Morgunblaðið - 27.04.1958, Síða 3
Sunnudagur 27. apríl 1958
MORGVNBLAÐ1Ð
3
Ú r v(
------------- Eftir Einar
Xogararnir
Um síðastliðna helgi gerði
vestanstorm, og voru þá tafir frá
veiðum hjá togurunum. Á þriðju-
dag gerði svo suðaustanbraelu,
sem spillti veiðinni. Annars var
gott fiskiveður í vikunni, sem
leið.
Öll skip eru nú farin af Sel-
vogsbanka og hafa nú leitað vest-
ur á bóginn. Flest munu nú vera
á Eldeyjarbanka, en nokkur fyr-
ir vesjan land og enn önnur á
Jónsmiðum við Austur-Græn-
Xand.
Síðustu skipin, sem komu af
Selvogsbankanum, Neptúnus og
Marz, komu með góðan afla,
meðalafli á dag var t. d. 33 lest-
ir hjá Neptúnusi.
Skip á Eldeyjarbanka hafa
verið að afla vel, og sama er að
segja um skip fyrir vestan, þar
var ágætur afli framan af vik-
unni.
* Á Jónsmiðum hefur verið mjög
góður karfaafli.
Bæjarútgerðarskipin er nú
flest verið að búa út á veiðar við
Vestur-Grænland. Hefur heyrzt,
að ein 6 skip eigi að fara þang-
að og veiða í salt.
Fisklandanir s .1. viku:
Þorkell Máni .. 128 t. 20 daga
saltfiskur .... 125 -
Pétur Halldórss. 50 - 13 —
saltfiskur .... 129 .
Skúli Magnúss. . 5 - 11 —
saltfiskur .... 115
Ing. Arnarss 25 - 13 —
saltfiskur .... 139 -
Jón Þorláksson .. 164 - 6 —
Marz 315 - 11 —
Neptunus 325 - 10 —
Egill Skallagr. .. 261 - 8 —
Hallv. Fróðad. .. 257 - 13 —
Geir 257 - 10 —
Jón Forseti .... 263 - 13 —
Reykjavík
• Tíð var stirð fyrri hluta sið-
ustu viku. Netabátarnir héldu
sig á óvenjulegum slóðum, inni
í Kollafirði í svonefndri Blá-
klakksbrún og inn um fjörðinn.
Var þarna reytingsafli, frá 3 og
upp í 12 lestir í umvitjun. En
nú er farið að draga úr aflan-
um þarna og hann kominn niður
í 2—3 lestir. Eru nú bátarnir að
færa sig aftur utar í bugtina.
Nokkrir af stærri bátunum
hafa haldið sig á Grunnköntun-
um, sem eru um miðja bugtina.
Hafa þeir verið að fá þar 8—20
lestir eftir nóttina. Einn bátur
hefur þó skorið sig úr með afla
þarna, ér það Helga. Hefur hún
fengið 8—40 lestir í umvitjun og
dag eftir dag við 25 lestir.
Útilegubátar eru við Jökulinn,
og eru þeir að afla þar sæmi-
lega.
Færabátar eru þó nokkrir byrj-
aðir, og hefur afli farið vaxandi
og komizt stundum upp í 1 lest
á færi yfir daginn. Ógæftir hafa
þó bagað þessar veíðar.
Akranes
Framan af vikunni var sæmi-
legur afli, en eftir því sem á
vikuna leið, smádró úr honum.
Algengasti afli fyrri hluta vik-
unnar var 10—20 lestir, en er
nú vart meira en 5—10 lestir.
Trillubátar eru nokkrir byrj-
aðir með handfæri. Hafa þeir
fengið 500—2000 kg. yfir daginn.
Er aflinn mjög smár.
Síldveiðin hefur gengið mjög
báglega, marga dagana ekki sízt
síld. Einn daginn í vikunni komst
þó aflinn upp í 60 tn.
Keflavík
Fyrstu 2 daga vikunnar var að
mesiu landlega. Eftir það var
sæmilegt sjóveðúr, þó ekki gott.
Hjá línubátum var algengasti
afli 6—7 lestir, en gat hrokkið
upp í 12 lestir.
Eftir landleguna fyrri hluta
vikunnar var fyrst talsverður
srinu
Sigurðsson ----------------
afli í net, yfirleitt 15—20 lestir,
en síðan farið var að vitja um
daglega, hefur aflinn verið mjög
rýr, 2—5 lestir í róðri.
