Morgunblaðið - 17.04.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.04.1958, Blaðsíða 2
c MORCVIVRT 4Ð1Ð Fimmtudagur 17. apríl 1958 Bandaríska tillagan í Genf kom á óvart 1 GÆR -báru Bandaríkjamenn fram nýja tillögu í landhelgismála- nefndinni í Genf. Markar hún algera stefnubreytingu þeirra. Áður hafði fulltrúi þeirra, Mr. Dean, lýst yfir fylgi við tillögu Kanada um þriggja mílna lögsögulandhelgi og 12 mílna fiskveiðilandhelgi Með hinni nýju tillögu ganga Bandaríkjamenn í lið með Bretum í stuðningi við 6 mílna landhelgi, þótt reynt sé að breiða yfir það með orðalagi tillögunnar. Þessi stefnubreyting Bandaríkjanna kem- ur mönnum mjög á óvart og hefur það í för með sér að framlengja verður Genfar-ráðstefnuna um nær vikutíma. Bandaríska tillagan fer hér á eftir í heild, eins og fréttastofa Reuters sendi Mbl. hana: Söngur polyfonkórsins í Laugarneskirkju eftir páskana vaktí mikla og verðskuldaða athygli. — Myndin er af kórnum í kirkjunni. Eyddi stolnum peningum til kaupa á áfengi — Ilámarksvídd landhelgi, sem nokkurt ríki getur krafizt er 6 milur. Þó er þess að gæta, að það haggar hvergi tvihliða eða marg hliða samningum sem þegar eru í gildi eða gerðir verða; að ilar þeirra verða eftir sem áður bundnir af þeim. Strandrikið skal hafa sama rétt og á eigin landhelgi sinni til að setja reglur um fiskveiðar og nýtingu sjávaraflans á svæði sem hafi hámarksvíddina 12 sjómílur frá grunnlínu. Þó skal það tekið fram, að ef borgarar einhvers ríkis hafa stundað veiðar reglulega á þessu svæði í 10 ár áður en yfirlýsing Genfar-ráðstefnunnar er undir- rituð, þá skulu borgarar þess rik- is hafa rétt tii veiða á þeim hluta svæðisins, sem liggur utan hinn- ar eiginlegu landhelgi. Þeir borgarar annarra veiði- ríkja, sem þannig fá heimild til veiða á þessu svæði, eru skuld bundir að hlíta verndunaraðgerð um, sem framkvæmdar eru í sam ræmi við aðrar yfirlýsingar þess- — Sumargjöfin írh at bls 1, in“ endanlega innan rikis- stjórnarinnar. Þá verður „full trúum vinnustéttanMa" í 19 manna nefndinni boðið á fund tii þess að leggja blessun sína yfir ,,sumargjöfina“. Þeim verður sýnd sú kurteisi að bjóða þeim að fjalla um til- lögur stjórnarinnar EFTIR Á. Síðan lýsa Hermann og Hannibal því yfir, að „fyllsta samráð hafi verið haft við verkalýðssamtökin um mál- ið“. Hér er um svo einstæðan skrípaleik að ræða, að fyllsta á- stæða er til þess að vekja athygli á honum. Ilarðar fæðingarhríðir Miklir stjórnarfundir stóðu yfir í gær um efnahagsmálatil- lögur vinstri stjórnarinnar. Mætti aðeins einn ráðherra á fundi sameinaðs þings í gær og þó aðeins stutta stund. Enda þótt ýmsar sögur væru á kreiki um alvarlegan ágreining og átök innan stjórnarinnar um hinar dulbúnu gengislækkunartillögur var þó almennt talið að sam- komulag væri að nást í málinu og mætti vænta „sumargjafarinnar“ í næstu viku. Veitingasöhi- frumvarp SJÁLFSTÆÐISMENNIRNIR í samgöngumálanefnd efri deildar Alþingis (Sigurður Bjarnason og Jón Kjartansson) hafa'lagt til, að frumvarpi því, sem nú liggur fyrir þinginu um nýja