Morgunblaðið - 02.04.1958, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ
Austan stinningskaldi,
úrkomulaust að mestu.
Ræða Jóhanns Hafsteins
Sjá bls. 11.
78. tbl. — Miðvikudagur 2. apríl 1958
Ný revía í uppsiglingu:
„Tungliðr funglið, fakfu mig
Gerisf á síðusfu og beztu límum
rr
EFTIR páska, þriðjudaginn 8.
apríl, verður frumsýnd í Sjálf-
stæðishúsinu hér í Reykjavík, ný
revía: „Tunglið, tunglið taktu
mig“ Annar revíuhöfundanna,
Haraldur Á Sigurðsson, sagði
blaðamönnum frá þessu í gær.
Nafn Haraldar Á Sigurðssonar
hefur verið nátengt revíusýning-
um og revíugerð í áratugi. Er
Haraldur tvimælalaust vinsæl-
asti revíuleikarinn hér í höfuð-
borginni. Hann hefur átt meiri
og minni þátt íþvíaðsemjarevíur
síðan 1938. Fyrsta revian, sem
hann lék í var „Spænskar nætur“
Sjálfur sagðist Haraldur í gær
ekki hafa hugmynd um hvað
hann hefði oft leikið í revíum.
Guðmundur Sigurðsson er hinn
höfundurinn að þessari nýju
revíu.
Er rabbað var fram og aftur
um revíur, sagði Haraldur, að sú
algilda regla væri jafnan við
lýði hér á landi, þegar samin
væri revía, að það eru stjórn-
málamen*irnir og stjórnmálavið-
burðir og aðrir meiri háttar at-
burðir sem eru viðfangsefnin sem
revíuhöfundarnir glíma við. Þann
ig er það með þessa revíu. Hún
gerist nú á „síðustu og beztu
tímum“, sagði Haraldur. Hér er
um að ræða ^,alþýðlega tungl-
speki í tveim pörtum og einu
partii" 1. partur fer fram í stjórn
arskrifstofu í Reykjavík. 2. part-
ur gerist á tunglinu. — „Partíið"
(gleðifundur) fer fram þar ári
síðar.
Haraldur Á Sigurðsson stjórn-
ar að sjálfsögðu leiknum. Meðal
þeirra sem með honum leika, en
sjálfur fer hann með hlutverk
Ungur pilfur missir
þumalfingur
SÍÐDEGIS í gær varð 17 ára
piltur fyrir miklu slysi. Missti
hann þumalfingur vinstri hand-
ai.
Þetta gerðist inni í Kleppsholti
þar sem verið er að byggja hús
við Kleifarveg. Bjarni Ingi-
mundarson til heimilis vestur á
Seltjarnarnesi, sem er að læra
trésmíðar, var að saga borð í vél
sög er hann varð fyrir þessu
slysi. Var hann einn inni í skúr
sem vélin stóð í, en maður sem
var að saga með honum í vélinni
var fyrir utan er þetta gerðist.
Með hverjum hætti fingurinn
fór í hjólsögina er ekki vitað, en
fingurinn kubbaðist af upp við
greip. Var hann þegar fluttur til
læknis.
Leyfið var aðeins
fyrir neðsta gólfi
SKÝRT var frá því hér í Mbl.,
í gær, að Innflutningsskrifstofan
hefði tilkynnt bæjaryfirvöldun-
um, að hún hafi veitt leyfi til
50 þús. kr. fjárfestingar við bygg
ingu hins nýja Gnoðarvogsskóla.
Hér er um að ræða veitingu
fyrir lítils háttar framkvæmdum,
sem sé að ljúka við neðsta gólf
hússins. Enn hefur ekki borizt
nein tilkynning um að Innflutn-
ingsskrifstofan hafi veitt leyfi tii
að smíða og fullgera í skóla þess-
um 8 kennslustofur, auk kennara
stofu. Hefur verið lögð áherzla
á að fá leyfi til þessara fram-
kvæmda með það fyrir augum
að hægt verði næsta haust að
hefja kennslu í hinum nýja skóla.
hins nýbakaða ráðherra, Mör-
unds Kálfdánarsonar, eru: Bald-
ur Hólmgeirsson, Lárus Ingólfs-
son, Steinunn Bjarnadóttir,
Hanna Bjarnadóttir, Sigríður
Guðmundsdóttir, Hjálmar Gísla-
son og Guðbergur Ó. Guðjónsson.
