Morgunblaðið - 22.04.1958, Page 20

Morgunblaðið - 22.04.1958, Page 20
V EÐRIÐ AUhvass eða hvass SV, skúrir og síðar haglél, hiti 3—4° or0vmií)tn 91. tbl. — Þriðjudagur 22. apríl 1958 Eysfrasaif friðarins Sjá grein á bls. 11. Tillögurnar 1 efnaKagsmálum: Forsætisráðherra afsakar dráttinn með því, að staðið hafi á athugun- um og útreikningum sérfræðinga // játar hér raunverulega, hversu fráleitt það sé að gera kröfur á hendur Sjálfstæðisflokknium um að koma fram með tillögur í efna- hagsmálunum. Forsætisráðherr- ann segir að til þess að unnt sé að leggja fram slíka tillögu þurfi í fyrsta lagi „ýtarlega athugun á öllu fjárhagskerfinu", í öðru lagi „skýrslur“ um málið frá sérfræðingunum og þar á eftir komi svo sjálfar tillögurnar. Nú hefur Sjálfstæðisflokkur- inn engan aðgang að rannsókn eða skýrslu sérfræðinganna. Það efni hefur allt verið til athugun- ar og ráðstöfunar fyrir stjórnar- flokkana og ríkisstjórnina eina. Ríkisstjórnin hefmr með þessu Ekki ósennilegt" oð frumvarp verði lagt fram i jbessari viku Á SUNNUDAGINN birti Tíminn viðtal við Hermann Jónasson, for- sætisráðherra, þar sem hann gerir tilraun til að afsaka þann drátt sem orðið hafi á þvi að leggja fram tillögur í efnahagsmálunum og er nú skuldinni skellt á sérfræðinga þá, sem unnið hafi á vegum ríkisstjórnarinnar, að þessum málum. Segir forsætisráðherrann, að ekki hafi verið unnt að gera sér grein fyrir því hvað gera skyldi fyrr en þessar tillögur lægju fyrir, en nú þegar þær séu fengnar sé „ekki ósennilegt“ að fnumvarp komi bráðlega fram. Viðtalið við Hermann Jónasson í Tímanum á sunnudaginn seg- ir svo: „Unnið er nú að því að semja frumvarp um nauðsynlegar ráð- stafanir í efnahagsmálum og er ekki ósennilegt að það verði lagt fyrir Alþingi í næstu viku. Her- mann Jónasson, forsætisráðherra, skýrði Tímanum frá þessu í gær, er blaðið leitaði frétta hjá honum af samningaviðræðum stjórnar- flokkanna. Það hefur verið unnið látlaust að þessum málum núna um lang- an tíma, sagði forsætisráðherra, og er öllum landsmönnum það kunnugt. Fram hefur farið mjög ýtarleg athugun á öllu fjárhags- kerfinu. Sérfræðingar undir for- ustu Jónasar Haralz hagfræðings hafa fjallað um þá rannsókn og lagt skýrslu fyrir ríkisstjórnina. Má segja, að nú liggi alveg ljóst fyrir, hvernig ástandið er, svo og, hver áhrif einstakar aðgerðir til leiðréttingar og úrbóta koma til með að hafa. Þá er það ríkis- stjórnarinnar, stuðningsflokka hennar og loks Alþingis í heild að velja þær leiðir, sem heppi- legastar eru og færar eru tald- ar“. Er ljóst, að forsætisráðherrann Carmen óbaft iagnað SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís- lands flutti í gær óperuna Car- men eftir Bizet í Austurbæjar- bíói. Hljómsveitarstjóri var Wil- helm Briickner-Ruggeberg, en meðal flytjenda óperxmnar voru ameríska söngkonan Gloria Lane og Stefán íslandi. Þjóðleikhús- kórinn aðstoðaði við flutninginn. Hvert sæti i húsinu var skipað og ▼ar hljómsveit og söngfólki ákaft fagnað. Voru söngvararnir margkallaðir fram að hljómleik- unum loknum. — Þau Gloria Lane og Stefán íslandi voru sér- staklega hylit. skapað sér einkaaðstöðu til þess að bera fram sundurliðaðar til- lögur um málið og er því vita- skuld fráleitt að krefjast þess af öðrum, sem enga slíka aðstöðu hafa, að þeir gangi fram fyrir skjöldu um að gera tillögur. Þess er svo að minnast að í upphafi lofaði ríkisstjórnin því, að „úttekt á þjóðarbúinu" skyldi fara fram „fyrir opnum tjöldum", eins og það var orðað. Þetta lof- orð sitt hefur ríkisstjórnin þver- brotið eins og öll hin. Ferill ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálun- um er óslitinn ferill glundroða og ráðaleysis og er nánar vikið að þeim málum í forystiugrein inni í blaðinu í dag. Fiskbíllinn við hliðina á mb. Hilmi. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Bryggja brotnaði undan iiskbíl UM klukkan 6 í gærkvöldi brotn- aði Loftsbryggja hér í Reykja- víkurhöfn undan fiskflutninga- bíl. Hafði bílnum skömmu áður /9 manna nefndin hefur ekki verið kölluð saman EINS og frá er skýrt á öðrum stað í blaðinu í dag birtist við- tal við Hermann Jónasson for- sætisráðherra í Tímanum á sunnudaginn, og er þar rætt um undirbúning lagafrumvarps um ráðstafanir í efnahagsmálum. í Hörmulegt slys á Vatns- leysusfrönd í gœrkvöldi SEINT í gærkvöldi bárust blað- inu fregnir sunnan af Vatnsleysu strönd af hörmulegum atburði, sem þar hafði orðið um kl. 8,30, er átta ára drengur, Steinþór Aðalsteinsson að nafni, drukknaði kippkorn frá landi. Steinþór litli hafði ásamt öðr- um dreng, 11 ára, verið að leika sér niðri í fjörunni skammt sunn an við bæinn Halakot í Brunna- staðahverfi. Eldri drengurinn kom heim til foreldra Steinþórs, Aðalsteins Sigursteinssonar og konu hans Sigríðar Kristjánsdótt- ur í Suðurkoti, og sagði þeim, að Steinþór væri ósjálfbjarga á pramma. Sjálfur hafði þessi leik- félagi Steinþórs komizt af pramm Framfærsluvísitalan hækkar um 1 stig KAUPLAGSNEFND hefur reikn- að út vísitölu framfærslukostn- aðar í Reykjavík hinn 1. april sl. Reyndist hún vera 192 stig, og hefur því hækkað um 1 stig frá því sem var hinn 1. marz sl. Um 36.600 farþegar milli landa ÚTLENDINGAEFTIRLITIÐ ger- ir skýrslu um farþegaflutninga til landsins og frá því. Hagstofan hefur tekið saman yfirlit yfir árin 1954—1957 eftir skýrsium þessum, og birtist það í síðasta blaði Hagtíðinda. Þar kemur fram, að ferðalög útlendinga hingað til landsins jukust að mun árið 1955, en hafa ekki aukizt síðan. S.l. ár hafa rúmlega 9000 erlendir menn kom- ið hingað árlega. Utanferðum Islendinga fór einnig fjölgandi árin 1955 og 1956, en aukningin varð miklu minni í fyrra. Voru íslenzkir langferðamenn þá nokkrum hundruðum færri en erlendir menn, sem hingað komu. Ails komu 18.137 farþegar til íslands 1957, en 18.489 farþegar fóru til útlanda. Af útlendingum, sem hingað komu, eru Danir og Færeyingar fjölmennastir (rúml. 3000 í fyrra) en næstir í röðinni eru Banda- ríkjamenn (milli 2400 og 2500). Bretar (nokkuð innan við 1000) og Þjóðverjar (tæpl. 800). z anum, er hann bar frá landi. Að- alsteinn, faðir Steinþórs litla, brá skjótt við ásamt tveimur öðrum mönnum. Þegar þeir komu niður í fjöruna, en skammt er þangað frá Suðurkoti, sáu þeir dreng- inn á prammanum, og var hann þá ekki langt frá landi. Bar prammann norður með strönd- inni fyrir vindi, en allhvasst var. Er faðir Steinþórs stóð í fjör- unni með mönnunum tveimur, sáu þeir, hvar drengurinn, sem átti að hefja sundnám nú í vor, kastaði sér út af prammanum. Aðalsteinn og menn hans settu fram bát í skyndi, en drengurinn var horfinn, er þeir komu út á sjóinn. í allt gærkvöld var drengsins leitað, og fannst lík hans seint um kvöldið. Læknir var á staðnum með súrefnistæki, en lífgunartil- raunir voru árangurslausar. Steinþór litli var eitt af 7 systkinum í Suðurkoti. Oddsskarðsvegur NESKAUPSTAÐ, 21. apríl. — Oddsskarðsvegur hefir verið ruddur og fóru fyrstu bílarnir yf- ir skarðið á þessu vori, í gærdag. Er það með allra fyrsta móti, sem vegurinn er ruddur. Fyrst um sinn