Morgunblaðið - 22.04.1958, Page 13
Þriðjudágur 22. apríl 1958
MORCVNBLAÐIÐ
Sigurður Jónsson, Stafafelli
Menn og málefni
Minning horfinna vina
Eitt af því sem dagblöðin færa
okkur til lesturs, nær daglega,
eru minningargreinar um dána
menn — konur og karla — sem
verið hafa okkur samferða á lífs-
leiðinni. Mér hefur alltaf þótt
þetta vel við eiga og verðugt —
ef vel 'er skrifað — rétt frá sagt
og frásðgninni mjög í hóf stillt.
Er mér enn í fersku minni
grein um þetta efni, sem merkis-
maðurinn Snorri Halldórsson
læknir skrifaði, ekki alllöngu áð-
ur en hann dó, og birtist í ísafold.
Hann sagðist lesa flestar ævi-
minningar í blöðunum, og oft
byrja á þeim þegar búið væri að
taka upp póstinn.
Þannig væri fleirum farið, vel
skrifuð eftirmæli væru kærkomið
lesefni þess fólks er léti sig
stjórnmál litlu skipta eða væri
laust við æsingar á því sviði, svo
sem mestur hluti kvenþjóðarinn-
ar í sveitum og við sjó. Margar
konur væru fróðleiksfúsari en
karlmenn og hefðu þjóðarsöguna
mjög í minni. Undir þessa skoðun
hins látna læknis munu margir
taka, en telja samt að mikið velti
á því hvernig skrifað sé.
„Ég skrifa eins og á að skrifa".
Á einu allra afskekktasta býli
landsins, Grund í Víðidal inn af
Lóni, bjó fyrir síðustu aldamót
bóndi, er Sigfús hét. Eitt sinn
vildi svo til að hann var staddur
úti í sveit, er sýslumaður Guð-
laugur Guðmundsson var þar á
þingferð. Sótti þá Sigfús þingið
með öðrum bændum. Var þar
gjaldseðlum útbýtt. Sigfús fær
þá sinn seðil, lítur á og segist
ekki geta lesið tölurnar — eða
alls ekki einn tölustafinn. Sýslu-
maður biður hann sýna sér, lítur
á miðann og segir þetta eru 3.
Svona hefi ég aldrei séð skrifaða
3, segir Sigfús. Hvernig skrifið
þér þá 3, segir sýslumaður, dá-
lítið bitur. Sigfús svarar: „Ég
skrifa eins og á að skrifa“. Þá
hló þingheimur, og gengu mál
fram eftir lögum og reglum unz
þingi því lauk.
Þessu líkt virðist mér mega
vera með eftirmæli. Við biðjum
blöðin fyrir þau, skrifum eins
og okkur virðist eiga að skrifa
eða eins og andinn blæs okkur
í brjóst. Og auðvitað er ekki hægt
að setja algilda reglu um þá hluti.
Samt vil ég segja hvað mér virð-
ist bezt fara. Bregða má upp
mynd af æskustöðvum þess sem
um er rætt. Því oft móta þær
— Happdrættislán
Framh. af bls. 9.
81977 82032 82256 84275
84290 84350 84703 84868
85218 85556 87311 89019
89941 90126 90385 90390
90613 91064 91125 91539
91783 94722 95268 95510
96198 96252 96690 97138
98268 99430 99704 99744
102104 102345 102380 102690
102745 102776 103585 104040
104752 104844 104877 104888
105766 106158 106805 106991
107355 107718 108798 108895
109240 109627 109867 110488
110612 110709 110822 111732
111770 111859 112126 113522
114003 114365 114383 114985
115284 116133 116344 116385
117285 117411 117960 118555
118920 119504 119725 120298
120969 122607 123000 123303
123850 124144 124193 124825
126202 126674 126846 126850
128108 128748 128798 129063
129097 129545 131356 132051
132252 135351 135386 135804
135898 135937 136084 136464
137886 138840 140090 140109
141186 142816 144202 145044
146060 146477 147382 148042
148101 148283 148414 148515
148563 148769 148938 149457
Birt án ábyrgðar).
manninn. Rekja svo í stórum
dráttum lífsferillinn. Taka fram
það sem mest einkenndi mann-
inn. Geta alltaf um fæðingardag
og ár, þær tölur eru svo teknar
í Árbók þjóðvinafélagsalmanaks-
ins ásamt nafni hins dána manns
og þar geymist það um aldir.
