Morgunblaðið - 22.04.1958, Qupperneq 1
20 síður
Tvlsýn lokaátök i Genf:
Tillögur Islands og Kanada samþykktar
í nefnd með riaumum meirihlufa atkvœða
Rússar greiddu atkvæði gegn Jbe/m báöum en Bandarikiamenn sátu hjá um tillögu íslands
GENF, mánudaginn 21. apríl. — Einkaskeyti frá fréttaritara Mbl.
Gunnari G. Schram og Reuter. —
Þau merkilegu tíðindi gerðust hér í fiskfriðunarnefndinni
á þjóðréttarráðstefnunni í Genf, að íslenzka tillagan um for-
gangsrétt strandríkis til fiskveiða á hafinu utan við fiskveiði-
iandhelgina var samþykkt.
Eftir fyrstu umræðu var tillagan samþykkt með 25 atkv. gegn 18,
en 12 sátu hjá, en eftir aðra umræðu var hún samþykkt með 29
atkvæðum gegn 21, en 11 sátu hjá.
Tillagan er svohljóðandi:
„Ef einhver þjóð byggir lífsafkomu sína og efnahag að lang-
mestu leyti á fiskveiðum við strendur lands síns, — og ef
nauðsynlegt er að takmarka heildarveiði á einstökum fisk-
stofnum á veiðisvæðum við ströndina, — þá skal strandríki
hafa forgangsrétt til þeirra veiða, eins langt út og þörf þess
krefur og í samræmi við það hve þjóðin er háð þeim veiðum.
Komi upp ósamkomulag um þessi réttindi, getur hvert það
ríki sem hefur hagsmuna að gæta vísað málinu tU gerðardóms
samkvæmt 57. grein laganefndarálitsins.“
Mikill sigur fyrir ísland
Samþykkt þessarar tillögu er talin mikill sigur fyrir ís-
land. Þykja það mikil tíðindi hér á ráðstefnunni, að þetta
sjónarmið skuli nú í fyrsta sinn hafa fengið viðurkenningu
ó alþjóðlegum vettvangi.
Vakti mikla athygli í þessu sambandi, hve málflutningur
Hans G. Andersens við umræðurnar í dag var rökfastur og
skörulegur.
íslendingar urðu hins vegar í þessu máli fyrir miklum
vonbrigðum með afstöðu Rússa. Var áður ekki hægt annað að
skilja af framkomu þeirra, en að þeir myndu styðja slíka tillögu, en
nú snerust þeir öndverðir gegn henni.
Bandaríkin sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um tillögu fslands,
lar sem fulltrúi þeirra hafði ekki fengið endanleg fyrirmæli um
afstöðu til hennar.
Framsögnxræða Hans Andersen
Hans G. Andersen flutti fram-
söguræðu fyrir íslenzku tillög-
unni í fiskfriðunarnefndinni í
morgun. Lagði hann áherzlu á
það, að öll vandamál strandríkis
yrðu ekki leyst með fiskvernd-
unaraðgerðum. í undantekningar
tilfellum, svo sem um ísland,
leystu slíkar aðgerðir ekki vand-
ann, — þegar heildaraflinn, sem
á miðunum veiðist, er ekki nægi-
legur til að fullnægja öllum, sem
þar veiða.
Á að hafa forgangsréttinn
Þegar þannig stæði á, kvað
Hans það skoðun íslendinga, að
strandríkið ætti að hafa forgangs
réttinn. Hann benti á það, að 'ef
íslendingar fengju ekki slíkan
forgangsrétt á miðum kringum
ísland, „þá er ekki nóg með það,
að útilokað sé að við getum vænzt
bættra lífskjara, eins og allar
aðrar þjóðir geta vænzt, heldur
getur verið að okkar bíði hin
hörmulegasta framtíð skertra lífs
kjara og þar kann að koma að fs-
land verði ekki lengur byggilegt".
Þá sagði ræðumaður, að eðli-
legt væri að nokkur verkaskipt-
ing væri milli þjóðanna, eftir at-
vinnuskilyrðum þeirra. íslend-
ingar veiddu fisk og Suðurlanda-
búar ræktuðu suðræn aldin, en
ekki öfugt.
