Morgunblaðið - 27.04.1958, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.04.1958, Qupperneq 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. april 1958 Bréfkaflar af Norðurlandi HÉR skeður aldrei neitt segjum Stundum segir hann svo þennan við stundum sveitamennirnir, ef við erum spurðir frétta og víst er um það, að á heimsmælikvarða eru viðburðir íslenzkra sveita smáir, en samt er alltaf eitthvað að gerast, Ijós og skuggar skipt- ast á. Tíðarfar og veðurlag hefir löng um verið algengt umræðuefni Is- lendinga og er þó af sumum talið lítið gáfulegt spjall. Þó er það svo að fátt eða ekkert hefir meiri áhrif á daglegt líf og afkomu meginþorra þjóðarinnar en ein- mitt veðrið. Veturinn, sem er að líða hefir verið okkur Norð- lendingum töluvert erfiður og einkanlega þó verri eftir því sem austar dregur. Samt er að heyra að fóðurbirgðir séu allgóðar og muni duga vel ef eigi verða sér- stök vorharðindi. Gleðilegt er það ef fóðrið reynist nóg en vel megum við muna að sl. sumar var óvenjugjöfult og hey frá þvj mikil og góð. Enn þarf því að herða róðurinn svo við verðum færir um að taka hörkuvetri eft- ir meðalsumar. Ýmsir atburðir verða þó til að lífga upp á tilbreytingarleysi dag- anna. Svo var í vetur er bæjar- og sveitarstjórnarkosningar fóru fram í kaupstöðum og kauptún- um. Þá var fylgzt með umræðum og svo úrslitum þegar þau komu. Býsn mikil þóttu þegar Framsókn arliðið afneitaði Hannesi'Pálssym í umræðum þessum og kallaði hann bara borgara. Minnir þetta óþægilega á atburði löngu liðins tíma þótt ólíkir séu, tímarnir þá og nú. Síðan hefir Hannes reynt að rétta hluta sinn með bókaút- gáfu og blaðaskrifi og virðist orð- inn ískyggilega voldugur á viss- um stöðum, þar sem hann lætur liggja að, að Jón Pálmason og aðrir þeir, sem styðji Sjálfstæðis- flokkinn, eigi vísa vist í verri staðnum hinum megin, bæti þeir ekki ráð sitt hið snarasta. Og fyrst farið er að tala um stjórnmál og blaðaskrif. Mikið er Tíminn orðinn ergilegur í skapi. Nú er hann búinn að „úrskurða“ a. m. k. 42% þjóðarinnar „naz- ista“ eða áhangendur þeirra. — sama hóp líkjast Suður-Ameríku „gangsterum“, dettur sumum í hug að ónefndur ferðalangur hafi verið fenginn til að gera óvii- hallan samanburð en óvíst er þó allt um það. En sízt er furða þótt frómar sálir sé farið að dreyma um að losa landið við eitthvað af þessum ófögnuði jafnvel þó „spandera“ þurfi til þess skoti einu eða fleirum. Og svo er það fréttaritunin til útlanda. Svo ósvífnir eru íslenzk- ir fréttaritarar erlendra blaða að þeir bera hvorki undir Fram- sókn né Tímann skeyti sem þeir senda úr landi. Þetta er þeim mun háskalegra þar sem búast má við að þeir segi yfirleitt rétt frá öllu. Vísast verður stjórnin að koma á ritskoðun, a. m. k. skeyta- og póstskoðun. Þá er einnig ergelsisefni fyrir Tímann að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa valið fálkann að flokksmerki og kallar hann jafn- vel hræfugl. Vafalaust hefir Tím- inn góðum dýrafræðingum á að skipa, enda mun það koma sér vel í þeim herbúðum. Skilgrein- ing hans á tegundinni má því víst ekki efa, en meinbægni er hitt að amast við að flokkur taki sér merki. Ekki myndu Sjálfstæðis- menn hafa neitt við að athuga þótt Framsókn tæki sér að flokks merki slöngu eða kamelljón. — Hið síðara væri sannarlega tókn- rænt fyrir mið-vinstri-flokkinn. Nokkra athygli vekur ádrepa sú sem Halldór Kristjánsson send ir Lárusi Gíslasyni í Tímanum. Telur Halldór Lárus lítt fallinn til formennsku í skattanefnd, þar sem hann telji búfé of hátt metið til skatts og færir pær röksemdir fyrir réttlátu mati að fóðurbirgð- ir frá áramótum séu taldar með í mati búfjár. Vafalaust er það rétt hjá Hall- dóri að þetta er sú hugsun, sem til grundvallar liggur bak við matið, en er nú alveg víst að hún sé sú eina rétta? Skal það athugað nánar. Hey og aðrar fóðurvörur eru a. m. k. sérstaks eðlis sem eign, eigi á annað borð að færa þær þannig