Morgunblaðið - 30.04.1958, Blaðsíða 12
12
MORarvrtLAÐIto
Miðvikudagur 30. april 1958
— Valdib yfir
sálum mannanna
Framhald af bls. 11.
feiti og mergur með“, stóð skráð
á andlitum boðberanna og var
undirtónn alira þeirra orða. En
vei þeim, sem þverskölluðust!
Skrifað stendur í Rauðum penn-
um árið 1935:
„Utan við þá voldugu bók-
menntahreyfingu, sem hafin er,
getur ekkert skáld staðið, sem
ætlar sér nokkra framtíð . . . Öll
grózka hins vaxandi iífs, allur
veruleiki þess, býr í skáldskap
hinnar nýju stefnu. Máttugra og
glæsilegra tímabil en nokkru
sinni hefur áður þekkzt, er að
rísa í bókmenntum heimsins".
Og svo vel sem boðendum hins
nýja Orðs vannst á vettvangi fé-
lagsmála og stjórnmálalífs,
vannst þeim ennþá betur á sviði
bókmenntanna. í borgaralegum
herbúðum ríkti frekast tómlæti
um bókmenntir í þá tíð, en hins
vegar þurfti ekki að óttast það-
an verulegan fjandskap, og var
það máske nokkuð undarlegt, þó
að skáld og rithöfundar vildu
eiga sér framtíð? Þeir gátu áunn-
ið sér kjass og klapp, ef þeir
gengu undir merki hrópandans í
eyðimörk kreppuáranna, en aft-
ur á móti gengu þeir þess ekki
duldir, að ef þeir þó ekki nema
þrjózkuðust, máttu þeir eiga vís-
an vönd harðra dóma og skipu-
lagðrar rógmælgi. Nöfn mikils
meirihluta íslenzkra skálda aug-
lýstu svo fyrir alþjóð áhrifavald
og vinsældir hinna rauðu penna
— og mikils virtir menntamenn
og ritsnillingar tóku að sér að
ábekja og þar með tryggja með
nöfnum sínum víxla hinna djörfu
og stórhuga forystumanna máls
og menningar framtíðarinnar,
hina nýju Fjölnismanna íslenzkr-
ar sögu — eins og þeir auðsjáan-
lega vildu allra auðmjúklegast
láta á sig líta. Það varð fínt að
fylla þennan hóp, — það varð
tákn upphafningar og fól óneit-
anlega í sér fyrirheit um bjöllu
í horn og sérlega grösugan og
kjarngóðan blett í ódáinshögum
framtíðarinnar meðal útvaldra
sauða til hægri handar hinum
mikla Jósef Stalin, — enda hófst
nú ærið hávær lofgerðarjarmur
í bundnu máli og óbundnu um
„bóndann í Kreml" — og þá eink-
um er hann þreytti glímu við
gamlan bandamann sinn, Adolf
Hitler, og reyndist bæði sterkur
og fylginn sér, en þess var lítt
við getið, að hann var girtur
megingjörðum vondra manna úr
vesturvegi. Hinn mikli Stalin og
hans hart nær yfirskilvitlega full-
komnir samstarfsmenn, Bería og
fleiri svipaðir, burgu veröldinni!
Þjóðin rússneska hafði raunar beð
ið mikið afhroð fyrir tilverknað
tryggðarofa af hendi Adólfs
Hitlers, en með þeirri þjóð ríkti
þó hið fullkomnasta frelsi, alger
jöfnuður og fyllsta réttlæti, og
andlegt lif greri eins og blóm í
varpa í skini hiýrrar vorsólar!
Hana nú þá!