Fyrri hluta vikunnar öfluðu
handfærabátar vel, þegar gaf á
sjó, og komst aflinn upp í 11
lestir á skip með 5—6 mönnum,
en síðari hluta vikunnar hefur
verið mjög lélegt hjá þeim.
3 bátar eru byrjaðir með rek-
net, og hefur verið bezt hjá
þeim 80 tn. í lögn. Var það Vonin,
sem fékk þann afla. Annars er
veiðin léleg, og spilla stirðar
gæftir.
V estmannaey jar
Róið var alla síðustu viku
nema á þriðjudaginn, þá voru fáir
á sjó vegna suðvestanstorms.
Afli var misjafn hjá netabát-
um, yfirleitt ágætur hjá þeim,
sem voru á Heimabankanum.
Þeir bátar, sem voru með net sín
austur í Meðallandsbugt, fengu
lítinn afla.
Hjá handfærabátum hefur afli
enn ekki glæðzt, og er vertíðin
hjá þeim rýr.
Eru sjómenn bjartsýnir á, að
enn eigi talsverður afli eftir að
koma á land, ef veður ekki spill-
ist. Er útlit fyrir, að þessi vertíð
verði allgóð, hvað aflamagn snert
ir, en veiðarfæratjón verði með
mesta móti.
Frystihúsin fjögur eru nú að
verða full og eiga nú ekki eftir
rúm í frystiklefum nema fyrir
sem svarar 3—4 daga frystingu.
Sama er að segja um lýsisverk-
smiðjuna, geymar hennar eru að
fyllast og ekki rúm nema fyrir
nokkurra daga vinnslu enn. Ekk-
ert lýsi hefur enn verið selt.
Lifrarsamlag Vestmannaeyja
hafði tekið á móti:
24. apríl 1958 3067 1. lifur
24. apríl 1957 2905 1. lifúr
10 aflahæstu bátarnir frá ára-
mótum og fram að deginum í
gær:
Gullborg .1118 t.
Ófeigúr III. ... ,. 959 -
Freyja . 878 -
Stígandi . 859 -
Sigurður Pétur . . 832 -
Kristbjörg . 799 -
Bergur VE 780 -
Hannes lóðs ... ,. 765 -
Kap . .. .! . 762 -
Víðir SU ,. 747 -
Einfaldari stjórnarhættir
I atvinnulífinu og verzluninni
stefnir allt að því að gera fram-
kvæmdina sem einfaldasta. Áður
sátu margir menn á skrifstofum
við að færa úr klöddum inn í
höfuðbækur úttekt manna, hvert
pút og plagg. Ef um lánsverzlun
er að ræða nú til dags, sem er
yfirleitt forboðin m. a. vegna
aukins mannahalds og þunglama-
legri rekstrar, eru nóturnar lagð-
ar saman í samlagningarvél og
niðurstöðutalan á renningnum
ein færð inn í bækurnar. Er þetta
ekki nema brot af þeirri vinnu,
sem áður fór til þessara hluta.
Þá er vélabókhaldið búið að leysa
af hólmi hið þunglamalega gamla
kerfi. Nú getur ein vélritunar-
stúlka með bókhaldsvélinni ann-
azt bókhald fyrir mörg fyrirtæki,
miklu betur en fjöldi spreng-
lærðra verzlunarmanna gerði áð-
ur. Alveg eins er þetta, hvað
önnur störf snertir. Alls staðar,
þar sem því verður við komið,
eru vélarnar að leysa mannshönd
ina af hólmi. Allt stefnir að því
að gera hlutina sem einfaldasta
í viðskipta- og atvinnulífinu,
hvort heldur á verklega- eða
andlega sviðinú. Allt snýst um
að koma við sem mestum sparn-
aði.
En hvernig er þetta hjá því
opinbera? Er þar leitazt við að
gera hlutina sem einfaldasta?