Auk þess námsmeyjar á gagn-
fræðaskólaaldri og aðrar slikar
á giftingaraldri.
Guðmundur Sigurðsson hefur
samið gamanvísur við 16 lög, sem
leikin verða og sungin en hljóm-
sveit Svavars Gests leikur.
Sýningar á revíunni Tunglið,
tunglið taktu mig, hefjast kl. 8
á kvöldin og tekur sjálf revíu
sýningin um 214 klst.
Minningarathöfn um
stúdentana er fórusl
í GÆRMORGUN fór fram í
Menntaskólanum á Akureyri
minningarathöfn um stúdentana
fjóra, sem fórust í flugslysi á
Öxnadalsheiði s. 1. laugardags-
kvöld. Allir voru stúdentarnir
brautskráðir frá Menntaskólan-
um á Akureyri á s. 1. vori.
Minningarathöfnin fór fram á
sal, og voru kennarar og nem-
endur skólans þar saman komn-
ir, og einnig voru allmargir
vandamenn hinna látnu við-
staddir. Hófst athöfnin með því,
að nemendur sungu sálminn „Ó
þá náð“. Síðan töluðu Þórarinn
Björnsson, skólameistari, og séra
Pétur Sigurgeirsson. Lauk athöfn
inni með því, að nemendur sungu
„Á hendur fel þú honum".
Kista Ragnars Ragnars var síð-
an færð til skips, og allir við-
staddir fylgdu. Var kista Ragn-
ars flutt í gær til Siglufjarðar.
Fánar blöktu víða við hálfa
stöng á Akureyri í gær.
í kapellu Háskólans
Kl. 2 á laugardaginn verður
haldin minningarathöfn í kapellu
Háskólans um stúdentana fjóra.
Fulltrúaráðsfundur
í gœrkvöldi
t GÆRKVÖLDI var haldinn fundur í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélag-
anna í Reykjavík.
Fyrst var fjallað um flokksarál og m. a. kjörnir fulltrúar Reyk-
víkinga á landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hefst hinn 24. þ. m.
Síðan flutti Jóhann Hafstein alþingismaður ýtarlega ræðu um
stjórnmálaviðhorfið. Er ræðan birt á öðrum stað í blaðinu í dag.
Fulltrúaráðsfundurinn var fjölsóttur og fór vel fram. Fundar-
stjóri var Birgir Kjaran, formaður ráðsins.
Ragnar efstur
KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 1.
apríl — Fjórða og næst síðasta
umferð í meistaraflokki skák-
móts Keflavíkur var tefld s. 1.
mánudag. Leikar fóru þannig,
að Ragnar vann Borgþór, Óli
vann Örn og Jón Víglundsson
vann Gunnar. Efstur er því Ragn
ar Karlsson með 314 vinning.
—B. Þ.
Agnar Þórðarson.
Nýtt ísienzkt Eeikrit
irumsýnt í kvöid
1 KVÖLD klukkan 8,30 frumsýn-
ir Þjóðleikhúsið nýtt leikrit eftir
Agnar Þórðarson, sem hann nefn-
ir „Gauksklukkan“. Er hér um
að ræða verk sem fjallar um nú-
tímalíf í Reykjavík, vandamál og
viðfangsefni hins daglega lífs,
eins og þjóðleikhússtjóri komst
að orði við blaðamenn í gær.
Kvaðst hann hafa verið húlf-
uggandi um að setja á svið ís-
lenzkt leikrit eftir útreiðina sem
tvö íslenzk verk fengu í fyrra-
vetur, en þegar hann las leikrit
Agnars leizt honum strax svo vel
á það, að hann ákvað að láta
sýna það.