löggjöf um veitingasölu, gististaðahald o. fl. verði vísað til ríkisstjórnar- innar. Samband veitinga- og gistihúsaeigenda hefur sagt álit sitt á frumv. og talið það gallað og ófullkomið. Lagði sambandið til, að nefnd þar sem veitinga- menn ættu a.m.k. 1 fulltrúa yrði sett til að semja nýtt frumv. Sig- urður og Jón telja ekki rétt að setja löggjöf um þetta efni, sem fyrrnefnd heildarsamtök telja ó- viðunandi. — Stjórnarliðar í nefndinni munu leggja til, að frum. verði samþykkt óbreytt. arar ráðstefnu og í samræmi við alþjóðalög. Þegar taiað er hér um míiu, er átt við sjómíiu, sem er 1852 metrar. Ef ósamkomulag rís upp milli ríkja vegna fiskveiða og annarr- ar nýtingar sjávarlífsins sam- kvæmt þessari grein, getur hvert aðildarríkið sem er krafizt þess að málið verði lagt fyrir gerðar- dóm, nema þau verði ásátt um aðra friðsamlega lausn. HeyrSi skelli í vél- inni og ók á Ijósastaur UNG.UR piltur var óheppinn I fyrrinótt á leið sinni í bíl eftir Suðurlandsbrautinni. Hann ók sendiferðabíl eftir brautinni og allt í einu taldi hann sig heyra einhver anharleg hljóð frá vélinni, skelli, sem hann gat ekki þegar í stað áttað sig á frá hverju stöfuðu. Hann ók áfram um leið og hann tók að hlusta nánar eftir þessum vélar- skellum. Allt í einu, tók hann eftir því að rétt framundan bíln- um stóð ljósastaur. Það skipti engum togum að bíllinn rakst á staurinn, með þeim afleiðingum að honum hvolfdi og staurinn brotnaði. Pilturinn slapp ómeidd ur en bíllinn, sem hann átti ekki sjálfur skemmdist þó nokkuð. „Ótryggir“ sendir í námurnar PRAG, 16. apríl — Antonin Novotný, leiðtogi tékkneskra kommúnista, lét svo um mælt, er hann ræddi við téklcneska komm únistaforingja um skiptingu yfir stjórnar iðnaðarins, að „fjölmarg ar sannanir“ væru fyrir því að fjandmenn ríkisins gegndu ábyrgðarmiklum stöðum í sum- um ráðuneytanna. — Viðhafði hann þessi ummæli í sambandi við ákvörðunina um að fækka skrifstofumönnum í iðnaðarmála ráðuneytunum og senda þá í kola námurnar. Kvað hann þessa framkvæmd verða gerða „frá pólitísku sjónarmiði“ — og munu þeir „ótryggu“ verða sendir í námurnar. VEGNA eftirfarandi og fleiri um mæla í Þjóðviljanum í dag um byggingu verkamannahússins, þar sem segir: „Engin hreyfing enn á byggingu verkamannahúss ins“, skal þetta tekið fram: Þessi ummæli eru á misskiln- ingi byggð, þar sem undanfarið hefur verið unnið að þessum framkvæmdum, steypt undir- staða fyrir lyftu, grunnur þjapp- aður, járnalögn grunnplötu undir búin og fleira. Fyrirhugað var að steypa neðra lag grunnplötunnar í gær, en vegna veðurs var hætt við það. Skal ekki nánar rætt um einstök atriði þessara byggingafram- kvæmda að þessu sinni, en þess skal getið, að á fundi þ. 11. apríl SKÝRT var frá því hér í blaðinu fyrir tveim dögum að kona hefði orðið fyrir því óhappi að týna tösku í Suðurgötunni, sem í voru 630 krónur 1 peningum. Var vitað að maður hafði fundið töskuna Það þótti sýnt að hann hefði stolið peningunum. Þetta mál er nú upplýst. í gærmorgun fékk rannsóknar- lögreglan upplýsingar frá manni