Morgunblaðið - 22.04.1958, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 22.04.1958, Qupperneq 11
Þriðjudagur 22. apríl 1958 MORCUNBL 4Ð1Ð 11 Eystrasalt friðarins Lýsing á áróðursherferð Sovétríkjanna ÞAÐ VAKTI enga sérstaka undr- un þann 14. desember sl. þótt sendiherra Sovétríkjanna í Dan- mörku, Slavin, héldi til danska utanríkisráðuneytisins til að af- henda síðustu orðsendingu Sovét- stjórnarinnar. í raun og veru var danska stjórnin þ4 þegar farin að búast við ábyrgðarbréfi frá Kremlin með jólahótunum. Nú var röðin komin að Dan- mörku í áróðurssókn Sovétstjórn- arinnar, sem hafði verið „hleypt af stokkunum“ nokkrum dögum áður en NATO-ráðstefnan í París hófst. Og sama var að segja um orðsendinguna til Dana, sem um orðsendingar til annarra þjóða, að þar voru nokkur atriði, sem voru sérstaklega ætluð Dönum. Bulganin forsætisráðherra Sovét- ríkjanná sagði H. C. Hansen starfsbróður sínum í Danmörku, að ‘ „ef danska stjórnin tæki á- kveðna afstöðu sem útilokaði möguleikana á staðsetningu kjarn orkuvopna og eldflaugavopna á danskri grund, þá væri með því lagður drjúgur skerfur til að jafna alþjóðadeilur og styrkja friðinn, einkum á Eystrasalts- svæðinu". Síðustu orðin varðandi Eystra- saltssvæðið eru mikilvægust, og þó Bulganin væri hógvær í orð- um, fólst í þeim ódulbúin aðvör- un til Dana um að hefja ekki hernaðarlegt samstarf við Vest- ur-Þjóðverja. Hann vék enn að hinu sama í niðurlagi bréfsins, þar sem hann lagði áherzlu á það að stjórn Sovétríkjanna væri hlynnt þeirri ósk, sem stjórnmála menn í löndum kringum Eystra- saltið hefðu látið í ljós um að Norðurlönd og löndin sunnan við Eystrasaltið lýstu því að þau myndu ekki láta vopn skera úr, þótt deilur kæmu upp á milli þeirra. Þessi hluti bréfsins var í raun- inni aðeins endurtekning á hinni staðbundnu áróðursherferð, sem beint var sumarið og haustið 1956 gegn þeim ríkjum við Eystrasalt, sem kommúnistar hafa ekki völd í. Þessi áróðursherferð var á ýmsan hátt ágætt sýnishorn af því, hvernig Sovétríkin hrinda af stað áróðursherferð á alþjóða- vettvangi með virkri þátttöku leppríkjanna. Það er athyglisvert hve hið pólitíska samræmi er fullkomið milli Sovétríkjanna og nýlendna þess í hinu kommúníska heims- veldi. Áróðursherferðin við Eystrasalt hefur einkennzt af næstum fullkominni samhæfni í aðgerðum Sovétríkjanna, og það er einnig athyglisvert, að í þessu dæmi hefur hinn „frjálslyndi" kommúnisti Gomulka reynzt engu síður agaður og engu sjálf- stæðari en hinn skuggalegi stal- inisti og starfsbróðir hans Walt- er Ulbricht. Þeir hafa báðir leik- ið sama hlutverkið, að sjálfsögðu í eigin þágu, en það sem úrslit- unum ræður er, að þeir byrjuðu ekki herferð sína fyrr en Moskva hafði gefið merki. Eystrasalts-friðarbaráttan hófst í sameiginlegri yfirlýsingu pólsku og austur-þýzku stjórnarinnar 20. júní eftir heimsókn Gomulka til Ulbricht. f henni er það sagt ber- um orðum, að Pólland og Austur- Þýzkaland séu einhuga um þá skoðun, að það sé í þágu frið- samlegrar þróunar meðal Evr- ópuþjóða, að Eystrasaltið verði „friðarhaf“. Hinar evrópsku hugmyndir og áhrif komu því fram í dagsljósið þegar í byrjun og pólska viku- blaðið „Swiat i Polska" var því ekki að fletta ofan af neinum