Morgunblaðið - 22.04.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.04.1958, Blaðsíða 18
18 M U K f; f / /V TiT. 4 Ð1 Ð Þriðjudagur 22. apríl 1958 KR íslandsmeistari í handknattleik karla HÖrðusfu og jötnustu handknattleikskeppni hérlendis lauk með því að Islunasmeisturutnir 1956 FH, urðu í 3. sœti KNATTSPYRNUFÉLAG Reykjavíkur bar sigur úr býtum í keppni meistaraflokks karla á íslands- mótinu. Sú keppni var í ár einhver sú harðasta sem um getur á handknattleiksmóti. Allt til síð- ustu sekúndu varð ekki séð hver hreppa myndi titilinn. í úrslitaleik mættust íslandsmeistararnir síð- ustu 2 ár, FH og KR. Nægði KR jafntefli til sigurs. En til marks um það hve hörð keppnin var er það að hefði FH unnið með 1 marki, hefði það hafnað í fyrsta sæti, en vegna jafnteflisins várð það í þriðja sæti. ÍR hafnaði í 2. sæti. Þessi 3 félög eru í sérflokki hvað getu snertir og baráttan milliþeirra hefur verið geysilega hörð. í kvennaflokki báru Ármannsstúlkur sigur úr býtum eftir ali- harðan og tvísýnan úrslitaleik við KR. í 1. fl. karla sigraði FH, í 2. fl. karla Fram, í 3. fl. karla Armann. 1 1. fl. kvenna sigraði KR og í 2. fl. kvenna Fram. I öllum flokkum var keppt um bikara er afhentir voru í mótslok af form. HSÍ Árna Árnasyni. Úrslitaleikirnir í fyrrakvöld sýna ljóslega hversu gífurlegar framfarir hafa orðið í handknatt leiknum. „Breiddin“ meðal hana- knattleiksfóiksins hefur vaxið rnjög, og hefur nú enn einu sinni sannazt hversu brýn þörfin er fyrir nýtc og betra hús en nú verður að notast við. KR—ÁRMANN Fyrsti leikur síðasta leikkvölds ins var úrslitaleikurinn í kvenna flokki. Ármann tók forystuna og hélt henni utan einu sinni, stóð jafnt í fyrri hálfleik. í hálfleik stóð 5:3 fyrir Ármann. KR-stúlk ur jöfnuðu og náðu forustu um tíma, en það var eins og aðeins til að hleypa spennunni í leikinn. Með góðum endaspretti tryggðu Ármannsstúlkurnar sér öruggan sigur 13:9. Ármannsliðið byggist að veru- legu leyti á tveim stúlkum — Sigríði Lúthersdóttur, sem skor- ar flest mörk liðsins með þrumu- skotum, og Rut í markinu, sem er í sérflokki markvarða í kvenna flokkum. Án þessara stúlkna fengi liðið sennilega fáa sigra. KR-liðið er jafnara, og lék oft mjög laglega og betur en meist- araliðið. En það vantaði herzlu- muninn til að finna leiðina í Ár- mannsmarkið og til að loka fyrir þungum skotum Sigríðar. ÍR—ÁRMANN Sá möguleiki var fyrir hendi hjá ÍR-ingum, að ef þeir sigruðu í þessum leik með þeim yfirburð um að skora 3 mörk fyrjr hvert eitt er Ármenningar settu, að hreppa titilinn á hagstæðri marka tölu en FH, ef FH ýnni KR í síðasta leiknum. Þetta gerði leik inn spennandi frá upphafi, þó annars yfirburðir ÍR-inga hafi verið slíkir að aldrei var um jafnan leik að ræða. ÍR-liðið lék hratt og oft mjög skemmtilega og eiga þeir það lið á þessu móti sem hvað ánægjuiegast hefur ver ið að fylgjast með. Það eru ungir menn, sem hafa tekið stökkbreyt- ingum í framfaraátt. Má mikils af liðinu vænta. Gunnlaugur, Hermann og Matthías eru beztir og skora flest mörk liðshis. En þrátt fyrir allt, þá mistókst IR- ingum í þessum leik að nýta hæfi ISKIPAUTGCRÐ RIKISINSj HERÐUBREIÐ austur um land til Bakkafjarðar hinn 26. þ.m. Tekið á móti flutn- ingi til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar og Bakkafjarðar í dag. Farseðlar seldir á föstudag. „ESJA" austur um land í hringferð hinn 28. þ.m. Tekið á móti flutningi