Ætíð skal getið, að minnsta kosti
um foreldra, en löng ættartala
er að jafnaði ekki heppileg í dag-
blaðsgrein.
Vel til máls vandað
Gott mál og stíll hefur mikið
að segja en slettur eins og orðið
„manneskja" ættu ekki að sjást
eða orðtök svo sem „nútildags“.
Þess háttar þekkist ekki í fornu
máli og þarf aldrei að nota í
nútímamáli. Þá er engu líkara
en sumir ræðumenn og ritarar
telji kvenfólkið ekki menn. Þeir
segja „menn og konur“ — „konur
og menn“.
Hina réttu meðferð þeirra orða
tel ég vera karl og kona — karl-
menn og kvenmenn — og þar
sem fleira fólk er samankomið
sé það allt menn, án tillits til
kynja. Um þetta má ef til vill
þrátta í vissum samböndum orða
og setninga. En að greina menn
í flokka eftir kynjum er oftast
þarflaust og lýtir málið.
Þjóðm okkar er fróðleiksfús
Talið er að ævisögur og minn-
ingabækur — sem mikið er um
í seinni tíð — seljist bóka bezt.
Það bendir til þess að mannlýs-
ingar, sem eftirmælagreinarnar
leggja á borð lesenda, séu þjóð-
inni hugstætt efni ug mikill hluti
hennar kunni að meta, ef vei er
á penna haldið. En langlokuraus
og mælgi ættu menn að varast,
og umfram allt endurtekningar,
því þær þreyta lesendur og fæla
þá frá.
Að endingu vil ég bera fram
ósk til þeirra manna er sjá um
útgáfu þjóðvinafélagsalmanaks-
ins, að þeir taki inn í Árbókina
kafla sem fjalli um frama þann
sem íslenzkir borgarar hljóta ár-
lega, svo sem heiðursmerki og
hvers konar viðurkenningu fyrir
unnin afrek á andlegu og verk-
legu sviði. Þar er eitt atriði þjóð-
arsögunnar sem vert er að minn-
ast og á góðum stað mætti geym-
ast.
Mikið starf
kirkjukórs
Patreksfjarðar
PATREKSFIRÐI, 15. apríl. — í
sl. mánuði var frk. Ingibjörg
Steingrímsdóttir hér á vegum
Kirkjukórasambands íslands um
þriggja vikna skeið og kenndi
kirkjukór Patreksfjarðar radd-
beitingu og söngtækni. Var
kennsla hennar mjög rómuð af
öllum, er hennar nutu. Kvaddi
kórinn hana með kaffisamsæti að
loknu kennslutímabilinu. Formað
ur kórsins, frú Þórunn Sigurðar-
dóttir, setti samsætið með ræðu.
Þakkaði Þórunn Ingibjörgu kom
una og söngstjóri kórsins, Stein-
grímur Sigfússon, flutti henni
þakkarorð og óskaði þess, að
kirkjukórar landsins mættu sem
lengst njóta starfskrafta hennar
og framúrskarandi hæfileika í
söngkennslu.
í ráði er, að kirkukórar í Barða
strandarprófastsdæmi haldi söng
mót á Patreksfirði dagana 21. til
22. júní í sumar. Verða þá flutt
bæði kirkjuleg verk og önnur.
