Morgunblaðið - 17.04.1958, Síða 8

Morgunblaðið - 17.04.1958, Síða 8
MORCUISBLAÐIÐ 8 Fimmtudagur 17. apríl 1958 Heimssýningin í Brussel hefst í dag BELGÍA er frumkvöðull heims- sýninga. Af þeim 30 heimssýn- ingum, sem haldnar hafa verið síðan Kristal-höllin í London var opnuð 1851 hafa 10 verið haldnar í Belgíu. Og þar sem heimssýn- ingar eru orðnar ástríða fyrir Belgíumenn var enginn vandi fyrir þá að finna hæfilegt tilefni til þess a3 halda eina sýningu í viðbót. Tilefnið er. að í ár er hálf öld liðin síðan Leopold konungur annar fól belgíska ríkinu á hend- ur einkakrúnueign sína — Kongó í Afríku. Máske var það í byrjun ætlunin að halda Kongó-sýningu. En það hefur orðið útkoman að halda heimssýningu, sem ekki færri en 50 lönd taka þátt í. Þar að auki sýna þar ýmsar alþjóða- stofnanir og samtök eins og Sam- einuðu þjóðirnar, Efnahagssam- vinnustofnunin, Evrópuráðið, Benelux, Brússel-tollabandalag- ið, Alþjóða rauði krossinn, Rot- ary o. s. frv. Það má segja, að það sé nokk- ur ósamkvæmni í því að nota ný lendu-afmæli til að halda sýn- ingu í nafni alþjóðasamvinnu. Einkunnarorð sýningarinnar eru ekki tekin úr hugmyndaheimi ný lendustefnunnar, þó þau eigi er- indi til framsýnna nýlendustjórn enda hins frjálsa heims. Einkunnarorð sýningarinnar eru: Til mannlegri heims. En að sjálf- sögðu túlka hin ýmsu sýningar- svæði þessi einkunnarorð með mismunandi hætti. Þrátt fyrir al- þjóðlegt yfirbragð sýningarinnar skína einkenni hverrar þjóðar þó vlða í gegn, — sums staðar jafn- vel með háværum þjóðernis- áróðri. Lengra er ekki enn náð í samstarfi þjóðanna hvorki á ól- ympíuleikvangi né á háreistum hugsjónahimni Brússel-sýningar innar. En það þarf ekki að þýða, að ferð til heimsýningar- innar sé lítils virði. Þvert á moti bendir allt til þess að sýningin verði einn fjölsóttasti samkomu- staður heims á tímabilinu apríl til október. Fyrirfram kynning Við skulum nú fara í svoLcla Sýningarhöll Bandaríkjanna er kringlótt og virðist þak hennar svífa í lausu lofti. „fyrirfram-ferð“ um sýninguna og leggja af staðfrásýningardeild Belgiska Kongó. Hér breiðir in af samfundum hvítra manna og svartra í kristniboðinu. Síðast kynnumst við nútíma-Kongó, sýningarhöll Rússa á að verða varanleg. Þegar heimssýningunni í Brússel er lokið, ætla þeir að Ýmsar alþjóðastofnanir taka þátt í heimssýningunni. Þetta regnhlífarlagaða hús er sýningarhöll Sameinuðu þjóðanna. frumskógurínn faðminn á móti okkur með gróskufullu plöntu- og dýralífi. Við kynnumst negra- menningu Kongó o sjáum áhrif- fyrst og fremst hinum miklu Inga-byggingaframkvæmdum, — sem munú verða einhver mestu mannvirki í heimi. taka hana í sundur lið fyrir lið og flytja hana austur til Moskvu, þar sem hún mun um langan aldur gegna hlutverki sem sýn- ingarhöll á hinni föstu landbúnað arsýningu í Moskvu. Sýningarhöll Bandaríkjaanna verður hins vegar tekin niður fyrir fullt og allt þegar sýning- unní lýkur. Hún er annars eitt af furðuverkum nútíma bygginga tækni. Hun er kringlótt bygging, með risastóru þaki, sem virðist eins og svífa í lausu lofti. Það er ekki borið af einni einustu súlu. Á Brússel-sýningunni kemur þriðja stórveldi heimsins fram. Það er Vatikanið — kaþólska kirkj an. Kaþólskir menn frá 50 löndum hafa kostað sýninguna. Mesta at- hygli vekur það, að páfastóllinn hefur nú loks með þessari sýn- ingu lýst velþóknun á nútíma kirkjubyggingarlist. Þarna hefur verið reist steinsteypt nýtízku kirkja, sem getur rúmað 2500 manns. Útlínur þessarar kirkju eru taldar mjög „djarfar“. Minna þær helzt á skíðastökkbraut. Sýningar minni ríkja En við skulum hraða ferðinni. Við dáumsf að djörfum og léttum svifbyggingum Frakka og nem- um svo staðar við hina „týndu pýramída" Englendinga, en það eru mjög áberandi auglýsinga- myndir við inngang að sýningu þeirra. Englendingar sýna iðnað- arvörur sínar og leggja áherzlu á viðskiptahliðina. Þeir láta sér ‘SHIíís'Tsi* Kaþólska kirkjan tekur þátt í heimssýningunni með stórri nútíma-kirkju. Það er ekki nema sjálfsagt, að sýningarlandið sjálft, Belgía komi fram með risavaxna sýn- ingu. Þar birtist okkur þetta gamla rótgróna menningarland með borgum í endurreisnarstíl, með heimsfrægum málurum, með knipplingum og stálbygg- ingum. Þegar menn eru búnir að skoða hina stórkostlegu sýningu belgiska iðnaðarins er kominn tími til að hvíla sig í gömlu belg- isku borginni með gömlu kránum og kyrrlátum götumyndum, þar sem gamlir bílar standa undir gas-götuljósum. Að sjálfsögðu láta stórveldin ekki sitt eftir liggja á þessari sýningu. Hún gefur þeim tæki- færi til að keppa um hylli áhorf- enda frá öllum hlutum heims. Það ,er sagt, að Bandaríkjamenn og Rússar, sem eru nágrannar á sýningunni fylgist af mikilli for- vitni með aðgerðum hvors ann- ars. Ef einhver flugsending kemur til Ameríkananna eru Rússarnir strax komnir á vettvang til að gægjast í hana og sama er að segja, þegar rússneskir vörubílar koma að austan. í Brússel er á kreiki orðrómur um að Rússarnir ætli að sýna Spútnikinn í hinni ferhyrndu sýningarhöll bak við risavaxna styttu Lenins. Rússar hafa varið óhemjufé til sýningar- innar, eða sem nemur nálægt 1000 milljónum íslenzkra króna. Bandaríkjamenn hafa látið sér nægja að verja til hennar þrjú hundruð milljónum ísl króna. En þess ber þá líka að gæta, að Stálgrindur eru víða notaðar í hinar nýtízkulegu byggingar á heimssýningunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.