Morgunblaðið - 22.04.1958, Síða 2

Morgunblaðið - 22.04.1958, Síða 2
2 Moncrnvnr 4niÐ Þriðjudagur 22. apríl 1958 Eru Rússar og Júgóslavar enn að tara í hár saman? Tito að komast að raun um að Krúsjeff er annar Stalín UUBLJANA, Júgóslavíu, 21. apríl. — (Reuter). — Foringjar júgó- slavneskra kommúnista eru nú sárir og móðgaðir yfir þeirri ákvörðun kommúnistaflokka Austur-Evrópu, að virða einskis liokksþing júgóslavneska kommúnistaflokksins, sem á að hefjast á morgun hér í borg. Virðist sem þetta ætli að verða upphaf nýs ágreinings milli Títós og Rússa. Júgóslavar hafa enn einu sinni komizt að því að rússnesku valdhafarnir vilja engar aðrar sættir en að smáríkið beygi sig í duftið fyrir hinu austræna valdi. ger straumhvörf í samskiptum þeirra við Rússa. Júgóslavar hafa upp á síðkastið haldið, að Rúsar vildu sættir, þar sem júgóslavneski kommúnista- flokkurinn yrði jafnrétthár hinum rússneska. Nú er það sýnt, að það var ekki ætlun Rússa. Þeir eru enn við sama heygarðshornið og á dögum Stalins, að vilja kúga og undir oka aðrar þjóðir. Ræðu Títós beðið. Þess er nú beðið með mikilli eftirvæntingu í Júgóslavíu, að Tító forseti setji flokksþingið með langri yfirlitsræðu. Er það haft eftir öruggum heimildum, að eft- ir síðustu atburði hafi Tító um- skrifað ræðu sína að verulegu leyti. M. a. er talið, að hann muni benda á það í ræðunni, að Rússar séu lítið betri en nýlendu- þjóðirnar svokölluðu. Þeir kúgi og arðræni fjölda smáþjóða. Krúsjeff nefndi hvergi Júgóslavíu en menn skildu við hvað hann átti MOSKVU, 21. apríl. — (Reuter). — Krúsjeff einræðisherra Rúss- lands flutti harðyrta og allæsilega ræðu í kvöld í pólska sendiráðinu. Var hann staddur í veizlu í tilefni þess að 13 ár eru liðin síðan undirritaður var vináttusamningur Rússlands og Póllands. Krúsjeff nefndi Júgóslavíu hvergi beinlínis á nafn í ræðu sinnU Hitt mátti auðveldlega skilja, að hörðustu ummælum og aðvör- unum beindi hann til Júgóslava í tilefni flokksþings þeirra, sem hef jast skal á morgun. Endaleysa að tala um undirokun^ ' Krúsjeff einræðisherra Rússa Skozki skipstjórinn dæmdur Tító vildi sættir. Fyrir nokkrum dögum til- kynnti Tító, að breytingar yrðu gerðar á stefnuskrá júgóslav- neska kommúnistaflokksins. Mið uðu þær allar að því, að draga úr erjunum við rússneska kom- múnistaflokkinn. Vildu Júgóslav ar með þessu stuðla að sættum með kommúnistaflokkunum. Var þess nú vænzt að Krúsjeff og aðr- ir kommúnistaforingjar Sovét- ríkjunum tækju vel heimboði á flokksþingið í Júgóslavíu. Forustuhlutverk Rússa. Það fór samt öðru vísi en Tító hafði ætlað. Þröskuldurinn í vegi fyrir samkomulagi er, að júgó- slavneskir kommúnistar neita að fella niður úr stefnuskrá sinni hugmyndina um sjálfstæða kom- múnistaflokka. Krjúsjeff mun ekki lýsa yfir blessun sinni yfir flokksþing Júgóslava, nema því aðeins að viðurkennt verði for- ustuhlutverk Rússa og að kom- múnistaflokkum allra annarra þjóða beri að hlýða þeim. Straumhvörf. Þessar undirtektir Krúsjeffs hafa valdið miklum vonbrigð- um í Júgóslavíu og ætla marg- ir, að við þetta verði aftur al- Færeysku togar- arnir haf a veitt vel HINN mikli togari Skálaberg frá Færeyjum kom hingað inn í gær- dag til að fá ýmsar vistir. Hefur togarinn verið á veiðum í salt hér við land í um það bil mánaðar- tíma. Hefur hinum aflasæla skip- stjóra hans, Kaj Jóhannessen, gengið allvel, því togarinn mun nú vera kominn með um 300 lest ir af saltfiski. í gærkvöldi kom hingað líka togarinn Jóhannes Paturson, en skipstjórinn á honum heitir Svenning Jóhannessen og eru þeir bræður skipstjórarnir. Jo- hannes Paturson var líka að Sækja vistir, en hann hefir veitt í salt hér við land síð- an í marzbyrjun og var hann með fullfermi, 270 lestir. Hann er nú á heimleið. Tjalds saknað VERKAMENN vinna um þessar mundir við að hreinsa tilískálum Gólfteppagerðarinnar við Skúla götu, en þar varð bruni fyrir