Þrír kórar taka þátt í mótinu:
kirkjukórar Bíldudals, Reykhóla
sóknar og Patreksfjarðar. Kóra-
samband Vestfjarða stendur að
mótinu, en kirkjukór Patreks-
fjarðar annast framkvæmd þess.
Karl.
Hjjctfir til Prestsbakka-
kirkju á Síðu
Á undanförnum misserum hafa
kirkjunni á Prestsbakka á Síðu
borizt mjög höfðinglegar gjafir,
sem hér skal gerð nokkur grein
fyrir um leið og gefendum eru
fluttar þakkir.
Þar er þá fyrst til að taka, að
kvenfélögin innan safnaðarins,
sem eru tvö, annað í Kirkjubæj-
arhr., hitt í Hörgslandshr., hafa
gefið kirkjunni sjóð, sem nú er
rúmlega 20 þús. kr. Skal verja
honum til að fegra kirkjuna og
kaupa til hennar ýmsa muni.
Fyrir fé úr sjóði þessum voru á
sl. ári keyptir 10 fermingarkyrtl
ar, sem fyrst voru notaðir, er
fermt var á hvítasunnu sl. vor.
Þá hefur verið samið við Ríkharð
Jónsson um að smíða skírnarfont
handa kirkjunni, og mun hann
verða tilbúinn á næsta ári. í
sjóð þennan hefur nýlega borizt
stjórgjöf þrjú þúsund krónur frá
Sigríði Kristófersdóttur í Hörgs-
dal, ekkju Bjarna hreppstjóra
Bjarnasonar. Er gjöfin til minn-
ingar um dóttur þeirra, Sigur-
jónu, sem andaðist 38 ára að aldri
7. nóv. 1950. Ennfremur vill Sig-
ríður með gjöf þessari minnast
móður sinnar, Rannveigar Jóns-
dóttur, sem lézt í Hörgsdal 12.
febrúar 1939.
Áður hefur þess verið getið, að
frú Karólína Guðlaugsdóttir hef-
ur sýnt Prestsbakkakirkju mikla
ræktarsemi og höfðingsskap með
því að stofna sjóð til minningar
um Geirlandshjónin, Höllu Helga
dóttur og Vigfús Jónsson. Er
sjóðnum einkum ætlað það hlut-
verk að kosta fegrun og viðhald
kirkjugarðsins.. Voru 1000 kr.
veittar til þess á s.l. ári. Er garð-
urinn nú í ágætu standi, vel girt-
ur, með myndarlegu sáluhliði og
hefur verið plantað í hann tals-
verðu af trjám. Minningarsjóður-
inn nemur nú rúmlega 17 þús. kr.
Hefur hann vaxið drjúgt af minn
ingargjöfum, eins og gerð hefur
verið grein fyrir í blöðum. Síð-
ustu gjafirnar, sem borizt hafa
eru þessar: Til minningar um
Guðlaug Guðlaugsson, kr. 100,00
frá fermingarsystur og til minn-
ingar um Guðríði Jónsdóttur, kr.
200,00 frá K.G.
Loks ber að nefna hér fagra
gjöf og höfðinglega, sem Prests-
Guðjón Þorsteinsson
70 ára
Flutt í afmælishófi að Hellu
22. febrúar 1958.
Guðjón, lifðu lengi,
lífsins gæða njóttu.
Vafinn gæfu og gengi,
gleðistundar njóttu.
Vil ég þakka vinur,
viðkynningu þína.
Trausti héraðshlynur,
hafðu virðing mína.
Sjötíu árin eigi
á þér virðast hrína.
Stórt þau stöðvi, beygi,
starfsorkuna þína.
Þinn er ungur andi,
enn er sporið létta.
Hjá þér hæstráðandi,
hjartaþelið rétta.
Áfram enn til starfa,
ævidaga gefna.
Vorri þjóð til þarfa,
þín öll verkin stefna.
Ágúst Sæmundsson.
