Morgunblaðið - 02.04.1958, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 2. apríl 1958
MORGVlSfíLAÐlb
11
Ráðleysi og ósamkomulag stjórn-
arflokkanna lamar efnahagslífið
Sjálfstœðismenn lögðu grundvoll að
blómlegri fjármálaþróun
Hvað er framundan?
JÓHANN HAFSTEIN, banka-
stjóri, talaði um stjórnmáiavið-
horfið á fundi fulltrúaráðs Sjálf-
stæðisfélaganna í gærkveldi. —
Fara hér á eftir aðalatriðin úr
ræðu hans:
Oft er það að vísu svo, að
erfitt er að gera sér nákvæma
grein fyrir viðhorfunum í ís-
lenzkum stjórnmálum. En þó
held ég, að núverandi valdhöf-
um hafi tekizt að seiða meiri
þoku óvissu og ráðleysis inn á
svið íslenzkra stjórnmála en
dæmi eru til.
Ber margt til, sem síðar skal
að vikið, en þó einkum tvennt:
1. Gefin eru skelegg og hátíð-
leg fyrirheit um afstöðu og
ráðagerðir ríkisstjórnarinnar,
sem síðan eru gjörsainlega
að vettugi virt.
2. Stjórnarflokkarnir þrír eru
sí og æ í innbyrðis deilum
í málgögnum stjórnarflokk-
anna, einmitt um þau mál-
in, sem mestu skipta og
stjórnarsamstarfiö átti að
grundvallast á.
Ástondið í stjórnorheibúðunum
Vélfrétt Alþýðublaðsins
Þarf ekki annað en líta yfir
stjórnarblöðin síðustu dagana,
— einmitt þegar þess var helzt
von, eftir hina löngu þingsetu,
frá því í byrjun október, að
nokkurt samkomulag hefði þó
tekizt í hinum stærstu málum,
— til þess að lenda inni í miðj-
um þokumekkinum.
1 forustugrein Alþýðublaðsins
sl. laugardag segir:
„Síðan Alþýðublaðið birti þá
fregn nú í vikunni, að sennilega
yrðu reyndar einhverjar nýjar
leiðir til lausnar efnahagsvanda-
málunum, hafa að vonum margir
um það spurt, hverjar þær leiðir
væru. Þjóðviljinn hefir haldið
því statt og stöðugt fram að und-
anförnu, að Framsóknarmenn
vilji nú algerlega brqyta um
stefnu í þessum efnum og fara
gengislækkunarleiðina. Hins veg-
ar hafa kommúnistar sjálfir
haldið því fram, að ekki væri
ástæða til neinnar breytingar,
efnahagsmálin væru í fullkomnu
lagi, uppbótarkerfið mundi leysa
allan vanda hér ei'tir sem hing-
að til, án þess að leitað væri
nýrra ráða.
Þótt Þjóðviljinn og kommún-
istar líti svo óraunhæft á vanda-
málin sem raun ber vitni, dylst
engum, sem með fullri dómgreind
svipast um á þjóðarbúinu, að hið
mesta öngþveiti ríkir í efnahags-
málunum.-------
-----Því telur Alþýðuflokk-
urinn rétt, að breytt veröi því
kerfi, sem nú er búiö viö, nýj-
leiðir reyndar, eöa a. m. k.
nýtt form, en hins vegar veröi
gengið ekki fellt. Enginn
skyldi ætla, að hér sé um
nein töfrabrögö að ræöa.-----
— Leiðir verður að finna, og
það raunhæfar ieiðir.“
1 framhaldi af þessu segir
svo í forustugrein Alþýðu-
blaðsins næsta dag, sunnudag-
inn 30. marz:
„Flestir sanngjarnir menn
munu líta svo á, að Alþýðu-
flokkurinn geri skyldu sína
við land og þjóð með því að
hafa stefnu í efnahagsmálun-
um. Hún verður kannske um-
deilanleg. En byrjunin er samt
að láta sér detta eitthvaö í
hug-------“
Þá veit maður það! Eftir nærri
tveggja ára 'stjórnarsetu hefir
þessum stjórnarflokki dottið í
hug að byrja á því að láta sér
detta eitthvað í hug.
Gengislækkun afturhaldsins!
I forustugrein Þjóðviljans á
sunnudag segir:
„Það er opinbert leyndar
mál að sterk öfl í Alþýðu-
flokknum hafa mjög verið inn
á gengislækkunarboðskap aft-
urhaldsins í Framsókn, þótt
þau muni trúlega lúta í iægra
haldi vegna óttans við afstöðu
verkalýðshreyfingarinnar og
Alþýðubandalagsins.------
Það situr sannarlega sízt á ráð-
leysingjum Alþýðuflokksins að
vera með hnútukast í garð ráð-
herra Alþýðubandalagsins í sam-
bandi við þessi mál. Þeirra fram-
lag er vissulega ekki svo burðugt,
að þeir hafi efni á því.