til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarð- ar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar, Þórs- hafnar, Raufarhafnar, Kópa- skers, Húsavíkur og Akureyrar í dag og árdegis á morgun. Far- seðlar seldir á föstudag. SKJALDBREIÐ vestur um land til Akureyrar hinn 28. þ.m. Tekið á móti flutn- ingi til Húnaflóa- og Skagafjarð- arhafna svo og Ólafsfjarðar á morgun, miðvikudag. — Farseðl- ar seldir árdegis á laugardag. SKAFTFELLINGUR fer til Vestmannaeyja í kvöld. — Vörumóttaka í dag. leika sína og ná markahlutfall- inu, sem þeir kepptu að. Mátti þar oftast um að kenna of mikl- um flýti, sem nálgaðist kæruieýsi og var liðinu dýrkeypt í sókn sinni að markahlutfallinu. FH—KR Og þá er komið að úrslitastund inni, KR-ingar og FH-menn gengu inn á völlinn. Húsið var þéttskipað áhorfendum, yfir- spenntum stundum. Karl skorar fyrir KR, en Ragnar jafnar og KR-ingar verða aftur fyrri til. En FH náði enn að jafna og náði forskoti 4:2. En þá sýna KR styrk sinn á réttu augnabliki og skora 5 næstu mörk, skoraði Reynir 3, Heinz og Karl sitt hvort. Þessi skyndisókn markaði leikinn veru lega. KR-ingar höfðu náð frum- kvæði. FH-menn voru í vörn og uggandi nokkuð að því er virt.ist. Gekk svo hvorki né rak um þetta forskot KR og í hálfleik stóð 12 :9 þeim í vii. FH-menn náðu meiri tökum á leiknum í upphafi siðari hálfleiks og um miðbik hans tókst þeim að jafna. Það ætlaði allt um koll að keyra í húsinu, slík voru hróp in og enn harðnaði orrustan sem háð var á gólfinu. Reynir skorar fyrir KR og nær forystunni aftur 15:14. Jón Ókarsson jafnar og gerir meira — hann skorar aftur og FH hefur forystuna, og 10 mín. eru eftir af leik. Bergur skorar fyrir KR og jafnar. Aftur nær FH forystu og hafði Jón Óskarsson enn verið að verki. Þá var það að fyrirliði KR utan vallar, Frí- mann Gunnlaugsson kallaði á Stefán Stephensen og ætlaði að láta hann koma út af en Karl fara inn á eftir hvíld. En Stetan heyrði ekki kallið vegna látanna í hús- Fram minntist afmælis síns, sem í raun og veru er 1. maí, hinn 8. marz með hófi í Sjálf- stæðishúsinu. Þar voru Fram fluttar kveðjur og gjafir, m. a. talaði borgarstjórinn Gunnar Thoroddsen og afhenti bréf frá bæjarráði varðandi lóðarveitingu til Fram fyrir íþróttasvæði. — Svæði Fram verður beggja vegna Miklubrautar í Kringlumýri. Er I. O. G. T. Ungtemplarar! Miðar að skemmtikvöldinu í Góðtemplarahúsinu á sumardag- inn fyrsta verða afgreiddir í hús- inu á miðvikudag kl. 6—7 og á Sumardaginn fyrsta kl. 3,30—4.30 U ndirbúningsnef ndin. St. Dröfn nr. 55 Fundur í kvöld kl. 8.30. Kosn- ing embættismanna o. fl. — Æt. Stúkan Verðandi nr. 9. Fundur í kvöld kl. 8.30. 1. Inntaka nýliða. 2. Upplestur. 3. Kaffi á eftir fundi. Æ. t. Somkomur K.F.U.K. A.D. Fundur í kvöld kl. 8,30. Cand. th. Benedikt Arnkelsson talar. Fjölmennið. Fíladelfía: Almennur Biblíulestur kl. 8.30. Arvid Ohlsson talar. inu. Og það hafa kannske verið örlögin sem gripu í taumana. — ’Stefán jafnar fyrir KR 17:17. Það er hætt við að kalla hann út. af. Ragnar skorar og FH hefur for- ystuna rétt fyrir leikslok. Þá var það Stefán, sem aftur jafnar og færir félagi sínu jafnteflið sem dugði til sigurs. Að sjálfsögðu naut hann góðrar aðstoðar félaga sinna, en mikið þarf til að kom- ast í gegn og skora á slíkum ör- lagastundum, sem þessar síðustu mínútur leiksins voru. Þetta var jafnbezti leikur KR í mótinu. Þeir komu til leiks fullir sigurvilja, þrátt fyrir að þá vantaði Hörð Felixson fyrirliða sinn sem var sjúkur. Og sigur- viljinn entist