Snýst þar allt um að koma við
sem mestum sparnaði? — Fyrir
rúmum 10 árum lét fjármálaráð-
herrann telja nefndir og ráð á
vegum þess opinbera. Talan
reyndist 212. Ekki hefur síðan
frétzt, að ein nefnd eða ráð hafi
verið lagt niður. En mörgum nýj-
um hefur verið ungað út. Færi
talning fram í dag, væri talan
sjálfsagt ekki undir 500, svo blóm
leg hefur viðkoman verið undan-
farið. Séu 5 menn í hverri nefnd,
eru ekki færri en 2500 manns nú
önnum kafnir við að leysa vanda-
mál þjóðarinnar ásamt blessaðri
ríkisstjórninni og öllu starfslið-
inu. Þótt ólíku sé saman að jafna,
eru nefndar- og ráðsmennirnir
sem svarar skipshöfnum á helm-
inginn af vélbátaflotanum eða 250
skip. Að vísu hefur margt af
þessu fólki þessi störf í hjáverk-
um, þótt þar sé allur gangur á.
Annað dæmi um, hversu ríkið
bindur starfsorku þjóðarinnar.
Fyrir álíka mörgum árum var
áætlað, að þeir, sem ynnu við að
leggja tekjuskatt á landslýðinn,
væru 600 talsins. Sjálfsagt hefur
þessi tala eitthvað hækkað, ætli
það sé goðgá að gera viðbótina
150. Þá ætti þetta starfslið að
vera 750 talsins. Ef haldið er
áfram samanburði við útgerðina,
eru þetta sem svarar skipshöfn-
um á % hluta af togaraflotanum
eða 30 skip. Það er eins ástatt
með þetta fólk og hið fyrra, að
ekki er hér um aðalatvinnu að
ræða hjá öllum.
Þá er ónefnt skrifstofubákn
þess opinbera, sem almenningur
hefur alls staðar fyrir augum og
kemst alls staðar í snertingu við.
Og ótaldar eru þær mörgu stund-
ir, sem allir verða að eyða, ýmist
í vinnutíma sínum eða frístund-
um, til að fá málum sínum fram-
gengt á svokölluðum „hærri stöð-
um“. Er hér margt, sem kemur
til, og endist enginn til að telja
það upp.
Væri nú ekki ráð að gera ,,be-
holdningu“ á nefndunum og ráð-
unum og leggja niður og sam-
eina einhvern verulegan hluta
þeirra. Það ætti öllum að vera
skaðlaust, þótt þær væru færðar
niður í svo sem 212.
Og hvernig væri að samþykkja
tillögu Alþýðuflokksins um athug
un á afnámi tekjuskattsins, ef það
gæti orðið til þess, að hægt væri
að slá striki yfir alla Færeying-
ana á flotanum. Og margri rauna
og erfiðisstundinni myndi það
létta af almenningi að þurfa ekki
að sitja að loknu dagsverki yfir
skattskýrslunni sinni. Og margt
myndi Alþýðuflokknum fyrirgef-
ast af skriffinnskutillögum sín-
um, ef honum auðnaðist að koma
hér á betri skipan.
Hvað skyldi hið flókna tolla-
kerfi binda marga menn við að
semja flóknar skýrslur, reikna
út tollinn, færa siðan í bækur
og endurskoða að lokum allt
kirfilega. Væri ekki hægt að hafa
tollflokkana t. d. 3, tollfrjálst,
meðaltollur og lúxustollur.
Alveg er það sama með útflutn-
mginn, þótt völundarhús hans sé
ekki neitt á borð við innflutnings
ins. Engu að síður er þar svo
vandratað, að ekki komast þeir
þar fótmál, sem ættu þó að vera
þar húsum kunnugastir, nema
lesa sig tii af bókum. Fyrst sá
háttur er á hafður að láta út-
flutninginn í stað rétts gengis, fá
vissar verðbætur á þann gjald-
eyri, sem hann skilar, því geta
þá ekki bankarnir greitt þær til
útflytj endanna, um leið og þeir
skila gjaldeyrinum, í stað þess að
vera að hafa eitt nefndarbáknið
til þess.
Það er sama, hvar gripið er
niður, alls staðar reka menn sig
á vafstur þess opinbera í einu
og Öllu og langoftast kák, sem
aðeins er sóun á vinnuafli. Það
er ekki ósennilega til getið, að
lifsafkoma alls almennings i land
inu myndi batna um ekki minna
en 10—20%, ef komið væri á fót
einfaldari og hagkvæmari þjón-
ustu þess opinbera, þar sem hún
á við og er óhjákvæmileg, en öllu
hisminu sópað í burtu.