Ákvæði um gerðardóm
Fyrst höfðu íslendingar borið
fram tillögu sína án ákvæðisins
um gerðardóm. Hefðu þeir talið
hana sanngjarna, en samkvæmt
óskum ýmissa sendinefnda hefðu
þeir fært hana í átt til samkomu-
lags. Með gerðardómsákvæðinu
vildu íslendingar sýna að þeir
hefðu aldrei ætlað sér að mis-
nota réttinn, sem í tillögunni
fólst.
Miklar umræður.
Þá hófust umræður um tillög-
una:
Fulltrúi Venezúela lýsti yfir
stuðningi til íslenzku tillöguna,
en óskaði eftir því, að gerðar-
dómsákvæðið yrði fellt niður.
Fulltrúi Viet Nam lýsti yfir
stuðningi við tillöguna og sýndi
það með því að taka aftur líka
tillögu frá sér, sem hafði gengið
nokkru lengra.
Fulltrúi Noregs snerist gegn
íslenzku tillögunni. Hann
sagði, að Norðmenn yrðu
þrátt fyrir vináttu við íslend-
inga að hugsa um hagsmuni
norskra fiskimanna. Með tillög
unni væru fyrir borð borin
lífskjör þeirra, sem þó væru
ekki betri en íslenzkra fiski-
manna. — Taldi hann ógjör-
legt, að samþykkja sérstök
réttindi fyrir einstök ríki i
heildarreglum um fiskvernd.
Gagnrýni Breta.
Brezki fiskimálastjórinn, Mr.
Wall, gagnrýndi ýmis atriði í til-
lögunni —- helzt þessi:
1) Ekki væri minnzt á fiskifrið-
un í tillögunni.
Hans svaraði því til, að um
fiskifriðun væru allir sammála,
en höfuðatriðið fyrir ísland væri
að forgangsréttur til veiðanna
væri tryggður, ef takmarka
þyrfti heildaraflann. Auk þess
væri bezta leiðin til fiskiverndar
að takmarka sóknina á miðin,
svo sem tillagan ákvæði.
2) Þá spurði Mr. Wall, hver
Framh á bls. 12
Tillögur Bandaríkjanna
og Rússlands felldar
GENF, 19. apríl — (Einkaskeyti frá Reuter og fréttaritara Mbl.
Gunnari G. Schram). —
1 DAG (laugardag) fór fram atkvæðagreiðsla í landhelgisnefndinni
um tillögur varðandi stærð landhelgi.
Þar gerðist það athyglisverðast, að hin bandaríska tillaga, sem
var mjög óhagstæð íslandi, var felld með tveggja atkvæða meiri-
hluta. Jafnframt var samþykkt með tveggja atkvæða meirihluta
tillaga Kanada um 12 mílna einkafiskveiðisvæði strandríkis.
Það var greinilegt, að fulltrúar Breta og Bandaríkjamanna urðu
fyrir miklum vonbrigðum með þessi úrslit. Þó ber þess að gæta
vandlega, að meirihlutinn fyrir tillögu Kanada er mjög naumur
og að hinar óhagstæðari tillögur geta síðar komið til atkvæða á
illsherjarþingi ráðstefnunnar.
Tillaga Kanada samþykkt
í atkvæðagreiðslum um land-
helgina í kvöld kom það í ljós,
að ráðstefnan er tvíklofin um
málið.
Tillaga Kanada um að strand-
ríki skuli skilmálalaust hafa 12
mílna einkafiskveiðisvæði var
samþykkt með 37 atkv. gegn 35,
Ilans G. Andersen
Tillaga íslands á senni-
lega meira fylgi á alls-
herjarfundi ráðstefn-
unnar
Stutt simtal v/ð Hans G. Andersen
• Mbl. átti í gær stutt sím-
tal við Hans G. Andersen, for-
mann íslenzku sendinefndar-
innar á sjóréttarráðstefnunni
í Genf. Komst hann þá m.a.
þannig að orði, að atkvæða-
greiðslurnar tim tillögur ís-
lands og Kanada væru taldar
mikill sigur fyrir ísland, enda
þótt ómögulegt væri að full-
yrða um, hver úrslit yrðu í
atkvæðagreiðslum, þegar á
sjálfan allshcrjarfund ráðstefn
unnar kæmi.
• Hans kvaðst hafa ástæðu
til þess að ætla, að tillaga fs-
lands hefði meira fylgi á fundi
ráðstefnunnar sjálfrar, en kom
fram í friðunarnefndinni.
