Morgunblaðið - 02.04.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.04.1958, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 2. apríl 1958 MOKCVISBLAÐIÐ 19 Heildarsamtök íslenzkra lögf ræðinga stof nuð í gaer Á FUNDI lögfræðinga, sem haldinn var í Háskólanum í gær, var samþykkt að stofna Lögfræðingafélag íslands, sem verður heildar- samtök og hagsmunafélag allra þeirra sem lokið hafa embættis- prófi í lögfræði. í stjórn félagsins voru kosnir: Ármann Snævarr prófessor, formaður, Ólafur Jóhannesson prófessof, varaformaður, Theodór Líndal prófessor, Árni Tryggvason hæstaréttardómari, Einar Arnalds borgardómari, Einar Bjarnason ríkisendurskoðandi og Guðmundur Ingvi Sigurðsson fullti'úi. Undirbúningsnefnd skipuð ar ættu ekki að vera þeim síðri, Theodór Líndal prófessor setti fundinn fyrir hönd undirbúnings- nefndar, en síðan tók til máls Ármann Snævarr prófessor og gerði grein fyrir aðdraganda að félagsstofnuninni. Hann sagði að á s. 1. vetri hefðu kennarar í laga- og hagfræðideild Háskólans gert með sér samþykkt um að kanna möguleikana á stofnun heildar- samtaka lögfræðinga. Var þess síðan farið á leit við ýmis sér- greinafélög lögfræðinga, að mynd uð yrði undirbúningsnefnd. í þessa undirbúningsnefnd voru tilnefndir: Árni Tryggva- son, Baldur Möller, Egill Sigur- geirsson, Einar Arnalds, Einar Bjarnason, Þórður Eyjólfsson, Unnsteinn Beck, Theodór Líndal og Ármann Snævarr. Ræðumaður rakti það, að ýmis sérgreinafélög lögfræðinga væru starfandi. Hið elzta og stærsta þeirra er Lögmannafélag Islands, sem er hagsmunafélag málflutn- ingsmanna, þá eru félög eins og Félag héraðsdómara og Félag fulltrúa héraðsdómara og Sak- fræðingafélagið o. fl. Kvað Ár- mann Snævarr ekki ætlunina með stofnun Lögfræðingafélags íslands, að ganga inn á verksvið þeirra, heldur einmitt að styðja þau og styrkja á ýmsan hátt. Það væri líka staðreynd að nokkur hópur lagamenntaðra manna væri ekki í neinu þessara félaga og einnig að flestar aðrar há- skólamenntaðar stéttir hefðu stofnað með sér heiþlarsamtök. Taldi ræðumaður, að lögfræðing- — íþróttir Fiamhald af bls. 18. af hægt að gera óvirka. Beztir í liði Í.R. voru Pétur, Gunnlaug- ur og Hérmann. — Dómari var Magnús Pétursson. F. H. vann í fyrsta flokki Þróttur vann Víking 18 :15 Ármann vann Aftureldingu 24:20 áður, en betur má, ef duga skal. Beztir í liði þeirra voru sem fyrr Grétar og Guðmundur. Guðmund ur í markinu varði vel. Víkingsliðið féll ekki vel sam- an í þessum leik. Leikmennirnir skutu í tíma og ótíma, þó einlc- um Ásgeir; Þá létu sumir skapið hlaupa með sig í gönur, gleymdu, að þeir voru aðeins einn liður í heild, sem varð að vinna saman A laugardagskvöldið voru, ef nokkuð átti að ávinnast. Beztir leiknir 3 leikir í handknattleiks- I £ jiði Víkings voru Axel og Sig- Læknisleysi í Ausiur- Barðasfrandarsýslu HÉR í Austur-Barðastrandar- sýslu hefur verið læknislaust síðan skömmu eftir áramót. Hef— ur læknirinn í Búðardal átt að þjóna allri Austur-Barðastrandar sýslu ásamt. sínu læknishéraði. En vegurinn milli Dalasýslu og okkar héraðs hefur verið ófær síðustu mánuði vegna snjó- þyngsla. Má af því marka, hversu mikið gagn muni að lækni, sem situr suður í Hvammsfirði. Hef- ur það líka hent, að fólk í Aust- ur-Barðastrandasýslu hefur orð- ið að leigja flugvél með sig suð- ur til Reykjavíkur vegna smá- vægilegra læknisaðgerða, sem þó hefur ekki verið hægt að slá á frest. Ekki er ennþá byrjað á því að moka vegina hér vestra og ekk- ert