Lófótveiðin betri en áður
Á vetrarvertíðinni við Lófóten
veiddust við 33.000 lestir af fiski,
eða um 11.000 lestum meira en
í fyrra. Þátttakan í veiðunum í
Sr. Bjarni Sigurðsson;
SUMARDACUR
SUMARDAGURINN fyrsti —
þegar þessi heiðkyrri dagur geng
ur á burt léttum fótum, og kvöld
hans tekur oss sér við hönd, er
engu líkara en sundurleitustu
kenndir fagnaðar og vonar og
trega stígi dans fyrir hugskots-
sjónum. voru. Tómið, seni unnin
vetrarþraut ski'.ur efttr, verður
kannski vanfyllt um sinn, en
þó líður varla á löngu, að hugur
vor man ekki annað fremur en
hlakkandi von komanda sumars.
í hönd fara dagar, þegar ritn-
ingarnar ljúkast upp fyrir oss í
nýjum greinum: Lítið til fugla
himinsins; þeir sá ekki né upp-
skera, og þeir safna ekki heldur
í hlöður, og yðar himneski faðir
fæðir þá. Gefið gaum að liljum
vallarins, hversu þær vaxa. Fyrst
guð nú skrýðir svo gras vallarins,
sem í dag stendur, en á morgun
verður í ofn kastað, skyldi hann,
þá ekki miklu fremur klæða yð-
ur, þér lítiltrúaðir. Verið því ekki
áhyggjufullir. Og getum við ekki
nú eftir genginn vetur einnig tek
ið undir þessi orð sálms Hebre-
ans: Allra augu vona á þig, og þú
gefur þeim fæðu þeirra á réttum
tíma; þú lýkur upp hendi þinni
og seður allt, sem lifir, með bless
un þinni. —
Og seiður vorsins flytur enn
með sér þessa dæmisögu 20 alda
um sáðmanninn, sem gekk út að
sá. Og svo fór, er hann var að
sá, að sumt sæðið féll við götuna
og varð fótum troðið, og fuglar
komu og átu það upp. Og annað
féll á klöpp og er það óx, skræln
aði það, af því að það háfði ekki
vökva. Og sumt féll í grýtta jörð,
þar sem það hafði eigi mikinn
jarðveg. Og það rann skjótt upp,
af því að það hafði ekki djúpan
jarðveg. Og er sólin koni upp,
skrælnaði það, og sökum þess að
það hafði engar rætur, visnaði
það. Og sumt féll meðal pyrna.
En þyrnarnir uxu upp og kæfðu
það, og það bar ekki ávöxt. —
En sumt féll í góða jörð og kom
upp og óx og bar ávöxt og gaf af
sér að þrítugföldu og að sextug-
földu og að hundraðföldu.
t
Enginn hefir sem Kristur verið
sáðmaður þessarar jarðar. Hann
gekk um kring og líknaði og
kenndi, og öll var breytni hans
siík, að athöfn hans var sáðmanns
starf út í hörgul. Og svo mikill
kraftur fylgdi þessu sáðmanns-
starfi hans að því linnir hvergi,
heldpr endist það heiminum, með
an hann stendur.
En þeir eru fleiri sáðmennirnk
en hann, sáðmaðurinn mikli. Vér
erum öll sáðmenn með einhverj-
um hætti. í hverri andrá stráum
vér sæðinu umhverfis oss; ekkert
orð, engin athöfn fellur mark-
laust, heldur orkar öll breytm
vor á oss sjálf og aðra til góðs eða
ills eftir því, sem til er stofnað.
Hvílík ábyrgð er oss ekki á herð-
ar lögð! Allt hátterni vort er
starf sáðmannsins, og hversu
undursamlegt er það ekki, að vér
skulum þannig vera í þjónustu
guðs, hann skuli geta beitt vorum
veika mætti í þjónustu anda síns,
að vér skulum standa undir hand
leiðslu hans til að koma fram
fyrirætlun hans og vilja.
Öll viljum vér standa í stöðu
vorri; það er líka göfugt og gott
lífsmið. Hitt skyldi oss þó elcki
síður rikt í huga, að strit vort
og starf verður harðla fáhýtt,
þar sem það vakir ekki jafn-
vetur var þó mun minni en ár-
ið áður, vegna þess að margir
þorðu nú ekki að eiga á hættu
aðra eins vertíð og árið áður.
