Morgunblaðið - 22.04.1958, Síða 3

Morgunblaðið - 22.04.1958, Síða 3
Þriðjudagur 22. apríl 1958 MortnrNRT 4ÐW Forseti Genfar-ráðstefnunnar tekur pgrsánulega málsfað Brefa gegn Islandi Telur að þeir hafi áunninn rétt — Um leið vill hann vísa landhelgismálinu til 5.Þ. komulagið um þetta efni er meira en búizt var við. GENF, 21. apríl. — Prins Wan af Thailandi, sem er forseti Genfarráðstefnunnar, kom með þá tillögu í dag, að deilan um stærð landhelginn- ar yrði tekin út af dagskrá ráðstefnunnar og vísað til allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Forsetinn lýsti þessu yfir í ræðu sem hann hélt í samsæti sem honum var haldið. Samtímis lét Wan prins í Ijós persónulegar skoðamr sínar á breidd landhelgi. — Hann sagði að heimaland hans styddi kanadisku tillög- urnar um 6 mílna lögsögu- landhelgi og 6 mílna fiskveiði- landhelgi til viðbótar. Þetta gerði það vegna fiskveiða Japana við strendur Thai- lands. Sagði Wan prins, að yfirleitt væru mörg lítil strandríki fylgjandi tillögum. sem tryggðu þeim yfirráð yfir fiskimiðum við strendur þeirra, en þeim stæði á sama þótt lögsögulandhelgin væri mjórri. Hins vegar kvaðst hann sem hlutlaus aðili vilja segja, að í deilu Breta og íslendinga hefðu Bretar áunnið sér rétt Samkoma fyrir w sænska gesli I TILEFNI af komu sænska rit- höfundarins Eyvind Johnson og þeirra Svía annarra, sem hér eru staddir vegna sænsku bókasýn- ingarinnar, efnir íslenzk-sænska félagið til samkomu í Þjóðleikhús kjallaranum kl. 20,30 í Kvöld. — Eyvind Johnson les þar upp úr verkum sínum, en Herman 'Stolpe forstjóri og Dr. Sven Rinman bókavörður, flytja stutt ávörp, Arni Jónsson, söngvari syngur sænska söngva. Aðgangur er ó- keypis og er félagsmönnum heim ilt að taka með sér gesti. (Frá íslenzk-sænska félaginu). til fiskveiða á íslandsmiðum og alþjóðalög yrðu að viður- kenna slíkan áunninn rétt. % meirihluti ólíklegur í ræðu sinni ræddi Wan prins mjög um það, að mikið ósam- komulag væri á ráðstefnunni um það, hvernig ákvarða bæri stærð landhelginnar. Virtist sem þar yrði engu um þokað. — Jafnvel þótt reynt væri að finna einhverja sáttatillögu væri ólík- legt að fyrir henni fengist hinn tilskildi % meirihluti á allsherj- arfundi. Wan sagði, að deilan væri nú orðin pólitísk og þá væri komið að því að fela stjórnmálamönn- um og „diplomötum" meðferð málsins. Réttast væri að vísa mál- inu til allsherjarþings S. Þ., sem þá gæti aftur efnt til nýrrar al- þjóðaráðstefnu, sem fjallaði ein- vörðungu um ákvörðun á stærð landhelginnar. Tíminn útrunninn Þessar tillögur mínar þýða ekki, sagði Wan, að ég telji, að ráðstefnan hafi farið út um þúf- ur. En hitt er víst, að umræðurn- ar um stærð landhelginnar hafa tekið alltof langan tíma og ósam Hlynntur Bretum Wan forseti ráðstefnunnar benti enn á það í ræðu sinni, að nauðsynlegt væri að gefa ríkis- stjórnum tækifæri til að semja um deilumálið um stærð land- helginnar og um hvers konar við bótarsvæði. Dæmi um það væri deila Breta og íslendinga, sem hann taldi að ættu að geta kom- izt að samkomulagi. Sem hlutlaus maður í þeirri deilu sagðist hann álíta að Bretar hefðu áunninn rétt til fiskveiða við Island. Eyvind Johnson Eyvind Johnson hélt erindi í Háskólanum í gœr SÆNSKA skáldið Eyvind John- son hélt