Morgunblaðið - 27.04.1958, Side 6

Morgunblaðið - 27.04.1958, Side 6
6 MORCVTSBl. AÐIÐ Sunnudagur 27. april 1958 Valdimar V. Snævarr: Óvœnf atvik SÉRA Sigurbjörn Á Gís'lason I sendi mér nú nýlega úrklippu úr „Kristeligt Dagblad" frá 18. marz I sl. Það er ekki í fyrsta skiptið er hann stingur ýmsu lesefni að okkur, sem úti á landinu búum, og er það mjög þakkarvert. En um það skal þó ekki frekar rætt að þessu sinni. í fyrrnefndri úrklippu segir frá því, að í útvarpsmessu frá Sct Mattheusarkirkjunni í Kaup- mannahöfn sunnud. 16. marz sl., hafi sóknarpresturinn, séra Paul Nedergaard, sungið sálm í miðri predikun sinni. Þetta óvenjulega atvik vakti athygli hlustend- anna, að því er virðist, og mun hgfa snortið þá djúpt, því að bæði bárust prestinum beiðnir, svo hundruðum skipti, um af- rit af sálminum, og blaðinu ósk- ir uxn að birta bæði lag og sálm. Þess skal getið, að presturinn lét prenta sálminn og sendi eintak hverjum þeim, sem um sálminn hafði beðið. Eins birti blaðið sálminn, en lagið ekki, en hins vegar nokkrar upplýsingar um uppruna sálms og lags ásamt greinargerð prestsins um það, hvernig og hvar hann hefði náð í lagið og sálminn. Hvort tveggja hafði hann í fyrsta skiptið heyrt sárveikan iðnaðarmann fara með, er hann leit eitt sinn inn tíl hans. Sálminn skrifaði hann upp og lagið lærði hann. Seiuna var sálmurinn sunginn við útför iðn- I aðarmannsins. Annars segist presturinn hafa vitnað í sálminn I og farið með hann að meiru eða minna leyti við ýmis tækifæri, en aldrei sungið hann fyrr en þarna í kirkjunni, heldur lesið hann eða mælt fram. Það hafði hann líka ætlað sér að gera þarna í kirkjunni, en þá hefði sér dottið í hug, að nær kæmist hann fólk- inu með því að syngja sálminn. Það óvænta atvik, að prestur syngi sálm af predikunarstól í miðri ræðu sinni, myndi ekki gleymast þeim, er hlýddu á, fyrst um sinn. Það hefir líka reynzt svo. Þessi umræddi sálmur er norsk ur. Um höfund hans ber mönnum ekki fullkomlega saman, en sennilega er hann þó eftir Con- rad Odinsen, fyrrum foringja í Hjálpræðishernum (f. 1895). Lag ið er líka norskt og er eftir Arth ur Skrede. Lagið og sálmurinn er í söngbók norsku trúboðsfélag anna (nr. 397). Þar er sálmurinn 6 vers, en „Kristeligt Dagblad birtir aðeins 5 þeirra. Sennilega hefir séra Paul Nedergaard ekki sungið fleiri. Hér birtist sálmurinn allur í lauslegri þýðingu, sérstaklega þó seinasta versið, sem ef til vill má eins vel telja frumort. Megi góðum Guði þóknast að láta þýðinguna verða einhverri sál til blessunar! S E N D ÞÚ TIL HANS (Sálmur) Send þú til hans, er keitið æðsta ber, — það heitið dýra JESÚS KRISTUR er. Frá himnum kom hann hingað jörðu á, — gjör honum orð, — þú frið munt öðlast þá. Send þú til hans, er hjálp þig skortir mest, er hrellir myrkrið, náð hans lýsir bezt. Er sundin lokast, leið er hvergi’ að sjá, ó, íát hann vita, — sendu til hans þá. Send honum orð á efans sáru stund, — þú öðlast trúarstyrk við Jesú fund. Ef nið’r í táradalinn liggur leið, hann leiðir þig og mýkir kvöl og neyð. Send þú til hans, er harmar dynja á, og hvergi vonargeisla líta