er umferð um veginn bönnuð öðrum bílum en jeppum. — Fréttaritari. Tímanum er m.a. haft eftir for- sætisráðherra: „Ýtarlegar viðræður um þessi mál hafa farið fram í milli stjórn arflokkanna á þingi og verið er að kanna viðhorf alþýðusamtak- anna til einstakra atriða". Morgunblaðið sneri sér í gær- kvöldi til Eðvarös Sigurðssonar, vara-forseta Alþýðusambands ís- Iands, og spurði hann, hvort efnahagsmálanefnd sambandsins, „19 manna nefndin" svonefnda, er kosin var á síðasta sambands- þingi, hefði verið kölluð saman til fundar. Eðvarð sagði, að það hefði ekki verið gert. verið ekið niður bryggjuna að m.b. Hilmi, sem nýkominn var úr róðri, en bíllinn skyldi flytja fiskinn frá bátnum. Skipsmenn voru að ferma bíl- inn og var hann nokkuð hlaðinn orðinn, er bryggjan brast skyndi lega undan hægra afturhjólinu. Nokkru síðar var gerð tilraun til þess að bjarga bílnum undan sjó, þar sem var að falla að. Sú tilraun mistókst og töldu menn að bíllinn hefði við það skemmzt, „hásingin" hafði slitnað frá öðr- um megin. Varð því að bíða þess að aftur fjaraði. Fór vél bílsins á kaf í sjó á háflóðinu í gær- kveldi. Nokkru af fiskinum, sem kom- inn var á bílinn skolaði út í höfn ina, er sjór féll yfir pall hans. Ekki var vitað, hve leyfilegt var að fara með mikinn þunga eftir hinni gömlu Loftsbryggju. Bíll- inn er eign SÍS. Bátar, sem hafa löndunarpláss við Loftsbryggju urðu í gær að leita að öðrum bryggjum til lönd- unar. Kópavogur SJALFSTÆÐIOFÉLoGIN í Kópavogi efna til skemmtunar í kvöld í Oddfellow. Sœnska bókasýningin opnuð síðastliðinn laug- ardag í Bogasalnum SÆNSKA bókasýningin var opn| mann Stolpe, forstjóri K.F.s. för- uð í Bogasal Þjóðminjasafnsins i lag, ávörp. Að lokum talaði kl. 2 e. h. sl. laugardag. Við opn- ina flutti sendiherra Svía á ís- landi, Sten von Euler-Chelpin ávarp og lýsti sýninguna opnaða. Menntamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason þakkaði þeim, er geng- izt höfðu fyrir opnun sýningar þessarar. Síðan fluttu þeir Sven Rinman, bókavörður og Her- Úrslit hraðskák- mótsins í kvöld UNDANRÁSIR í hraðskákmóti íslands voru tefldar á föstudag- inn. Var teflt í 5 riðlum og kom- ust þrír menn í úrslit úr hverj- um riðli. Þeir eru: A riðill: Jón Kristjánsson, Hail dór Jónsson, Guðmundur Gísla- son. B-riðill: Ólafur Magnússon, Jón Pálsson, Stefán Briem. C-riðill: Sveinn Kristinsson, Benóný Benediktsson, Jónas Þor- valdsson. D-riðill: Ingi R. Jóhannsson, Gunnar Ólafsson, Eggert Gilfer. E-riðill: Sigurgeir Gíslason, Lárus Johnsen, Júlíus Lofsson. Teflt verður til úrslita í kvöld í Sjómannaskólanum kl. 8. sænski rithöfundurinn Eyvind Johnson. Benti hann m. a. á, að sænskar bókmenntir hefðu orðið fyrir hollum áhrifum af íslenzk- um skáldskap og bókmenntum. Viðstaddir opnun sýningarinn- ar voru fimm sænskir gestir: Eyvind Johnson, Sven Rinman, Hermann Stolpe, Áke Runnquist, ritstjóri BLM, og Greta Helms, sölustjóri hjá Bonniers förlag. — Forsetahjónin voru viðstödd opn- unina. Eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum, er sýning þessi hald in að tilhlutan Svenska Bokför- laggareföreningen, ísafoidarprent smiðju hf. og Bókaútgáfunnar Norðra. Bolungarvíkurbátar hefja veiðar með þorskanef BOLUNGARVÍK, 21. apríl. — Tveir bátanna hér, Þorlákur og Einar Hálfdáns, hafa nú hætt línuveiðum og hafið veiðar með þorskanetum. Munu bátarnir fyrst reyna fyrir sér hér fyrir utan. Verði aflinn tregur, er sennilegt, að bátarnir leiti suður á bóginn. —Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.