þeim og þeir eru vel að sigri komnir í mótinu. Þeir hafa um árabil verið sem skuggi FH, og ná nú í fyrsta sinn að færa KR handknattleiksbikar íslands. FH menn léku ekki eins og þeir bezt hafa gert. Taktiskar vil ur í sóknarleik gerðu sókn þeirra árangursminni en oft áður. Þeim tókst heldur ekki að loka vörn sinni sem fyrr. En baráttuvilja sýndu þeir mikinn, að láta aldrei bugast þó 4 mörk skildu félögin á stundum, vinna það bil upp, og ná þrívegis forystu eftir slíkt áfall, sem sókn KR í byrjun fyrri hláfleiks var. L. U. J. T. M. : S. KR 8 7 1 0 173:126 15 ÍR 8 7 0 1 219:144 14 FH 8 6 1 1 192:123 13 Fram 8 4 1 3 171:139 9 Ármann 8 4 1 3 156:170 9 Valur 8 3 0 5 173:207 6 Aftureld. 8 1 1 6 172:210 3 Þróttur 8 1 0 7 117:184 2 Víkingur 8 0 1 7 124:184 1 það draumur félagsins að þar rísi tveir fullstórir knattspyrnuvell- ir, tveir minni vellir og einn full- kominn handknattleiksvöllur ut- an íþróttahúss og félagsheimilis. Fulltrúar annarra íþróttafélaga, sérsambanda og sérráða fluttu ávörp og færðu gjafir. Lúðvík Þorgeirsson tilkynnti að fjársöfn- un meðal Frammanna hefði far- ið fram og hinn 1. maí mundi unnt að afhenda 50 þús. kr. sem safnað hefði verið til félagssvæð- isins nýja. Heiðursfélagi var kjörinn í til- efni afmælisins, Lúðvík Þorgeirs- son. — Fjórum var veitt gull- merki fyrir 15 ára starf og heiðr- aðar voru þær konur er mest og bezt hafa starfað í þágu kvenna- flokka félagsins. í tilefni af afmælinu verður efnt til afmælisieika í öllum flokkum, en vegur Fram er nú mikill í knattspyrnu og munu þeir senda A og B lið til keppni á öllum mótum í sumar og C lið að auki í 4. flokki. Afmælisleikir í handknattleik fara fram í haust. Erlend heimsókn Danskt ungiingalið dvelst hér á vegum Fram frá 26. júní til 5. júlí. Það er frá Roskilde Boldklub 1906. Það félag tók á móti 2. fl. Fram 1956. 10.—20. júlí n. k. kemur svo hingað á vegum Fram úrvais- lið knattspyrnusambands Sjá- lands og leikur hér 4 leiki. — Þetta úrval heldur utan 20. júií og með þeim fara þá meisfaraflokksmenn Fram og leika 3 leiki í Danmörku; í Köge, Næstved og Helsingör. Aprílbók Almenna bókafélagsins Ný bók eftir Jón Dan Almenna bókafélaginu er það mikil ánægja að geta tilkynnt félagsmönnum sínum, að fyrsta mánaðarbók þess verður ný skáldsaga eftir ungan íslenzkan höfund, Jón Dan. Með fyrsta smásagnasafni sínu, Þytur um nótt, er kom út 1956, skipaði Jón Dan sér í fremstu röð íslenzkra smásagnahöfunda. — Sjávarföll er lengsta sagan, sem frá honum hefur komið til þessa, um 150 bls. SJÁVARFÖL/L er nútímasaga um ungan mann, sem vill ráða örlögum sínum, saga um mann, sem kemur í dögun með aðfalli og fer um miðnætti, þegar sjórinn hefur sigrað hann. SJÁVARFÖLL er í órofa tengslum v>ð iörð og haf. Þetta er saga um baráttu, þar sem öilu er luruao og ant tapast nema það, sem mestu varðar. Bókin er afgreidd til félagsmanna í Reykjavík að Tjarnargötu 16. Hún fæst auk þess hjá umboðs- mönnum og í bókaverzlunum. Knattspyrnuleikur á fimmtudaginn Akranes gegn Fram Fram fœr dönsk lið í heimsókn og keppir í úanmÖrku FYRSTI knattspyrnuleikur ársins verður háður á sumardaginn tyrsta n. k. fimmtudag. Leikurinn hefst kl. 5 síðdegis. Þetta er leikur í tilefni af 50 ára afmæli Fram, sem nýlega hefur verið minnzt og ekki er boðið upp á lið af lakara taginu. Það eru Íslandsmeistarar Akraness sem mæta Fram — liðin sem börðust í úrslitaleik íslandsmótsins 1957. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.