má og traust þitt bilar, trúarþorið dvín, — ó, til hans send, og bíð, unz minnzt er þín. Send þú til hans á hamingjunnar stund, er hjartað fagnar, gleðin býr í lund. Send þ* til hans, er sólin lækka fer, og síðast, þegar stund þín nálæg er. Hann sjálfur loksins sendir eftir þér og sálu þína upp til himins ber. í dýrð og vegsemd hástól LAMBSINS hjá með helgum skara muritu lofgjörð tjá. (Lausleg þýðing) Vald. V. Snævarr. Cóð tíð við Arnarfjörð Ágæt rækjuveiði í vetur BÍLDUDAL, 15. apríl. — Ein muna bliða hefur verið hér und- anfarna daga, sóibráð á daginn og hefur snjó tekið upp að mestu. Dáiítið frost heíur þó verið um nætur. Jörð er nú sem óðast að koma undan snjó og er alls staðar komin góð beit fyrir sauð- fé Má búast við að farið verði að aleppa /é innan skamms. Ailir vegir á lágiendi eru nú að verða færir bilum en eru þó talsvert blautix’. Fjallvegir eru allir ófærir ennþá, enda ekki kominn sá tími, sexn þeir verða ruddir. Afli línubáta hefur verið góð- ur. í marz voru gæítir óvenju góðar. Voraílinn hefur aðallcga veriö steixibitur. Aíii hefur venö tregari í apríl og er einnig aðal laga steinhítur. Rækjuveiði hefur gengið vel í vetur, en hana stunda þrír bátar og er búið að vinna síðan á ára- mótum 20 lestir af rækju. Geta má þess, að ársframleiðslan síð- asta ár var 31 lest. Rækjan er öll upp á síðkastið soðin niður í dós- ir fyrir Finnlands- og Danmerk- urmarkaði. Annars var hún fryst framan af í vetur. Lítils háttar er farið að veiða hrognkelsi hér, en afli hefur verið liiill. Sl. ár keypti Suðurfjarðar- hreppur íiskimjölsverksmiðju, er var hér á staðnum og voru gerð- ar á henni endurbætur. Er verk- smiðjan nú tekin til starfa. Vinnslan hefur gengið vel og er nú unnið nótt og dag í verk- smiðjunni, þar sem mikið hefur safnazt fyrir af hráefni á ver- uðinni — Friðrik. 70 moinis id ríkisborgarorétt ALÞINGI hefur samþykkt-lög um veitingu ríkisborgararéttar. Aður hefur verið skýrt frá þeim regl- um, sem eftir var farið í sam- bandi við veitinguna, en hér verð ur birtur listi yfir nöfn þeirra 70 manna, sem hlut eiga að máli: 1. Aikman, John, nemandi í Reykja- vík, f. í Skotlandi 13. janúar 1939. 2. Andreasen, Andreas Johannes Mic- hael, verkamaður í Sælingsdals- tungu í Dalasýslu, f. í Færeyjum 1. janúar 1886. 3. Amet, Willi Franz Olaf, verzlun- armaður í Reykjavík, f. í Síberíu 18. júní 1915. 4. Berg, Ágúst, verkstjóri á Akur- eyri, f. í Kanada 20. ágúst 1910. 5. Bergner, Irma Johanna Karla, að- stoðarstúlka hjá tannlækni í Nes- kaupstað, f. í Þýzkalandi 20. júní 1914. 6. Block, Gertrud Frieda, húsmóðir í Hafnarfirði, f. 1 Þýzkalandi 8. júlí 1920. 7. Briem, Christiene, húsmóðir í Reykjavík, f. í Indónesíu 26. marz 1929. 8. Christbnsen, Christian Harald Hyl- dal, verzlunarstjóri í Reykjavík, f. í Danmörku 18. júlí 1910. 9. Christiansen, Niels Holm, þvotta- húseigandi í Reykjavík, f. í Dan- mörku 26. apríl 1922. 10. Cogan, Teresa, húsmóðir 1 Reykja- vík, f. í Englandi 18. desember 1926. (Fær réttinn 10. júlí 1958). 11. Daugaard, Frieda Elisabeth, starfs- stúlka, Ytri-Njarðvík, f. i Þýzka- landi 16. september 1901. 