lék undir dansinum, en því miður var tónlistarflutningnum nokkuð ábótavant og verður víst að skrifa það á reikning hljómsveit- arstjórans, Ragnars Björnssonar. Mjög leitt var og að sjá á þess- ari glæsilegu sýningu marga auða bekki í húsinu. Sigurður Grímsson. Þrjú jafntefli i röð í HEIMSMEISTARAKEPPN- inni í skák, sem fer fram í Moskva milli heimsmeistarans- Vassily Smyslovs og áskorand- ans Mikhael Botvinnik fyrrver- andi heimsmeistara er lokið 9 skákum og standa leikar 6 vinn- ingar fyrir Botvinnik en 3 fyrir Smyslov. f áttundu skákinni varð jafntefli eftir 40 leiki og í níundu einnig í 40. leik. Botvinnik hefur unnið fjórar skákir (l.,2., 3. og 6.) Smyslov hefur hins vegar unnið eina, þá fimmtu, hinar urðu jafnt. Til þess að sigra þarf Botvinnik 6Vz vinning í viðbót, en Smyslov þarf 9 til viðbótar til sigurs. Tefldar verða 24 skák- ir. þetta takist misjafnlega stund- um, eru þeir sjálfsagt fáir, sem væru fylgjandi því, að slíkt eft- irlit væri lagt niður með öllu. Hins vegar eru þegar margir, sem líta svo á, að fullkomnara eftirlits og leiðbeininga sé þörf. Á þetta einkum við um einangr- un húsanna. Það er ekki fullnægj andi að hugsa aðeins um einangr- un veggja og-glugga, og skal hér tilfært dæmi þessu til sönnunar. Fyrir h.u.b. 2 árum keypti máður nokkur efri hæð í tveggja hæða húsi. Útveggir hússins eru einangraðir með 2 þuml. korki og þrefalt gler í gluggum. Er því óhætt að segja, að þetta hús sé í fyrsta flokki, hvað þessa einangrun snertir.. Ekki hafði hinn nýi eigandi búið lengi þarna, þegar hann varð þess var, að ekki var allt með felldu um hitann í íbúðinni. Kom hvort tveggja til, að hann var af skorn um skammti og hitakostnaðúrinn ótrúlega mikill, enda stöðvaðist brennarinn ekki, ef beðið var um meira en 75 stiga vatnshita. Húseigandinn leitaði nú úrbóta á þessu vandamáli. Hann skipti um ketil og fékk sér annan, sem hægt var að kynda í 90 stig. Þegar þetta reyndist einnig ófullnægj- andi hiti, var hafin rannsókn á þessu merkilega fyrirbrigði. Og sérfræðingurinn, sam hafði mái- ið til meðferðar, upplýsti, að or- sakirnar væru tvenns konar: Ofnarnir hitnuðu ekki eðli- lega. Öllu verra væri þó, að loftið í íbúðinni væri óeinangr að. Þetta taldi hann vera furðu- leg mistök og benti á, að væri hitatap um veggi áætlað % væri hitatap um loft %. Væri því talin f DAG verður til moldar borin frá Fossvogskirkju, frú Guðrún Sigurðardóttir, sem andaðist í sjúkrahúsinu Sólvangi, Hafnar- firði, 23. marz s. 1. Hún var fædd 3. okt. 1876, að Saurbæ í Ölfusi. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Gissurarson og Guðrún Ögmundsdóttir og voru þau af góðum bændaættum, vel gefin dugnaðarhjón. Þau áttu 9 börn og var Guðrún yngst þeirra og eru nú öll dáin nema Jón Sigurðsson járnsmiður, alþekkt- ur dugnaðarmaður. Á barnmörgum heimilum í þá daga var oft þröngt í búi hjá fátæku bændafólki, og urðu all- ir að fara að vinna svo fljótt sem getan leyfði og varð Guðrún, ung að aldri að fara að vinna fyrir sér. Guðrún hafði mikla löngun til að mennta síg, en þá voru tæki- færi efnalítilla stúlkna ekki mörg, en þrátt fyrir það hafði hún einhver ráð að sækja Kvenna skólann í Reykjavík. Á því tíma- bili hélt hún tíl hjá Einari Finns- syni járnsmið og konu hans Vig- dísi Pétursdóttur og oft minntist hún þessara ágætu hjóna og hve lærdómsríkt það var að dvelja á því myndar- og menningar- heimili. Árið 1902, 8. okt., giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Sigurði Guðmundssyni pípulagn- ingameistara, og hafa þau síðan verið búsett hér í bæ. Börn þeirra voru þrjár dætur og þrír synir. Eina dóttur misstu þau 14 ára gamla. Hin börnin eru Ingi- gerður, húsfrú, búsett i Reykja- lundi, Katrín, húsfrú, Sigurður, pípulm., Sæmundur málarameist ari og Guðmundur trésmíða- meistari, sem öll eru gift og bú- sett hér í bæ. Á bezta skeiði ævinnar varð hún fyrir miklum veikindum, sem lögðu þá þungu raun á hana að missa heyrnina, en þrátt fyrir þetta áfall bar hún hlutskipti sitt með fádæma þreki og æðru- ástæða til þess að einangra veggi, væri nauðsyn á því að einangra loft. Raka á lofti íbúðarinnar hafði húseigandinn hins vegar varizt með því móti, að hann lét þakgluggana standa