á skýrslur. Fóðri er eytt daglega til að halda lífi í búfé, sem á sínum tíma á að gefa arð. Sá arður er svo skattlagður og sú eign, sem af honum myndast, Sýning ásgerðor og Benedibts Ásgerður Ester Búudóttir er mikill vefari. Það sanna þau verk, er hún hefur valið til isýningar að þessu sinni. Einnig sannar hún sé um tekjuafgang að ræða. Nú ' okkur áþreifanlega, að gömul er það svo að hey er ógoldið kaup ■ íþrótt getur haldizt síung og lif- bóndans þangað til hann fær arð- inn af búi sínu og auk vinnu sem hann hefir sjálfur lagt í búið verður hann að inna af höndum margháttaðar greiðslur áður en kaupið kemur honum í hendur, og er hér einkanlega miðað við fjárbú þó að nokkru komi hið sama út með kýrnar. Þarna er því verið að skattleggja fyrirfram og jafnvel tvískatta og munu fáir telja sanngirni, enda ekki lengra gengið gagnvart launastéttum en að draga skatta frá kaupi jafnóð- um og það greiðist. Mjög er því vafasamt að meta búfé hærra um áramót en niðurlagsverð á hausti segir til. Arður og eignaauki kem ur svo fram á næsta ári. En hitt að Lárus Gíslason og aðrir skattanefndarmenn megi engar skoðanir hafa á málefnum og meðferð þeirra, utan þær sömu og yfirmenn þeirra, er regla, sem gilt gæti austan járn- tjalds en tæplega vestan, þar sem skoðanaeinokun er ekki komin á. En skyldi það vera til- viljun að slíkt spjall birtist í Timanum og er ritað af háttsett- um Framsóknarmanni. Búnaðarþing hefir setið á rök- stólum. Mörg merkileg mál voru þar rædd, svo sem búnaðarhá- skóli, jarðvegsrannsóknir og margt fleira. Er mikið undir því komið hversu þau mál ráðast, sem og öll þau mál sem heyra undir vísinda- og tilraunastörf í þágu atvinnuveganna. Verði þau sem giftudrýgst. Hitt sætir furðu að langar orðræður verði.um jafn sjálfsagðan hlut og árleg þrifa- böð á sauðfé. Þá mun og varla verða almenn ánægja ef knýja á búfjáreigendur til að lóga hverju einasta sláturdýri í slátur- húsum, því tæplega yrði mikill afgangur af verði sumra þeirra þegar sláturskostnaður væri greiddur. H. J. andi, ef vel er á haldið. Það er * I Y T T T f f T T T T f f f f f ♦!♦ Fyrsta sending af strigaskóm tekin upp Kvenskór stærðk: 34—40 Fjórir litir frú Finnlondi í fyrrumálið Barnaskór stærðir: 21—27 Þrír litir ari enn sem komið er, en ég held samt, að þetta efni hafi ekki þá möguleika, sem Benedikt gerir sér vonir um. Þegar Benedikt notar smá form og spilandi línur, nær hann í verk sín hrynjandi, sem er list- ræn og persónuleg. Óneitanlega saknar maður þess, að hann skuli ekki hafa unnið i betra efni en raun ber vitni, og vonandi gefst honum taekifæri til að útfæra sumar þessar hugmyndir í stærri og veigameiri verk í steint gler. Hér er gott tækifæri fyrir þá söfnuði, sem nú standa í kirkju- byggingum til að fá skreytingar í sín nýju guðshús. Persónulega er ég hrifnari af þeim krossum og Kristsmyndum, sem Benedikt sýn ir þarna, en því, sem hann hefur unnið í hreinum abstrakt iorm- um, og ég efa ekki, að Benedikt er þeim vanda fyliilega vaxinn að gera veigamikil verk ' steint gler. Hann sannar með þessari sýningu, að hæfileikar hans stafna ákveðið í þá átt. Óvenjuleg sýning, sem óhætt er að mæla með í Sýningarsalnum við Hverfisgötu. Vallýr Pétursson. Ársþing UMSK 35. ÞING Ungmennasambands Kjalarnesþings var haldið að Hlé- garði í Mosfellssveit dagana 1. og 2. marz sl. Formaður sambands- ins, Ármann Pétursson, setti þingið ög bauð gesti og fulltrúa velkomna. Gestir þingsins voru þeir Ben. G. Waage, forseti ÍSI, Skúli Þorsteinsson, framkvstj. UMFÍ, og Stefán Ól. Jónsson, leið beinandi UMFÍ í starfsíþróttum. Forsetar þingsins voru kjörnir Lárus Halldórsson, Njáll Guð- mundsson og Páll Ólafsson, en þingritarar þeir Gestur Guð- mundsson og Steinar Ólafsson. Þingið sóttu 26 fulltrúar frá sam- bandsfélögunum fimm. Fórmaður sambandsins flutti ýtarlega skýrslu um störf sam- bandsins á liðnu starfsári og voru þau fjölbreytt og vaxandi á