Morgunblaðið - 22.04.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.04.1958, Blaðsíða 10
10 MORCl’NTiL 4 ÐIÐ Þriðjudagur 22. april 195fe WgplStlMáfrtft tTtg.: H.í. Arvakur, Reykjavllc. Framkvæindastjóri: Sigfus Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Augiýsmgar: Arni Garðar Kristmsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480 Asknftargjalo kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. i.50 eintakið. EFNAHAGSMÁLIN OG VIÐTALIÐ VIÐ FORSÆTISRÁÐHERRANN I'X INS og kunnugt er, gafst | ríkisstjórnin upp við það ■Á að koma fram með tillög- ur í efnahagsmálunum, þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram í byrjun þingsins. Þá lagði Ey- steinn Jónsson fjármálaráðherra frumvarpið fram með miklum tekjuhalla og lét svo um mælt, að það væri ekki á sínu færi að ganga frá fjárlögunum í öðru formi og yrði nú að koma til kasta Alþingis að leysa þetta vandamál og afgreiða fjárlögin á fullnægjandi hátt. Fjármálaráð- herrann hafði vitaskuld haft ríf- legan tíma til undirbúnings fjár- lögunum, svo sem venjulegt er, og haft til þess öll þau meðul, sem fjármálaráðherrann og ríkis- stjórnin ræður yfir til að gera þau úr garði á fullkominn hátt. En þetta verkefni reyndist honum ofvaxið og þar af leiðandi lagði hann frumvarpið fram í því formi, sem hann gerði og vísaði til Alþingis um að bæta þar um, sem hann sjálfur ekki gat lokið. ★ En svo sem raunar vænta mátti gáfust stjórnarflokkarnir á Al- þingi einnig upp við að leysa þetta mál. Þeir fundu engar leið- ir til þess að afgreiða efnahags- málin og niðurstaðan varð því sú, að þau voru einfaldlega tekin út úr fjárlagafrumvarpinu og fjárlögin aðeins afgreidd að hluta, en efnahagsmálunum, viðkvæm- ustu málunum, skotið á frest til síðari tíma. Úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar og flokka hennar varð nú svo augljóst, sem verða mátti. Eftir þessa uppgjöf fjármálaráðherr- ans og stjórnarflokkanna á Al- þingi, liðu margir mánuðir, án þess að nokkuð gerðist í þessum þýðingarmiklu málum og hefur allt rekið á reiðanum um þau. Ríkisstjórnin hefur hvatt sér- fræðinga sér til ráðuneytis, sem Tíminn segir á sunnudag, að unnið hafi látlaust að þessum málum um langan tíma og ber forsætisráðherrann sjálfan fyrir þeirri umsögn. Þessir sérfræðing- ar hafa gert ýmsar athuganir og rannsóknir og gert tillögur í efna- hagsmálunum, sem ríkisstjórnin og flokkar hennar hafa fengið til meðferðar. En enda þótt álit og útreikningar sérfróðra manna hafi legið fyrir, er ljóst, að stjórnarflokkarnir hafa ekki komið sér saman um lausn mál- anna og við það situr enn. Er almenningur farinn að ger- ast mjög óþolinmóður út af þessum málum, enda hefur vegna þessa langa dráttar skapazt mikil óvissa bæði hjá einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðil- um. Nægir í því sambandi að benda á, að Reykjavíkurbær hef- ur enn ekki getað afgreitt fjár- hagsáætlun sína fyrir yfirstand- andi ár, vegna þess að beðið hef- ur verið eftir hinum nýju ráð- stöfunum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, en á þeim velt- ur auðvitað mjög mikið, hvernig fer um fjárhag Reykjavíkur, hins stærsta, opinbera aðila í landinu utan ríkisins sjálfs. ★ f Tímanum á sunnudag er birt stutt viðtal við Hermann Jónas- son, forsætisráðherra, og er þar haft eftir ráðherranum að ekki sé „ósennilegt", að frumvarp um nauðsynlegar ráðstafanir í efna- hagsmálunum muni lagt fyrir Al- þingi í yfirstandandi viku, eins og það er orðað í Tímanum. Seg- ir ráðherrann, að