fyrirlestur í Hátíðasal Háskólans í gær kl. 6 e.h. að við- stöddum forseta íslands, sendi- herra Svía og tæplega hálfum sal áheyrenda. Var fyrirlesturinn furðulega illa sóttur, þegar þess er gætt, að hér er á ferðinni einn kunnasti og mikilvirkasti rithöf- undur Norðurlanda. Eflaust er meginorsökin sú hve illa fyrir- lesturinn var auglýstur. Eyvind Johnson talaði um hlut skipti skáldsagnahöfundarins og kom víða við í stórmerku erindi. Rakti hann viðhorf manna til skáldsögunnar og vandamál henn ar á þessari öld. Fyrri heimstyrj- öldin markaði róttæk tímamót í Stjórnarliðar enn ekki til viðrœðu um hreytingar á húsnœðismálalöggjöfinni RFRUMV. ríkisstjórnarinnar um breytingar á húsnæðismálalög- gjöfinni var til 2. umr. í efri deild Alþingis í gær. Frumv. fel- ur í sér nokkrar smábreytingar á löggjöfinni. Það var lagt fram í neðri deild og urðu þar miklar umræður um málið. Freistuðu Sjálfstæðismenn þess að fá sam- þykktar ýmsar tillögur, sem þeir höfðu áður borið fram í sérstöku frumvarpi, en tillögur þeirra voru felldar. Þó var samþykkt til laga frá Jóni Sigurðssyni á Reyni stað um skyldusparnað ungs fólks í sveitum. Frá meðferð málsins í neðri deild hefur áður verið sagt í Mbl. Heilbrigðis- og félagsmálanefnd efri deildar skilaði ekki sameigin legu áliti. Stjórnarliðar í nefnd- inni vildu láta samþykkja frumv. eins og það kom frá neðri deild. Baxidaríska tillagan mun „ganga aftur“ Genfar-ráðstefnunni Dean fulltrúi Bandaríkjanna talar um breytt íyrirmæli írá ríkisstjórnum GENF, 21. apríl (Reuter). — Bandaríska sendinefndin segir í dag, að vonir hennar hafi enn á ný vaknað um að vinna fylgi Genfar-ráðstefnunnar við tillögu um að takmarka breidd land- helgi við 6 sjómílur. Arthur H. Dean formaður bandarísku sendinefndarinnar sagði að bandaríska tillagan sem felld var á laugardag með 38 atkv. gegn 36 myndi aftur verða lögð fyrir ráðstefnuna eftir einn eða tvo daga. Dean sagði, að sumar sendi- nefndir hefðu fengið ný fyrir- mæli frá rikisstjórnum sinum um að greiða atkvæði með til lögunni og að útlitið væri mjög gott, enn væru fleiri sendinefndir, sem biðu eftir nýjum fyrirmælum frá ríkis- stjórnum sínum. Auk þess sem tillagan ákveður að lögsögulandhelgi skuli vera 6 sjómílur, er þar ákvæði um 6 sjómílna viðbótarbelti, þar sem strandríkið hafi einkafiskveiði- réttindi, þó með þeim fyrirvara, að önnur ríki, sem veitt hafa reglulega á þessu svæði síðastl. fimm ár geti haldið því fram. Á ráðstefnunni var í dag byrj- að að ræða greinar, sem fjalla um viðbótarbelti við landhelgina. Var þar felld með 49 atkv. gegn 1 tillaga Kolumbíu, um að þetta viðbótarsvæði skyldi vera 12 míl ur frá landhelgismörkum. Hafði Alfreð Gíslason framsögu fyrir meirihlutann á þingfundi í gær. Sjálfstæðismennirnir í nefnd- inni, Sigurður Ó. Ólafsson og Friðjón Þórðarson, lögðu hins vegar til, að frumvstrpinu yrði breytt, og voru tillögur þeirra sama efnis og þær, sem Sjálfstæð ismenn i neðri deild höfðu borið fram. Sigurður gerði grein fyrir tillögunum á fundinum í gær. Meginefni þeirra var þetta: — Sett skal á stofn tækniráð húsnæðismálastjórnar, skipað fulltrúum ýmissa aðila. — Afnumið skal ákvæðið, sem gerir húsnæðismálastjórn kleift að taka ráðin af bæjarfélögum og ákveða á sitt eindæmi bygg- ingu