12. de Fontenay, Jean Robert Edouard le Sage, héraðsráðunautur, Hvaim- eyri í Borgarfirði, f. á íslandi 12. júní 1929 13. Fredriksson, Iris Gunborg, hús- móðir á Akureyri, f. í Svíþjóð 21. september 1932. 14. Gailitis, Kathe Elise Charlotte, húsmóðir i Reykjavík, f. í Þýzka- landi 5. september 1926. (Fær rétt- inn 7. október 1958). 15 Graef, Martha Emma Johanna, húsmóðir að Neðra-Seli, Land- mannah/oppi, f. í Rúmeníu 20. febrúar 1924. 16. Hansen, Gunnar Robert, leikstjóri í Reykjavík, f. í Danmörku 25. júlí 1901. 17. Háfner, Ursula Elfriede, húsmóöir í Hveragerði, f. í Þýzkalandi 30. apríl ‘1922. 18. Hubner, Lotte Erika, húsmóðir að Hlið í Svarfaðardal, f. í Þýzkalandi 27. júni 1921. 19. Jacobsen, Kjartan Frits, verka- maöur á Álafossi, f. í Færeyjum 3. nóvember 1922. 20. Jáschen, Margarete Frida, húsmóðir á Minna-Hofi, Gnúpverjahreppi, Árnessýslu, f. í Þýzkalandi 28. janúar 1916. 21. Jeising, Josepha Bernardina (Maria Agnella), St. Jósefssystir í Reykja- vík, f. í Danmörku 29. marz 1905. 22. Jensen, Börge Louis Jónmundur, verkamaður í Reykjavík, f. í Dan- mörku 15. febr. 1934. 23. Jensen, Finn Agnar, sjómaður í Reykjavík, f. í Danmörku 17. apríl 1941. 24 Jónbjörn Gíslason, múrari á Akur- eyri, f. á íslandi 22. júlí 1879. 25. Kivi, Vuokko Tellervo, húsmóðir í Reykjavík, f. í Finnlandi 28. desem- ber 1925. 26. Kjerumgaard, Börge Egon, veit- ingamaður í Hafnarfirði, f. í Dan- mörku 7. desember 1914. 27. Klingbeil, Gunnar, nemandi í Reykjavík, f. í Þýzkalandi 18. ágúst 1939. 28. Kreutzfeldt, Vera Johanna, hús- móðir í Reykjavík, f. í Þýzkalandi 12. nóvember 1928. 29. Kummer, Kristjana Gisela, hús- móðir í Reykjavík, f. í Þýzkalandi 29. október 1935. 30. Kyvik, Arnulf Harald, trúboði, Selfossi, f. í Noregi 22. nóv. 1903. 31. Kyvik, Magny, húsmóðir á Selfossi, f. í Noregi 1. ág. 1900. 32. Larsen, Knud Harkild Salling, iðn- aðarmaður í Reykjavík, f. í Dan- mörku 18. maí 1923. (Fær réttinn 11. ágúst 1958). 33. Leussink, Gerda Harmina, húsmóð- ir i Reykjavík, f. í Hollandi 11. apr. 1923. 34. Lillie, Bodil Matilde, matreiðslu- kona í Reykjavík, f. í Danmörku 30. júní 1911. 35. Lillie, Mogens, verzlunarmaður í Reykjavík, f. í Danmörku 23. ágúst 1938. 36. Malmquist, Liesel, húsmóðir á Akureyri, f. í Þýzkalandi 7. febrúar 1929. 37. Morgalla, Anna Victoria (Maria), St. Jósefssystir í Reykjavík, f. í Þýzkalandi 23. desember 1898. 38. Mortensen, Daniel Jacob, verka- maður í Reykjavík, f. í Færeyjum 31. ágúst 1922. 39. Olsen, Eli, sjómaður, Akureyri, f. 1 Færeyjum 11. maí 1921. 40. Pampichler, Paul Ferdinand Mathías, hljómlistamaður 1 Reykja- vík, f. í Austurríki 9. maí 1928. 41. Petersen, Joen Peter, iðnverkamað- ur á Akureyri, f. í Færeyjum 18. desember 1924. 42. Polaszek, Anna (Maria Emiliana), St. Jósefssystir í Reykjavík, f. í Póllandi 14. júlí 1906. 43. Rasmussen, Alfred Emilius, skó- smiður í Reykjavík, f. í Danmörku 26. september 1904. 44. Rasmussen, Bent, sjómaður í Reykjavík, f. í Danmörku 12. nóvember 1938. 45. Rasmussen, Hanne Cathrine, hús- móðir í Reykjavik, f. í Danmörku 26. október 1914. 