einum, sem út um glugga hafði séð er maður, sem hann vissi ekki deili á, stóð í Vonarstræti. Var hann með veski, sem hann stakk inn á sig, eftir að hafa skoðað í það. Þessi athuguli maður, sem til- kynnti rannsóknarlögreglunni þetta, gaf síðan svo nákvæma lýs- Frá Alþingi DEILDAFUNDIR verða kl. 1,30. Þessi frv. eru á dagskrá: I efri deild: Áfengissala til flugfarþega. Veitingasala. Bráðafúi. Ríkis- borgararéttur, Umferðarlög. Sveitarstjórnarkosningar. Leigu- bifreiðir. í neðri deild: Ríkis- reikn. 1955. Sala jaðra. Útflutn- ingur hrossa. Félagsheimili kenn- ara. WASHINGTON, 16. apr. Kjarn- orkumálanefnd Bandaríkjaþings hefur skýrt svo frá, að ekki hafi verið skýrt frá 7 tilraunum, sem Bandaríkjamenn hafa gert með kjarnorkuvopn. Eru tilraunir Bandaríkjamanna orðnar 97 tals- ins. sl., þar sem fulltrúi Dagsbrúnar, hr. Guðmundur J. Guðmundsson og fulltrúi Sjómannafélags Reykjavíkur hr. Hilmar Jónsson, voru mættir meðal annarra, var skýrt frá því, að fyrirhugað væri að steypa neðra lag grunnplötu hússins í þessari viku, að öllu forfallalausu. Þá skal þess getið, til þess að fyrirbyggja misskilning og ó- þarfa áróður, vegna byggingu þessa húss, að borgarstjórinn í Reykjavík hefur falið mér að hraða þessum framkvæmdum, eins og við verður komið. Reykjavík, 16. apríl, 1958. Húsameistari Reykjavíkurbæjar, Eiuar Sveinsson. ingu á manninum, að í gærdag handtók lögreglan mann, sem lýs- ingin kom heim við. Náungi þessi játaði þegar að hafa stolið pen- ingunum. Þeim hafði hann öllum eytt, og þeir komið í hlut ríkis- sjóðs, því öllu hafði hann eytt í brennivínskaup hjá ÁVR. Mað- ur þessi hefur ekkert fast starf og í gærdag, er hann var hand- tekinn, var hann ekki í neinni vinnu. Hann hefur áður komizt í kast við lögregluna. Sigurður skýrði fyrirspurnina í ræðu. Sagði hann m. a.: Síðan lögin um félagsheimila- sjóð tóku gildi 1. janúar 1948 hafa verið veittir úr honum styrkir til 90 félagsheimila. Árið 1956 námu tekjur sjóðsins af skemmtana- skatti tæplega 2 millj. kr. og áætlað er, að tekjurnar hafi ver- ið 2,2—2,4 millj. kr. árið 1957. Nú eru í byggingu 62 félagsheim- ili, sem komið geta til greina við úthlutun úr sjóðnum. — Fram- kvæmdir við þessi hús hófust sem hér segir: 1948 — 9 1 954 — 7 1949 — 5 1955 — 13 1951 — 2 1956 — 4 1952 — 7 1957 — 7 1953 — 8 Stjórn félagsheimilasjóðs hefur flokkað heimilin eftir því, hve langt smiði þeirra er á veg kom- ið. Niðurstaðan er þessi: Lokið 23, nærri lokið 13, meira en fokheld 5, fokheld 11, grunnar og sökklar steyptir 6 vegna eldri framkv. 2. Umsóknir liggja fyrir um fram- kvæmdir við 26 ný heimili. Alls er búið að leggja í þau 62 félags- heimili, sem nú eru í smíðum, 38 millj. kr. ■k Félagsheimilin, sem reist hafa verið á undanförnum árum, hafa orðið félags- og menningarlifi þjóðarinnar að stórkostlegu gagni, enda skiptir miklu fyrir þjóðfélagið, að fólk í sveitum og sjávarþorpum eigi þess kost að ' iðka félagslíf og fagrar listir, t. d. Maður meiðist á höfði UM sjöleytið í gærkvöldi var leitað til Slökkviliðsins vegna slyss, er