nokkru. Skáladyr voru skildar eftir ólæstar í matmálstímanum í gær, en einhverjir hafa notað tækifærið, laumazt inn og haft á brott með sér bókakassa og verð mætt tjald.Bókakassinn var nokk uð sviðinn, en tjaldið stórt, fyrir 6—8 menn, vafið í ljósgráan gúmmídúk. Tjaldið var mjög vandað og með hnnglaga plast- Ijórum. Rannsóknarlögreglan bið ur þá, sem verða hluta þessara varir, að gera sér aovart. S.L. laugardagskvöld var dómur kveðinn upp í máli Williams Mc Phersons, skipstjóra á skozka tog aranum Star of Lathallan. Var hann dæmdur í 74,000 kr. sekt. Það kom fram við rannsókn málsins, að samkvæmt horna- mælingum yfirmanna á varðskip- inu Maríu Júlíu, er togarinn tók, hafði hann verið mest 0,5 sjó- mílur fyrir innan línu en minnst 0,38 sjóm. Þá upplýstist það að varðskip- ið varð að elta togarann um 5—6 sjóm. út fyrir línu, áður en hann — Bidault Framh. af bls. 1. allt kemur til alls verður Bidault þó vart forsætisráðherra nema bæði flokkur hans, kaþólski flokkurinn og jafnaðarmenn greiði honum atkvæði. En það þykir mjög óvíst. Öflin, sem felldu Gaillard Þegar Coty Frakkiandsforseti fól Bidault stjórnarmyndun þýddi það, að þeim öflum, sem felldu Gaillard er gefið tækifæri til að sýna hvers þau eru megn- ug. Er það aðeins bein afleiðing af því, að Bidault bauð foringja íhaldsflokskins, Antoine Pinay, fyrstum manna þátttöku í hinni væntanlegu stjórn. Bidault hefur þegar gert heyr- inkunn þrjú grundavallarstefnu- mið hinnar væntanlegu stjórnar sínnar. Þau eru: 1) að hafna hvers konar utan- aðkomandi íhlutun í málefni Alsír og halda áfram sömu ákveðnu stefnunni í baráttunni gegn uppreisnarmönnum. 2) Að hefja ekki stríð við Tún is, en krefjast þess um leið, að Túnis haldi ekki uppi stríði við Frakkland. 3) Að Frakkland skuli sýna fullkomna tryggð við NATO, en krefjast þess um leið, að NATO sýni Frakklandi fullan sóma. nam staðar, og það var ekki fyrr ea eftir annað lausa skotið frá varðskipinu sem skipstjórinn stöðvaði skip sitt. Hann neitaði sjálfur að sigla skipinu til Reykja víkur, og var þá einn af yfir- mönnum varðskipsins settur um borð í togarann, og honum feng- in þar skipstjórn í hendur. Skipstjórinn kvaðst aldrei hafa verið fyrir innan línu og ratsjár mælingar sínar hefðu verið rétt- ar. Á það gat sakadómurinn ekki fallizt, því varðskipsmenn lögðu fram gögn er vörðuðu staðsetn- ingu skipsins, eftir hornamæling um og eins eftir ratsjármæling- um, um brot hins ákærða. Togarinn var með þó nokkuð af fiski enda langt kominn með veiðiför. Var afli' skipsins og veið arfæri metin á 87,000 kr. Skozki skipsljórinn áfrýjaði dómi þess- um. — Tillögur Banda- rikjanna og Rússlands .... Frh. af bls. 1 tillögurnar aftur upp á allsherj- arfundinum. Er búizt við að um- ræður hefjist þar um þessi mál í næstu viku. Horfir þar erfiðlega um að tilskilinn % meirihluti fáist fyrir nokkrum tillögum um stærð landhelgi eða fiskveiðitak- marka. Ráðstefnan setti sér í upphafi þau þingsköp um atkvæðagreiðsl- ur, að til þess að tillaga teldist samþykkt í nefnd, þyrfti hún að hljóta einfaldan meirihluta at- kvæða. Á allsherjarfundi ráð- stefnunnar þyrfti tillaga hins vegar að hljóta % atkvæða til þess að teljast samþykkt. Á ráðstefnunni hefur það kom- ið fram, að einstakar þjóðir eins og Bretar hafa lýst því yfir, að þeir teldu sig ekki einu sinni bundna af samþykkt, sem gerð 1 væri með % atkvæða. Hinn rússneski einræðisherra lagði aðaláherzluna á það að öll kommúnistaríkin yrðu að standa saman sem einn maður í fram- sókn sinni til sósíalismans. Krúsjeff réðist harðlega á þá sem „tala um það að eitt komm- únistaríki kúgi og undiroki ann- að“. Slíkt tal kvað hann ekki vera annað en endaleysu, enda færi það alveg í bága við kenn- ingar Marx og Lenins, að eitt kommúnistaríki gæti kúgað ann- að. Hagnaður af rússneskum vélum Veizlusalur pólska sendiráðsins var troðfullur af veizlugestum og urðu þeir að standa upp á endann í svækjuhita, meðan Krúsjeff flutti stundarfjórðungs- ræðu. Krúsjeff lagði áherzlu á það að sýna fram á að Rússar kúguðu ekki aðrar þjóðir. „Þið vitið vel, sagði hann, að við Rússar höfum afhent öðrum þjóðum mikið magn af framleiðsluvélum. Ger- Om við það í eiginhagsmuna- skyni?