En ef Alþýðuflokkurinn býr
yfir vizkusteininum, hvers vegna
skyldi þá Alþýðublaðið aðeins
fara með hálfkveðnar vísur í stað
þess að botna þær og kynna al-
menningi góðgætið, sem flokkur-
inn ætlar að leggja á borð al-
mennings.“.
Þetta voru smávegis kveðjur
milli stjórnarflokkanna um af-
stöðu þeirra hvers um sig í efna-
hagsmálunum.
Málið, sem ekki var nefnt
Svo koma varnarmálin. Komm
únistar boða til funda til þess
að krefjast að herinn sé látinn
fara úr landi. Um það segir Al-
þýðublaðið í rammagrein á 1.
síðu 29. marz:
„Kommúnistar halda nú
uppi hávaðasamri baráttu fyr-
ir því, að varnarliðið verði
látið hverfa úr landi. — —
Menn, sem kunnir eru gangi
mála, hafa í þessu sambandi
varpað fram þeirri spurningu,
hvort kommúnistum sé nokk-
ur alvara í þessu máli. Þeir
tefla að vísu peðunum fram
og hafa hátt, en ekki er vitað
til, að ráðherrar þeirra hafi
í eitt einasta skipti nefnt mál-
ið innan ríkisstjórnarinnar,
síðan hún var mynduð. Þeir
virðast ekki telja það þess
virði. Þvert á móti lýstu ráð-
herrar þeirra yfir á Alþingi,
að þeir væru samþykkir frest-
un á samningum um dvöl
varnarliðsins í desember 1956
„í nokkra mánuði“ — en síð-
an ekki söguna meir. Þing-
mönnum kommúnista virðist
vera litlu meiri alvara í mál-
inu.“
Meðan þessu fer fram yrkir hið
kommúníska kraftaskáld, Jakob-
ína Sigurðardóttir, afmælis-
drápu til stjórnarliðsins, sem
Þjóðviljinn er svo smekklegur
að birta á tveggja ára afmælis-
degi álytkunarinnar frá 28. marz
1956 um brottför hersins:
„Aumingja íslenzki hundur,
sem áttir að reka úr túninu
illan, óboðinn gest, —
hvað hefir orðið af þér?
Ertu hættur að gelta?
Illa fer þér um flest.“
Framhaldið er eftir upphaf-
inu, en fyrirségn ljóðsins: „Svik-
arinn“.
Áhuginn á 15 togurum
Þjóðviljinn svarar að vísu fyr-
ir sig í sunnudagsblaðinu, í for-
ustugrein. Þar er ekki rætt um
varnarmálin, heldur minnt á lof-
orð ríkisstjórnarinnar um að
festa kaup á 15 nýjum togurum.
Og þar fær Alþýðuflokkurinn
sína sneið, með þessum orðum:
„Enginn hefir a. m. k. orð-
ið var við áhuga af hans hálfu
.fyrir því, að við þetta fyrir-
heit verði staðið, nema síður
sé.“
Hvorki má veiðast né spretta
Hvað má svo ráða af öllu
þessu? Er stjórnin að springa,
— sprungin, — eða situr hún ef
til vill enn um hríð, þrátt fyrir
allt? Hví ekki fram yfir síld-
veiðitímann, spyrja sumir? Það
kynni að veiðast, ástandið lag-
ast. En þá kemur Alþýðublaðið
á sunnudag og segir, að það séu
„nú hagsmunir ríkisvaldsins, að
ekki veiðist of mikið.“ Og þetta
segir Alþýðublaðið eftir að fjár-
málaráðherrann, Eysteinn Jóns-
son, er búinn að hafa sig allan
við í haust að telja lélegan afla
á síðastliðnu ári eina meginor-
sök efnahagsörðugleikanna. —
Grein Alþýðublaðsins á forsíðu
er hins vegar með stórri fyrir-
sögn, er hljóðar svo:
„Mikil síldveiði mundi
sennilega gera íslenzka ríkið
gjaldþrota.“
Ennfremur:
„Niðurgreiðslurnar eru orðn
ar svo mikil byrði fyrir hið
opinbera, að það er beint hags-
munamál rikisins, að ekki
berist mjög mikill fiskur á
land og ekki spretti til dæm-
is of mikið af kartöflum.“
Ja, hver skyldi hafa trúað því,
að mennirnir, sem lofuðu ltjós-
endum fyrir kosningarnar 1956
varanlegum úrræðum í efna-
hagsmálunum, skyldu vera komn
ir í slíka sjálfheldu eftir tæp
tvö ár að það má hvorki fiskast
né spretta — en þó segja sumir
að ekki sé heldur gott, ef verða
skyldi of mikill aflabrestur.