Styrjaldarlokin voru gullöld
fylgismanna hins austræna ein-
ræðis hér á landi, enda gengi
þeirra slíkt, að þeim var falin
forsjá nýskipunar allra mennta-
mála, val skólanefndarformanna
og úrslitaorðið um val fræðara
æskulýðsins hvarvetna í byggð-
um landsins. En síðan hafa þeir
hlotið ærin áföll, þó að þeir í
nokkra sólarhringa ættu sér úti
i himingeimnum tíkarkvikindi,
sem vakti alheimsathygli, og eigi
sér raunar tvo jólasveina í efstu
tröppu íslenzkra valdhafa. Gull-
kálfinum Bería var steypt af
stalli, og núverandi Arno Rúss-
lands flutti víðfræga ræðu, sem
olli þvi, að jörð hinnar komm-
únistísku Paradísar skalf og
björg trúarinnar klofnuðu víðs
vegar. Sjálfur ritari rússneska
kommúnistaflokksins — ekki ein
hver vondur maður í vestrænum
heimi — lýsti allt í einu hinum
nú látna og smurða, en fram að
þessu guðdómlega Stalin, Kreml-
bónda íslenzkra skálda og rit-
snillinga, sem hálfvitfirrtum
harðstjóra og grimmdarsegg og
afhjúpaði þannig ástandið í Rúss-
landi, að augljóst varð öllum
heimi það, sem höfundar Gróðrar
og sandfoks og fleiri vondir
menn höfðu sagt og skrifað, að í
stað frelsis, bræðralags, laga-
verndar, réttlátrar skiptingar
vinnuarðsins og fullkomnustu
skipanar allra atvinnumála, ríkti
þar miskunnarlaus harðstjórn og
ófrelsi, gerspillt réttarfar, ein-
stæð misskipting lífskjara, algert
valda- og réttleysi stritandi "al-
þýðu og slík ringulreið og van-
geta á sviði atvinnulífsins að
njósnarar, lögreglumenn og böðl-
ar stóðu önnum kafnir við að
finna, pynda og hengja eða skjóta
raunverulega, en oftar ímyndaða
eða beinlinis valda sökudólga. f
fátinu, sem greip sjálft hið harð-
svíraða austræna einræði við þess
ar játningar og opinberanir, losn-
aði um hríð nokkuð um tungu-
haft skálda og rithöfunda í lönd-
Bifreiðaeigendur
Við getum ávallt sólað flestar tegundir af hjól-
börðum. Sólningar, ísuður og bætingar á sama
stað. — Fjót afgreiðsla.
GÚMBARÐINN H. F.
Brautarholti 8 — Sími 17984.
T ilkynning
um atvinnuleysisskráningu
Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvæðum laga nr. 52
frá 9. apríl 1956 fer fram í Ráðningastofu Reykjavíkur-
bæjar, Hafnarstræti 20, dagana 2., 5. og 6. maí þ.á., og
eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig samkvæmt lög-
unum, að gefa sig fram kl. 10—12 f.h. og kl. 1—5 e.h.
hina tilteknu daga.
Óskað er eftir, að þeir sem skrá sig séu viðbúnir að svara
m.a. spurningum: Um atvinnudaga og tekjur síðustu 3
mánuði. 2. Um eignir og skuldir.
Reykjavík, 29. apríl 1958.
Borgarstjórinn í Reykjavík.
cir l rít
um þess, og leystu þá ýmsir ! ríki á jörðu, trú, sem er þeim svo
þeirra frá skjóðunni, rússneskir,! mikils virði, að hún verður ekki
pólskir, tékkneskir og þó einkum J einu sinni kæfð í blóði.
ungverskir og sögðu sterkum orð j En hinir — mundu þá nokkrir
um, að í þessum löndum hefði þeirra hafa vafasama eða veila
rikt sívaxandi andlegt ófrelsi, afstöðu? Hafa ekki einmitt ýms-
unz svo hefði verið komið, að
það hefði verið orðið harðara
og grimmúðugra en dæmi væru
til áður í sögu mannkynsins. Og
bókmenntirnar væru svo eftir
því: Ýmist fáránlegir lofsöngvar
um valdhafana og athafnir þeirra
eða andlaus vegsömun þess skipu
lags, sem þarf daglega á að halda
réttarmorðum, hefur svipt hinar
erfiðandi stéttir frjálsræði sínu
til búsetuskipta og réttinum til
ákvarðana um lífskjör sín — og
þarfnast sem fastra stofnana —
jafnt vegna hagkerfis síns og með
tilliti til öryggis leiðtoganna —
þrælabúða fyrir fullan milljóna-
tug manna! Síðan: Hin samvirka
forysta — siðbótarmennirnir,
sem flettu ofan af blóðveldi Stal-
ins, en höfðu raunar verið þar
samábyrgir — létu sig hafa það,
þá er ungverskir verkamenn,
stúdentar, rithöfundar og fjöl-
margir annarra menningarfröm-
uða, vörpuðu af sér oki kúgunar-
innar, að láta rússneskan her
drepa hundruð þúsunda frelsis-
unnandi Ungverja, flytja tugi eða
jafnvel hundruð þúsunda ungra
ungverskra manna í þrælavinnu
í Síberiu og á saltsléttum Mið-
Asiu, og líða frelsis og föður-
landssvikurum Ungverjalands,
sinum auðmjúkum þénurum, að
ir, sem á gat leikið nokkur vafi,
gengið fram á opinberan vett-
vang og gefið skelleggar yfirlýs-
ingar? O, jú, jú, — og vel er.