leyndarmálum, þótt það segði að sú staðreynd að engir árekstrar hafa orðið milli stórveldanna á Eystrasalti, geri það að verkum, að vandamálin séu auðleystari þar en á nokkrum öðrum stað í heiminum. Þar af leiðandi óskaði þetta pólska vikublað eftir því að Eystrasalt yrði gert að eins konar tilraunastöð í því að fram- kvæma hugmyndina um friðsam lega sambúð milli austurs og vesturs. Um leið og þessi pólska um- sögn birtist, flutti valdamesti’ kommúnisti Austur-Þýzkalands, Ulbricht ræðu í hafnarborginni Rostock við Eystrasalt. Hefur ræðu þessari mjög verið á loft haldið, en þar lofaði Ulbricht hlut leysi Svíþjóðar og fagnaði aukn- um samskiptum við Finnland. Ulbricht lagði ríka áherzlu á þörfina fyrir að öll ríki við Eystrasalt yrðu unnin á band friðarins. Einn af æðstu mönaum Sovét- ríkjanna átti eftir að gegna nýju hlutverki í sambandi við þessi mál. Sovétríkin höfðu látið lepp- ríkin hefja þessar rökræður. Nú fannst þeim sjálfum kominn tími til að taka þátt í umræðunum. í hinni opinberu heimsókn Krús- jeffs og Mikojans til Austur- Þýzkalands notaði sá síðarnefndi tækifærið til að eiga blaðaviðtal við danska kommúnistablaðið „Land og Folk“, en í því kom fram meiri skilningur en venju- lega á vandamálum Danmerkur og Noregs. Mikojan viðurkenndi, að það væri örðugleikum bundið fyrir þessi tvö ríki að segja sig úr NATO. Jafnframt lýsti hann því yfir, að þessi tvö norrænu NATO-lönd væru ekki haldin ár- ásarhyggju, ekki frekar en hin hlutlausu og kommúnísku ríki sem liggja að Eystrasalti. Blaðaviðtal Mikojans Qg sam- hljóða ummæli hans á fundi í Eystrasaltshöfninni Sassnitz, sem og öll friðarbaráttan sýndi rót- tæka breytingu á stefnu Sovét- ríkjanna í Norður-EvrSpu, og því fremur, þar sem á undan þessu hafði gengið fjöldi ógnana og illkvittnislegra árása í garð Dan- merkur og Noregs, sem höfðu náð hámarki í bréfaskiptum milli Bulganins og forsætisráðherra Danmerkur og Noregs. Þessi ógn- anabarátta hafði geigað ogmistek izt og leið ekki á löngu þar til forustumenn Sovétríkjanna fóru að þreifa fyrir sér um möguleika á fjölda griðasamninga milli landanna sitt hvorum megin við Eystrasalt, eins og kom fram m.a. í hinni opinberu heimsókn B & K til Helsinki í júní. Við það tæki- færi er sagt, að Krúsjeff hafi reynt að telja Norðurlönd á sitt mál gegnum Finnland. í ágúst og september var gef- inn út mesti fjöldi af yfirlýsing- um frá æðstu stöðum, sem tóku í sama streng og Mikojan. í sam- eiginlegri yfirlýsingu Sovétríkj- anna og Austur-Þýzkalands við lok heimsóknar K & M var þetta enn ítrekað og aftur nokkrum dögum seinna þegar stjórn rúss- neska hernámssvæðisins lýsti þeirri skoðun Pankow í einhliða yfirlýsingu, að „ríkisstjórn Aust- ur-Þýzkalands álíti það nauðsyn- legt, að öll ríki sem liggja að Eystrasalti lýsi sig fús til að gera tvíhliða eða marghliða samn inga með það fyrir augum að auka efnahagssamskipti, samgöng ur og menningarsamskipti milli ríkjanna og að koma á gagn- kvæmum griðasáttmálum“. Þessi austur-þýzka yfirlýsing var birt 2. september og Gomulka lét ekki á sér standa að styðja hana. Kvöldið sem hann var að leggja af stað til Belgrad til að leita eftir stuðningi Titos í Þýzka landsmálinu, átti hann samtal við dönsku frét'tastofuna