Fyrir þing------
fyrir jól-----
fyrir páska
Þegar ríkisstjórnin lagði fjár-
mánuði. Síðan núverandi
stjórn tók við og til síðuslu
áramóta var heildaruppliæð
lánanna 67,2 millj. kr., eða um
3,7 millj. kr. að meðaltali á
mánuði.
Stofnun veðlánakerfisins til
íbúðabygginga er merkur arfur,
sem bæði núverandi stjórn og
aðrir eftirkomendur taka við,
og bera mun góðan ávöxt.
Verðlagsþróunin
Núverandi stjórnarliðar vilja
kenna sig við einhverja „verð-
stöðvunarstefnu", sem þeir kalla
svo. Sjálfstæðismenn eru sakaðir
um að hafa komið af stað verð-
bólgufaraldri og óhóflegri fjár-
festingu, sem vera á orsök þess,
hversu efnahagsmálunum er nú
illa komið.
Við samanburð sést, að á
síðastliðnu ári hækkaði vísi-
talan um 5 stig eða meira en
á öllu timabilinu frá því í
desember 1952 og þangað til
í marz 1955, en upp úr því fara
áhrif verkfallsins mikla á því
ári að segja til sín. Áður var
núverandi stjórn búin að
svipta launþega 6 stiga vísi-
töluhækkun á laun, haustiö
1956. Þá hefir Hagstofan reikn
að út, að vísitalan sé nú greidd
niður um 9 stig, en auðvitað
er fjár til þeirrar niður-
greiðslu m. a. aflað frá al-
menningi.
Jóhann Hafstein
lagatrumvarpið fram í byrjun
þings í haust, sagðist hún ekki
vera tilbúin að benda á leiðir í
efnahagsmálunum, af því að
henni hefði ekki gefizt tími til að
ræða Við þingmenn stjórnar-
flokkanna fyrir þingið um úr-
ræðin. Því átti þó að vera lokið
fyrir áramót. Hvernig fór? Þing-
ið fór í jólafrí jafnnær um
lausn efnahagsmálanna.
Þegar þingið kemur aftur sam-
an í febrúar er stjórnin enn ekki
tílbúin. Sjálfstæðismenn stinga
þá upp á, að þinginu sé frestað,
þar til stjórnin hafi einhverjar
tillögur að gera. Þær voru þá
boðaðar í lok febrúar. Það líð-
ur fram í marz. Koma tillögurn-
ar fyrir páska? — fara menn að
spyrja.
Nú er þingið komið í páskafrí
— og við almenningi blasir sú
mynd af skrifum stjórnarblað-
anna, sem að framan getur.
íhaldsariurinn
Sjálfstæðismenn hafa alvar-
lega varað við, hversu geigvæn-
lega hefir hallað undan fæti í
efnahagsmálum þjóðarinnar síð-
an núverandi ríkisstjórn tók við
völdum. Þótt hún hafi setið
nærri tvö ár, er hún og stuðnings
lið hennar þó stöðugt að reyna
að afsaka sig með því, að það
sé svo erfitt að lagfæra óstjórn-
ina eftir íhaldið, það er íhalds-
arfurinn, sem við súpum seyðið
af, segja þessir menn. Sjálfstæð-
ismenn sigldu öllu í strand. —
Þetta segja einnig Framsóknar-
herrarnir, sem voru þó í stjórn
með Sjálfstæðismönnum.
Ég tel ástæðu til þess að víkja
að nokkrum þáttum efnahags-
málanna, af þessu tilefni, eins og
þeir voru meðan Sjálfstæðismenn
voru í stjórn og má þá bera það
nokkuð saman við það, sem síð-
ar hefir orðið.
Rafvæðingin
Þegar ríkisstjórn var mynduð
undir forustu Sjalfstæðismanna,
eftir alþingiskoaningarnar 1953,
var samið um og gerð áætlun
um allsherjarrafvæðingu lands-
ins á næstu 10 árum og í upp-
hafi ráðgert, að til þess þyrfti
um 250 millj. kr.
A næstu þrem árum var
varið til þessarar rafvæðingar
um 130 millj. kr., eða meira
en helmingi þess, sem ráð-
gert var í upphafi, að afla
þyrfti á 10 árum. Framlög frá
bönkuni, er grundvölluðust á
sparif járaukningunni, námu
'im 66,7 millj. kr. og frá ríkis-
sjóði 35 millj. kr. Erlend lán
um 29 millj. kr.