Leikritið er í tveim þáttum, og
er fyrri þáttur sex atriði, en síð-
ari þáttur þrjú atriði. Leiktjöldin,
sem Lothar Grund hefur gert,
verða hin sömu í báðum þáttum,
en skipt er um svið með ljósum.
Er það alger nýlunda í sviðsetn-
ingu íslenzkra leikverka.
Leikstjóri „Gauksklukkunnar"
Gomli Gullfaxi
línunu
GAMLI Gullfaxi flaug yfir mið-
jarðarlínuna í gær. Lagði flug-
vélin upp frá Kaupmannahöfn
árla sunnudags og flaug í einum
áfanga til Trípoli — og var um
9 stundir á leiðinni. Þaðan var
haldið til Kano í Nigeríu — og
áfram var haldið í gær, til Liv-
ingstone í S-Afriíku. Verður síð
an flogið til Johannesarborgar.
Þar verður flugvélin tekin í
notkun af nýju eigendunum
Afric Air, sem annast að nokkru
leyti innanlandsflug í S-Afríku
Þrjú innbrot
í FYRRINÓTT voru framin þrjú
innbrot hér í bænum. Ekki var
um neina stórþjófnaði að ræða,
en mikill skarkali gerður og
skemmdarverk unnin á húsum.
Er hér um að ræða rafgeymaverk
smiðjuna Pólar, Olíuhreinsunar-
stöðina og að lokum bátur sem
stóð uppi í Vatnagörðum. Ein-
hverju var stolið af peningum í
Olíuhreinsunarstöðinni, og reynt
var að sprengja upp peninga-
kassa í rafgeymaverksmiðjunni,
en hann var tómur. Eyrrörum
var stolið í vélbátnum
yfir niðjurðor-
— og hingað til hefur nær ein-
göngu notað Douglas-flugvélar á
flugleiðum sínum. í Kaupmanna
höfn var skymasterflugvélin af-
hent formlega eftir að skipt hafði
verið um tvo hreyfla. Engar frek
ari breytingar voru gerðar á
henni þar. íslenzk áhöfn flýgur
flugvélinni alla leið til enda-
stöðvar og er Jóhannes Snorra-
son flugstjóri. Enskur flugmaður,
starfsmaður Afric Air, fór með
flugvélinni frá Höfn til S Afríku,
eb hann eini farþeginn. Enda þótt
flugvélin hafi verið afhent form
lega i Höfn flýgur hún undir ís-
lenzkum einkennisstöfum alla
leið til Jóhannesborgar. Er hún
því fyrsta íslenzka flugvélin, er
flýgur suður fyrir miðbaug.
Tvær Loftleiða-vélar hafa áður
komizt næst miðbaugi, suður á
1. gr. norðlægrar breiddar. Það
voru Hekla eldri og Hekla yngri
— og fór hin síðarnefnda þessa
ferð í febrúar sl., þá í leiguflugi
til Singapore.
AKRANESI, 29. m*rz. — Aðfara
nótt fimmtudags ók Grímur M.
Björnsson, tannlæknir hér á
Akranesi, út þjóðveginn í Skil-
mannahreppnum. Er hann kemur
á móts við Bekanstaði, skýzt
minkur yfir veginn. Varð mink-
urinn undir hjóli bílsins og lauk
þar lífi sínu. — Oddur
er Lárus Pálsson, en leikendur
eru: Helgi Skúlason, Herdís Þor-
valdsdóttir, Arndís Björnsdóttir,
Ævar Kvaran, Bryndís Péturs-
dóttir, Benedikt Árnason, Jón
Aðils, Helga Bachmann (það er
fyrsta hlutverk hennar hjá Þjóð-
leikhúsinu), Valur Gíslason,
Anna Guðmundsdóttir, Eiríkur
Arnarson og Einar Guðmunds-
son. Leikurinn fer fram á heim-
ilum bankamanhs og verksmiðju-
eiganda og í knæpu.