Ritzau, (birt 9. sept). Gomulka hvatti þjóð- irnar við Eystrasalt og á Norð- urlöndum til að reyna að mynda svæði friðsamlegrar og uppbyggi legrar sambúðar ríkja með ólík þjóðskipulög og stjórnmálavið- horf. Skoðun Gomulka var svo aftur nokkrum dögum síðar studd af Sovétríkjunum í dönskum út- varpssendingum frá Moskvu. Á sama tíma var baráttan einn- ig tekin upp í alþjóðlegri félags- starfsemi kommúnista. Á 6. æsku lýðsmóti unglinga og stúdenta í Moskvu voru fulltrúar allra landa sem liggja að Eystrasalti kallaðir til sameiginlegs fundar trl að ræða málið. Sama var að segja um fulltrúa þessara landa á al- heims verkalýðsráðstefnunni í Leipzig. Á 4. alheimsþingi Banda lags lýðræðissinnaðrar æsku saltsríkjunum Eistlandi, Lett- landi og Litháen, sem og í Finn- lnadi, Póllandi og Austur-Þýzka- landi. Það var einnig hinn 6. septem- ber, sem hinn hernaðarlegi sér- fræðingur P. Katsjajev lét til sín heyra í blaðinu „Krasnaja Svesjda" vegna fyrirætlana um að koma á fót sérstakri Eystra- saltsherstjórn NATO. Af augljós- um ástæðum sýnir grein hans fyrirætlanir Sovétríkjanna miklu skýrar en allt friðarhjal sovézkra áróðursmanna. Meginverkefni Sovétríkjanna á Eystrasalti er að sjálfsögðu að reyna að hindra NATO-samstarf Vestur-Þýzka- lands, Danmerkur og Noregs. Þar af leiðandi hefur áróðursbarátt- an fyrir friði við Eystrasalt stöð- ugt færzt í aukana eftir því sem nær dró að fyrirætlanir NATO kæmust í framkvæmd. Líklega er 1 það einnig ástæðan til þess að áróður kommúnista hefur upp á síðkastið breytzt úr „jákvæðri“ friðarbaráttu í „neikvæða“ árás á framtíðar-samstarf Þjóðverja og Dana í landvarnarmálum. Sér staklega er þetta áberandi eftir að sérstök NATO-nefnd var sett á laggirnar í október til þess að rannsaka þetta vandamál. Frá sjónarmiði NATO er þetta samstarf hernaðarleg nauðsyn. Það þarf ekki nema að líta einu sinni á landabréf til þess að sann færast um þessa nauðsyn. Það er ekki hægt að verja Jótlands- skaga nema í hernaðarlegu sam- starfi við vestur-þýzkt herlið, sem hefur bækistöðvar í Suður- Slésvík. Jafnframt er þetta þýzka herlið óvirkt nema það fái vistir og mjög raunhæf. Við getum ekld haldið áfram að bregðast hinum þrælkuðu þjóðum Austur-Evr- ópu. Það er ekki nægilegt, að við sjálfir varðveitum frelsi okk- ar og öryggi, — við megum ekki treysta dyr okkar með þeirra hlekkjum. En erum við að hjálpa þeim með því að hefja tímabil vinsamlegrar sambúðar við kúg- ara þeirra? Genfar-andinn var ekki vinsælli meðal hinna kúguðu þjóða en stefna Chamberlains á sínum tíma. Sannleikurinn er sá, að til þess að geta hafið friðsam- lega sambúð við kommúnista, þarf víðtæka þekkingu á einræð- ishugarfarinu. Og er hugsanlegt að Jafnaðar- manna-foringjar Danmerkur og Noregs, sem í dag hafna kjarn- orkuvopnum og flugskeytum Bandaríkjamanna, séu reiðubún- ir að standa reikningsskil gerða sinna og viðurkenna það fyrir skattborgurunum, að ef við höfn- um kjarnorkuvopnum, þá er nauðsynlegt að viðhalda miklu stærri venjulegum herstyrk, sem er margfalt kostnaðarsamari? Enn sem komið er vitum við ekki hver verður endanleg lausn þessara þýðingarmiklu vanda- mála. Kommúnistar reyna að not- færa sér þetta ástand. Áróður- inn um „Eystrasalt friðarins" er