hefur heyrst um, að Fram- sóknarmaðurinn, sem nú er þing maður Barðastrandarsýslu hafi gert minnstu tilraun til þess að bæta úr því ófremdarástandi, er ríkir í þessum málum. Barðstrendingur. þvert á móti ættu þeir að vera í fararbroddi um akademisk samtök. Margvísleg viðfangefni Undirbúningsnefndin útbýtti á fundinum frumvarpi að lögum félagsins, þar sem ýtarlega er gerð grein fyrir hlutverki þess og félagsreglum. Viðfangsefni félagsins munu verða margvís- leg, svo sem að vera hagsmuna- félag lögfræðingastéttarinnar og má nefna þar sem dæmi, að að því eru talsverð brögð, að ólög- lærðum mönnum eru veitt em- bætti, sem löglærðir verða að jafnaði að teljast hæfastir í. Myndu stjórnvöld taka meira til- lit til* mótmæla, ef þau kæmu frá heildarsamtökum lögfræð- inga. Þá má nefna verndun á akademiskum heitum stéttarinn- ar, en þess eru dæmi að undan- förnu, að ólöglærðir menn taki sér atvinnuheiti, sem gæti bent til þess að þeir væru löglærðir. Þá er þess að vænta, að félagið verði i fyrirsvari stéttarinnar gagnvart innlendum og erlendum aðiljum, að það stuðli að vísinda- legum rannsóknum í lögfræði, efni til almennra funda lögfræð- inga um lögfræðileg og félags- leg efni, styrki útgáfu lögfræði- rita og efli persónuleg kynni lög- fræðinga. Nokkrar umræður urðu á fund- inum, en fundarmenn voru sam- mála um að það væri menningar- skylda að stofna slík heildarsam- tök til ánægju, gagns og sæmdar fyrir lögfræðingastéttina. Var lagafrumvarp félagsins samþykkt á fundinum með fáeinum breyt- ingum og gengu 55 manns þegar í hið nýstofnaða félag. Auk aðalstjórnar, sem talin er að framan voru þessir kjörnir í varastjórn: Páll S. Pálsson, Gísli Einarsson, Barði Friðriksson, Sveinn Snorrason, Baldur Möller og Ágúst Fjeldsted. Endurskoð- endur voru kjörnir. Ragnar Ólafs son og Guttormur Erlendsson og til vara Eggert Kristjánsson og Vilhjálmur Jónsson. meistarmótinu. Fyrst léku Fram og F.H. í 1. fl. karla. Þó að þessi leikur væri ekki sá síðasti í 1. fl., var hann raunverulegur úrslita- leikur í þessum flokki, þar eð þessi lið voru einu liðin án taps. Leikurinn var mjög jafn lengi vel. Þegar nokkrar mínútur voru af seinni hálfleik stóð 2:2. Gekk F.H.-ingum, sem hafa mjög sterkum og reyndum einstakling- um á að skipa,illa að komast í gegnum vörn Frammara. Undir lokin náðú F.H.-ingar yfirhönd- inni í leiknum og unnu 11:15. F.H.-ingar eiga aðeins eftir einn leik og er sama hvernig sá leikur fer, þar eð ekkert annað félag getur náð þeim að stigum. Þá voru leiknir tveir leikir í mfl. karla, Þróttur gegn Víking og Ármann gegn Aftureldingu. Þróttur — Víkingur 18:15 Þróttarar náðu forystunni í byrjun leiksins og héldu henni til leiksloka, þó að oft væri mjott á mununum. Leikurinn var með harðara móti, oft nokkrar ýfing- ar milli einstakra leikmanna, pústrar og hrindingar. Það hefur sjálfsagt aukið skaphitann í leik- mönnum, að hér var verið að berjast fyrir því, að lenda ekki í neðsta sæti. Þróttarar léku nú líflegar en urður. — Björnsson. Dómari var Birgir Armann — Afturelding 24 : 20 Ármenningar náðu fljótlega forystunni og leiddu leikinn oft ast með 3 til 4 mörkum. Um miðjan seinni hálfleik náðu Aft- ureldingarmenn þó að jafna, en tókst ekki að halda í við hina lipru Ármenninga og töpuðu með 4 mörkum. Lið Ármenninga virðist fara batnandi með hverjum leik. Ný- liðarnir Ingvar, Friðrik og Magn- ús eru vaxandi menn. Þeir eru allir liprir og léttir leikmenn, og leikgleði þeirra virðist smita þá