heilla hverfa, sem bæjarfé- lögin yrðu þó að útvega bygg- ingarhæfar lóðir fyrir. — Reglurnar um umsóknir um lán verði gerðar einfaldari. Um- sóknirnar verða nú vart gerðar úr garði nema aðstoð sérfræð- inga í ýmsum greinum komi til. — í stað skyldusparnaðar komi sérstakt form spariinnlána í bönk um og sparisjóðum, sem nefnist húsinnlán. Húsinnlán skulu bera 1% hærri vexti en almennir sparisjóðsvextir eru á hverjum tíma, og skal fé það, sem sparað er á þennan hátt, vera undanþeg- ið tekjuskatti og útsvari. Auk þess skulu eigendur þess eiga forgangsrétt til lána hjá hús- næðismálast j órn. — Framlag ríkissjóðs til út- rýmingar heilsuspillandi húsnæð is verði aukið úr 4 í 12 millj. kr. á ári. — Ríkissjóður veiti bygginga- sjóðum sveitarfélaga framlög jafnhá frámlögum sveitarfélag- anna, ef sjóðirnir eru notaðir til að að útrýma heisluspillandi hús- næði. Á þingfundinum í gær var gengið til atkvæða um tillögur Sjálfstæðismanna. Voru þær all- ar felldar af stjórnarliðinu og frumvarpinu óbreyttu vísað til 3. skáldsagnagerð og opnaði augu manna fyrir því regindjúpi þján- inga og óréttlætis, sem mannkyn- ið lifir við. En hins vegar er lífið ekki allt sótsvört vitfirring, sagði skáldið, og það er ástæðulaust fyrir rithöfunda nútímans að gefa sig bölsýninni á vald. Þeir eiga að segja þann sannleik, sem þeir hafa upplifað, og ekki draga neitt undan. Eyvind Johnson taldi upp ýmsa höfunda, sem sterkastan svip hafa sett á þessa öld, og hélt því fram að James Joyce hefði valdið rót- tækari byltingu í skáldsagnagerð en nokkur annar höfundur, enda gætti áhrifa hans beint eða óbeint í verkum flestra skáldsagnahöf- unda sem nokkuð kvæði að nú á tímum. Hann nefndi einnig menn eins og Proust, Gide, Kafka, Thomas Mann, Heming- way, Faulkner, Virginia Woolf og D. H. Lawrence. Þessir höf- undar hefðu hver á sinn hátt túlk að líf 20. aldarinnar á djúpsæj- an og heiðarlegan hátt. f þessu sambandi minnti hann á hin slá- andi orð Gides, að lélegustu skáld verkin væru að jafnaði samin af göfugustum og háleitustum til- finningum. Að lokum ræddi Eyvind John- son afstöðu höfundarins til verka sinna og sagði, að öll skáldverk væru í vissum skilningi sjálfs- lýsingar. Þeir einir sem hefðu djörfung til að kafa í sína eigin sál og horfast í augu við sína eigin reynslu, gætu gert sér von- ir um að skapa eitthvað verð- mætt handa öðrum. Fullkomin hreinskilni og heiðarleiki væru aðalsmerki góðs rithöfundar. — Hann kvað þetta vera þungamiðj- una í því sem hann hefði reynt að skrifa á undanförnum ára- tugum. STAKSTEIIAR Tímamenn „fara il útlanda“ Vart má á milli sjá, hvort meira má sín í þessum ummæl- um Tímans, sem birtust þar hin» 16. apríl, spjátrungshátturinn eða óvildin til Reykjavíkur: „Maður þarf til dæmis helzt al fara til útlanda og koma heint aftur tii að sjá, hversu Reykja- vík er í rauninni ákaflega ósnyrti leg borg. Augun venjast þessa svo aftur á fáum vikum". Það er svo sem ekki verið að taka aðra staði innanlands til samanburðar við Reykjavík. Mætti þó ætla, að hún yrði því aðeins rétt metin, ef hún væri skoðtuð með hliðsjón af þvi um- hverfi, sem hún er vaxin upp úr. Nei, „maður þarf-----helzt að fara til útlanda" til að sjá „hversu Reykjavík er í rauninni ákaflega ósnyrtileg borg“, segja