alveg hliðstæður áróðri þeirra fyrir Balkansáttmála nokkru sunnar í álfunni. Aðgerðir komm- únista á báðum stöðunum eru samræmdar og stefna að því að gera meginhluta Evrópu hlut- lausan og óvirkan. Það er margt sem sýnir og sannar þetta. Frið- arsinnar hafa rætt málið á sam- Jörgen Sclileimann verður ekki hægt að loka hinum Kiev lýsti austur-þýzkur fulltrúi S dönsku sundum og beltum fyrir frá birgðastöðvum á Jótlandi. Það | eiginlegum Eystrasaltsfundum því yfir, að æska Austur-Þýzka- lands hefði í hyggju að stofna sumartjaldbúðir fyrir unga full- trúa frá Eystrasaltslöndum 1958 og sænskur fulltrúi stakk upp á því að stofnað yrði til árlegs rússneskum kafbátum og jafnvel verða dönsku eyjarnar ekki varð- ar fyrir rússneskri landgöngu ef á vantar samstarf við vestur- þýzka flotann. Vestur-þýzk her- skip geta heldur ekki hætt á að íþróttamóts Eystrasaltslanda og j leggja úr höfn í Kiel ef dansk- skyldi fyrsta mótið fara fram í Riga, líka 1958. Stjórn þýzka frið- arráðsins tók málið einnig til með ferðar á fundi sínum í október og ákvað að styðja allar aðgerð- ir sem stuðluðu að friðsamlegu samstarfi hinna átta Eystrasalts- þjóða. Það var lagt til að skrif- stofa Heimsfriðarráðsins sam- þykkti aðgerðir í málinu. Þýðingarmesta skrefið í þess- ari sýnibaráttu var þó grein eft- ir P. Rysakov, sem birtist í mál- gagni Sovétstjórnarinnar „Izvest- ija“ þann 6. september. í þessari grein lék Rysakov á sömu strengi og Mikojan og endurtók allar fyrri röksemdir viðræðnanna milli Pólverja og Austur-Þjóð- verja, en þar að auki kom fram í sögulegu ljósi um Sovétríkin sem hinn mikla „friðveitanda“ á hugmynd er röng að þar sem Dan mörk og Noregur eru aðiljar að NATO, — þá geti þau ekki átt samstarf við önnur Eystrasalts- ríki í þágu friðarins, — fyrr en þau ganga úr NATO“. Blað danska kommúnistflokks- ins „Land og Folk“ skýrði frá því þann 14. september, að stjórn mála-útskýrandi í RJoskvu að nafni N. Perov hefði fætt mikið í sögulegu ljósi um Sovétríkin sem hinn mikla friðveitanda á Eystrasalti. í þessu sambandi ætti að vera leyfilegt að minna á aðra grein í „Isvestija", sem var skrifuð fyrir nærri fjórum ára- tugum, þar sem hlutverk hins nýja Rússlands á Eystrasalts- svæðinu var afhjúpað. í „Isvest- ija“ þann 25. desember 1918 er því lýst yfir að „Sovét-Rússland verður að tryggja sér yfirráð yfir öllum Eystrasaltshöfnum til að mynda öflugt byltingarvirki gegn öllum heiminum. Hernám Eystra saltsins og allra stranda þess mun veita Sovét-Rússlandi tækifæri til að hafa áhrif á Norðurlanda- ríkin til hagsbóta fyrir sósíalista- byltinguna“. Þetta voru skýr og ar hafnir verða þeim lokaðar. Herfræðilega er málið því ein- falt, en sálfræðilega er það miklu flóknara og þar þykjast áróðursmenn Sovétríkjanna sjá sér leik á borði. Fáir efast nú um það að Vestur-Þýzkaland sé lýðræðisríki og að þjóðskipulag þess sé í öllum grundvallaratrið- um mjög frábrugðið einræðis- stjórn Htilers. En Vestur-Þjóð- verjar eiga enn eftir að sanna íbúúm landanna sem þeir áður hernámu að hinn nýi þýzki her sé gerbreyttur að anda og hegð- un og allt annar en her Hitlers og SS-liðið. Fram til þessa virð- ast Vestur-Þjóðverjar smám sam- an hafa verið að ávinna sér slíkt traust. Pólitísk