Agnar Þórðarson er löngu orð-
inn kunnur leikritahöfundur.
Þjóðleikhúsið sýndi „Þeir koma
í haust“ veturinn 1955, og síðar
sýndi Leikfélag Reykjavíkur
„Kjarnorku og kvenhylli", sem
varð mjög vinsælt. Auk þess hef-
ur Ríkisútvarpið flutt mörg leik-
rit eftir hann, og mun hið síð-
asta, „Víxlar með afföllum",
þeirra kunnast. Agnar lét þess
getið við fréttamenn í gær, að
menn virtust yfirleitt ekki gera
sér grein fyrir því, að það væri
ólíkt meiri vandi að setja á svið
íslenzk leikrit en erlend, þar sem
hin erlendu verk væru þaul-
reynd og fullunnin, áður en þau
kæmu hingað til lands, en íslenzk
leikrit væru í rauninni ekki full-
sköpuð fyrr en búið væri að leika
þau. Kvað hann gagnrýnendur
ekki alltaf hafa þetta í huga,
þegar þeir dæmdu íslenzk verk.
Tregur afli hjá
Siglufjarðar-
bátum
SIGLUFIRÐI, 31. marz. — Sl.
viku hefir verið hér ágætis tíð,
sól og bjartviðri, en frost um
nætur, og hefir þess vegna lítið
slaknað í fönninni. Afli hefir ver
ið mjög tregur hjá línubátum,
2—3 lestir í róðri, þegar bezt læt-
ur. Bátarnir eru á sjó í dag með
nýja loðnu, og gera m*nn sér nú
vonir um betri afla.
Bæjartogarinn Elliði landaði
hér í sl. viku 252 lestum af ís-
vörðum fiski, og í dag er togar-
inn Hafliði að losa um 280—290
lestir af ísvörðum fiski eftir að
hafa verið mu daga að veiðum.
Allur þessi afli fer til vinnslu í
frystihúsunum og í herzlu.
— Guðjón.
Aflinn 200 lestum
meiri í marz í ár
en í fyrra
STYKKISHOLMI, 1. apríl. — I
Stykkishólmi varð aflinn í marz
á fimm báta 660 lestir á móti
466 lestum á sama tíma í fyrra.
Frá áramótum hafa þessir bátar
fengið 1460 lestir. Eru þeir nú á
netjum og siðustu 2—3 sólar-
hringana hefir afli verið mjög
sæmilegur. Togarinn Þorsteinn
þorskabítur landaði í gær 158 lest
um af ísvörðum fiski til vinnslu
í hraðfrystihúsin hér. Af þeim
afla er meir en helmingur þorsk-
ur. Hann heldur nú á veiðar í
kvöld með viðkomu í Reykjavík
til að ná í ís. — Árni.
Eggert Jónsson, lögfr.
bœjarstjóri Keflavíkur
KEFLAVÍK, 1. apríl. — Á fundi
bæjarstjórnar Keflavíkur í gær-
dag var Eggert Jónsson, lögfræð-
ingur kjörinn bæjarstjóri. Mun
hann væntanlega taka við bæjar
stjórastörfum eftir páskana.
Eggert er fæddur 22. maí 1919 að
Ytri-Löngumýri í Austur-Húna-
vatnssýslu, og eru foreldrar hans
Jón Pálmason, bóndi og alþingis-
maður, og kona hans Jónína Ól-
afsdóttir frá Bolungarvík. Lauk
Eggert stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri árið 1942,
innritaðist síðan í lögfræðideild
Háskóla íslands og lauk þaðan
prófi árið 1948.
Um skeið var Eggert ritstjóri
íslendings á Akureyri og enn
fremur lögfræðingur Útibús Út-
vegsbanka íslands þar. Undan-
farin ár hefir Eggert verið fram-
kvæmdarstjóri Landssambands
iðnaðarmanna. Eggert er kvænt- I
ur Sigríði Árnadóttur frá Bala í
Þykkvabæ.
líggert JóiiðSon