En.......
Nú standa ekki lengur boðend-
ur hins austræna Orðs og hrópa,
að ekkert skáld, sem ætli sér
nokkra framtíð, geti staðið utan
við svokallaðan sósíalrealisma,
stefnu, sem í Vesturlöndum varð
aldrei annað en pappírsheiti og
í hinum austræna heimi komm-
únismans fyllti skemmur ríkis-
forlaganna af með öllu óseljan-
legum skáldritum — eins og sá
gáfaði maður Björn Þorsteinsson
sagnfræðingur bar vitni um, þeg-
ar hann var á ferð í Tékkóslóva-
kíu fyrir svo sem tveimur ár-
um. Nú láta þeir sem sér líki
vel hvers konar list þeirra manna,
sem ekki ganga í berhögg við
málstað þeirra, og ekki kannski
sízt þá — „sem er list án boð-
skapar, næstium án hugsana . . .“
— því að önnur list gæti orðið
þeim og þeirra fyrirætlunum
hættuleg, svo ný og óhrekjanleg
sannindi bárust af öllu hinu sæt-
lega lofsungna, þá er jÖrðin skalf
og járntjaldið rifnaði og kvein-
stafir píndra og hrjáðra, öskur
böðla og drunur morðtóla skáru
í eyrun og minntu á fornar, en
dæma þúsundir frelsisvina til ' uppdubbaðar hugmyndir um
þrælkunar eða til að enda líf sitt ; kvalastað fordæmdra. Svo gera
fyrir hendi böðulsins . . . Og | þá boðendurnir sér far um að
loks: Hin sanrvirka forysta — hið laða hlutlausa orðsins menn að
stóra slagorð — er úr sögunni!
í sæti Stalíns, á alblóðugum veld-
isstóli grimmúðugasta og vélráð-
asta harðstjóta veraldar, situr
sjálfur vandlætarinn, siðbótar-
maðurinn, en um leíð —• gleym-
um því ekki — Ungverjalands-
böðullinn og geimtíkurglæsirinn,
sem bráðlega mun til þess knú-
inn af risavaxnasta, óviðráðanleg
asta, blóðugasta og háskalegasta
hag- og stjórnarkerfi veraldar-
sögunnar, að hausa og slægja
samverkamenn sína í þeirri skelf
ingarþrungnu von að með því
móti fái lífsfleyta hans sjálfs
flotið yfir sker eiturbyrlara og
réttarmorðingja, sem nú lúta hon
um í auðmýkt. Og vitaskuld hef-
ur á ný ginkefli verið stungið
upp í skáld og rithöfunda og
fjötur lagður á hendur þeirra,
því að ærið greinilega kom í
ljós, þá er þeim veittist nokkurt
mál- og ritfrelsi, að enn hefur
ekki hinu austræna einræði í
sinni fjögurra áratuga látlausu og
grimmilegu viðleitni tekizt að
ná algeru valdi yfir sálum mann-
anna.