“ spurði hann. „Nei, við myndum hagnast meira af vélunum með því að nota þær sjálfir". Varið ykkur Pólverjar! Ræðu sinni lauk Krúsjeff með því að lyfta glasi og skála fyrir pólsku bræðraþjóðinni og félaga Gomulka. Um leið varaði Krús- jeff Pólverja við „djöflunum úr vestri“. í veizlunni mættu auk Krús- jeffs þeir Frol Kozlov varafor- sætisráðherra, Alexei Kirichenko og Andrei Gromyko utanríkisráð- herra. Sala jarða í ríkiseign Á FUNDI neðri deildar Alþingis í gær var rætt um sölu jarða í opinberri eigu. Frv. fór til e. d. Fjallar það nú um, að ríkisstjórn inni skuli heimilt, að: — selja Eyrarbakkahreppi allt land jarðanna Einarshafnar, Skúmsstaða og Stóru-Háeyrar, með hjáleigum að undanskild- um eignarlóðum, sem þegar hafa verið seldar úr landi Stóru-Há- eyrar, — selja Raufarhafnarhreppi allt land jarðarinnar Raufar- hafnar, — selja Óskari Hjartarsyni á Grjóteyri, Andakílshreppi í Borg arfjarðarsýslu, jörðina Skógar- kot þar í hreppnum, — selja hreppsnefnd Eyrar- sveitar í Snæfellsnessyslu jörð- ina Hrafnkellsstaði. — selja Þórði Einarssyni á Bakka í Stykkishólmhreppi, jörð ina Kiðey þar í hreppnum. Ýmis ákvæði er um söluverð o. fl. Einnig er í frv. heimild til eignarnáms erfðafesturéttinda vegna skipulags á Eyrarbakka og Raufarhöfn. — Á þingfundinum í gær var felld tillaga frá Gunn- ari Jóhannssyni og Jóni Sigurðs- syni um að við sölu jarðanna í Eyrarbakkahreppi skyldi undan skilin taka vikursands, nema til framkvæmda á vegum hrepps- ins. Kveðja frá norska selveiðimannmum NORSKI veiðimaðurinn Arnt Arntsen, sem fluttur var slas- aður til Reykjavíkur frá selfang- aranum Drott fyrir tæpum mán- uði, fór til Osló á laugardaginn. Mun hann fara í Ríkisspítalann þar í borginni. Áður en hann fór, bað hann norska sendiráðið að koma eftirfarandi á framfæri: „Ég vil á þennan hátt mega láta í ljós beztu þakkir mínar til allra þeirra, sem hafa minnzt mín í hugsunum sínum og bænum, til allra þeirra íslendinga og Norð- manna, sem hafa heimsótt mig, sent mér blóm, gjafir, óskalög og lesefni, og til lækna og hjúkr- unarliðs í Landspítalanum, er hafa hjúkrað mér af alúð, meðan ég hef verið í sjúkrahúsinu. Hjartanlegustu þakkir mínar til ykkar allra. Arnt Arntsen". Meiri fiskaf li en áður í Neskaupstað NESKAUPSTAÐ, 21. april. — Fiskaflinn, sem lagður hefur ver- ið hér á land í vetur er nokkru meiri en undanfar- in ár. Nú er búið að frysta um 16000 kassa í tveim frystihúsum, en það er um þriðjungi meira en áður. Nokkrir stærri bátanna fóru ekki á vertíð suðvestanlands í vetur en stunduðu róðra héðan og munar mestu um afla þeirra. Vonandi verður áframhald á þessu þótt róðrarnir hafi verið langir og erfiðir, einkum í skamm deginu. — Fréttaritari. ímyndunarveikin sýnd í Boiunyarvík BOLUNGARVÍK, 21. apríl. Nýlega sýndi Leikfélag ísafjarð ar sjónleikinn ímyndunarveikina eftir Moliére hér í félagsheimil- inu undir leikstjórn Gunnars Hansen. Var sýning þessi mjög vel sótt. Aðalhlutverk léku systkinin Sigrún Magnúsdóttir og Jónas Magnússon. Leikendum og leik- stjóra var mjög vel fagnað af áhorfendum. Leikfélag ísafjarð- ar er jafnan aufúsugestur í Bol- ungarvík, og hafa sýningar þess löngum orðið Bolvíkingum til ánægju. —Fréttaritari. Frá Alk>ingi DEILDAFUNDIR verða kl. 1,30 í dag. Á dagskrá eru þessi frumv.: í efri deild: Veitingasala. Hús- næðismál. Ættfræðirannsóknir. Kirkjugarðar. í neðri deild: Al- manaksútgáfa. Kostnaður við rekstur ríkisins. Utflutningur hrossa. Sauðfjárbaðanir. Dýra. læknar. Skólakostnaður. Umferð- arlög.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.