46. Rasmussen, John, sjómaður i Reykjavík, f. í Danmörku 25. desember 1936. 47. Rasmussen, Minne Margarethe, ráðskona í Reykjavík, f. í Dan- mörku 1. september 1907. 48. Rasmussen, Niels Jakob, skósmið- ur 1 Reykjavík f. í Danmörku 4. janúar 1908. 49. Rosseoö, Johan, verkamaður á Akureyri, f. í Noregi 11. október 1921. 50. Schröder, Rosemarie Martha Frieda húsmóðir í Hafnarfirði, f. í Þýzka- landi 7. marz 1925. 51. Schulz, Elisabeth Maria, húsmóðir í Grafarnesi í Grundarfirði, f. í Þýzkalandi 11. janúar 1923. (Fær réttinn 7. maí 1958). 52. Schweigkofler, Theresa (Maria Elisabet.h). St. JAc,n" • í Reykja- vík, f. á Ítalíu 10. febrúar 1915. 53. Sedlacek, Georgine, húsmóðir í Reykjavík, f. í Austurríki 25. marz 1935. 54. Sepp, Karl, lögfræðingur, Hafnar- firði, f. í Rússlandi 29. nóvember 1913. 55. Shirreffs, George, barn 1 Reykja- vík, f. í Reykjavík 18. nóvember 1945. 56. Shirreffs, Mary Oliver, barn i Reykjavík, f. í Reykjavík 24. októ- ber 1949. 57. Shirreffs, Paul, barn í Reykjavík, f. í Reykjavík, 22. apríl 1947. 58. Shirreffs, William, bólstrari í Reykjavík, f. í Skotlandi 25. nóvem- ber 1921. 59. Shirreffs, Willian* James, barn í Reykjavík, f. í Reykjavík 21. nóvember 1943. 60. Stieborsky, Georg, múraranemi í Reykjavík f. í Þýzkalandi 3. október 1928. 61. Suchy, Adelheid Josefine (Maria Appollonia), St. Jósefssystir í Reykjavík, f. í Þýzkalandi 19. marz 1911. 62. Sulebust, Per Norvald, sjómaður, Bolungavík, f. í Noregi 11. október 1919. 63. Thom, Odd Kristian, sjómaður, Reykjavík, f. í Noregi 9. september 1918. 64. Trauenholz, Luise, húsmóðir í Keflavík, f. í Þýzkalandi 2. apríl 1916. 65. Valen, Bjarne Linfred, bóndi i Hjarðarnesi, Kjalarneshreppi, Kjós- arsýslu, f. í Noregi 22. marz 1913. 66. Volkmer, Margarethe Anna (Maria Lydia), St. Jósefssystir í Reykjavík, f. í Þýzkalandi 3. júní 1908. 67. Wyrwich, Georg, verkamaður, Syðri-Reykjum í Biskupstungum, f. í Þýzkalandi 2. janúar 1930. 68. Young, Gordon Alan, rafvirki í Garðahreppi, f. í Englandi 31. marz 1920. 69. Zirke, Erna Anna Else, húsmóðir í Reykjavík, f. í Þýzkalandi 22. júní 1913. 70. Þorsteinn Ásgeirsson, húsamálari í Reykjavík, f. á íslandi 9. janúar 1888. Þeir, sem heita erlendum nöfn- um, skulu ekki öðlast íslenzkan ríkisborgararétt með lögum þess- um, fyrr en þeir hafa fengið ís- lenzk nöfn samkvæmt lögum um mannanöfn. Firmakeppni á Akureyri lokið AKUREYRI. — Lokið er firma- keppni Bridgefél. Akureyrar, en 45 fyrirtæki tóku þátt í keppn- inni. Keppt er um bikar og hreppti hann að þessu sinni Ull- arverksmiðjan Gefjun, en fyrir hana spilaði Örn Pétursson, bif- reiðarstjóri. sbrifar ur ] daglega lífinu ) Gönguför á Njarðargötu ELVAKANDA heiur borízt eftirfarandi bréf: „Við vorum tvær á gangi á Njarðargötunni skammt frá Ti- voli. Veður var gott, en það hafði rignt um nóttina, svo að pollar stóðu í öllum lægðum. Bílamir þeyttust framhjá einn eftir annan, eins og þeir æítu einir — með því, sem þeir hötðu að geyma — rétt á veginum og við tvær værum ekki til. Við vorum ákveðnar í að taka númer þess bíls, sein yrði til þess að ata okkur í aur og