lausn þessa vanda hef- ur enn ekki fundizt og er ekki líklegt að hún finnist fyrr en eftir vandlega athugun á aðstæð- um og öllu ástandi í Evrópu. Til- mæli Búlganins um að reyna nýj- ar samkomulagsleiðir hefur feng ið sæmilegar undirtektir í Evr- ópuríkjum Atlantshafsbandalags- ins, eins og kom svo skýrt í ljós nýlega á Parísar-ráðstefnunni. Áhuginn er einkar mikill í Dan- mörku og Noregi og hafa Svíar jafnvel látið í Ijós undrun yfir þeim viðbrögðum. Hugmyndin um sameiginlegan Evrópumarkað hefur hlotið fylgi í Danmörku meðal þeirra sem eru andvígir sósíalisma, einkum þó meðal bænda. Hins vegar hefir hún ekki hlotið góðar undirtektir meðal Jafnaðarmanna í stjórn og meðal frjálslyndra. Enn er allt óákveð- ið um afdrif þessa máls og halda kommúnistar á meðan uppi hinni grimmilegustu áróðursbaráttu gegn þessum Evrópusamtökum, þar sem „kaþólska kirkjan og Þjóðverjar eru allsráðandi". Bandaríkjamaðurinn George F. Kennan ræddi nýlega um það í fyrirlestrum sínum í brezka út- varpinu, að þörf væri á nýrri sem haldnir voru bæði í Helsinki í desember og í austur-þýzku hafnarborginni Rostock. Þá sýndi bréf Bulganins þetta og sama er að segja um þá staðreynd sem gerzt hefur meðan grein þessi hefur verið í smíðum, að sendi- nefnd frá danska kommúnista- flokknum kom til Austur-Berlín- ar til viðræðna við austur-þýzka kommúnista um Eystrasaltsvanda málin. Walter Ulbricht tók á móti sendinefndinni á járnbraut- arstöðinni. Kommúnistaforinginn Aksel Larsen hefur aldrei hlotið svo virðulegar móttökur síðan í, gamla daga, þegar hann var vin- ur Leo Trotskij sáluga. Jörgen Schleimann. Ársliátíð Skógaskóla hreinskilnisleg ummæli, að vísu j NATO-stefnu. Þeirrar skoðunar eru þau máske óþægileg í dag, • gætir og mjög á Norðurlöndum. en þau voru framkvæmdastefnu- 1 Enn hefur þó ekki tekizt að finna skrá og hafa þegar verið fram- ( neina lausn, sem allir geti fallizt kvæmd að nokkru leyti á sorg- j á. Sú siðgæðisspurning, sem legan hátt eins og sést í Eystra- Kennan vakti máls á er alvarleg ÁRSHÁTÍÐ héraðsskólans að Skógum var haldin laugardaginn 29. marz. Hátíðin hófst með ávarpi formanns skólafélagsins, Björns V. Jónssonar. Því næst flutti skólastjórinn, Jón R. Hjálmarsson, ræðu. Þá sýndu nemendur fimleika undir stjórn Snorra Jónssonar kennara. Fyrst sýndu flokkar pilta og stúlkna ýmsa leikfimi hvor í sínu lagi, en að síðustu dönsuðu báðir flokkar saman þjóðdansa. Að leikfimisýningunni lokinni sýndu nemendur gamanleikinn „Vekjaraklukkan", sem þótti tak- ast prýðisvel. Loks var minnzt hundrað og fimmtíu ára afmælis listaskáldsins góða, Jónasar Hall- grímssonar. Hófst athöfn sú með ávarpi Jóns Jóhannessonar kenn- ara, en síðan lásu allmargir nem- endur úr verkum skáldsins bæði Ijóðum og lausu máli. Milli skenjmtiatriða sungu nokkrar stúlkur vinsæl lög og einnig var sunginn skólabragur, sem venja er. Á árshátíðinni var sýning á ýmsum hannyrðum stúlkna og smíðisgripum pilta. Einnig var sýning á allmiklu af teikningum nemenda. Árshátíðin var fjölmenn og sóttu hana liðlega þrjúhundruð gestir. Þótti þessi skemmtun nemenda í Skógaskóla takast með ágætum og var hún bæði gest- um til ánægju og skólanum til i sóma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.