V
sér, án þess að gera kröfur til
þeirra um beina baráttulega sam-
stöðu, strjúka þá og dilla þeim,
hæla verkum þeirra — um leið
og þeir til velþéntrar áminningar
svívirða og rægja verk beinna
andstæðinga — einmitt í nafni
listarinnar, — nota svo málvini
sína og gælubörn sín sem trygg-
ingarsveit gagnvart alþjóð fyrir
því, að þeim búi svo sem ekkert
illt í huga, koma með þeim fram
á bókmenntahátíðum í dýrustu
sölum höfuðborgarinnar og aug-
lýsa nöfn þeirra sem ábyrgðar-
manna á þeim fylgivíxlum, sem
ætlazt er til að almeningur kaupi
— helzt affallalaust .... Og svo
glotta þeir bak við hina dáðu
og þörfu sakleysingja, kreppa
jafnvel hnefana í buxnavösunum,
sárir yfir sínu vafstri og fyrir-
höfn, og hvísla út á milli saman-
bitinna vara:
„Bíðið þið bara við, fíflin ykk-
ar! Afglöp vesturveldanna eru
mörg og stór og þægileg til okkar
brúks, og okkar menn vinna sér
hér létt verk á vettvangi andlegr-
ar, félagslegrar og fjármálalegr-
ar siðspillingar. Ástandið versn-
Hér skal ekki farið út í að ar óðum, og vald okkar á atvinnu-
ræða og skilgreina svo sem raun-
ar vert væri þá ógn og þann
vanda, sem íslenzku stjórnmála-
og efnahagslífi stafar af þeirri
tvískiptingu hins austræna ein-
ræðisliðs, þar sem á sviðinu
standa í alþýðlegum borgara-
klæðum leikbrúður undir sýndar-
forystu nefndra jólasveina, en að
tjaldabaki stendur harðsvíraður
hópur austrænna átrúnaðarseggja
undir merki hamars og sigðar,
hrópar ögrunarorð og ógnanir til
áhorfenda og heldur í þá þræði
gerzkrar hentisemi, sem ráða
hreyfingum leikbrúðanna.
Ég vil því aðeins víkja nokkr-
um orðum að mönnum þeirrar
listar, sem „á að deyja — því
orðið getur verið hættulegasta
og fjárhagslifi þjóðarinnar fer
hraðvaxandi, — já, bíðið þið
við!“
„Hún launaði honum ljósahald-
ið loksins með því að senda ’ann
Rúti . . .“ sagði Grímur Thom-
sen í kvæðinu um Þjóstólf og
Hallgerði langbrók.
Það er alkunna, að fjöldi víð-
frægra rithöfunda frá ýmsum
löndum hefur snúið frá refilstig-
um kommúnismans — einkum á
seinustu áratugum. Og í játning-
um flestra þeirra kemur skýrt
fram og oft átakanlega, hve
frámunalega örðugt þeim hef-
ur reynzt að losa sig úr
hinum margvíslegu tengsl-
um við hugmyndakerfið, við
flokkinn, við gamla félaga og
sprengiefni undir sólinni“. f fljótu j samstarfsmenn og við minning
bragði mætti ætla, að enginn
þeirra manna væri í vafa eftir
það, sem á undan er gengið. Ég
arnar, og ekki sízt hefur skinið
í gegnum skrif þessara skálda,
hve hörmulegt það hefur verið
sagði í fljótu bragði, því að vita að horfast í augu við þá stað-
mátti, að einhverjir þeirra mundu j reynd að hafa, sumir í áratugi,
standa stöðugir í trúnni, menn- raunverulega helgað sig glæpa-
irnir, sem voru í upphafi vega starfsemi í garð alls þess, sem
þannig gerðir, að þeir skulfu eins hefur skilað mönnunum í áttina
og reyr í nörpum gusti umhverf- J til aukins manndóms og að marki
isins og þurftu á að halda ein- ( sannrar mannhelgi. Þá hefur og
hverjum óhagganlegum átrúnaði, . verið ekki síður sorglegt að
hlutu hann engan í bernsku eða ' skyggnast í sköp þeirra skálda,
voru sviptir honum á státinni, en sem séð hafa sannleikann, en
biturri og hunzkri öld efnis- ekki megnað að rjúfa tengslin,
hyggju og fengu svo kjölfestu skálda eins og til dæmis Maxims
lífs síns í trúnni á nálægt himna- . Gorkís og Berts Brechts ....
En Nóbelsverðlaunaskáldið
Thomas Mann hefur allra borg-
aralegra rithöfunda gert skýrasta
og eftirtektarverðasta grein fyr-
ir þeirri iðrun, sem hann tók út
fyrir að hafa ekki risið í tæka
tíð gegn ofbeldi og einræði.