skólpi, en við því máttum við búast, þar sem eng- inn hægði á sér við hlið okkar, þótt tjarnir stæðu í hjólförum. Við töldum fimm bíia í röð og síðan einn. Sá, sem sat þar við stýri, stöðvaði bílinn nokkurn spöl fyrir framan okkur og ók honum svo gætilega aftur á bak í áttina til okkar. „Sletti ég á ykkur?1' spuiði hann. „Ef svo er, þykir mér það mjög leitt“. Við sögðum það ekki vera, hingað til hufðum við getað varið okkur fyrii' gusur.um frá bílunum. En við vissum ekki, hve iengi það yrði, ef þessum hraða akstri héldi áfram. ,.Má ekki bjóða ykkur að vera með upp í bæinn?’’ spurði nann — hvað við þáðurn með þökkurn og unörun, þar sem mað- urinn var okkur báðum ókunnur. Að vísu hefur það komið fyrir áður, að mér irefur verið boðið sæti í bíl á þessum vegi, og er ég þakklát fyrir það, en þarna var óvenjuleg háttvísi á ferð, sem aðrir ökumenn mættu taka sér til fyrirmyndar. Ég nefni ekiú nafn þessa manns, af því að ég held, að hann kæri sig ekki um það, en það fengum við að vita. Hann lét sig ekki heldur muna um að aka okkur þangað, sem við ætiuðum, þótt það væri mikið úr leið hans sjálfs. Ég undrast, að ekki skuii oftar verða slys á þessari leið milli Hringbrautar og Tivoli, þar sem líklega er hvergi í bænum ekið með meiri hraða en þar. En nú er bærinn búinn að láta merkja fyrir gangbraut öðrum megin með snyrtilegum steinsúl- um, og er það til mikils öryggis. En hvers vegna liggja þær stund- um brotnar og flatar? Er það vegna kæruleysis vegfarenda? Ef svo er, er það til skammar. Góð umgengni er sjálfsögð á öllum sviðum, ekki síður úti en inni, og allir eiga að vera samtaka í því að spilla ekki tíma og fé með því að skemma og eyðileggja. Annars áttu þessar línur aðeins að greina frá hinni drengilegu framkomu ökumannsins og þakka honum um leið. Það er venju- legra að skrifað sé um það, sem miður fer í fari manna — en hví ekki að geta líka um það, sem vel er gert og getur orðið til lær- dóms og eftirbreytni? F. Kristjánsd." Um póstkassa ÆMING póstkassa virðist nú vera í mjög góðu lagi hér í bæ, enda er póstþjónustan almennt stöðugt í framför, bréf borin út fljótt og reglulega o. s. frv. Þó mætti fara þess á leit, að póstkassar væru tæmdir nokkru seinna að kvöldi en nú er gert. Er það aðallega vegna flugpósts- ins til útlanda. Ef póstþjónustan treystist ekki til að tæma alla kassa t. d. sein- ast kl. 21—22 að kvöldi, ætti að koma upp svo nefndum „for- gangs“-póstkössum, v sem auð- kenna mætti sérstaklega, t. d. með rauðu striki, og væru þeir örugglega tæmdir nokkru seinna en póstkassar almennt. Það er ófært, að fólk í úthverf- um þurfi að fara með bréf í kassa aðalpósthússins í Pósthússtræti eftir kl. 18, ef ætlazt er til, að bréfið komist að morgni næsta dags með flugvél. Hverfamerking póststjórnarinn ar með „NV, SV, N, NA, SA og A“ hefur ekki náð tilgangi sín- um. Merkingin er of margbrotin, fyrirmyndin eflaust dönsk. Hví ekki að endurskoða þetta og nota frekar tölustafi, t. d. „Reykjavík 1, 2, 3 o. s. frv.?“ Slíkt hefur reynzt vel annars staðar. Flugari".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.