Þessum ari'i tók núverandi
ríkisstjórn við á þessu sviði.
Sementsverksmiðjan
Þegar stjórn Sjálfstæðismanna
tók við í september 1953 voru
engir sjóðir til til þess að byggja
sementsverksmiðju. I stjórnartíð
Sjálfstæðismanna var aflað til
verksmiðjunnar 60—70 millj. kr.
Fiskveiðasjóður
Á árunum 1954—1956 voru
lánveitingar úr Fiskveiðasjóði
tii nýbygginga á fiskiskipum
hérlendis og erlendis og til
viðhalds bátaflotanum og
bættrar aðstöðu í landi á ann
að hundrað millj. kr.
Ný íbúðalöggjöf og lánakerfi
Sjálfstæðismenn beittu sér fyr
ir að lögfest var ný íbúðalög-
gjöf og stofnsett veðlánakerfi til
íbúðabygginga, sem síðan hefir
verið byggt á..
Afgreidd hafa verið lán frá
þessu veðlánakerfi, sem hér
segir:
Árið
1955
1956
1957
27,4 millj. kr.
63.7 — —
45.7 — —
Þess er að geta að afgreiðsla
lánanna nófst í nóvember
byrjun 1955. Frá þeim tíma og
fram að miðju ári 1956, þegar
stjórnarskipti verða, eru af-
greidd lán að upphæð 69,5
millj. kr., eða sem svarar 8,7
millj. kr. að meðaltali
Fjárfestingim
Það er rétt að Sjálfstæðismenn
beittu sér fyrir því að auka frelsi
til bygginga hóflegra íbúða og að
Fjárhagsráð var lagt niður. En
af þessum ráðstöfunum leiddi
engan hættulegan fjárfestingar-
faraldur. Orsakir þess eru allt
aðrar. Fjármálaráðherrann, Ey-
steinn Jónsson, kunni á þessu
glögg skil, þegar hann hélt fjár-
lagaræðu sína, 18. okt. 1955, en
þá sagði hann m. a.:
„Háttvirt Alþingi verður hér
að horfast í augu við afleiðing-
ar þess, sem gerzt hefir í þess-
um málum og þarf það engum á
óvart að koma svo rækilega, sem
það allt var brýnt fyrir mönn-
um s.l. vetur og s.l. vor.
Með kauphækkunum þcim,
sem áttu sér stað s.l. vor, var
brotið blað í efnahagsmál-
unum.
Fram að þeim tíma höfðum
við um nær þriggja ára skeið
búið við stöðugt verðlag,
greiðsluafgang ríkisins, lækk-
andi skatta og tolla og stórauk
inn almennan sparnað, sem
gat orðið upphaf þess, að úr
rættist þeirri „krónisku“
lánsfjárkreppu, sem við höf-
um búið við svo lengi.
En nú verða menn að horfast
i augu við síhækkandi verðlag,
minnkandi sparnað, stóraukin
ríkisútgjöld og standa nú
frammi fyrir því, að það verð-
ur ekki hægt að afgreiða greiðslu
hallalaus fjárlög, án þess að
auka ríkistekjurnar með hækk-
uðum sköttum eða tollum, eða
nýjum álögum í einhverri mynd,
í fyrsta skipti um langan tíma.“
Síðan talar ráðherrann um
nýja verðbólguöldu og segir:
„Afleiðingar þess, sem skeði á
sl. vetri, eru ekki aðeins aug-
ljósar í því fjárlagafrumvarpi,
sem hér liggur fyrir, heldur
speglast þær alls staðar í efna-
hagslífinu.
Þegar sýnt varð í vor, að efna-
hagskerfið var að ganga úr skorð
um á nýjan leik, reis fjárfesting-
aralda sú, sem byrjuð var að
rísa áður en sjálf þáttaskilin
urðu eftir verkföllin, ennþá
hærra en áður.
Segja má að við höfum í sum-
ar búið við eins konar fjárfest-
ingar-„panik“, þar sem menn láta
vinna við Ijós á kvöldum og um
nætur til þess að koma „lausu“
í „fast“, eins og það er orðað,
eða til þess að komast sem lengst
í því að koma sér upp þaki yfir
höfuðið, áður en afleiðingar
kauphækkananna í vor næðu að
koma fram að fullu í byggingar-
kostnaðinum.
Þessi „panik“, ef svo mætti að
orði komast, hefur svo vitaskuld
átt sinn þátt í því að gera ástand-
ið m”n verra en ella, aukið
Frh. á bls. 12.