Tímamenn! En Reykvíkingar þurfa ekki heldur að óttast þann saman- burð, því að jafnt innlendir menn og erlendir, sem víða hafa farið, eru allir sammála um, að Reykja- vík er óvenjulega snyrtileg borg. Hún ber þess að vísu merki, að hún er bær í örum vexti og breytir því nokkuð um svíp ár frá ári en ætíð til bóta. Sérstak- lega er þrifnaðurinn hér meiri en víðast annars staðar. í því efni ber hún af flestum öðrum borg- um, þótt miklu mannfleiri séu, ef horfið er af helztw skraut- strætum stórborganna. Er svo að sjá sem Tímamenn skoði ekki annað, þegar þeir „fara til út- landa“. Má hér um segja: Miklir menn erum við, Hrólfur minn. Ný „afglapaskrif“ Hermann var býsna rogginn í Tímanum á sunnudaginn, er hann sagði „ekki ósennilegt“, að „frum- varp um ráðstafanir í efnahags- málum“ yrði lagt fyrir Alþingi í vikunni! Má þó ekki seinna vera, því að um er að ræða raun- verulega afgreiðslu fjárlaga fyr- ir 1958. ' Einmitt í sömu svifum og þóf- inu loka er að ljúka, minnir Þjóðviljinn s. 1. föstudag á for- ystugrein sína um Alþýðublaðið, þar sem hann nefndi skrif þess „Afglapaskrif“, er væru „glóru- laust fábjánahjal" og segir: „Annar hliðstæður leiðari birt- ist í blaðinu í gær; fjallar hann um efnahagsmál íslendinga af sömu fávizkunni; þannig kveðst blaðið ekki hafa hugmynd um það að leiðtogar Alþýðuflokks- ins hafi beitt sér fyrir gengis- lækkun! Engu að síður er það staðreynd að leiðtogar Alþýðuflokksins lýstu yfir stuðningi sínum við gengislækkun í ríkisstjórninni. Þegar ekki var léð máls á henni og þeim sannað með útreikning- um hvers konar glapræði hún væri, báru þeir fram aðra tillögu sem þeir nefndu gengisfækkun. Munurinn var í rauninni aðeins á að f kom í staðinn fyrir 1 í nafn- giftinni“. Á sunnudaginn heldur Þjóð- viljinn svo áfram lýsingu sinni á hafa af berklahælum mjög batn- ] Alþýðuflokknum í forystugrein, að við tilkomu Reykjalundar. ' sem heitir „Einstæður flokkur“. Ýmsir eru þó þannig á vegi stadd I Henni lýkur svo: ir að þeir geta notfært sér vist j „--------hann hikar ekki við þar, einkum fólk, sem á fyrir fjöl að boða skoðanir, sem eru svo Skemmtun Berkla- varnar í Sjálfstæð- isliúsiiiu Á MORGUN, síðasta vetrardag, verður skemmtun Berklavarr.ar í Reykjávík haldin í Sjálfstæð- ishúsinu kl. 8,30 e. h. Félagið heldur þessa skemmtun með það fyrir augum að efla sióði S.Í.B.S. til styrktar fátækum berklasj úklingum. Eins og menn vita, hafa kjör berklasjúklinga sem útskrifast skyldum að sjá. Þeim til styrktar er þessi skemmtun haldin. Revían „Tunglið, tunglið, taktu mig“, hefur verið fengin til sýningar. Ennfremur verður dansað til kl. 1. Hljómsveit Svavars Gests leikur. Er þess að vænta að fólk fjöl- menni í Sjálfstæðishúsið síðasta vetrardag kl. 8,30 og geri tvennt í enn: Styrki gott málefni og skemmti sér og öðrum. fjarlægar hugsunarhætti nútím- ans að jafnvel íhaldsflokkar. kyn- oka sér við að flíka þeim í orði“. Eru það e. t. v. þessar skoð- anir, sem nú hafa orðið ofan á og felast í „bjargráðunum“ nýju? Svo er a. m. k. að heyra á AI- þýðuflokksmönnum og Fram- sóknar sem þeir telji tillögur sín- ar alveg hafa sigrað og kommún- ista látið undan síga til að búa I enn betur um sig í ríkiskerfinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.