Morgunblaðið - 10.05.1958, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.05.1958, Blaðsíða 4
4 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 10. maí 1958 í dág er 130. dagur ársins. Laugardagur 10. maí. Árdegisflæði kl. 11,47. íjlysai arðstofa Reykjavíkur 1 Heilsuverndarstöðinni er >pin •iil- an sólarhringinn. Læknavörður L. R (fyrir vitjanir) er á sama stað, frá kL 18—8. — Sími 15030. Næturvarzla þessa viku: Vest- urbæjar apótek. Sími 22290. Holts-apótek og Carðsapótek eru opin á sunnudögum kl. 1—4. Hafnarfjarðar-apótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laugardaga kl. 9—16 og 19—21. Helgidaga kl. 13—16 Næturlæknir er Kristján Jó- hannesson. Keflavíkur-apótek er opið alla virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—16. Helgidaga kL 13—16. Kópavogs-apótek, Alfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kL 9—16 og helgidaga kl. 13—16. — Simi 23100. I.O.O.F. 1 = 140598)4 = 9 0. EHSMcssur í hönd farandi sunnudagur er 5. sunnudagur eftir páska, sem er hinn almenni bænadagur íslenzku kirkjunnar. Að þessu sinni hef- ur biskup landsins fyrirskipað, að „bænarefni hans verði fyrir- bæn fyrir börnum og ungmenn- um íslands, að þau megi ganga á Guðs vegum, hlýðin boðum frelsarans, er verði þeim vegur- inn, sannleikurinn og lífið“. Dómkirkjan. Messa kl. 11 ár- degis. Sr. Óskar J. Þorláksson. Síðdegismessa kl. 5. Sr. Jón Auð uns. Neskirkja. Messað kl. 11. Séxa Jón Thorarensen. Elliheimilið — Messa kl. 2 e.h. Séra Bragi Friðriksson. Hallgrímskirkja — Messa kl. 11 f. h. Séra Jakob Jónsson. Messa kl. 5 e. h. Séra Sigurjón Þ. Árna- son. Háteigsprestakall: — Messað í hátíðasal Sjómannaskólans kl. 11 f.h. Séra Jón Þorvarðarson. Laugarneskirkja — Messa kl. 2. Séra Garðar Svavarsson. Langholtsprestakall. Messa í Laugarneskirkju kl. 5. Sr. Árelí- us Níelsson. Bústaðaprestakall — Messa í Kópavogsskóla kl. 2. Séra Gunn- ar Árnason. Fríkirkjan — Messa kl. 2 e. h. Séra Þorsteinn Björnsson. Óháði fríkirkjusöfnuðurinn. — Messa í Kirkjubæ kl. 11 (Ath. breyttan messutíma). Sr. Emil Björnsson. Hafnarfjarðarkirkja. — Messa kl. 2. Sr. Garðar Þorsteinsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Messa kl. 2. (Fermingarbörn frá þessu vori eru beðin að hafa tal af presti eftir messu). Séra Kristinn Stefánsson. Innri-Njarðvík. — Messa kl. 2. Keflavík. — Messa kl. 5. Séra Björn Jónsson. Grindavík. Bænadagsmessa kl. 2. Sóknarprestur. Hafnir. Bænadagsmessa kl. 5. Sóknarprestur. Útskálaprestakall — Messa á Hvalsnesi kl. 2. Messað að Út- skálum kl. 5. Sóknarprestur. Reynivallaprestakall. Messað að Reynivöllum 11: maí kl. 1 e.h. Saurbæ sama dag kl. 5. Biskup íslands messar á báðum stöðum. — Sóknarprestur. Fíladelfía í Keflavík: Guðsþjón usta sunnudag kl. 4 e.h. Eric Ericsson. Fíladelfía, Hverfisg. 44: Guðs- þjónusta á morgun kl. 8,30. — Ás- mundur Eiríksson og Tryggvi Ei- ríksson tala. Brúðkaup Gefin verða saman í hjónaband í dag ungfrú Guðný Sigurðardótt- ir, skrifstofumær og Elías Guð- mundsson, vélvirki. Heimili þeirra er að Freyjugötu 10 A. I dag verða gefin saman í hjóna band af sr. Sigurbirni Einarssyni, prófessor, ungfrú Álfheiður S. Ólafsdóttir (Vestmann Einars- sonar), Bergstaðastræti 69 og Ingi G. Lárusson (Karls Lárus- sonar), Grenimel 31. Heimili þeirra verður að Bergstaðastræti 69. Séra Jakob Jónsson hefur gefið saman eftirtalin hjón: 2. maí: ‘Höllu Björgu Vaidimarsdóttur, ‘skrifstofumey frá Blönduósi og ‘Ronald Láwrence Smith frá Bing- ‘hamton, New York. — 3. maí: ‘Erlu Sigurgeirsdóttur og Eirík Ásbjörn Carlsen. Heimili þeirra «r að Nesvegi 7. — 7. maí: Rann- veigu Lovísu Leifsdóttur, verzl- ■unarmey og Sigurjón Harald Sigurjónsson, sjómann. Heimili þeirra er á Raufarhöfn. i jggj Skipin ‘Eimskipafélag Islands h.f.: Dettifoss fór frá Kotka í gær til Rvíkur. — Fjallfoss fór frá Keflavík í gærkvöldi til Vest- mannaeyja og þaðan til Rotter- dam og Hamborgar. — Goðafoss fór frá Rvík 6. þ.m. til New York i— Gulifoss fer frá Kaupmh. á Verkfrœðingur óskast Byggingaverkfræðingur óskast til starfa við bygg- ingaefnarannsóknir Iðnaðardeildar. Umsækjandi er starfið hlýtur á kost á námsdvöl erlendis um hálfs árs skeið. Upplýsingar um