unnið hafi ver- ið látlaust að þessum málum nú um langan tíma og fram hafi farið „ítarleg athugun á öllu fjár- málakerfinu“, undir forystu sér- fræðinga, en þar hafi Jónas Haralds hagfræðingur, verið odd- viti. Þessir sérfræðingar hafi svo lagt skýrslu fyrir ríkisstjórnina og nú liggi ljóst fyrir, hvernig ástandið er, og eínnig hitt, hver áhrif einstakar aðgerðir hafi. Það liggi nú fyrir að ríkis- stjórnin og stuðningsflokkar hennar og Alþingi velji þær leið- ir, sem séu heppilegastar. Er ljóst af þessu viðtali, að forsætisráð- herrann er að afsaka þann drátt, sem orðið hefur á að leggja fram tillögurnar í efnahagsmálunum, með því að staðið hafi á útreikn- ingi og tillögum sérfræðinganna. í þessu felst ótvíræð játning þess að ekki hafi verið á annarra færi en rikisstjórnarinnar, að bera fram tillögur í þessum mál- um, að fengnum útreikningum og áliti sérfræðinga. Það er fyrst, þegar það efni er fengið, sem það liggur „ljóst fyrir, hvernig ástand ið er og hver áhrif einstaka að- gerðir til leiðréttingar og úrbóta, kynnu að hafa“, eins og Tíminn hefur eftir forsætisráðherranum. Fer þá að verða lítið úr upp- hrópununum út af því að stjórn- arandstaðan hefði átt að koma fram með slíkar tillögur. Stjórn- arandstaðan hefur engan aðgang að tillögum og útreikningum sér- fræðinganna og því var fýrir löngu lýst yfir af ríkisstjórninni og flokkum hennar, að Sjálf- stæðismenn skyldu gerðir full- komulega áhrifalausir í efnahags- málunum. Sést af öllu þessu, hversu fráleitt það er að gera kröfu til Sjálfstæðisflokksins um að hann gangi fram fyrir skjöldu um að gera tillögur í efnahags- málunum þegar hann fær engan aðgang að þeim athugunum og tillögum, sem forsætisráðherrann sjálfur lýsir yfir að séu nauðsyn- legar til að átta sig á málunum og þegar því er svo lýst yfir alveg sérstaklega fyrirfram, að hálfu stjórnarflokkanna, að þeir vilji útiloka öll áhrif Sjálfstæðis- manna á lausn efnahagsmála. ★ Uppgjöf stjórnarflokkanna í efnahagsmálunum var ljós, þeg- ar Eysteinn Jónsson lagði fram fjárlagafrumvarp sitt í haust. Alla þá mánuði, sem síðan eru liðnir, héfur staðið látlaust þóf um þetta mál bak við tjöldin, en þingið setið aðgerðarlaust. í þessu sambandi er nauðsynlegt að menn geri sér ljóst, að það hefur alls ekki fyrst og fremst staðið á því, að stjórnarflokk- arnir kæmu sér saman innbyrðis, heldur hafa þessir flokkar verið algjörlega ráðalausir um hvað gera skyldi. Þetta ráðaleysi stjórn arflokkanna er meginástæðan til þess dráttar, óvissu og glundroða, sem ríkt hefur í efnahagsmál- unum um langan tíma. ÖR HEIMI 1 y Gamla Grænland og hið nýja Um þessar mundir dvelst hér ó landi ungur, grænlenzkur pilt- ur, Leif Jensen að nafni. Er hann hingað kominn til að læra ís- lenzku og stundar nám við Há- skóla íslands. Hann hefir nú dvalizt hér í tæpa tvo mánuði og hyggst vera hér um kyrrt a.m.k. eitt ár. Leif Jensen er fæddur í Umanaq á Grænlandi, og er fólk hans búsett þar. En Leif er kominn af dönskum, íslenzkum og grænlenzkum ættum, og var afi hans Þorfinnur Hjaltason frá Akureyri. Leif hefir lagt stund á tæknifræði í Kaupmannahöfn og einnig í Kiel í Þýzkalandi. Hefir hann áður ritað smágrein í Mbl. um bjarndýraveiðar á Grænlandi, og hér fer á eftir hug leiðing um breytta lifnaðarhætti Grænlendinga: Fyrir tæpum tíu árum var mjög strjálbýlt á Grænlandi, Á vesturströndinni voru t.d. rúm- lega 200 smáþorp, og í mjög fá- um þeirra voru yfir 100 íbúar. íbúarnir lifðu aðallega á sel- og rostungaveiðum, og slíkar til