opna. Þegar nú húseigandinn, sem er framsýnn athafnamaður, hafði látið einangra loftið, varð árang- urinn sá, að nægilegur hiti þótti í ibúðinni með 60 stiga vatnshita, og auk þess hélzt hitinn ótrúlega lengi miðað við það, sem áður hafði verið. Reyndar er þetta gömul saga, sem alltaf er að endurtaka sig. Hvað eru þau hús mörg á hita- veitusvæðinu, sem eru með vel einangraða þakhæð? Og hvað eru húsin mörg, sem hitaveitan er lögð í þannig, að vatnið renni ekkifyrstí ketilinn? En þegar það er gert veldur það ástæðulausum aukakostnaði, vegna afkælingar í sjálfum katlinum, bæði út í miðstöðvarklefann og út í reyk háfinn. Þessum spurningum væri efalaust mögulegt að svara. Hins vegar væri öllu erfiðara að svara þvi, hve mörgum milljónum við sóum árlega vegna hirðuleysis og vanþekkingar þeirra, sem ættu að vera ráðgefandi um þessi mál. Til leiðbeiningar þeim, sem olíu brenna og athuga vilja hvort kyndingartæki þeirra séu í lagi, skal þess getið, að miðað við 150 ferm. íbúð og einfalda glugga, ætti hæfilegur árshiti að kosta nálægt kr. 3,300.00 til 3,900.00, miðað við núverandi olíuverð. Og hafi menn grun um, að ekki sé allt með felldu um kostnaðinn, hafa olíufélögin boðizt til þess að veita aðstoð sína, enda hafa þeir til þess sérstaka menn, sem hafa yfir að ráða margvíslegum mæli tækjum. —Á.“ leysi, og með eigin ásetningi og næmleik lærði hún fljótt að lesa mál af vörum fólks og svo leik- in var hún í því, að margir, sem komu á heimil( hennar og um- gengust hana ekki að staðaldri, höfðu ekki hugmynd um heyrn- arleysi hennar. Að eðlisfari var hún glaðlynd og hélt þeim eig- inleika til hinztu stundar. Hún var greind kona og las mikið, enda var hið prentaða mál henn- ar heimur, því fylgdist hún vel með öllu bæði veraldlegu og and- legu. Einn ríkasti þáttur í lífi hennar var gjafmildin og hjálp- semin og kom það fram á marg- an hátt. Þó efni væru oft lítil og mannmargt í heimili, gat hún ávallt miðlað, gefið og hjálpað þeim, sem þess þurftu. Aldrei var svo lítið rúm á heimili henn- ar, að hún gæti ekki bætt viS sig barni, ef þess var þörf, og því var það að oft dvöldu á heimili þeirra börn um lengri eða skemmri tíma. Sannaðist þar mál- tækið: Þar sem er hjartarúm þar er einnig húsrúm. Þó er mér minnisstæðast atvik fyrir mörgum árum. Guðrún var þá stödd á heimili mínu á ísa- firði. Þar lá danskt skip, sem flytja átti grænlenzkt fólk milli staða í Grænlandi. Kvöld eitt förum við um borð í skipið að sjá þessa sjaldgæfu ferðalanga. Á þilfarinu sat gömul kona meí> litla telpu í kjöltu sér. Guðrún veitti því fljótt eftirtekt að þær voru kuldalegar, illa búnar að fatnaði. Hún klæðir sig úr nýrri peysu, sem hún var í og færir gömlu konuna í hana, ekki þótti henni þetta nóg, eitthvað varð litla telpan að fá. Farið var í flýti heim og útbúinn fataböggull og lagt aftur á stað um borð í skipið. Voru þau þá komin und- ir þiljur, en ekki var hætt, fyrr en gamla konan og telpan voru fundnar og böggullinn kominn í réttar hendur. Þeirri gleði og þeim ljóma, sem lýsti sér í and- litum beggja, er ekki hægt að lýsa með orðum, slíkt er ógleym- anleg sjón sjáandans. Guðrún var með afbrigðum trygglynd og frændrækin, enda vinmörg skyldra og óskyldra. Ástvinum sínum var hún kær- leiksrík og umhyggjusöm og nú á seinni árum voru yngstu af- komendur hennar, barna- og barnabarnabörn, sólargeislar ævi- kvöldsins. Hún naut líka mikils ástríkis eiginmannsins og annars venzlafóíks í ríkum mæli. Guðrún hafði ríka tilfinningu fyrir allri fegurð: fegurð máls- ins, fegurð og snyrtimennsku heimilisins utan og innan, blóm og fagur gróður var henni alla tíð til mikils yndisauka. Sjálf var hún með afbrigðum vandvirk og snyrtimennsku hennar var viðbrugðið. Hún unni íslenzkri náttúrufegurð og þráði alla tíð að ferðast meira um landið, en hún hafði tækifæri til. Einkum unni hún að ferðast á einhverj- um góðhesti, og þá var eins og þróttur hestsins og tign umhverfis ins ræki alla líkamlega vanlíðan á burt. Ég á þessari góðu og mikil- hæfu konu mikið að þakka. Ég minnist þess er ég fyrir 35 árum tengdist heimili þeirra hjóna og Framh. á bls. 15 sfcrifar ur daglega lifinu j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.