starfið gefnar í síma 17300. Atvinnudeild Háskólans (Iðnaðardeild). Skiptafundur í dánarbúi Guðlaugs Ásgeirssonar, sem bjó í Sauðagerði C, hér í bænum, og andaðist 11. janúar 1958, verður hald- inn í skrifstofu borgarfógeta, Tjarnargötu 4, þriðjudaginn 13. maí 1958, kl. 2 síðdegis. Ákvarðanir verða meðal annars teknar um sölu eignar- innar Sauðagerði C, en húsið á lóðinni mun hafa eyðiiagst af eldi. Borgarfógetinn í Reykjavik. HEIÐA Myndasaga fyrir börn 190. Nú vill svo til, að faðir Klöru, herra Sesemann, hefir ákveðið að koma óvænt í heimsókn til dóttur sinnar, og hann er nú þegar á leið upp fjallshlíðina. En götu- troðningarnir eru svo margir, að hann er ekki alveg viss um, hvaða stefnu hann eigi að taka. Þá kemur hann auga á Pétur, sem kemur hlaupandi með símskeytið í hendinni. „Er ég á réttri leið upp til Fjallafrænda?“ hrópar hann til Péturs. Pétur rekur upp skelfingaróp og hleypur enn hraðar en áður. Hann hrasar og dett- ur, en skeytir því engu. Hann vill aðeins komast sem fyrst í burtu frá þessum ókunna manni, sem honum stendur stugg- ur af. 191. Pétur hendist niður fjallshlíðina eins og hjólastóllinn. Til allrar hamingju brotnar hann ekki, en lendir dálítið rugl- aður niðri í þorpinu rétt við fætur bakar- ans, einmitt þar sem hjólastóllinn hafði lent. „Nú, jæja, þarna er annar í viðbót* , segir bakarinn. „Hverjum skyldi verða hrint í næsta sinn niður fjallshlíðina7 Vonandi verður það mjölpoki, svo að ég geti notað mjölið í brauðið mitt!“ Pétur stendur skjótt á fætur og haltrar stynjandi af stað upp til geitanna Sinna Hann er laf- hræddur, því að hann heldur, að herra Sesemann sé lögregluþjónn, sem kominn sé til að handtaka hann. 192. Herra Sesemann er nú kominn upp að kofanum og hlakkar til að koma dóttur sinni að óvörum. En Klara og Heiða hafa þegar komið auga á hann á leið hans upp fjallshlíðina. Herra Sesemann sér, að til móts við hann koma tvær telpur. Önnur er lítil með dökkt, hrokkið hár. Hún styð- ur hina telpuna, sem er hærri og ljóshærð með rjóðar kinnar. Herra Sesemann nem- ur staðar og starir á þær. Augu hans fyll- ast tárum, því að gamlar minningar sækja að honum Ljóshærða telpan er alveg eins 1 útliti og móðir Klöru hafði verið. Herra Sesemann stendur grafkyrr og veltir því fyrir sér, hvort hann sé að dreyma. FERDIMAIMD Óvænt fangbrögð ‘hádegi í dag til Leith og Rvíkur. iLagarfoss fór frá Drangsnesi í gær til Patreksfj., Stykkishólms, Keflavíkur, Hafnarfj. og Rvíkur. i— Reykjafoss fór frá Rotterdam í gær til Antwerpen, Hamborgar og Rvíkur. — Tröllafoss kom til iR'dkur 5. þ.m. frá New York. i— Tungufoss fer í dag frá iReykjavík til Þingeyrar, ísafjarð iar, Sauðárkróks, Sigluf jarðar, Akureyrar og Húsavíkur. * AF M Æ Lt 4 Sturlaugur Lárusson Fjeldsted, 'Brekku 2, Garðahreppi, er sjötug- tir í dag. Áttræður er í dag Guðjón Sig- •urður Magnússon, Valbraut í Garði. Tekur á móti vinum og •kunningjum í samkomuhúsinu í iGerðum í kvöld. giYmislegt Orð líísins: Þá munt þú skilja, hvað réttlæti er og réttur og ráðvendni, í stuttu máli sér- hverja braut hins góða, því að speki mun koma í hjarta þitt og þekking verða sálu þinni yndis- leg. — Orðskv. 2. ★ íbúar Vatnsleysustrandarhrepps. — Bólusetning gegn mænusótt mánudaginn 12. maí milli kl. 18 og 20 í barnaskólanum. Héraðslæknir. Frá Verzlunarskólanum. Inn- tökupróf inn í 1. bekk Verzlunar skólans fer fram dagana 23. og 24. maí. Ber nemendum, sem látið hafa skrá sig til þessa prófs, að koma í skólann í fyrsta prófið (íslenzku) kl. 1.30, 23. maí. Skrán ingu er lokið. ★ Hinir máttugu menn, sem báru kristindóminn fram til sigurs kenndu: „Holdið stríðir gegn and anum, en að holdsviljinn kúgi Betur sæmir það manninum, að andinn hafi stjórn á holdsvilj- anum, en að holdsviljinn kúgi andann. Bindindi er einn af ávöxtum andans. Bindindisleys- ið er eftirgjöf við hið óæðra í manninum. Umdæmisstúkan. JFélagsstörf Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt heldur spilakvöld í Sjálfstæðis- húsinu mánudagskvöldið 12. þ. m. kl. 8,30. — Miðar verða af- greiddir í Sjálfstæðishúsinu (niðri) í dag kl. 3—5 *g á mánu- dag kl. 3—5, ef eitthvað verður eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.