átti sér stað í Bíla- smiðjunni við Laugaveg. Hafði Ragnar Jóhannesson, forstjóri Skodaumboðsíns, meiðzt á höfði. Ekki er vitað með hverjum hætti slysið varð, því að Ragnar var staddur einn uppi á efri hæð hússins, en talið er sennilegast, að Ragnar muni með einhverjum hætti hafa dottið. Er að var kom- ið, var Ragnar meðvitundarlaus. Var hann þegar fluttur í Slysa- varðstofuna, þar sem gert var að meiðslum hans, en hann hafði hlotið skurð á höfði. Var hann síðan fluttur í sjúkrahús. Heildarafli Voga- báta um 1300 lestir VOGUM, 16. apríl — Ágætur afli hefur verið hér á yfirstandandi vertíð. Alls hafa borizt hér á land um 1300 lestir. Tæplega helmingur þessa afla hefir veiðzt það sem af er þessum mánuði eða um 640 lestir. í síðustu 12 róðrunum er mb. Ágúst Guð- mundsson með 154 lestir, Heið- rún með 228, Egill Skallagríms- son með 82. Trillubátarnir fjórir, sem hér róa eru með tæpar 4 lestir í róðri að meðaltali. Á þeim eru 3 og 4 menn. Allir bátarnir veiða i þorskanet. Mesti afli, sem fengizt hefir i einum róðri, er 49 lestir, sem Heiðrún fékk á annan dag páska. Atvinna hefur verið hér mjög mikil. Heita má, að unnið hafi verið nótt og dag af öllum, sem vettlingi geta vald- ið. Rauðmagaveiði er ágæt, en fáir stunda þá veiði enn sem komið er. —Fréttaritari. leiklist og tónlist, eins og aðrir landsmenn. Ég hef fregnir af, sagði Sigurð- ur Bjarnason, að tregða hafi ver- ið á veitingu fjárfestingarleyfa til byggingar félagsheimila á þessu ári og jafnvel á sl. ári. Ef hér er aðeins um drátt að ræða, vil eg benda ó, að það er til mikils óhagræðis, ef fjárfestingarleyíi eru ekki afgreidd fyrr en liðínn er hluti af þeim tíma árs, sem hentugastur er til að sinna bygg- ingarvinnu. Af þessu tilefni er fyrirspurn mín fram komin. ★ Gylfi Þ. Gíslason svaraði fyrir- spurninni neitandi. Að vísu væru framkvæmdir við félagsheimili háðar fjárfestingarleyfum sem fleira, en sér væri ekki kunnugt um tregðu við veitingu þeirra nema síður væri. Þá ræddi hann um, að félagsheimilasjóði hefðu verið tryggðar auknar tekjur a sl. ári. Sigurður Bjarnason þakkaði ráðherra svar hans og kvað gleði- legt, ef félagsheimilin nytu vel- vildar fj árfestingaryfirvaldanna. Hann kvað það og til bóta, að fé- lagsheimilasjóður fékk tekjuvið- bót á fyrra ári. En því hefði að vísu fylgt víkkun á starfssviði sjóðsins, sem myndi dreifa fé hans. Sigurður Bjarnason kvaðst að lokum vænta þess, að veiting fjar festingarleyfa til félagsheimila yrði ekki dregin það langt fram a árið að til stórkostlegs óhagræðis yrði fyrir þá aðila, sem væru að undirbúa framkvæmdir á þessu sviði Verkamannahúsið og s’jómannastofan Aths. frá húsameistara Keykjavíkurbœiar 62 félagslieimili í smíðum Frá umræðum um fyrirspurn Sigurbar Bjarnasonar á Alþingi A FUNDl sameinaðs /_”-<ngis í gær var rætt um íyrirspurn Sig- urðar Bjarnasonar um feiagsheimili. Fyrirspurnin er á þessa leið: „Hafa þegar verið settar hömlur á byggingu félagsheimila, eða eru siíkar hömlur fyrirhugaðar?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.