Hann taldi það langt fyrir neð-
an virðingu sína að skipta sér af
því, sem fram fór á sviði stjórn-
mála og félagsmála í föðurlandi
hans, Þýzkalandi, á baráttuárum
kommúnisma og nazisma og á
uppgangsárum Hitlers. Hann lét
það því með öllu afskiptalaust,
hvernig lýðræðisflokkarnir vóg-
ust á, seyrðust og veiktust, hve
ofbeldið og hinn blindi kraftur
var vegsamað og mannúðin
gerð auvirðileg í augum fjöld-
ans, sem þrælum einum samboð-
in. En þar kom, að valdamenn
nazista væru þeim mun veilli en
kommúnistar járntjaldslandanna
að dirfast ekki að skerða eitt
hár á höfði hins heimsfræga
skálds frekar en keisarastjórnin
á sínum tíma höfuðhár Leos
Tolstojs, þá þoldi Mann ekki við
í föðurlandi sínu, en fór vestur
um haf og hrópaði síðan varnað-
arorð til hins stríðandi mannkyns.
Hann varaði sterkum orðum við
hlutleysinu gagnvart þjónum ó-
frelsis og tortímingar, og . . . .
hvort mundi svo ekki mega telja
óviðurkvæmilegt, jafnvel háska-
legt, að raunverulega frjálshuga
rithöfundar hefðu meira eður
minna samstarf við og veittu sið-
ferðilegan stuðning frammi fyrir
alþjóð svo harðsvíruðum þjónum
einræðisins i frjálsu þjóðfélagi
hinna beztu lífskjara, að þeir létu
sér engan veginn segjast við hin
válegu sannindi, sem opinberuð
hafa verið alheimi með vitnis-
burðum Krúsjeffs, við blóðbaðið
í Ungverjalandi, þar sem einmitt
menn orðsins listar voru sérstak-
lega lagðir í einelti — og við frá-
sagnir og yfirlýsingar rússneskra,
tékkneskra, ungverskra og
pólskra rithöfunda um hinn and-
lega þrældóm í kommúnistaríkj-
unum. Getur nokkur svo skyn-
samur maður, að hann sé liðtæk-
ur rithöfundur, látið sér til hug-
ar koma, að slíkir menn meti
raunverulega nokkurs neinar list
ir — hvaða nafni sem þær nefn-
ast, að nokkuð sé nokkurs vert í
þeirra augum annað en þjónustan
við sína meistara og herra, sem
þeir enn trúa, að eigi að leiða þá
og mannkynið allt í himnaríki á
jörðu?
Geta nokkrir þeir rithöfundar,
sem unna frelsi, sönnu lýðræði,
mannúð, mannhelgi — öllu því,
sem þrátt fyrir allar villúr og
víxlspor hefur unnizt á vegferð
mannkynsins hér í hinum vest-
ræna heimi verið þekktir fyrir að
halda að sér höndum gagnvart
þjónum ofbeldis og einræðis,
hvað þá unnið það fyrir vinsemd
eða meintan heiður frá þeirra
hálfu að veita þeim beint eða ó-
beint brautargengi og með því
þoka í áttina til þess ástands,
að upp í þá sjálfa verði keyrt
ginkefli og hendur þeirra bundn-
ar á bak aftur? Nei — og aftur
nei, ekki ef þeir staldra við,
hugsa sig um og líta af alvöru í
kringum sig hér heima og úti um
veröldina, því að það er sannast
mála, að „tækni kúgunarinnar
hefur ekki náð fullkomnun fyrr
en á okkar öld. Þess vegna get-
ur svo farið, að framtíðin beri
enga líkingu af liðnum tímum.
Og að ekkert eigi sér meiri fram-
tíð en harðstjórn rikisvaldsins og
kúgun mannlegs anda“.
Þessi orð úr leikriti Kristjáns
Albertssonar, svo sem raunar
mörg önnur, eru ekki aðeins eðli-
leg og áhrifarík á sínum stað í
leiknum, heldur fela í sér alvöru-
þrungin, heiltæk sannindi, í senn
viðyörun og boðskap til allra
þeirra, sem vilja vera frjálsir
menn á þessari jarðkringlu, þar
sem úthöfin hafa á fáum árum
orðið að sundum og öræfaflákar
að bæjarleiðum, svo að háskinn
jafnt og sprengiefni áróðursorða
og eldflauga stendur við hvers
manns dyr.
Mýrum í Silfurtúni
í fyrstu viku sumars 1958
Guðm. Gíslason Ilagalín.