vinnslustöðvanna. Áður höfðu veiðar eru arðbærastar í strjál- menn eingöngu lifað á því sem býli. En í lok ársins 1940 fækk- þeir öfluðu, en nú tóku menn að aði selum og rostungum töluvert, I leggja sér til munns búðarfæðu -- -"'m&rf/ ★ ★ ★ Nú eru menn ekki lengur frjálsir að því að fara á veiðar, þegar þeim býð- ur svo við að horfa ...... ★ ★ ★ og menn tóku að snúa sér æ meira að fiskiveiðum. Ríkið reisti niðursuðuverksmiðjur á nokkrum stöðum og var þar unn- ið úr aflanum. Nú var strjálbýlið ekki lengur eftirsóknarvert, og hafði þar að auki þann ókost í för með sér að flytja varð aflann um langan veg svo sem brauð, grjón, kartöflur og annað slíkt, sem menn höfðu ekki áður neytt. Fæðan var áður eingöngu fugla- og sela- kjöt, sem matbúið var á marg- víslegan hátt. Fjöldi smáverzl- unarfélaga höfðu verið sett á stofn í hinum ýmsu þorpum, en þau voru rekin með halla vegna kostnaðarsamra flutninga um langan veg. BREZKA blaðið The Star skýíði nýlega frá því, er listakonan Nína Tryggvadóttir opnaði sýn- ingu í The Institute of Contem- porary Arts í Mayfair. Á sýn- ingunni eru aðallega svo kallað- ar klippmyndir. Sýninguna opn- aði dr. Kristinn Guðmundsson, sendiherra íslands í Lundúnum. Blaðið segir, að Nína hafi feng- izt við að gera klippmyndir í 15 ár, allt síðan hún fékk styrk frá íslenzka ríkinu til að komast til Bandaríkjanna, en þar kynntist hún manni sínum dr. Alfred Copley, sem á virkum dögum er yfirmaður rannsóknardeildar lyf lækningadeildar Charing Cross sjúkrahússins, en á helgidögum er hann listmálari. Listamanns- nafn hans er Alcopley. Bæði mála hjónin abstrakt. Segir brezki blaðamaðurinn, sem tal átti við Nínu, að hún hafi sagt, að list sín væri samt „mjög nátengd náttúrunni". Því til sönnunar hafi hún sýnt mynd- ir af hrikalegu landslagi á ís- landi. Ík Grænlandsmálastjórnin skip- aði því árið 1951 nefnd, er athuga skyldi möguleika á auknu þétt- býli. Með því að flytja íbúana úr nokkrum litlu þorpanna til kaup- staðanna, sem risið höfðu um- hverfis verksmiðjurnar, var bú- izt við, að skapast myndu betri aðstæður fyrir bæði fiskveiðar og verzlun. í héraðinu umhverf- is Julianehaab voru íbúarnir t.d. fluttir frá fjórum smáþorpum til Julianehaab og Narssak. Ekki varð betur séð, en þetta fólk lifði nú við betri lífskjör. En samt var það ekki hamingju samt — það hafði orðið að skipta á frjálsu lífi úti í náttúrunni og reglubundnu borgarlífi. í stað- inn fyrir að búa í litlum hlýleg- um torfbæjum, bjó það nú í stór um, nýtízkulegum, köldum hús- um. Þessir menn voru ekki leng- ur frjálsir að því að fara á veið- ar, þegar þeim bauð svo við að horfa, heldur urðu þeir nú að vinna 8 klukkustundir á dag í verksmiðjum. Þeir minnast með söknuði þeirra daga, er þeir voru frjálsir og hamingjusamir. Oft tala þeir með tárin í augunum um fjöllin heima, nútíðin hverf- ur þeim og þeir sökkva sér niður í minningar um ánægjulegri stundir, þegar æðarfugla á flugi ber við himin úti í fjarðarmynn- inu. Þegar þetta fólk verður á vegi manns, vaknar ósjálfrátt sú spurning: Hvort skyldi vera betra að vera óhamingjusamur maður, bundinn í báða skó, en búa við góð lífskjör eða vera frjáls og hamingjusamur og búa við léleg lífskjör. Skyldi hið síð- ara ekki vera eftirsóknarverð- ara? Leif Jensen. Þriggja Araba leitað ADEN 19. apríl. — Brezkar her- sveitir í Aden leita nú þriggja Araba, sem kærðir eru fyrir að hafa haft samband við „erlend stórveldi". Tvö brezk herskip eru komin til Aden.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.