árinu. Endurskoðaðir reikningar sambandsins voru lagðir fram og samþykktir. Sambandið efndi til héraðs- móta í frjáslum íþróttum, knatt- spyrnu, skák, bridge og starfs- íþróttum. Þá sendi UMSK fjölda íþróttamanna til landsmóts UMFl á Þingvöllum sl. vor, þar á meðal knattspyrnulið og handknattleiks lið kvenna, sem sigraði glæsilega á landsmótinu. Er það í þriðja sinn í röð, sem stúlkur fra UMSK vinna handknattleiks- keppni á landsmótum UMFÍ. —• Sambandið aðstoðaði félögin við ánægjulegt að vita til þess, að myndvefnaður skuli vera stund- aður af þeirri alvöru og smekk- vísi, sem þessi unga listakona býr yfir. Hún heldur sannarlega uppi merki þessarar listgreinar og er að mörgu leyti beinn arf- taki Júlíönnu Sveinsdóttur, hvað vefnað snertir. Lita.skyn Ásgerðar er einfalt og upprunalegt. Hún byggir verk sín í þægilegum og þó sterkum litum. Efnið .sjálft er látið njóta sín til fulls, og þannig verður það sterkur þáttur í sjálfum heildar- svip verkanna. Allt, sem Ásgerð- ur sýnir, er algerlega sneytt yf- irborðs-tildri og villisýnum, hvergi reynt að gera hlutina að einhverju, sem blekkt gæti manns- augað á einn eða annan hátt. Myndvefnaður Ásgerðar er að mínum dómi mjög heilsteyptur og ber einkenni afar vandaðrar listakonu, sem ekki hefur látið mikið yfir sér. Það er ekki ósanngjarnt að segja, að mynd- vefnaður Ásgerðar sé eitt af því bezta, sem komið hefur frá yngri listamönnum hérlendis um langt skeið. Það er þó fyrst með þess ari .sýningu, að hún haslar sér verulega völl. Áður hafði ekki sézt jafnumfangsmikil sýning á verkum hennar, og ég held, að hún hafi ekki fyrr sýnt eins vel, hve merkilegt starf hún var að vinna. En eitt verður að muna, að það tekur langan tíma fyrir j kennslu* og þjálfun í íþróttum og vefara, að gera eins vel og Ás- j Þjóðdönsum. Þá tók sambandið Skóbúb Austurbæjar Laugavegi 100 — Sími 19290 gerður Ester gerir hér. Hún get- ur sannarlega vel við unað, hvað árangur snertir. Benedikt Gunnarsson er þegar orðinn þekktur málari, en hér kem ur hann fram með nýja listgrein, sem ég held, að ekki hafi mikið sézt af hér áður, þ. e. myndir, málaðar beint á gler með þar til gerðum litum. Það er fagnaðarefni, þegar ungir listamenn taka ný efni til meðferðar og reyna nýjar leiðir, og hér á landi hefði sannarlega mátt vera meirí fjölbreytni í efn- isVali myndlistarmanna okkar. — Nú virðist þetta nokkuð að breyt- ast, og er það mjög ánægjulegt. Aðeins verður að gera þá frum- kröfu, að þau efni, sem notuð eru, séu þess eðlis, að hæfileikar lista- mannanna fái notið sín, og að efn ið sjálft hafi fulinægjandi mögu- leika. Benedikt er mikill hæfileika- maður í myndlist, eins og sýning- ar hans h.._' bezt borið vitni, og sú skoðun rýrnar ekki, þrátt fyr- ir þessa sýningu, en að þessu sinni finnst mér hann hafa unn- ið í efni, sem honum er engan veginn samboðið. Hann er að vísu nokkuð leitandi í myndgerð þess- að sér að halda víðavangshlaup meistaramóts íslands og fór það fram í Mosfellssveit. Undirbúningur er nú hafinn að því að skrá sögu UMSK og er ætlunin að því verki verði lokið á 40 ára afmæli sambandsins ánð 1962. Mörg önnur félagsmál er varða félögin og sambandið eru í athug- un og bíða framkvæmda. Marg- ar ályktanir voru gerðar á þing- inu, m. a. um íþróttir, starfs- íþróttir, skógrækt, bindindismál, íþróttaför til Færeyja, fræðslu- mál, handritamálið o. fl. Stjórn sambandsins var öll end urkjörin, en hana skipa: Ármann Pétursson formaður, Gunnar Sig- urðsson varaformaður, Páll Ól- afsson, Gestur Guðmundsson og Steinar Ólafsson. Sambandsþingið var haldið í boði umf. Aftureldingar í Mos- fellssveit, er bauð þingfulltrúum, að loknum þingstörfum, að sjá sjónleikinn „Grænu lyftuna", sem leikflokkur félagsins hefur haft sýningar á undanfarið. Færir stjórn sambandsins umf. Aftur- eldingu þakkir sínar og þingfuil- trúanna fyrir rausnarlegar og ágætar móttökur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.