Lófóten er langsamlega stærsta
verstöð Noregs, þó er aflinn þar
ekki meiri en í Vestmannaeyjum
í vetur, og eru þó við Lófóten
margfalt fleiri skip.
framt fyrir oss að vinna það
drottni til vegsemdar. Gefuœ
drottni dýrðina.
t
Manstu í vetur, hve stormurinn
gnauðaði um þil húss þíns og
glugga? „Var ekki eins og væri
um skeið vofa í hverjum
skugga?" Samt gaztu vonglaður
sungið: í sannleik, hvar sem sólin
skin, er sjálfur guð að leita þín.
Þú veizt nú, að vonir þínar þá
voru ekki fyrir gýg, þegar undur
vorsins seytlar inn í merg og
bein og leyndardómur þess er
vafinn í allt starf þitt eins og
órofa taug.
Það er einhver eftirvænting,
einhver titrandi strengur, sem
tengir saman nótt og dag, aftan
og dagrenning. Og þótt vér hugs-
um kannski ekki út í, hvað það
er, sem veldur þessum ljúfa hug-
blæ, þá vakir þetta hugboð æ í
vitund vorri, þar sem vér geym-
um það eitt, sem enginn fær frá
oss tekið. Þvílíkur er leynöar-
dómur vors og gróandi. Og þegar
kvöldar eftir vorlangan dag, og
jörðin eins og dæsir í velsæld
vegna örlátra ástarhóta dægr-
anna, þá hefir hugur vor svo
töfrazt af anda vorsins, að hann
þráast við að leyfa þreyttum
líkama að fara í rúmið eftir
sleitulaust erfiði. því að ljósar
sumarnætur vaka öll fegurstu
ævintýr.
Hvaðan öll þessi dýrð, öll þessi
sæld, þetta sumarundur? Svarið
er eitt, það er óvefengjanlegt og
knýjandi: Vor himneski faðir hef
ir lagt á borð alla þessa dýrindis-
rétti anda vorum að neyta af.
Hér blasir við sjónum vorum
einn sá gagnvegur, sem drottinn
hefir lagt milli sín og þín.
t
W
Sálmaskáldið góða, séra Vald—
mar Briem, segir í veisi, sem allir
kunna:
Guð, allur heimur. eins í lágu og
háu,
er opin bók, um þig er fræðir
mig,
já, hvert eitt blað á blómi jarðar
smáu
er blað, sem margt er skrifað á
um þig.
Öll náttúran hrópar til vor
undrið um' guð föður, jafnvel
smæsta frækorn á í sér fólginn.
veigamikinn vísdóm um hann,
frækornið, sem grær og vex fyrir
kraft hans, án mannlegrar íhlut-
unar bg afskipta. Heimur hans
skyldi vera oss eins og opin bók
sjáandi auga; og ef vér viljum
í hana skyggnast, megum vét
nema þar þau sannindi, sem eng-
an eiga sinn líka og engin bók
önnur fær birt oss, hversu þykk
sem hún er og af hve miklum
lærdómi, sem hún er rituð. Þann-
ig tálmar það ekki heldur neinum
að þekkja sannleikann um kraft
guðs og kærleika, hversu fá-
kunnandi sem hann kann að vera
á veraldarvísu. Því að bók guðs
stendur öllum jafnopin og hún
er öllum jafnlæsileg þeim, sem i
hana vilja skyggnast.
t
Anai guðs, það er röddin fagra,
sem heyrist í brjósti hvers manns.
Stundum verður orð heilagrar
ritningar til að brýna þessa raust,
stundum hvatningar- og- hlýju-
orð góðrar ræðu eða þekks vinar,
stundum snerting mjúkrar hand-
ar, sem strýkur um vanga eða
barnshönd í lófa. Kannski hefir
líka viðkvæmt amáblóm vakið
þig, svo að þú heyrðir röddina
þá, eða gullský á vesturhimni. —
Þá vegu, s«m guð á sér «ð
hjarta voru, fær enginn fulltahð.
Þegar minnst vartr getur hann
svipt burf gráma hversdagsins og
greitt götu boðskap sínum til
þín. Og þannig var þvi lika farið
sumardagana fyrstu frá ómura
tið.