Kvað hann þátttökuna í at-
kvæðagreiðslunni í friðunar-
nefndinni hafa verið svo litla
vegna þess, að sendinefndir
margra ríkja hefðu verið við
atkvæðagreiðslur á fundum
annarra nefnda.
• Hans Andersen kvað líkur
til þess, að ráðstefnunni yrði
ekki lokið fyrr en um eða upp
úr mánaðamótum.
Bidault reynir stjórnar-
myndun í Frakklandi
PARÍS, 21. apríl. — Georges
Bidault, einum af foringjum
kaþólska flokksins, hefur verið
falið að gera tilraunir til stjórn-
armyndunar. Átti hann í dag við-
ræður við ýmsa aðra stjórnmála-
foringja um möguleikana á lausn
stjórnarkreppunnar.
í gistihúsi
Bidault tók sér aðsetur í dag
til þessara fundahalda í gisti-
húsi einu í París. Er það al-
gerlega óþekkt áður að samn-
ingaumleitanir um stjórnarmynd-
un fari fram i gistihúsi. Venju-
lega fara slíkir fundir fram í
skrifstofu þess stjórnmálaflokks,
er styður þann mann sem falin
er stjórnarmyndun.
En samkomulag er nú slæmt
milli Bidaults og annarra floks-
félaga kaþólska flokksins. Kom
það m. a. í ljós í atkvæðagreiðsl-
unni, sem varð Gaillard að falli.
Þar greiddu flestir flokksmenn
Gaillard atkvæði. Aðeins Bidault
og þrír aðrir þingmenn kaþólska
flokksins voru á móti Gaillard.
Óviss atriði
Bidault hefur í hyggju að leita
stuðnings stjórnmálaleiðtoga per-
sónulega, án þess að þeir þurfi
að leita samþykkis flokka sinna.
Er þetta nýstárleg aðferð. Þegar
Framh. á bls 2
en 9 sátu hjá. Með tillögunni
greiddu atkvæði m.a. ísland, Nor
egur og Júgóslavía. Á móti henni
greiddu atkvæði m.a. Rússland,
Bandaríkin og Bretland. Hjá sátu
m.a. Danmörk og Finnland.
Hins vegar var hinn hluti
kanadísku tillögunnar um 6 mílna
lögsögulandhelgi felldur með 48
atkvæðum gegn 11, en 23 sátu
hjá. Meðal þeirra sem greiddu
atkvæði á móti henni voru Rúss-
land, Bandaríkin, Bretland og fs-
land, en með henni greiddu at-
kvæði m.a. Noregur og Grikk-
land.
Aðrar tillögur felldar
Indversk-mexíkanska tillagan
um 12 mílna landhelgi jafnt til
fiskveiða og lögsögu var felld
með jöfnum atkvæðum 35 atkv.
gegn 35, en 12 sátu hjá og var
ísland meðal þeirra sem sat hjá.
Rússneska tillagan um 3 til 12
mílna landhelgi var felld með 44
atkv. gegn 29, en 9 sátu hjá.
Tillaga Kolumbíu um 12 mílna
landhelgi var felld með 42 atkv.
gegn 33, en 7 sátu hjá og var ís-
land meðal þeirra sem sátu hjá.
Bandaríska tillagan felld
Þegar bandaríska tillagan
var borin upp, kom fram til-
laga um að bera hana fram
sundurliðaða. Það var fellt og
var hún síðan borin upp í einu
lagi og felld með 38 atkv. gegn
36, en 9 sátu hjá. ísland greiddi
atkvæði móti henni. Noregur
og Danmörk greiddu atkvæði
með henni, en Svíþjóð og
Finnland sátu hjá.
Loks var felld tillaga með 39
atkv. gegn 36 um að taka ind-
versk-mexikönsku tillöguna aft-
ur til- atkvæðagreiðslu.
Það verður að teljast mikill
sigur, að meirihluti skyldi sam-
þykkja 12 mílna einkafiskveiði-
svæði og fella bandarísku tillög-
una.
% meirihluti ólíklegur
Stórveldin láta í ljós mikla
óánægju yfir úrslitum atkvæða-
greiðslunnar og talað er um að
þetta hafi verið banadægur ráð-
stefnunnar. Sérstaklega urðu full
trúar Breta og Bandaríkjanna
fyrir geysilegum vonbrigðum, að
bandaríska tillagan skyldi vera
felld.
Það er þó heimilt að bera allar
Framh. á bls. 2