eldri og reyndari í liðiuu. í lið Aftureldingar vantaði enn Helga Jónssori. Bræðurnir Hall- dór og Tómas, sem einnig voru forfallaðir í síðasta leik, léku nú með. Tómas var meiddur í fæti er hann hóf að leika og er mjög óviðeigandi að leyfa sér slíkt. Lið Aftureldingar leikur ekki eins létt nú og í fyrstu leikjum mótsins og á því erfiðara með að opna varnir andstæðinganna. Beztir í liði þeirra voru Halldór og Reynir. — Dómari var Magn- ús Pétursson og dæmdi vel. — Viðræður Frh. af bls. 1 þess að kjarnorkutilraunum yrði hætt um allan heim. Formælandi utanríkisráðu- neytisins í London skýrði svo frá í kvöld, að sennilega mundu fyrstu undirbúningsviðræður að hugsanlegum rikisleiðtogafundi verða haldnar í Moskvu — og mundu sendiherrar vesturveld- anna og fulltrúar utanríkisráðu- neytisins rússneska taka þátt í þeim. Kozlov annar valdamestur! VÍNARBORG, 1. apríl — Krús- jeff fer á morgun til Ungverja- lands og mun verða viðstaddur hátíðahöld til minningar um „frelsun" Ungverjalands í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Almennt er talið að þetta beri vott um að Krúsjeff hyggist á engan hátt lina tökin á leppríkj- unum — og hann muni fyrir eng- an mun fallast á það að hiugs- anlegur ríkisleiðtogafundur ræði málefni A-Evrópuríkjanna. f förinni með Krúsjeff verða Gromyko, utanríkisráðherra, og þeir fyrstu aðstoðarforsætisráð- herrarnir Mikoyan og Kozlov,; sem Krúsjeff virðist hafa tekið upp á arma sína. Þykir allt benda til þess, að Kozlov sé nú orð- inn annar valdamesti maður í [ Kreml, nánasti aðstoðarmaður einræðisherrans. Olympiuferðin 1956 fþróttasýning Vilhjálms fiinarssonar í Nýja Bíó í dag kl. 5 og 7. Síðasta sinn. Stórmeistaramótin 1957 MOSKVA — ATHENA BUKAREST — WARSHAW Flestir frægustu íþróttakappar heimsins koma fram í myndunum. Fallegar litmyndir með skemmtilegum þjóðlífslýsingum. „REYKJAFOSS‘‘ Fer frá Reykjavik mióvikudag- inn 9. apríl til Vestur- Norður- og Austurlands. V iðkomustaðir: Isaf jöiður Siglufjörður Akureyri Húsavík, Raufarhöfn Noxðf jörður Reyðarf jörður Vörumóttaka á þriðjudag iii. ivxmsa.xpaieiag lslands. Ungíing vantar til blaðburðar við Hverfisgötu I Sími 2-24-80 Innilegar þakkir til allra, sem vottuðu mér vináttu I tilefni sextugsafmælis míns 21. marz s.l. og heiðruðu mig, með heimsóknum, gjöfum, heillaskeytum, hlýjum orðum og blómum. Lifið heil. Sigurjón Guðmundsson Grímsstöðu.m MAGNCS erlendsson Eskifirði andaðist í Sjúkrahúsi Neskaupstaðar 1. apríl. Börn og tengdabörn. Maðurinn minn BJARNI BJARNASON frá Patreksfirði, sem andaðist 26. f.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 2. apríl kl. 2 síðd. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Guðfinna Guðnadóttir. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför SÓLVEIGAR D. NIKULÁSARDÓTTUR Fyrir mína hönd, barna og tengdabarna Jón Ögmundsson. Jarðarför konunnar minnar, móður okkar og tengdamóður EVFEMlU VIGFUSDÓTTUR fer fram laugardaginn 5. apríl kl. 2 e.h. frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Vinsamlegast afþökkum blóm, bendum á líknarstofnanir. Einar Jónsson Miðtúni 17. börnin og tengdabörnin. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför föður okkar og tengdaföður KRISTJÁNS R. GlSLASONAR Börn og tengdabörn hins látna. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekn- ingu við andlát og jarðarför mannsins míns GUÐMUNDAR VIGFUSSONAR trésmiðs Laugaveg 42 Halldóra Gunnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.