Falskar ákærur
WASHINGTON 19. apríl. — Ut-
anríkisráðneytið bandaríska hef-
ur lýst því yfir, að áskorun tékk
nesku stjórnarinnar á hendur full
trúa við bandaríska sendiráðið í
Prag þess efnis, að hann hafi
stundað njósnir, séu falskar. Hef
ur tékkneska stjórnin krafist þess
að Bandaríkjamaðurmn færi
þegar í stað úr landi - og sagt,
að hann hafi tekið vi5 mikilvæg-
um hernaðarlegum upplýsingum
frá Tékka einum, sem nú hefur
verið handtekinn.
13
bakkakirkju barst nú í vetur.
Það er Guðbrandsbiblía fagur-
lega bundin og búin. Á Biblíuna
er skrautritað:
í tilefni aldarafmælis sýslu-
mannshjónanna Guðlaugs Guð-
mundssonar f. 8. des. 1856 d. 5.
ág. 1913 og konu hans Oliv Maríu
f. 21. marz 1858, d. 22. marz 1937
gefum við undirrituð eftirfarandi
börn þeirra Prestsbakkakirkju
á Síðu biblíu þessa til minningar
um þau.
Það eru vinsamleg tilmæli og
óskir gefendanna að biblía þessi
verði varðveitt að pressetrinu
Kirkj ubæ j arklaustri.
Gefendurnir eru þau börn
sýslumannshjónanna, Karólína,
Ásdís, Ólafur og Kristín. Eru
þeim hér með fluttar innilegar
þakkir fyrir þessa fögru gjöf.
Mun hún lengi minna Síðumenn
á hinn aðsópsmikla og skörulega
sýslumann og konu hans. Meðan
Guðlaugar sýslumaður var hér
eystra átti hann sæti í sóknar-
nefnd Prestsbakkasóknar.
Prestsbakkakirkja er nú að
verða hundrað ára. Hún var vígð
á skírdag 1859, sem þá bar upp á
sumardaginn fyrsta. Kirkjan er
stæðilegasta hús, og lengi var
hún ein stærsta kirkja í sveit á
landinu. Vel var til hennar vand
að í upphafi og jafnan hefur
henni verið vel við haldið. Söfn
uðurinn hefur hug á að láta hana
líta eins vel út og kostur er nú á
aldarafmælinu og hefur henni
verið gert ýmislegt til góða. Fyrir
nokkru var leitt í hana rafmagn
heiman frá Prestsbakka og kom-
ið fyrir í henni stóru hitunar-
tæki, sem reynzt hefur vel. í sum
ar var hún máluð utan og í ráði
er að endurnýja málninguna að
innan a.m.k. að einhverju leyti.
Þess má geta, að nú eru senn sex
tíu ár síðan kirkjan var máluð
innan. Það gerði Einar Jónsson
málari frá Fossi í Mýrdal árið
1910.
Klaustri, 9. marz.
G. Br.
Iðnaðarhúsnæði
ca. 100 fermetrar á götuhæð til leigu við miðbæinn.
Aðstaða til sölu á framleiðsluvörum mjög góð á
staðnum. Upplýsingar gefa:
LÖGMENN
Geir Hallgrímsson
Eyjólfur Konráð Jónsson
Tjarnargötu 16, símar 1-1164 og 2-2801
Kópavogur
Skemmtun Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi
er í kvöld kl. 8.30 í Oddfellow, uppi.
Skemmtiatriði:
Félagsvist og dans.
Skemmtinefndin.
Afgreiðslumaður
Röskur og ábyggilegur afgreiðslumaður óskast í
kjöt- og nýlenduvöruverzlun strax. —
Umsóknir sendist Morgunblaðinu fyrir 25. þ.m.
merkt: Strax — 8045.
Unglingspilfur
getur fengið atvinnu við léttan iðnað nú þegar.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri vinnu-
staði sendist afgreiðslu Morgunblaðsins
fyrir 24. þ.m. merkt:
Röskur — 7955.